Morgunblaðið - 04.01.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 15
NEYTENDUR
Yfirfærsla mynda
á tölvudiskettu
HANS Petersen býður nú viðskipta-
vinum sínum upp á þá þjónustu að
fá myndir yfirfærðar á tölvudiskling
um leið og þeir láta framkalla.
Myndir á disklingi er hægt að fá
bæði eftir 33 mm nekatívu og 35
mm skyggnu um leið og filman er
framkölluð eða eftir gömlum film-
um heima. Allt sem þarf að gera
er að setja svokallaðan Floppy
Shots diskling í diskdrifið og á örfá-
um sekúndum birtast myndimar á
skjánum. Enginn aukahugbúnaður
né -vélbúnaður er nauðsynlegur,
myndirnar birtast sjálfkrafa í hæstu
mögulegri upplausn sem hægt er
að ná á tölvunni. Sérstakur hugbún-
aður til að skoða myndirnar fylgir
með á disklingnum og krefst hann
engrar uppsetningar heldur keyrir
beint frá disklingnum. Þessi hug-
búnaður býður einnig upp á allar
hinar hefðbundnu aðgerðir, eins og
klippa, afrita, líma, eyða og prenta.
Einnig er hægt að setja athuga-
semdir á hverja mynd, keyra hand-,
eða sjálfvirka myndasýningu, sjá
yfirlitsmynd, snúa réttsælis/rang-
sælis og yfirfæra á önnur skrársnið.
Floppy Shots myndir er hægt að
nota í næstum allan þann hugbúnað
sem býður upp á myndvinnslu.
Hugbúnaðurinn sem fylgir með
hveijum disklingi getur yfirfært
myndir á punktafylki fyrir IBM-PC
samhæfðar vélar og PICT fyrir
Macintosh. Einnig er hægt að yfir-
færa myndir á JPEG skráarsnið
sem merkir að myndirnar eru til-
búnar til keyrslu inn á Internetið
og því aðgengilegar milljónum
manna.
Floppy Shots er fáanlegt fyrir
öll helstu stýrikerfin, Macintosh,
Power Mac eða IBM-PC samhæfðar
tölvur (DOS og Windows). Einnig
er væntanlegt fljótlega Floppy
Shots fyrir OS/2.
Danskt heilsusælgæti
HAFIN er sala á dönsku heilsusæl-
gæti hér á landi. Um er að ræða
súkkulaði og konfekt, hlaup, Iakkr-
ís og önnur sætindi. Allt er góðgæt-
ið unnið í höndunum og aðeins val-
ið og lífrænt hráefni er notað í fram-
leiðsluna. Engar mjólkurvörur eru
notaðar í uppskriftirnar nema í einu
tilfelli og því er varan sögð henta
þeim sem eru með mjólkurofnæmi.
Þá hentar hún einnig þeim sem eru
með glutenóþol því sælgætið er
glutenfrítt. Þó næstum eingöngu
sé notaður reyrsykur í vöruna hent-
ar hún ekki sykursjúkum.
Þar sem engum aukaefnum eins
og rotvarnarefnum er bætt í fram-
leiðsluna er geymsluþol vörunnar
stutt eða um 2-3 mánuðir. Sælgæt-
ið fæst í Heilsuhorninu á Akureyri,
Heilsuhúsinu í Kringlunni, Vínber-
inu við Laugaveg og hjá versluninni
Mitt í náttúrunni við Laugaveg.
Bandarískar matvörur á
að geymsluþolsmerkja
NOKKUÐ hefur borið á því að
bandarískar matvörur séu ekki
merktar með geymsluþolsmerking-
unni best fyrir, til dæmis ýmsar
sósur og niðursuðuvara. Þá eru
upplýsingar um næringargildi
öðruvísi en við eigum að venjast
frá íslenskum framleiðendum mat-
væla.
„Það er mikill munur á merking-
um matvæla innan Evrópska efna-
hagssvæðisins og þess sem tíðkast
í Bandaríkjunum. Strangt til tekið
er því varan óleyfileg hér á landi
ef hún er ekki með merkingum eins
og krafist er innan Evrópska efna-
hagssvæðisins sem við byggjum
okkar reglur á“, segir Sigríður
Klara Árnadóttir matvælafræðing-
ur hjá Hoflustuvernd ríkisins.
