Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 33 BJORG SIGURROS JÓHANNESDÓTTIR + Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holta- stöðum í Langadal, Austur-Húna- vatnssýslu, 6. ág- úst 1899. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 28. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Halldórsson bóndi á Móbergi í Engi- hlíðarhreppi, A- Hún. (1868-1937), og kona hans, El- ísabet Þorleifsdóttir (1874- 1961) frá Stóra-Búrfelli í Svína- vatnshreppi, A-Hún. Björg var önnur í röð níu systkina. Þau hétu Óskar, Björg, Ingiríður, Halldór, Guðmundur, Jón, Kristín, Svavar og Axel. Af þeim eru nú sex látin en eftir lifa Ingiríður, Svavar og Axel. Björg var ógift og barnlaus. Útför Bjargar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. ÉG KYNNTIST ekki Björgu vin- konu minni fyrr en veturinn 1955 þegar ég kom að Löngumýri sem forfallakennari. Þó ætla ég að stikla á stóru á æviferli hennar og styðst þar við frásagnir hennar og skrifað- ar heimildir frá Halldóri bróður hennar. Foreldrar Bjargar voru vinnuhjú á Holtastöðum þegar hún fæddist og gátu ekki haft nema eitt barn hjá sér og urðu því að láta hana í fóstur. Svo var um samið að Hall- dór Konráðsson föðurafi hennar sem þá var bóndi á Móbergi tæki Björgu litlu til sín. Hann var þá búinn að missa konu sína en bjó með bústýru sem hét Þorbjörg Magnúsdóttir (1842-1922), mestu ágætiskonu sem var fús til að taka þetta nýfædda barn að sér þó að hún stjórnaði stóru heimili og orðin 56 ára gömul. Hún hafði óbilandi kjark og fórnarlund og er skemmst frá því að segja að hún varð Björgu sem besta móðir og efndi þar vel loforð sitt við móðurina ungu sem komið hafði gangandi milli bæja með dóttur sína aðeins tveggja vikna gamla í fanginu. Björg var 7 ára þegar afi hennar dó en þær Þorbjörg voru áfram í húsmennsku á Móbergi í 16 ár. Björg var orðin 22 ára þegar Þorbjörg lést og höfðu þær fósturmæðgur þá alltaf verið saman. Björg hafði góðar gáfur og var mjög hög. Hugur hennar stóð jafnt til hjúkrunar og hagnýtra handíða. Ofaná urðu handíðirnar. Hún fór suður til Reykjavíkur og lærði karl- mannafatasaum, kjólasaum og fleiri hannyrðir á árunum 1924- 1936. Kenndi hún hjá Sambandi norðlenskra kvenna á Blönduósi á árunum 1937-39. Árið 1940 má segja að straumhvörf hafi orðið í lífi Bjargar. Þá réðst hún sem handavinnukennari að Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli. Þar kynnt- ist hún Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Löngumýri í Skagafirði sem þá var þar forstöðukona og lágu leiðir þeirra saman upp frá því. Þegar Ingibjörg stofnaði Hússtjórnarskóla á föðurleifð sinni Löngumýri flutti Björg með henni þangað og studdi hana með ráðum og dáð næstu 23 árin eða þar til þær létu báðar af störfum og fluttu til Reykjavíkur 7. september 1967. Þar bjuggu þær þangað til þær fluttu að Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í september 1989. Á Skjóli leið þeim eins vel og hægt var í herbergjum hlið við hlið. Þó ellin sækti að báðum með blindu og ýmsum lasleika höfðu þær hvor aðra að uppörva og styðja sem fyrr. Ingibjörg lést rúmri viku eftir 90 ára afmælið sitt 9. júní síðastliðinn. Björg var áfram æðrulaus sem fyrr en hún hafði mikið misst og lífsvilj- inn smáþvarr. Hún kvartaði aldrei og hélt fullri andlegri reisn til hinstu stundar. Hún fylgdist vel með öllu og öllum og var sátt við lífið. Björg