Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 35 MINNINGAR INGOLFUR ÁRNASON + Ingólfur Árna- son fæddist að Auðbrekku í Hörg- árdal 1. mars 1904. Hann lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri 21. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Jónatansson bóndi í Auðbrekku, f. 21. maí 1848 að Höm- rum í Reykjadal, d. 19. janúar 1921, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1859 í Syðsta-Samtúni í Glæsibæjar- hreppi, d. 1. janúar 1945. Ing- ólfur kvæntist 29. mars 1926 Margréti Magnúsdóttur frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, f. 14. september 1899, d. 27. september 1989. Börn þeirra eru: Svan, f. 6. nóvember 1925, fv. starfsmaður Hitaveitu Ak- ureyrar, kvæntur Helgu Guð- mundsdóttur, Árni Magnús, f. 25. júní 1927, fv. skipstjóri, kvæntur Björgu Sigurjónsdótt- ur, Sigríður Guð- björg Ólafía, fv. starfsmaður Foss- vogsskóla í Reykja- vík, f. 17. nóvember 1928, gift Sigurði Aðalsteini Björns- syni, Agnes Guð- rún, húsmóði í Reykjavík, f. 1. ág- úst 1930, gift Há- koni Jónssyni, Hrafnhildur María, matráðskona á Ak- ureyri, f. 4. október 1932, gift Ólafi Aðalbjörnssyni, Hrefna, starfsstúlka í dagvist- un í Garðabæ, f. 1. október 1936, gift Kristjáni Sveinssyni, Lára Kristin, sölufulltrúi Flug- leiða í Reykjavík, f. 25. maí 1949, gift Páli Ásgeirssyni og Inga Björk, starfsmaður Spari- sjóðs Akureyrar, f. 13. apríl 1943, gift Vilhelm Arthúrssyni. Útför Ingólfs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í MESTA skammdegi ársins kvaddi tengdafaðir minn þetta jarðlíf þreyttur á sál og líkama, sáttur við Guð og menn. Eg sá hann fyrst í sólmánuði 1949. Þá kom ég ungur og umkomulaus í hús tengdaforeldra minna, Hríseyjargötu 8 á Akureyri. Mér fannst hann þá við fyrstu sýn svo stór og vörpulegur. Hinsvegar virkaði kona hans Margrét nettari, snör og hispurslaus. Mér fannst þau ólík, en þó svo lík í því að bjóða mig velkominn á heimili sitt. I reynd var mér þá samstundis og án nokk- urs fyrirvara tekið sem viðbótarungl- ingi í barnahóp þeirra. Ég vissi ekki þá, að ég var ekkert einsdæmi. Ungt fólk hafði átt athvarf hjá þeim á ýmsum tímum. Ég var fyrsta tengdabarn þeirra hjóna og held að önnur tengdabörn þeirra hafi notið sama viðmóts. Að vísu voru foreldr- ar mínir dánir áður en okkar kynni hófust og það var á stundum eins og ég hefði eignast aðra foreldra í Margréti og Ingólfi. Oft og mörgum sinnum hríslaðist um mig vellíðun- artilfínning þegar ég skynjaði þenn- an foreldrahug þeirra til mín. Ingólfur fæddist að Auðbrekku í Hörgárdal. Þar var hann sín bernsku- og æskuár. Sennilega hafa þau ár mótað hug og viðhorf Ingólfs til þjóðmála. Hann var í eðli sínu bóndi og tileinkaði sér kosti þá sem prýða góðan bónda. Hann var ein- stakur ráðdeildarmaður og kunni full skil á almennri fyrirhyggju. Það var eðli smalans sem mér fannst svo oft sýna sig í leiðbeiningum hans til barna sinna og barnabarna. Hann talaði um sjálfstæði á sama hátt og Jón Sigurðsson gerði á sínum tíma. Hann mundi þá tíð þegar menn voru í reikningi hjá kaupmanninum og vissi um þann létti sem fylgdi því að losna við þann klafa. Orlögin höguðu því svo að Ingólfur stundaði almenna verkamannavinnu á Akur- eyri öll sín manndóms- og fullorðins- ár. Sá tími var mörgum erfiður vegna kreppunnar upp úr 1930 en dugnaður og áræði þeirra hjóna fleytti þeim yfir flúðir og boða ör- birgðar til bjargálna. A meðan ég var viðloðandi Hrís- eyjargötu 8 varð ég vitni að ótrúleg- um gestagangi á heimili þeirra. Þau Ingólfur og Margrét voru sérdeildis gestrisin og erill mikill á heimilinu, hvort heldur var fólk úr verkalýðs- hreyfingunni, strákar úr einhverju knattspyrnufélagi að sunnan, ungl- ingar á eftir börnum þeirra eða maðurinn sem las af rafmagnsmæl- inum. Allir fengu einhvern viður- gjörning í mat eða drykk. Þá var nú gaman og þá var nú hlegið. Stundum þótti húsbóndanum nóg um ys og þys og vildi hafa hljótt á fréttatímanum sem byrjaði með síð- asta lagi fyrir fréttir. Þá tók Ingólf- ur stundum undir sönginn og söng með ofurlágt. Seinna söng hann í elli sinni um „sólina, vorið og land sitt og þjóð" svo eftir var tekið