„Hinsvegar hefur innflytjendum
verið gefinn frestur til að koma
þessum málum í lag. Næringargild-
ismerkingar eiga þá að vera sam-
kvæmt íslenskum reglum.
Bandarískir framleiðendur þurfa
ekki að setja geymsluþolsmerking-
ar á vörur sem geymast lengur en
eitt og hálft ár og þurfa innflytjend-
ur að breyta því. Þá er þess krafist
að fyrirtæki innan Evrópska efna-
hagssvæðisins taki ábyrgð á vör-
unni, þ.e.a.s. ekki er nóg að standi
á umbúðum að varan sé framleidd
í Los Angeles í Kaliforníu, heldur
þarf líka að standa á umbúðum
vörunnar nafn innflytjanda eða
umboðsmanns í Evrópu.
Rydenskaffi
Fyrirsæturnar
þær „bestu í
bænum“?
NÝLEGA beindi Samkeppnis-
stofnun þeim tilmælum til Ryden-
skaffis hf. að hætt yrði að auglýsa
Maarud kartöfluflögur sem „þær
bestu í bænum“. Túlkun sam-
keppnisyfirvalda á samkeppnislög-
um er að óheimilt sé að auglýsa
vöru með efsta stigi lýsingarorðs
nema hægt sé að færa sönnur á
fullyrðinguna með auðveldum
hætti.
í fréttabréfi Samkeppnis-
stofnunar segir að höfundar aug-
lýsingarinnar hafi tilkynnt að
henni verði breytt. Jafnframt er
þess getið að með „þeim bestu í
bænum“ hafí verið átt við fyrir-
sæturnar í auglýsingunni.
_____________URVERINU___________
Vélstjórafélag íslands:
Farmönnum hefur fækk-
að um 60% á 10 árum
FÉLAGSFUNDUR vélstjóra á far-
skipum, lýsir yfir þungum áhyggj-
um vegna stöðugrar fækkunar í
farmannastétt en farmönnum hefur
fækkað á liðnum 10 árum um rúm
60%.
Fundurinn var haldinn 28. des-
ember og telur einsýnt að án utan-
aðkomandi aðgerða muni sama þró-
un halda áfram og valda ómældu
tjóni bæði fyrir íslenska farmenn
og íslenskt samfélag. Fundurinn
fullyrðir að störf farmanna eru ekki
bara þeirra einkamál, störf far-
manna snerta þjóðarheildina og eru
óumdeilanlega hluti af okkar menn-
ingarsamfélagið og sjálfstæði. Fyrir
eyþjóð sem verður, legu sinnar
vegna, að nýta hafið til 99% flutn-
inga að og frá landinu er öflug far-
mannastétt forsenda sjálfstæðis.
Fundurinn leggur því áherslu á
eftirfarandi:
1. Fundurinn hvetur stjórnvöld
og hagsmunaaðila sem tengjast
kaupskipaútgerð til þess að móta
sameiginlega stefnu varðandi rekst-
ur kaupskipa sem tryggi bæði ís-
lenskt eignarhald og íslenska mönn-
un skipanna.
2. Áð rækilega verði farið yfir
þær leiðir sem nágrannaþjóðirnar
hafa valið til þess að tryggja, eins
og kostur er, atvinnu farmanna í
viðkomandi landi.
í því sambandi vill þingið að sér-
staklega verði litið til Danmerkur.
Dönum hefur, með alþjóðlegri
skipaskrá og sértækum aðgerðum
sem felast í eftirgjöf danska ríkisins
á sköttum farmanna, tekist að
halda kaupskipaflota sínum og
manna hann dönskum sjómönnum
að stærstum hluta.
3. Fundurinn hvetur stjórnvöld
til þess að létta af eigendum kaup-
skipa álögum sem kunna að vera
umfram þær sem gerast hjá sam-
keppnisþjóðum okkar á þessu sviði.