var fórnfús og góður kennari, mikill uppalandi og félagi. Hún var virt jafnt af nemendum sem sam- starfsfólki. Nemendur hennar leituðu til henn- ar með stórt og smátt bæði í tíma og ótíma. Hún var trygg heimahögunum og þó hún væri skráð til heimilis að Móbergi allt til þess að hún fluttist til Reykjavík- ur þá var líf hennar í 27 ár líf heima- vistarskólakennarans sem var að búa nemendur undir hússtjórn og heimilishald. Þar var lifað í leik og starfi allan sólarhringinn líkt og í stórfjölskyldum. Tryggð nemenda Bjargar ber því best vitni hve góð kona hún var. Á löngu ævikvöldi hefur hún fengið margan pakkann, bréfið og heim- sóknina frá þeim. Sama er að segja um starfsfóikið á Skjóli, allir sem einn hafa fundið mannvirðingu hennar og góðvild og í staðinn naut hún kærleika þeirra. Ég veit að þetta vill hún þakka eins og við viljum þakka henni. I lífshlaupi þessarar einstöku konu sannast orð skáldsins „þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir“. Við sendum systkinum hennar og öðrum ættingjum og vinum bestu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir og fjölsk. Ég minnist þín Björg mín besta á blaðið vil ég festa örlítið af okkar kynning þá ágætu ljúfu minning. Þú vaktir hjá öllum vilja vinnunnar gleði að skilja þá íþrótt íþróttanna er eykur virðingu manna. Viðbúin hvetjum vanda við loforð skyldi standa öðrum hjálp ætið veita er til þín vildu leita. Hafðu þökk okkar allra við ávallt þig munum kalla hetju í starfsins stríði, störfin vannstu með prýði. Karlotta Jóhannesdóttir. Það var árið 1989 sem þær vin- konur Björg Jóhannesdóttir og Ingi- björg Jóhannsdóttir komu til dvalar á Hjúkrunarheimilið Skjól. Ára- tugalangur kennaraferill var að baki nokkru áður, en þær vinkon- urnar höfðu fylgst að og bjuggu nú hlið við hlið á Skjóli. Það er erfitt fyrir þá sem þekkja að nefna aðra þeirra án þess að hin komi einnig í hugann, svo samrýnd- ar sem þær voru alla tíð. Báðar voru þær orðnar blindar og ýmsir sjúkdómar herjuðu á líkamann, en andlega þrekið óbugað og hugurinn skýr. Þær létu sig báðar mjög annt um hag Skjóls og létu af hendi rakna fjármuni til þess m.a. að búa vel að kapellunni í Skjóli. Þá gaf Björg mikið magn skyggnumynda af fögrum stöðum víðsvegar frá sem oft hafa glatt þá sem skoðað hafa. Því miður kynntist ég ekki Björgu fyrr en hún fluttist að Skjóli, en mér hefur verið tjáð af náms- meyjum hennar hversu afburða traust hún var og vildi hvers manns vanda leysa. Samstarf þeirra Bjarg- ar og Ingibjargar spannaði yfir rúmlega hálfa öld og það sagði Ingi- björg mér að þar hefði aldrei fallið skuggi á. Þegar Ingibjörg gerðist skóla- stjóri á Staðarfelli var Björg henni þar til halds og trausts á árunum 1940-44 og síðan þegar Ingibjörg stofnaði húsmæðraskólann að Löngumýri taldi hún það miklu gæfu fyrir sig og skólann að Björg fylgdi henni þangað. Þar miðlaði Björg þekkingu sinni og reynslu þar til að þær hurfu báðar frá skólanum 1967. Svo samrýndar voru þær vin- konur að fram hefur komið hjá ýmsum námsmeyjum hennar að oft var svo sem forstöðukonur við skól- ann hefðu þær báðar verið. Voru þær þó mjög ólíkar að ýmsu leyti, en hjá þeim báðum var manngæsk- an og háleitar hugsjónir það sem tengdi þær óijúfandi böndum. Björg var hinn sterki bakhjarl sem alltaf var hægt að treysta á. Þegar þær komu í Skjól var heils- an farin að þverra og oft virtist komið að kveðjustund hjá