Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF rrr IIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hverra er himnaríki? Frá Ómari Óskarssyni: ÞANN 26. desember síðastliðinn, annan í jólum, var sonur minn skírð- ur. Vatni ausinn og nafn hans fært í kirkjubækur. Hvort það var vegna þess að hann hafði þurft að þola hálft annað ár í heiðni, eða bara vegna þess að skildi ekki hvað um var að vera, þá sýndi hann þessari helgiathöfn takmarkaða virðingu. Það er að segja; hann orgaði og braust um á hæl og hnakka meðan á henni stóð. Ekki virtist hann heldur bera neitt skynbragð á hvenær honum bæri að sitja kyrr og þegja, eða hve- nær standa skyldi á fætur, samkvæmt nákvæmlega niðurnjörfuðu ritmáli. Hann tók sig einfaldlega til og fór að kanna altarið. Eða öllu heldur þrep þess. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að ganga og veit fátt skemmtilegra, sérstaklega ef hann sér sér færi á að spreita sig á þrepum. Þessi brútal framkoma hins ný- vígða fór svo hrikalega fyrir brjóstið á prestinum, að hann gerði sér lítið fyrir og gerði foreldrunum ljóst á skýru táknmáli að nærveru litla mannsins væri ekki lengur óskað í helgidóminum. Tekinn inn og vísað út aftur á innan við fimm mínútum. Þetta hlýtur að vera met. í Matteus- arguðspjalli, 19. kafla, 14. versi stendur: En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki." Orðið var við ósk prestsins og frið- arspillirinn fjarlægður, en tekið skal fram að meðan á brölti hans stóð heyrðist ekki í honum. Þetta atvik minnir mig óneitanlega á sögu sem ég heyrði, og segir frá blökkumanni sem villtist inn í kirkju hvítra. Honum var umsvifalaust vísað á dyr, en þar sem hann sat á kirkju- tröppunum í djúpum harmi, heyrði hann rödd segja: „Taktu þessu ekki svona þungt, þeir hentu mér út líka." Hann leit við og við hlið hans sat sjálfur Drottinn. Minnugur þessa hef ég engar áhyggjur af syni sínum. Nærveru Drottins er alls ekki ein- skorðuð við einhverja fokdýra skin- helgidóma. En það sem ég hef meiri áhyggjur af er sjálf kirkjan. Þegar hirðarnir, sem ég veit ekki betur en að beri að hafa meiri áhyggjur af týndu sauðunum en hinum hópnu, eru farn- ir að stunda það að splundra hjörð- inni í stað þess að gæta hennar, get ég ekki fengið annað séð en að trúar- lífið hljóti að bíða alvarlegan hnekki. Og að kærleikurinn, sem víða er því miður grunnt á, víki á endanum fyr- ir fólskunni. Ofangreint atvik átti sér stað hér í Reykjavík, en hvorki ætla ég mér að segja hvar, né nefna nein nöfn nema mitt eigið. Nafnlaus óhróður er ekki af hinu góða, en ég tel mig færan um að gera greinarmun á óhróðri og vel meintri áminningu. Megi sem flestir ganga á Guðs vegum, ekki bara á jólunum, heldur allt árið um kring. ÓMAR ÓSKARSSON, Möðrufelli 7, Reykjavík. Hinn víðfrægi hérmaður grefur gryfju... Heyrðu, Kalli Bjarna, hund- urinn þinn er að grafa í bak- garðinum okkar! Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblað- ið á Internetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upp- lýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mosaic- tengingu eiga hægt um vik að tengjást blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók vérður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.