4. Fundurinn bendir á að mikill
hluti kaupskipa heimsins siglir und-
ir fánum sem heimila undanþágu
frá tekjuskatti og launatengdum
gjöldum til fánalandsins, það getur
skipt sköpum varðandi samkeppnis-
stöðu þeirra innbyrðis.
5. Fundurinn telur það rétta
stefnu að fela yfírverkstjórum
kaupskipa ábyrgð á öllu viðhaldi
um borð og að þeir beri ábyrgð
gagnvart útgerð á þessu sviði, sem
er í samræmi við tillögur IMO til
breytinga á STCW-samþykktinni.
6. Fundurinn hvetur vélstjóra til
þess að kynna sér rækilega niður-
stöður málþings um vinnuöryggi og
heilbrigði sjómanna sem haldið var
í Þórshöfn í Færeyjum dagana 4.-8.
sept. sl. Þar kom m.a. eftirfarandi
fram:
„Mikla athygli vakti að þeir sem
vinna í vélarúmum skipa eru sér-
stakur áhættuhópur varðandi
krabbamein og eru þeir með mun
hærri tíðni krabbameins en aðrar
stéttir um borð. Ef haft er í huga
að vélstjórar reykja minna en aðrar
stéttir um borð í skipum, þarf að
leita annarra orsaka og beindust
sjónir manna að asbesti sem mikið
var notað í skip en er nú bannað á
Norðurlöndunum. Bent var á aðra
hugsanlega krabbameinsvalda sem
hefðu meiri áhrif á starfsmenn í
vélarúmi en aðra í áhöfn. í vélarúmi
er um mikla meðhöndlun allskyns
olíuvara s.s. brennsluolíu, smurolíu,
feiti og hreinsiefna. Brennsluolía
hefur versnað mikið á síðustu árum
og hafa Norðurlandaþjóðirnar sett
reglur um snefilefni í henni þar sem
vitað er að boðin er olía á markaðn-
um sem er skaðleg bæði umhverfi
og heilsu manna. Jafnvel er dæmi
um að efnum eins og PCB (mjög
krabbameinsvaldandi) er bætt út í
olíuvörur án sjáanlegs tilgangs
nema þá til að losna við efnið án
þess að kosta til dýrri eyðingu. Vit-
að er að inntaka snefilefna gerist
með þrennum hætti, með öndun,
með mat og í gegnum húðina. Gerð-
ar hafa verið mælingar á lofti í
vélarúmum og í ljós kemur að oft-
ast er það mettað af mjög fínum
olíudropum í einhveiju magni auk
þess mettar öndun eða jafnvel út-
blástur frá vélum loftið líka. Við
öndun þessa lofts fer fram nokkur
inntaka snefilefna í gegnum lung-
un. í flestum tilfellum nota starfs-
menn í vél ekki hanska við vinnu
sína og mikil olíuóhreinindi eru við-
loðandi húð sem kemst svo áfram
inn í vefi líkamans. Olíuóhreinindi
á höndum komast auðveldlega í
mat og áfram í meltingu.
Lykilorðið er þrifnaður. Þrífa
vélar og halda þeim þéttum eins
og kostur er, nota hanska og önnur
skjólföt við vinnu, viðhafa góðan
þrifnað á sjálfum sér og gæta var-
úðar við notkun hreinsiefna."
Gasolía til húskyndingar og skipa hækkar í verði
150 milljóna kostn-
aðarauki fyrir útgerð
Hækkun á gasolíuverði
(Sso) HB Gasoiia Verð 31.121995 Hækkunf prósentum Hækkun f krónum Verð 1.11996
- til húskyndingar (14,0% VSK) 18,60 5,92% +1,10 19,60
- leiðsluverð kr/lítra (án VSK) 16,22 15,97%' +0,97 17,19
- aðrar afgreiðslur (24,5% VSK) 20,20 5,94% +1,20 21,40
- diesel (24,5% VSK) 24,90 j ■ 6,43% +1,60 26,50
Skipaolfur
- skipagasolía (án VSK) 13,57 4,14% +0,57 14,14
- skipagasolía (24,5% VSK) 16,90 4,14% +0,70 17,60
OLÍUFÉLÖGIN hafa hækkað verð
á gasolíu til húskyndingar, frá sölu-
dælu, diesel og skipaolíu um 4,14-
6,43%, sem Kristján Ragnarsson
formaður Landsambands íslenskra
útvegsmanna segir að leiði til um
150 milljón króna kostnaðarauka
fyrir útgerðina á ári. Haldi olían
áfram að hækka getur hækkunin
þýtt breytingar á hlutaskiptum sjó-
manna til lækkunar að sögn Krist-
jáns.
