Morgunblaðið - 04.01.1996, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Dellukarlar með þjónustu
fyrir ljósmyndaáhugafólk
LJÓSMYNDAÁHUGAMENN blaða í ritum.
FÉLAGARNIR og æsku-
vinirnir, Friðrik Þor-
steinson og Jón Orn
Bergsson, hafa frá unga
aldri haft brennandi
áhuga á ljósmyndun.
Hvorugur lagði iðngrein-
ina fyrir sig, en Friðrik
lærði offsettljósmyndun
og síðar grunnþætti ljós-
myndunar í Svíþjóð og
Jón Orn útskrifaðist úr
fjöltæknideild Myndlista-
og handíðaskólans þar
sem hann kynntist ljós-
myndun sem listgrein.
Þeir segjast vera „delluljós-
myndarar“ eins og fjöldi fólks
um allan bæ. Til marks um áhug-
ann benda þeir á að ljósmynda-
klúbbar séu starfræktir með
miklum blóma í flestum fram-
haldsskólum og menn spreyti sig
jöfnum höndum á hefðbundinni
ljósmyndum sem og listrænni.
í haust létu þeir gamlan
draum rætast og opnuðu Ijós-
myndamiðstöðina Myndás við
Laugarásveg. „Fyrirtækið er
verslun, framköllunarfyrirtæki
og gallerí í senn. Okkur fannst
vanta verslun þar sem
áhugamenn gætu keypt
allt til ljósmyndunar frá
flestum framleiðendum á
einum stað. Auk þess
langaði okkur að brydda
upp á ýmsum nýjungum.
Hér geta ljósmyndarar
sýnt myndir sínar, við-
skiptavinum er boðið upp
á kaffisopa og þeir geta
blaðað í sérfræðitímarit-
um og bókum, sem við
erum óðum að viða að
okkur.“
Vísir að draumi
Friðrik og Jón Orn segja mið-
stöðina enn vísi að draumnum.
Ef allt fer að óskum langar þá
að færa út kvíarnar. „Við þyrft-
um fyrst og fremst stærra hús-
næði, helst í miðborginni. Þá
Morgunblaðið/Ásdís
FRIÐRIK Þorsteinsson og Jón Örn Bergsson
liðsinna viðskiptavinum.
væri hægt að leigja út aðstöðu
í myndveri, gefa fólki kost á að -
framkalla í myrkraherbergi og
bjóða upp á hvers kyns þjónustu
fyrir áhugafólk."
Þeir félagar segja að einu
gildi hvort viðskiptavinir kaupi
mikið eða lítið eða ekki neitt.
ÖUum sé velkomið að tylla sér
niður og láta fara vel um sig.
Sjálfir segjast þeir hafa gaman
af að spjalla við alla þá sem
áhuga hafa á ljósmyndun og séu
boðnir og búnir að veita haldgóð
ráð og leiðbeiningar.
*
Islenskir
fánar úr
pappír
FARIÐ er að framleiða hér á
landi litla íslenska fána úr
pappír sem bæði fást sem
borðfánar á priki og í lengj-
um. Nokkrar stærðir eru til,
bæði af borðfánum og fána-
lengjum.
Að hluta til fer vinnan við
| fánagerðina fram í kvenna-
1 fangelsinu. íslensku fánarnir
eru fáanlegir í stórmörkuðum
og ýmsum ritfanga-, og
blómaverslunum.
Blab allra landsmanna!
- kjarni niálsins!
'Ráuta piparsteik pr. kg 998 kr.l
/'jv/y-'r iilöuwiw óðals svínarifjasteik pr. kg 299 kr.
T* ’ Hagkaupscola2itr. ; ? 89 kr.
10-11 BÚÐIRNAR QILDIR FRÁ 4.-10. JANÚAR Spánskarappelsínurpr. kg 79 kr.
Steinlausar vatnsmelónur 69 kr.
Amerísk rauð epli pr. kg 99 kr.
Kjötfars, pr. kg. 248 krf
Cheerios, 425 gr 189 kr. SKAQAVFR HF Alr.-ar.oel
Fjörmjólk 11tr. 59 kr.j HELQARTILBOÐ
Létt og Mett samsölubrauð 98 kr.
Rauðvínsleginn lambsbógur úrb. 699 kr.
Jógúrt 500 gr 3 teg. 78 kr. Kjúklingar 398 kr.
AXAMúslí3teg. 148 kr.
Brauðskinka 896 kr.l
WC pappír 8 rl. hvítur 149 kr.j Laukur 39 kr.
FJARÐARKAUP QILDIR 4., 6. og 6. JANÚAR Toppdjús 11tr. 159 kr.
