Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Uppdráttarsýki verka- lýðshreyfingarinnar TIL AÐ lifa verð- um við að eiga eitt- hvað til að selja. Flest eigum við ekkert selj- anlegt nema vinnuafl okkar. Fyrir verka- fólk er staðan sú að kaupendur eru miklu færri en seljendur. Ef 'ekkert er að gert ráða kaupendurnir verð- inu. Launamaðurinn verður að vinna til að lifa. Atvinnurekand- inn hefur miklu frek- ar efni á að bíða þar til vinnuseljandinn lækkar sig. Samstaða er nauðsyn Þessum grundvallarstaðreynd- um vinnumarkaðarins hefur fólk aldrei getað unað. Fólk vill ekki vera bara söluvara. Það hefur bundist sámtökum um að hefta markaðinn, á tvennan hátt. Með ,(sölusamtökum (verkalýðsfélög- ;'um) hefur það jafnað fákeppnis- skilyrðin á vinnumarkaðnum. Með félagslegri samtryggingu (vel- ferðarkerfinu) hefur það ekki bara tryggt því fólki, sem af ein- hverjum ástæðum hefur átt bágt með að selja sig á vinnumarkaðn- um, að það geti a.m.k. skrimt, heldur hefur verið reynt að búa svo um hnútanna að allur almúg- inn geti lifað lífi sem telst mann- sæmandi. i Þessi krafa um mannsæmandi líf á sér nafn í stjórnmálum; fé- lagshyggja. Brösugt gengi henn- ar hérlendis er of langt mál til að ræða hér. Hinsvegar vil ég fara nokkrum orðum um hinn burðarásinn í lífsbaráttu almúg- ans; verkalýðsfélögin. Þau urðu til fyrir nauðsyn, knúin áfram af hugsjón, og borin fram með per- sónulegum fórnum af fólki sem hafði alls ekki efni á að standa í kjarabaráttu, en gerði það samt, því að það hafði félagsþroska til að sjá að það hafði enn síður efni á að gera það ekki. En til að ná árangri þurfti skipulag, sem kall- aði á fastar skrifstofur. Til að geta staðið í þessu þurftu forystu- mennirnir að gera verkalýðsbar- áttuna að atvinnu. Félögin stein- renna. En með tímanum féllu sam- skiptin við samtök atvinnurek- enda í fastan farveg, frumherj- arnir dóu, nýir menn tóku við, og smátt og smátt urðu forystumenn verkalýðsfélaganna þessu kerfi að bráð. Þeir fóru að líta á þetta sem þægilega atvinnu, sem þeir svo sem flestir hverjir reyndu að vinna skammlaust, en smátt og smátt misstu þeir sambandið við félagsmenn sína. Þeir urðu verka- lýðsrekendur, sem eiga í raun í sínu daglega lífi miklu meiri sam- leið með starfsmönnum samtaka atvinnurekenda. Það er bara rök- rétt þróun að launaðir sérfræð- ingar hafa smátt og smátt verið að taka yfir verkalýðsreksturinn. Nú er svo komið að nokkuð sama er hvar borið er niður. Al- mennir félagsmenn eru hundóá- nægðir með forystu sína, hvort sem í hlut á Magnús L. Sveinsson hjá VR, Ragna Bergmann hjá Framsókn, eða Guðmundur J. Guðmundsson hjá Dagsbrún. for- *ysta ASÍ hefur í mörg ár ekki verið okkar menn, heldur „þeir", hvort sem í hlut hefur átt fulltrúi sérfræðingaræðisins Ásmundur Stefánsson, eða gamli lífeyris- sjóðajálkurinn Benedikt Davíðs- son. Nú kynni einhver fákunnandi ^að spyrja, ef fólk er svona óá- nægt, af hverju skiptir það ekki Birgir Þórisson um forystu félaga sinna? Þetta eru jú lýðræðisleg félög. Þar liggur einmitt hund- urinn grafinn. Verka- lýðsfélögin eru eins ólýðræðisleg og þau hafa getað komist upp með að vera. Á öðrum fjórðungi aldarinnar börðust tvær klíkur misvit- urra manna, kommar og kratar, um forræð- ið í félögunum. Helst hefði sú klíka sem var við völd viljað afnema kosningar innan fé- lagsins, svo sann- færðir voru menn um eigið ágæti og illsku hinna, en þar sem menn þóttust vera fulltrúar fólksins gengu menn ekki svo langt. Hins- vegar varð það reglan að gera kosningafyrirkomulagið eins erf- itt minnihlutanum og hægt