„Við að skiptakjörin lækka
minnka áhrifín á útgerðina á móti,
einhvers staðar á bilinu 30-40 millj-
ónir,“ segir Kristján. „En við þessi
þröngu skilyrði eru allar hækkanir
til erfiðleika, en við höfum hins
vegar séð álíka olíuverð áður og
tökum þessum hækkunum og sætt-
um okkur við þær eins og hver
önnur óveðursský, því að ástæður
eru augljósar, þ.e. frosthörkur í
Evrópu og mikil eftirspurn í kjölfar-
ið.“
Útreikningar útgerðarinnar mið-
ast við að heildar eldneytisnotkun
hennar er um 3 milljarðar króna,
og er 80% þess skipaolía og 20%
gasolía, sem þýðir að meðaltali um
5% hækkun í heildina. „Þegar olíu
hækkar reyna menn að spyrna við
fæti og eyða minna af henni og það
er eðlileg þróun. Það sem er gott í
þessu efni er að útgerðarmenn og
sjómenn hafa komið sér saman um
áhrifin á hlutaskiptin með sann-
gjörnum hætti, en áður voru stjórn-
völd að grípa inn í þessa þætti vegna
áhrifa á útgerðina," segir hann.
Samkeppni í olíuviðskiptum?
Kristján minnir á að olíuverð
Iækkaði í sumar og þá hafí sjómenn
notið þess meðal annars með því
að fá hækkun á hlutaskiptum, þar
viðmiðun þeirra ræðst af verði í
Rotterdam.
„Við fengum aldrei þessa lækkun
hérna heima og þegar við gengum
eftir því að fá lækkun á olíuverði
sem stafaði af verðlækkun á erlend-
um markaði, var okkur sagt að
þyrfti að selja birgðirnar, sem væru
á hærra verði. Núna gerist svo það
að vegna þess að olíufélögin eiga
olíu á hærra verði á leið til lands-
ins, þarf að hækka olíuverð strax
áður en hún er komin til landsins.
Þetta fínnst mér ekki hæfa miðað
við það sem olíufélögin hafa áður
sagt, auk þess sem þarna kemur
fram að öll hækka þau olíuna sama
daginn, öll hækka þau um sama
hlutfall og öll gefa út sama verðið.
Síðan geta menn velt því fyrir sér
hvort að einhver samkeppni sé í
olíuviðskiptum á íslandi?,“ segir
Kristján.
LÍU stóð í fyrra að úttekt á kost-
um þess að dreifa olíu í gegnum
þijár birgðarstöðvar og segir Krist-
ján áhrif hennar hafa verið þau að
olíufélögin hafí lækkað verð í fyrra,
um svipað og leyti og viðskipta-
mönnum voruboðnir mismunandi
afslættir sem áður þekktust ekki.
Vilja afnám
flutningajöfnunarsjóðs
„Fyrirtæki hafa boðið út við-
skipti og fengið betri kjör en þessi
verðskrá þeirra segir til um, en 100
milljóna kostnaðarauki byggir samt
á hlutfallslegri hækkun olíukostn-
aðar eins og hún kemur fram í
heildarreikningum útgerðarinnar
þannig að áhrifin eru þessi.“
Kristján segir útgerðina vilja að
innflutningsjöfnunarsjóður elds-
neytis verði lagður niður þannig að
hveiju olíufélagi sé frjálst að selja
olíu á því verði sem því sýnist.
„Þessi flutningajöfnunarsjóður er
Þrándur í Götu eðlilegrar verð-
myndunar á olíu og við viljum af-
nema hann,“ segir Kristján.