Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
MARGRÉT Arngrímsdóttir, starfsmaður
Foldu, að sníða ermar í ullarpeysur.
SIGURJÓNA Kristinsdóttir var að sauma
ullarpeysur saman af fullum krafti.
Þrátt fyrir tap á rekstri Foldu er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum
Hóflega bjartsýnn á að tak
ist að snúa rekstrinum við
„VIÐ HORFUM björtum augum
fram á veginn og það er enginn
uppgjafartónn í okkur þrátt fyrir
að reksturinn hafi verið erfiður,"
segir Ásgeir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Foldu á Akureyri.
Fyrirtækið var rekið með 65 millj-
óna króna tapi árið 1994 og Ásgeir
segir að árið 1995 verði einnig gert
upp með tapi, án þess að hann sé
með nákvæmar tölur á þessari
stundu. Folda velti um 275 milljón-
um króna árið 1995 og hjá fyrirtæk-
inu starfa um 90 manns.
„Salan á vörum okkar á innan-
landsmarkaði á síðasta ári gekk
betur en við þorðum að vona. Við
settum nýja línu á innanlandsmark-
að í haust sem heitir Folda Natura
og henni hefur verið vel tekið og
við bindum miklar vonir við þá
framleiðslu. Hins vegar erum við
ekki farnir að sjá stóran afrakstur
af þessu dæmi og það skýrist
kannski ekki fyrr en við sjáum hver
viðbrögðin verða á erlendum mörk-
uðum.“
Leitað að nýju inn á
Rússlandsmarkað
Ásgeir segir að Folda hafi verið
að leita að nýju inn á gamlan mark-
að, þ.e. í Rússlandi. Hann segir að
þær þreifingar lofi góðu en hins
vegar sé of snemmt að fara hrósa
sigri í slíkum slagi. Það er hefð
fyrir þessum vörum í Rússlandi og
þær vel þekktar. Ásgeir segir að
efnahagsástandið þar hafi verið
erfitt en fari batnandi.
„Þetta tekur allt langan tíma og
þessar nýju línur sem eru komnar
á markað og eru á leið á markað,
fara ekki að skila í kassann fyrr
en næsta haust, enda sveiflan í
þessu klukkuverki mjög hæg. Við
erum engu að síður hóflega bjartsýn
á að okkur takist að snúa rekstrin-
um við á þessu ári.“
Erfitt að selja ullarpeysur
í miklum hita
Ásgeir segir að það sé margt sem
valdi þessum erfiðleikum í rekstri
fyrirtækisins. „Þegar hitastigið á
okkar helstu mörkuðum fer ekki
niður fyrir 15-20° frá því í febrúar
og út október, hefur það gríðarleg
áhrif. Það er enginn hægðarleikur
að selja þykka ullarpeysu í þessum
mikla hita og það eru sveiflur í
þessu eins og öðru.“
Folda hefur selt um fjórðung
framleiðslu sinnar á innanlands-
markað og þá langmest í ferða-
mannaverslanirnar. Um fjórðungur
fer til Mið-Evrópu og mest á mark-
að í Þýskalandi, um fjórðungur til
Skandinavíu og mest til Noregs en
einnig hefur Svíþjóð verið að auka
sinn hlut. Loks fer um fjórðungur
á Japansmarkað.
Fleiri gista
á hótel KEA
Flugleiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar
Aldrei fleiri farþegar
fluttir á milli staðanna
HELMINGI fleiri herbergi voru seld
út á Hótel KEA í desember síðast-
liðnum miðað við meðalár og segir
Gunnar Karlsson hótelstjóri að upp-
sveifla í atvinnulífinu skipti þar
mestu.
„Þetta er besti desembermánuð-
ur í gistingu sem ég minnist um
alllangan tíma, hann fór langt um-
fram okkar bestu vonir,“ sagði
Gunnar. „Það var mikil umferð hér
síðustu tvo mánuði ársins, nóvem-
ber og desember og hún tengist
nánast öll atvinnulífinu."
Hann sagði að m.a. uppgangur
í Slippstöðinni-Odda skilaði sér
fljótt í hótelrekstrinum og einnig
væri meira um að vera almennt í
atvinnulífinu. „Það er margt já-
kvætt að gerast í atvinnulífmu, við
finnum fyrir sveiflu bæði hjá ein-
staklingum og fyrirtækjum. Nokkur
síðustu ár hafa verið erfið en á síð-
asta ári fórum við að sjá hilla und-
ir bjartari tíma og ég vona að fram-
hald verði á þeirri þróun."
Rúmlega 5% aukning varð á
fjölda seldra gistinátta milli ára á
Hótel KEA og munar mestu um
hversu síðustu mánuðimir voru
góðir.
MET var sett á síðasta ári í flutn-
ingum farþega á flugleiðinni
Reykjavík-Akureyri-Reykjavík, en
þá voru fluttir ríflega 108 þúsund
farþegar á þessari leið. Á árinu á
undan, 1994, voru farþegar rúm-
lega 102 þúsund talsins þannig að
þeim íjolgaði um tæplega 6.000
milli ára.