var. Svo þegar komma- og krataklík- urnar döguðu uppi eins og hverjir aðrir steingervingar varð eftir í hverju félagi ein valdaklíka. Ein- kenni þessara klíka er að þær sitja í skjóli kerfisins, eru yfirleitt sjálf- kjörnar og endurnýja sig inn- ánfrá. Félögin eru eins og kóng- ulóarvefur, þar sem forystan situr í miðjunni, og hefur ein yfirsýn yfir allan vefinn. Almennir félags- menn eru hinsvegar einangraðir hver á sínum vinnustað. Forystan velur menn í trúnaðastöður, auð- vitað þægilega jámenn. Einstaka gagnrýnendur eru teknir á hús, settir í áhrifalausar nefndir eða ráð en ef þeir taka ekki vel tamn- ingu er þeim hent út aftur. Ný Dagsbrún? Þetta fyrirbrigði er sérlega greinilegt hjá stærsta verka- mannafélagi landsins, Dagsbrún í Reykjavík, þessa dagana. Þar hefur um árabil ráðið ferðinni afar hávær og áberandi klíkufor- ingi. Með sér í stjórn hefur hann haft hóp lágværra og fyrirferðar- lítilla jábræðra. Að nafninu til hefur æðsta valdastofnun félags- ins verið 100 manna trúnaðarráð, en það hefur verið valið af stjórn- inni, safn hógværra og lítilþægra stuðningsmanna þar sem svo sem hefur verið óhætt að hleypa inn einum og einum „vandræðagrip". Til að bjóða foringjunum birginn í kosningum félagsins hefur ósáttum félagsmönnum ekki nægt áhuginn heldur neyðir kosn- ingafyrirkomulagið þá til að safna vel á annað hundrað mönnum með sér. Það er ekki furða að slíkt gerist sjaldan, þar sem félags- menn eru einangraðir hver frá öðrum, og forystan gætir þess að hafa félagslífið sem óvirkast þannig að menn hittist síður og fari ekki að rotta sig saman gegn þeim. En stundum fylla droparnir mælinn. Nú hefur það gerst að venjulegir verkamenn hafa haft það af að koma sér saman um mótframboð gegn batteríinu. Hvernig bregst kerfið við? Það reynir að lægja óánægjuraddirnar að sínni með því að skipta um menn. Gamla foringjanum er ýtt til hliðar. Hann á sér ekki við- reisnar von. Jafnframt er reynt að láta hann taka með sér ábyrgð- ina á því sem miður hefur farið. Varaformanninum er stillt upp sem nýjum manni, reyndum, en jafnframt óreyndum, með mikla þekkingu, en saklaus af fortíð- inni. Hann muni gera betur. Jafn- framt er meðreiðarsveitin yngd upp. En það er talandi tákn að í Verkalýðsfélögin eru eins ólýðræðisleg, að mati Birgis Þórisson- ar, og þau hafa komist upp með að vera. þriðja sætið, og jafnvel kynntur sem framtíðarforingi, er tekinn starfsmaður skrifstofunnar. Því þar er hjarta klíkuveldisins. And- litslyftingarandlitin eru farangur, sem auðvelt er að losa sig við þegar stormurinn er genginn yfir. Ekki er að efa að reynslan, þekkingin og samböndin verða notuð til að reka fagmannlega kosningabaráttu. Yfirburðaþekk- ing starfsmannanna á smáatr- iðunum í starfsemi félagsins er helsta tromp kerfiskallanna gagn- vart almennum félagsmönnum. Það verður reynt að útmála þá sem reynslulausa, þekkingarlausa á gangverkinu og ófæra um að takast á við myrkviði samninga- gerðar, lagatúlkana og hvaðeina sem menn tína til. Þessi þekking- armunur á smáatriðum er það sem mest ógnar lýðræðinu. í öll- um frjálsum félagasamtökum ná innanhússmennirnir forskoti á hinn almenna félagsmann. Og kjósendur draga oft rangan lær- dóm af þessu, að innanhússmað- urinn sé klárari, og best sé að reiða sig á hann. Átökin í Dagsbrún eru fyrst og fremst athyglisverð vegna þess að þarna á að reyna að losa um rót vandans, tilhneigingu verkalýðsfélaganna til að stein- renna, með því að breyta kosn- ingafyrirkomulaginu. Nýja fram- boðið boðar stjórnarmönnum óör- yggi með atvinnu sína. Með því að gera það