og vakti undrun manna hversu vel hann fór með lag og ljóð. Ekki var Ingólfur veisluglaður maður eða sóttist eftir vegtyllum. Hinsvegar hafði hann oft góða skemmtan af að horfa á hverskonar íþróttir. Gaman hafði hann af að aka um sveitir landsins í góðu veðri. Gjarnan fengu viðstaddir að heyra það sem hann sá. „Það er sama snyrtimennskan hér og vant er" el- legar: „Eru þeir ekki farnir að slá hér, amlóðarnir að tarna". Hápunkt- ur ökuferðarinnar var að fínna góð- an stað til kaffidrykkju og þá var Margrét komin með kaffi og brauð á augabragði. Ingólfur og Margrét voru ólík um margt. Þó er örðugt að hugsa sér þau öðruvísi en eina heild, sitthvora hliðina á sama peningi. Þau höfðu afar ríka réttlætiskennd og samúð með þeim sem minna máttu sín. Ingólfur bjó í einsemd sinni í Hlíð eftir lát Margrétar í sex löng ár. Ingólfur var ekki maður þeirrar gerðar sem flíkar tilfinningum sín- um. Þ6 duldist ekki hvað var hjarta hans næst og söknuðurinn eftir frá- fall llfsförunautarins sem gekk með honum veg einurðar og farsældar í 64 ár. Að leiðarlokum er mér í hug þakk- læti til hans og þeirra beggja fyrir einstaka vináttu og velvilja. Vertu sæll, vinur og tengdafaðir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurður Aðalsteinn Björnsson. Við Ingólfur höfum átt samfylgd í rúma tvo áratugi frá því að við Lára Kristín, dóttir hans, hófum saman búskap. Okkur varð strax vel til vina, þótt alla tíð hafi verið langt milli okkar landfræðilega, hann á Akureyri og ég á Seltjarnarnesi. Það hindraði ekki nándina. Ingólfur ólst upp sem yngri sonur hjónanna í Auðbrekku og vann heima fram á fullorðinsár. Þá kom í sveitina ung kona, sem hafði lært hjúkrun á Vífilsstaðaspítala, Mar- grét Magnúsdóttir frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Margrét hafði smitast af taugaveiki við vinnu sína á sjúkrahúsinu og gat ekki haldið áfram náminu. Hún hélt af stað heimleiðis með strandferðaskipi, kom við á Akureyri á leiðinni og fór að vinna þar meðan hún beið eftir að komast lengra. Ekki hafði Margrét dvalið þar lengi þegar hjálparbeiðni barst henni um hjúkrun sjúkra í heimahúsum í Skriðuhreppi í Hörgárdal, þar sem upp hafði komið sjúkdómsfaraldur. Hún tók beiðninni, stundaði um tíma hjúkrun sjúklinganna í sveitinni og tók einnig á móti nokkrum börnum. Margrét bjó á ýmsum bæjum, þar á meðal í Auðbrekku. Örlög hennar réðust við það að kynnast þar yngsta syninum og urðu þau Ingólfur ekki viðskila eftir það í 63 ár. Árið 1926 hófu þau sambúð á Akureyri þar sem þau bjuggu æ síðan. Margrét hélt áfram hjúkrunarstörfum á Akur- eyrarspítala um nokkurt skeið. Börnin urðu með tímanum átta og eru öll tápmiklar manneskjur og ábyrgar. Þau lifa öll foreldra sína ásamt 83 afkomendum. Þau Ingólfur og Margrét bjuggu alltaf á Eyrinni, lengi vel í fjölbýlis- húsinu Litlu Reykjavík en eignuðust á stríðsárunum eigið hús í Hríseyj- argötu 8. Ingólfur stundaði hvers- konar verkamannavinnu, en á köfl- um var ekki vinnu að fá eftir að kreppan byrjaði. Tekjurnar þurfti að drýgja til að endar næðu saman. Það var gert með því að Ingólfur hélt áfram búskap. Hann hafði bæði sauðfé, kú og hesta. Á haustin vann Ingólfur við slátrun og tók með tím- anum að sér verkstjórn í sláturhús- inu þar sem mild stjórnsemi hans og kímni aflaði honum mikilla vin- sælda. Seinustu árin sá hann um reykhús sláturhússins. í sláturhúsið kom margt manna úr sveitum Eyja- fjarðar. Ingólfur átti vini alls staðar og sveitamaðurinn fyrrverandi fylgdist næsta vel með því sem gerð- ist í byggðunum. Húsbóndinn í Hríseyjargötu 8 var alla tíð ráðdeildarsamur reglumaður. Hann var hægur maður og gætinn. Þau hjónin voru samstillt í flestu, þótt Ingólfur tæki ekki jafnvirkan þátt í félagsmálum og kona hans, sem komst í forystu Verkalýðsfé- lagsins Einingar og Slysavarnafé- lagsins. Margrét tók hvarvetna til hendinni þar sem hjálpar var þörf. En Ingólfur studdi ætíð við bakið á henni. Trúlega hefur honum stund- um ofboðið framkvæmdasemin, þótt hann væri öðrum þræði næsta stolt- ur af sinni mikilhæfu konu. Fjöldi barna og unglinga, skyldra og óskyldra, dvaldi á heimilinu um lengri eða skemmri tíma. Það