Bergþór Erlingsson umdæmis-
stjóri Flugleiða á Norðurlandi
kvaðst ánægður með þá aukningu
sem orðið hefði á farþegaflutning-
um, en félagið hefði aldrei áður
flutt eins marga farþega milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur og á liðnu
ári. Alls voru fluttir um 106 þús-
und farþegar á þessari leið árið
1987, en Bergþór sagði skýringuna
þá að á skattleysisári hafi fólk
haft meira umleikis.
Veðurfar, meiri umsvif í atvinnu-
lífi, nýjar áherslur í markaðsmálum
Fjölgaði um
tæplega 6 þúsund
farþega milli ára
og áreiðanleiki í áætlun taldi hann
skýra þá aukningu sem orðið hefði
í farþegaflutningum á liðnu ári.
Fleiri í viðskiptaerindum
„Þrátt fyrir að veðrið væri oft
afleitt fyrri hluta síðasta árs og
ófært landleiðina, gekk þokkalega
að fljúga. Áreiðanleiki í áætlun
segir líka fljótt til sín og við höfum
verið með nýjar áherslur í mark-
aðsmálum sem hafa skilað okkur
fleiri farþegum. Síðast en ekki síst
eru umsvif í þjóðfélaginu að auk-
ast og atvinnuuppbygging á Akur-
eyri síðustu misseri koma fljótt
fram í þessum geira, fleiri en áður
eiga hingað erindi í viðskiptaerind-
um,“ sagði Bergþór.
Farþegum á flugleiðinni milli
Reykjavíkur og Húsavíkur fjölgaði
um 900 milli ára, voru 10.150 í
fyrra en 9.250 árið á undan. Um
800 fleiri farþegar flug með Flug-
leiðum milli Reykjavíkur og Sauð-
árkróks í fyrra en var árið áður,
þeir voru 9.452 á liðnu ári en 8.650
árið á undan.
48% farþegar til og
frá Norðurlandi
Vöruflutningar voru svipaðir
milli ára á þessum flugleiðum, en
lítilsháttar aukning varð á fragt-
flutningum milli Reykjavíkur og
Akureyrar.
Flugleiðir fluttu í innanlands-
flugi á síðasta ári alls 266.616
farþega og var hlutur Norðurlands
127.616 farþegar, eða tæp 48%.
MORGUNBLAÐIÐ
Minna at-
vinnuleysi
en fyrir ári
ALLS voru 482 skráðir at-
vinnulausir á Akureyri um
nýliðin áramót sem er töluvert
meira en var mánuði fyrr, um
mánaðamótin nóvember des-
ember, þegar rétt um 400
manns voru á atvinnuleysis-
skrá. Mun fleiri voru hins
vegar skráðir atvinnulausir
áramótin á undan, 1994-’95
eða 590 manns.
Nokkru fleiri karlar en kon-
ur eru á atvinnuleysisskrá eða
249 á móti 233 konum. Flest-
ir þeirra sem skráðir eru án
atvinnu eru félagsmenn í
Verkalýðsfélaginu Einingu
eða 252, þá var 71 félagi í
Félagi verslunar- og skrif-
stofufólks á atvinnuleysis-
skrá, 55 félagsmenn í Iðju,
félagi verksmiðjufólks og
rúmlega 20 iðnaðarmenn.
Hráefnisskortur hjá ÚA
Miklar annir voru á Vinn-
umiðlunarskrifstofu Akur-
eyrar í gærdag þegar starfs-
fólk Útgerðarfélags Akur-
eyringa að skrá sig, en vinna
liggur niðri hjá félaginu vegna
hráefnisskorts fram í næstu
viku.
Akureyri formlega
reynslusveitarfélag
Enginn
samningur
um verkefni
AKUREYRI varð formlega
reynslusveitarfélag þann 1.
janúar sl. og samkvæmt lög-
um skulu verkefni reynslu-
sveitarfélaganna standa yfir
í fjögur ár. Akureyrarbær
lagði upp með 8 verkefni en
Þórgnýr Dýrfjörð, starfsmað-
ur framkvæmdanefndar, seg-
ir að enn hafi ekki verið skrif-
að undir neinn samning við
ríkið um verkefni.
Stærsta málið snýr að því
að bærinn yfirtaki rekstur
Svæðisskrifstofu um málefni
fatlaðra Norðurlandi eystra
og þá þann hluta er snýr að
Eyjafjarðarsvæðinu. „Þessi
samningur er nánast í höfn
og við stefnum að því að
skrifa undir samning við ríkið
í lok vikunnar og alla vega
fyrir lok næstu viku. Það ligg-
ur fyrir um allar fjárhæðir og
fyrstu skref varðandi yfirtöku
bæjarins og aðeins á eftir að
ganga frá starfsmannamál-
unum,“ segir Þórgnýr.
Annað stórt mál snýr að
hugsanlegri yfirtöku bæjarins
á rekstri Heilsugæslustöðvar-
innar og vonast Þórgnýr til
hægt verði að ganga frá því
máli formlega um mitt ár og
í síðasta lagi um næstu ára-
mót. Vinna við önnur verkefni
er í góðum farvegi að sögn
Þórgnýs.
lll
ÖWMPJSgi
ALÞJÓÐA
LlFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og
farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á liðnum árum.
H-