Björgu. En það var eins og hún hefði ákveð- ið að skilja vinkonu sína ekki eftir og þegar Ingibjörg lést fyrr á þessu ári hafði Björg þau orð að nú gæti hún einnig kvatt þessa jarðvist. Hún hélt sínu andlega atgervi allt fram á andlátsstund og kvaddi með þeirri reisn sem ávallt fylgdi henni. Björg var ein þeirra sem sannar- lega hafði mannbætandi áhrif á alla þá sem í nærveru hennar dvöldu. Við kveðjum hana með söknuði en gleðjumst yfir þeim góðu endurfundum sem nú hafa orðið. Aðstandendum hennar öllum sendum við samúðarkveðjur. Rúnar Brynjólfsson. t Innilegt þakklæti sendi ég öllum fyrir hluttekningu og samúð vegna fráfalls eiginmanns míns, RAGNARS F. GUÐMUNDSSONAR, Sogavegi 86. Sérstaklega þakka ég Baldvini Tryggva- syni, sparisjóðsstjóra, og hans góða starfsfólki fyrir vináttu og virðingu við hinn látna. Guð blessi ykkur öll. Bergljót Sveinsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES GAMALÍELSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Barónsstig 41, sem andaðist þann 25. desember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. janúar og hefst athöfnin kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamleg- ast bent á að láta elli- og hjúkrunarheimilið Grund njóta þess. Sólveig Hannesdóttir, Friðbjörn G. Jónsson, Guðlaug Rún, Hanna Dís, Soffía Huld og Hannes Heimir, Jón Þór Hannesson, Valgerður Lárusdóttir, Hannes Lárus og Árni Þór. t Ástkær fóstra, systir og frænka, ÞORBJÖRG JÓNÍNA GESTSDÓTTIR frá Þórshöfn, lést á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn miðvikudaginn 27. des- ember. Útförin ferfram frá Svalbarðskirkju laugardaginn 6. janúar kl. 14.00 Fyrir hönd aðstandenda, Þorfinnur Jóhannsson, Rósa Lilja Sigmundsdóttir, Sigmundur Gestsson, Þorsteinn Gestsson og frændsystkini. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU HALLGRÍMSDÓTTUR, Hringbraut 37, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Þórður Þórðarson, Vilfrfður Þórðardóttir, Guðmundur Pálsson, Þórður Þórðarson, Guðrún Friðjónsdóttir, Steingrfmur Þórðarson, Þorgerður Jónsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ingibjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA ÁRNASONAR, Hraunbæ 103, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 27. desember sl., fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. janúar kl. 15.00. . Hulda Guðmundsdóttir, Gfgja Árnadóttir, Rúnar Sveinsson, Þórunn Árnadóttir, Þórir Lárusson, Árni Þór Árnason, Lísbet Sveinsdóttir, Guðmundur Árnason, Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við and- lát og útför RÓSU ÓLAFSDÓTTUR frá Stóra-Bóli, Hornafirði. Ólafur Halldórsson, Lára María Theódórsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Vffill Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐRÚNAR VIGFÚSDÓTTUR, Klukkufelli, Reykhólasveit. Jón Sveinsson, Vignir Jónsson, Svanhildur Adda Jónsdóttir, Kristín Edda Jónsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Drffa Jónsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA BÆRINGSSONAR, Hraunbæ 146, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins, Sigurðar Björns- sonar, læknis og starfsmönnum Landa- kotsspitala. Kristbjörg Guðbjörnsdóttir, Elfn Anna Bjarnadóttir, Erlendur Kristjánsson, Sigrfður Bjarnadóttir, Logi Vilberg Gunnarsson, Bæring Árni, Bjarni Þór og Páll Ingvi Logasynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.