reynd- ist ávallt vera smuga hjá þeim hjón- um, jafnvel þótt íbúarnir fylltu tug- inn og herbergin aðeins þrjú í hús- inu. En Ingólfi féll greinilega vel að hafa líflegt kringum sig. Hann var söngvinn svo af bar, skemmtinn og kíminn. íslensk sönglög voru honum afar hugstæð og hverskonar sígild tónlist. Margt manna kom við á heimilinu. Kaffi var ætíð á könnunni og einhver tilbúinn að taka í spil. Börnin minnast þess stundum hversu notalegt var að sofna á dív- önunum, þar sem spilamennirnir sátu á stokknum. Síðar fluttu hjónin til Ingu Bjark- ar, dóttur sinnar, og Vilhelms, manns hennar, og bjuggu þar í nokk- ur ár. Þau tóku síðar að sér að vera húsverðir í samkomuhúsinu Zion og tókst það með mikilli prýði þrátt fyrir að þau hefðu bæði losað sjö- tugt þegar þau hófii starfið. Litla íbúðin þeirra í Zionskjallaranum varð að nokkurs konar félagsheimili vina, kunningja og ættingja. Síðasti áfanginn á lífsbraut þeirra hjóna var á dvalarheimilinu Hlíð. Þau fengu fyrst til umráða raðhús, þar sem þau bjuggu meðan heilsan leyfði. Síðan fluttu þau í þjónustu- íbúð og eftir að Margrét lést 1989 var Ingólfur lengst af á hjúkrunar- deild. Honum var fráfall Margrétar þungbært og bar ekki sitt barr eftir það, beið eiginlega eftir því að flytja sig til nýrra heima. Þróttleysið varð slíkt að hann kærði sig lítið um fóta- ferð. Það féll hjúkrunarfólkinu ekki vel. Hið frábæra starfsfólk Hlíðar lagði sig í framkróka við að gera Ingólfi lífið léttbærara og tókst það oft með ágætum. Það gerðist ekki síst með því að hvetja Ingólf til söngs. Hann hélt fallegri tenórrödd sinni fram í andlátið og kunni ógrynni af lögum með textum. Unun var oft að fylgjast með því hvernig hjúkrunarfólkið náði takti við gamla manninn með hugmyndaríku atlæti sínu og alúð. Ingólfur Árnason var afar nota- legur tengdafaðir og einstakur afi barnabörnum sínum. Hvert sem leið Ingólfs liggur eftir þessa jarðvist er ekki vafi á að honum fylgja góðar og þakklátar hugsanir þeirra sem nutu samfylgdar við hann. Páll Ásgeirssón. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GÍSLASON, Álftröð 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Sigurborg Jakobsdóttir, Arnar Halldórsson, Margrét Valtýsdóttir, Guðlaugur Halldórsson, Valdís Arnarsdóttir, Guðmundur Hrafnkelsson, Halldór Arnarsson, Borghildur Sigurðardóttir, Sigurborg Arnarsdóttir, Arnar Guðmundsson, Edda Margrét Erlendsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN GUÐJÓNSSON, Fossheiði 18, Selfossi, sem lést aðfaranótt gamlársdags, verð- ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 5. janúar kl. 10.30. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknar- stofnanir. Matthildur Pálsdóttir, Halldór Kjartansson, Gyða Ólafsdóttir, Gunnar Kjartansson, Kristfn Stefánsdóttir, Hildur, Stefán og Kjartan Gunnarsböm, Guðrún og Nanna Pétursdætur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI BÖÐVARSSON, Skarðshfð 29d, Akureyri, sem lést 23. desember, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, er vildu minnast hans, er bent á Krist- nesspítala. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hólmf ríður Stefánsdóttir, Kristján Árnason, Anna Lillý Danfelsdóttir, Böðvar Árnason, Stefán Árnason, Hólmfríður Davíðsdóttir, Elínborg Árnadóttir, Þormóður J. Einarsson, Bjarki Arnason, Bergljót Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS EGGERTS SIGURGEIRSSONAR, Völusteinsstræti 14, Bolungarvík. Guð gefi ykkur blessunarríkt ár. Jónfna Kjartansdóttir, Vfðir Jónsson, Jóna Arnórsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Jón Matthíasson, Guðmundur Þ. Jónsson, Vigdís Hjaltadóttir, Friðgerður B. Jónsdóttir, Svala Jónsdóttir, Birkir Hreinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR f rá Gunnlaugsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Kristrún Inga Valdimarsdóttir, Þórfiur Einarsson, Jón Þ. Guðmundsson, Jórunn H. Jónsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Elsa Þorgrímsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sólrún Káradóttir, Jófn'ður Gufimundsdóttir, Ingigerður GuSmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.