viðráðanlegt fyrir lítinn hóp félagsmanna að láta þá standa fyrir máli sínu fyrir dómi félagsmanna, neyðast þeir til að standa sig í stykkinu að staðaldri. Gamla klíkan stefnir hinsvegar að engu nema að halda völdum. Halldór Björnsson hefur aldrei haft stefnu. Hann á engu ólokið. Hans hugmynd um verka- lýðsmál er að reka skrifstofuna frá degi til dags, afgreiða þau mál sem inn á borð til hans ber- ast, ná prósenti hér og prósenti þar í kjarasamningum og reyna að vinna sitt verk svona nokkurn veginn skammlaust. Það hefur glöggt mátt heyra á honum að honum finnst það vanþakklæti af fólki að finnast þetta ekki nóg. Þetta er ekki slæmur mað- ur, hann vill bara fá að reka sitt klíkuapparat í friði á hefðbundn- um nótum. Hann hefur hinsvegar ekki um áratuga skeið deilt kjör- i um með sínum umbjóðendum. Þeirra vandi er eitthvað sem er úti í bæ. Það verður merkilegt að sjá hvernig Dagsbrúnarmenn bregð- ast við þessari uppákomu. Verður áhugaleysið, og óttinn við hið ókunna til þess að þeir þori ekki að breyta til. í raun hafa Dags- brúnarmenn engu að tapa. Það versta sem gæti gerst væri að nýja framboðið reyndist ekkert skárra en gamla klíkan. Hinsveg- ar gæti það reynst miklu betur. Með gömlu klíkuna gildir hins- vegar reglan að það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Einhver skammtímabati yrði aldrei langlífur. Hvatinn til þess er enginn. Höfundur er verkamaður. Truin og tónlistin Margrét E. Jónsdóttir JOHANNA Spyri, svissneski barnabóka- rithöfundurinn sem þekktust er fyrir bæk- urnar um Heiðu, samdi líka sögu um ungan tónlistarmann. Smáatriðin eru orðin eitthvað þokukennd enda liðið hátt í hálfa öld síðan fundum okk- ar Vinzi bar saman en einfaldur boðskapur sem greipist í barns- minni þurrkast aldrei út. Já, Vinzi hét hann. Faðir hans var stöndugur bóndi í frjó- sömum dal og ætlaðist til þess að einkasonurinn tæki við búinu en strákur hafði engan áhuga á að læra að beita plógi og sigð. Hann langaði til að læra á hljóðfæri og tálgaði sér flautur í felum. Faðir hans greip þá til þess ráðs að senda hann til afskekkts þorps hátt uppi í fjöllum og þar átti að koma syninum til manns. Það tókst þótt á annan veg færi en faðirinn ætlaðist til. í litla fjalla- þorpinu var klaustur og kirkja og þar kynntist Vinzi þjóni Guðs sem áttaði sig á því að drengurinn hafði fengið óvenjulega tónlistarhæfi- leika í vöggugjöf. Ljós hans skyldi ekki sett undir mæliker heldur lát- ið lýsa. Undir handleiðslu þessa velgerðarmanns náði drengurinn á skömmum tíma undraverðum tök- um á kirkjuoreglinu. í sögulok fer faðir hans í kirkju og heillast af tónlistinni en veit ekki fyrr en að messu lokinni að það var sonur hans sem lék á orgelið. Ekki fá allir jafnstóra gjöf frá almættinu og Vinzi. Það gerir ekkert til. Nóg pláss er á kirkjubekknum við hlið- ina á föður hans. Vinzi átti því láni að fagna að kirkjutónlist var í hávegum höfð þar sem hann ólst upp. Því var þó ekki alltaf þannig farið í heima- landi hans. Þar hafði orgelum ver- ið kastað út úr kirkjum og löngu fyrr suður á ítalíu hafði verið reynt að banna margraddaðan kirkju- söng. Sem betur fer var það ekki nema stundarfyrirbrigði að halda að fjölbreyttur og fagur söngur og hljóðfæraleikur drægi athyglina frá orðinu. Þeir voru miklu fleiri sem áttuðu sig á því að tónlistin jók við þrótt og kynngi boðskapar og bænar og fegurð tilbeiðslunnar. Fyrir bragðið höfum við ekki að- eins eignast falleg sálmalög heldur ógrynni af annarri kirkjutónlist, messum, passíum og óratóríum sem ekki er á færi annarra en þjálf- aðra listamanna að