Morgunblaðið - 04.01.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 23
LISTIR
Rushdie
Gunther Grass
NOKKUR dönsk ljóðskáld hafa
tekið sig til og samið ljóð í nýja
ljóðabók sem ætluð er yngstu
lesendunum. Bókin nefnist „Eitt
ljóð á dag“ og inniheldur 366
lj’óð eftir mörg helstu ljóðskáld
Dana, svo sem Benny Andersen,
Piet Hein, Henrik Nordbrandt,
Dorrit Willumsen, Soren Ulrik
Thomsen, Per Hojholt, Hanne
Marie Svendsen og Klaus Rifbj-
erg.
MUNKARNIR frá Silos-klaustr-
inu á Spáni hafa nú eignast
keppinauta. Það eru munkar frá
Sant’Antimo-klaustrinu ítalska
sem er í Toscana-héraði. Hafa
þeir sungið 25 gregoríanska
sálma inn á geisladisk. Einn ít-
ölsku munkanna, bróðir
Emanuele, gerði lítið úr söng
spænsku munkanna í ítölskum
fjölmiðlum. Sagði um gamlar
upptökur að ræða frá því að 80
munkar voru í Silos-klaustri.
Nú séu þeir hins vegar aðeins
30. Verði einhver gróði af út-
gáfu itölsku munkanna, verður
honum varið til að gera klaust-
urbygginguna upp og hjálpa
nauðstöddum.
ÞÝSKI rithöfundurinn Giinther
Grass hlýtur dönsku Sonning-
verðlaunin í ár. Það eru verð-
laun sem Kaupmannahafnarhá-
skóli veitir árlega fyrir merkt
framlag til evrópskrar menn-
ingar. A meðal þeirra sem áður
hafa hlotið þau eru Krzysztof
Kieslowski, Vaclav Havel, Dario
Fo, Simone de Beauvoir, Will-
iam Heinesen og Halldór Lax-
ness. Grass hlýtur verðlaunin
fyrir þjóðfélagsgagnrýni og
-greiningu.
RITHÖFUNDURINN Salman
Rushdie fær á næstunni afhent
hús fjölskyldu sinnar, sem ind-
verska ríkið gerði upptækt árið
1947, og svo aftur árið 1992.
Húsið er í Himachal Pradesh-
héraði á Norður-Indlandi og er
rúmir 2.300 fm. Það var gert
upptækt 1947 er fregnir bárust
af því faðir Rushdies hefði flust
til Pakistan. Hann fékk húsið
eftir mikið stapp en fluttist síð-
ar til Bretlands og lést þar árið
1987. Fimm árum síðar var það
aftur gert upptækt þar sem
ekki hafði verið greiddur
eignarskattur af því. Rushdie
höfðaði mál og fullyrða lagasér-
fræðingar að hann muni fá hús-
ið aftur. Hins vegar þykir ólík-
Iegt að hann muni nokkru sinni
flytja til Indlands.
Allt fallega gert
IQNLIST
IHjónidiskar
FÍFILBREKKA REYKJA-
VÍK WIND QUINTET
Bemharður Wilkinson (flauta), Daði
Kolbeinsson (óbó), Einar Jóhannes-
son (klarinett), Joseph Ognibene
(hom), Hafsteinn Guðmundsson (bás-
úna). Hljóðritað í All Saints’ Church,
Petersham, Surrey. Styrkt af Hljóm-
diskasjóði FÍT og Menningarsjóði
FÍH. 1995 Marlin Records
MRFD95115.
BLÁSARAKVINTETT Reykja-
víkur leikur hér tónlist víðsvegar
að, „ailt frá elsta þekkta lagi á
íslandi til vinsælla perlna úr tón-
bókmenntunum fram til okkar
daga“. Diskurinn hefði bara mátt
vera aðeins fyrr á ferðinni, svo
maður hefði getið glatt sig við
hann í jólaundirbúningnum. Þetta
er m.ö.o. „létt“ og ljúf tónlist (líka
Bach!), sem fer afar vel í tauga-
kerfið og sálartötrið, fjölbreytt,
stundum fyndin, stundum með
dýpri undirtónum — og alltaf
áheyrileg.
Höfundar eru úr ýmsum áttum
og frá ýmsum tímum, eins og
komið hefur fram. Páll P. Pálsson
á hér svítu, sem er raunar útsetn-
ing á sex íslenskum sönglögum,
sem allir þekkja. Ungverska tón-
skáldið Ferenc Farkas fimm litla
ungverska dansa, Mozart And-
ante úr Divertimento K.270, Bach
fjóra þætti úr hljómsveitarsvítum
(þ.á m. hina frægu Aríu úr no 3
og lokakaflann úr no. 2), Berlioz
Næturljóð heilagrar Maríu og
Brahms unaðslega serenöðu Op.
16. Sibelius og Grieg koma svolít-
ið við sögu með lýrísku smástykki
og Norskum dansi. Ungverskætt-
aða tónskáldið Denis Agay er hér
með þijá dansa, Scott Jopon með
hnyttinn Ragtime-dans, Rimsky
Korsakov með býfluguna sína,
Tchaikovsky með söng án orða,
Shostakovich með kíminn polka
úr Gullöldinni og Mussorgsky
Dans hænuunganna í eggjaskurn-
um úr Myndum á sýningu í
skemmtilegri útsetningu meðlima
kvintettsins. Þarna er m.a. Schu-
bert (Hver er Sylvía?) og Shubert
and the Saints(!) — skemmtilegt
og einstaklega fallega leikið; Jón
Múli og Sigfús Halldórsson o.fl.
Allt fallega gert.
Maður er alltaf að hrósa þessum
blásarakvintett — fer að verða
þreyttur á því, þó ég þreytist ekki
á að hlusta á hann. Þetta eru snill-
ingar.
Mjög skemmtilegur hljómdisk-
ur, indæll — og „alþýðlegur".
Oddur Björnsson
-kjarni málsins!
-kjarni málsins!
JOGA GEGN KUIÐA
9. jan. (8 skipti) þri. og fim. kl. 20.00-22.00
Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og
fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum
miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir
til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði.
. . Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Leiðb.: Asmundur
Gunnlaugsson, Upplýsingar og skráning: YOGfl STUDI0, HÁTÚNI 6A, REYKJAVÍK.
jógakennari. S. 552-8550 og 552-1033
Hiimar Bjömason, íþróttafræðingur
Ólafur Sæmundssson, næringarfræðingur
Elias Níelsson, þjálfunarlifeólisfræðingur
Hlynur Jónasson, iþróttafræðingur
Björg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðný Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Magnús Ólafsson, sjúkraþj. og vinnuvistfræðingur
íþróttalæknamóttaka:
Stefán Carlsson, læknir
Agúst Kárason, læknir
Brynjólfur Jónsson, læknir
Sigurður Kristinsson, læknir
íþróttakennarar:
Ása Fönn Friðbjarnardóttir, Guðmundur Helgason,
Rannveig Sæmundsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir,
Ósk Víðisdóttir og Rósa Björk Karlsdóttir
Sjúkraþjálfun:
Valinn hópur sjúkraþjálfara
pallar
þrekhringur
leikfimi
tæki
Ijósabekkir
Máttur Faxafeni 14 • Slmi 568 9915* Máttur kvenna Skipholti 50a • Sími 581 4522 • Fax 588 9297