Prinsbitar 139 kr.
Freyjuflóð 200 gr. 179 kr.i
Nautasirloin pr. kg 998 kr.
Ruslapokar8stk. Sérvara 100 kr.
Bayonneskinka 720 kr.
Svínaskinka 698 kr.
Gufustraujárn 2890 kr.l
Konfektísterta pr. stk. Franskar kartöflur 750 gr 798 kr. 195 kr.i
Kaffivél 1990 kr.
Jöklagæs pr. kg 998 kr. ÞÍN VERSLUN
Pasta Verona 198 kr. Samtök 18 matvöruverslana
Appelsínudjús 1 Itr. 69 kr. QILDIR 4.-10. JANÚAR
BÓNUS Federecifusilli 500 gr 49 kr.
Federeci spaghetti 500 gr 49 kr.
QILDIR DAQANA 4.-10. JANÚAR Federici Fusilli Tri. Col. 500 gr 69 kr.|
Appelsínur pr. kg 67 kr.i Hunts Spaghetti sósa: Ital/veg./garl/herb.
Epii gul, pr. kg 59 kr. 119 kr.
Svali 2 Itr. 75 kr.j Orville örbylgju popp 3 pk. 99 kr.
B kornflögur 1 kg 179 kr. Jacobs pítubrauð ýmsar gerðir 6 stk 109 kr.
Kelloggs Corn Pops 660 gr 197 kr. Palacio túnfiskur 115 gr 89 kr.j
Bónusjarðarberjasúrmjólk 11tr. 129 kr. Rauðvínsleginn lámbahryggur 649 kr.
Kjötfars pr.kg 229 kr.
Bónus pylsur, pr. kg 359 kr. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA
HAGKAUP Reykt ýsa, pr. kg 275 kr.
QILDIR S. JANUAR TIL 10. JANUAR Fiskfars, pr. kg 275 kr.
Hagkaups Lina viðbit 400 gr 79 kr. "KjÖtfárs ' 269 kr.
Kryddaður lambahryggur pr. kg. 599 kr. Frón matarkex/mjólkurkex 99 kr.
Frón kremkex 79 kr.]
Stjörnusnakk 100 g 109 kr.
Brauðkollur4stk. 99 kr,]
Brauðtertubrauð langskorin 139 kr.
Sérvara
Hestaskeifur(1 gangur) 1.065 kr.
ÚTSALA - ÚTSALA
20-70% AFSLÁTTUR
• Servíéttur
• Kertahringir
• Jólavörur
• Kerti
• Kertastjakar
• Borðskreytingar
Verðdæmi:
Servíéttur frá kr. 75 pakkinn • Kerti frá kr. 30 • 6 kerti í pakka frá kr. 140
• Kertastjakar frá kr. 50 • Jólavörur með allt að 70% afslætti.
I
Flóra
í bláu húsunum við Faxafen • Sími 588 5250
Opið mán. - fös. kl. 12-18, laugardaga kl. 10-14.
Nýjar bækur
Garðablóm
ISLENSKA Garðabókin heitir
nýútkomin bók eftir Hólmfríði A.
Sigurðardóttur, kennara við Garð-
yrkjuskóla ríkisins á Reykjum
í Ölfusi. Bókin fjallar, eins og
nafnið bendir til, um blóm í
íslenskum görðum. Hún er
464 bls. og í henni eru hátt
í 700 litmyndir.
I inngangsköflum bókar-
innar er m.a. fjallað um nafn-
giftir plantna, ræktun, fjölgun
og umhirðu garðblóma, jarð-
veg, áburð, safnhauga, skjól
í görðum, sólreiti, blómabeð,
steinhæðir og steinbeð, plöntuval
í blómabeð, sumarblóm, lauk- og
hnýðisjurtir, grasfleti og blóma-
engi.
Einnig er fjallað um 61 ætt
burkna, tvíkímblöðunga og
einkímblöðunga, tæplega 400 ætt-
kvíslir og nokkuð á annað þúsund
tegundir garðblóma. í bókinni eru
íslenskar og latneskar skrár yfir
öll plöntunöfn, skrár yfir stein-
hæðaplöntur, skuggaþolnar plönt-
ur, hávaxnar plöntur, blaðfagrar
plöntur, sígrænar plöntur, vor- og
síðblómstrandi plöntur, þekju- og
klifurplöntur og skrár yfir plöntur
eftir blómalitum. Að lokum er í
bókinni almenn umfjöllun um
flestar tegundir og afbrigði garð-
blóma sem góð reynsla er af í ís-
lenskum görðum.
íslenska bókaútgáfan gefur
bókina út.