flytja. Tónlistin eykur ekki aðeins við kraft orðanna. Hún festir þau líka í minni. Hugurinn vill oft reika þegar hlustað er á talað orð, eink- um hjá þeim sem ungir eru. Tón- listin heldur þeim við efnið. Kunn- um við ekki best þá sálma sem falleg lög eru til við? Hversu þakk- lát megum við ekki vera skáldum sem þýtt hafa sálma eða ort nýja við erlend lög og hversu þakklát megum við ekki vera tónskáldinu sem færði okkur að nýju yndisleg- an sálm sem Kolbeinn Tumason orti fyrir meira en sjö hundruð árum. Sum sálmalögin sem við syngjum eru margra aldra gömul. Því miður var ekki farið að skrifa nótur fyrir tvö þúsund árum. Ann- ars gætum við kannski enn sungið sama lofsönginn og Jesús söng með lærisveinum sínum. (Mt. 26.30) Við höfum ekki hugmynd um hvenær mannskepnan komst á það stig að hefja upp raust sína og syngja eins og fuglar himinsins, bora göt á hola grein og festa strengi á fjöl. Ætla má að forfeður okkar hafi kveðið fyrstu tónana til að blíðka náttúruöflin, telja í sig kjark við að leggja veiðidýr að velli eða róa^ barn í hellis- skúta. Á löngum tíma hefur tónlistin breyst mikið en við notum hana á sama hátt. Við syngjum til að láta í ljósi fögnuð og til að sefa sorg, til að tjá ást okkar á annarri mann- eskju, föðurlandinu, móður jörð, og til að þakka forsjóninni sem gaf okkur þetta allt. I sumum deildum krist- innar kirkju eru gerðar svo miklar tónlistarkröfur að eingöngu þeir Hætt er við að margir telji sig óvelkomna í Langholtskirkju, segir Margrét Jónsdóttir, ef Jón Stefánsson hrekstþaðan. geta orðið prestar sem hafa drynj- andi bassarödd. Þetta þætti okkur hérna í þjóðkirkjunni harla ósann- gjarnt enda orðin almenn skoðun að starf prestins sé enn meira utan kirkjuveggjanna en innan þeirra. Vitalaglaus prestur getur verið umhyggjusamur sálusorgari og líka snjall ræðumaður og þar að auki borið skynbragð á að láta þá um tónlistina sem eru til þess falln- ir. Verra er ef prestur er andlega laglaus. Vill ekki skilja þátt tónlist- ar í trúarlífinu, vill ekki viðurkenna að kirkjan þarf á hámenntuðu tón- listarfólki að halda og vill ekki eftirláta þéim, sem tilbiðja með hinni dýru list, kirkjuhús þar sem hljómburður er eins og best verður á kosið. Þau eru ekki svo mörg. Oldum saman var tónlistarlíf bláfátækrar íslenskrar þjóðar í molum. Svo rétti hún úr kútnum og vann upp á nokkrum áratugum margra alda forskot annarra þjóða. Þetta hefði verið ógerlegt ef hér hefði ekki notið við stórkostlegra brautryðjenda erlendra og inn- lendra. Kornungur slóst Jón Stef- ánsson organisti í hóp eldhuganna og hefur unnið afreksverk, ekki aðeins í þágu Langholtssafnaðar heldur allrar þjóðarinnar. Hann hefur fengið til liðs við sig hæfi- leikaríkt söngfólk sem vinnur að langmestu leyti í sjálfboðavinnu. Nýlega hófst hann handa við að virkja yngstu kynslóðina og kirkj- an eignaðist yndislegan barnakór. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa. Nægir að minna á að upphaflega voru haldnir einir jóla- tónleikar en svo kom að því að ekki dugðu færri en þrennir. Það er ótrúlegt að loksins þegar hillir undir að kirkjan eignist orgel sem henni hæfir sé organistanum gefið til kynna að hann megi hypja sig á burt ásamt kórnum. Hætt er við að margir telji sig óvelkomna í Langholtskirkju ef Jón Stefánsson hrekst þaðan. Það er sá fjölmenni hópur sem er honum innilega þakk- látur fyrir það sem hann hefur lagt af mörkum svo að fólk megi njóta þeirrar guðsgjafar sem tón- listin er. Höfundur er sóknarbarn í Lang- holtskirkju. HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.