Morgunblaðið - 04.01.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.01.1996, Qupperneq 27
26 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐHALD AÐ UTAN TALIÐ er að um fimmtíu íslenzk fiskvinnslufyrirtæki uppfylli ekki heilbrigðiskröfur Evrópusambandsins, sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og tóku gildi hér á landi um áramótin. Án þess að uppfylla skilyrði um hrein- læti fá þessi fyrirtæki ekki að flytja út fisk til ríkja EES. Reglur þessar hafa ekki komið fiskvinnslufyrirtækjum á óvart, heldur hafa þau haft tveggja ára aðlögunartíma frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi, til að koma málum sínum í lag. Hjá miklum meirihluta fiskvinnslufyrirtækja, eða um 900 handhöfum vinnsluleyfis, eru málin í stakasta lagi og hafa verið það lengi. Hins vegar hafa fyrirtækin sum hver verið önnum kafin við það síðastliðin tvö ár að uppfylla hina evrópsku staðla. Það skýtur í rauninni skökku við. Hvernig stendur á því að fiskveiði- og matvælaframleiðslu- ríkið ísland hefur ekki haft reglur, sem samsvara þeim, sem verið hafa í gildi um allnokkurt skeið í Evrópusam- bandinu? Þess eru auðvitað dæmi að fyrirtæki hafa að eigin frum- kvæði lagað sig að kröfum Evrópusambandsins, sem um leið hafa oft verið kröfur kaupenda á meginlandinu. Sömu- leiðis eru fordæmi þess að atburðir erlendis hafi ýtt við mönnum í þessu efni. Fyrir um það bil aldarfjórðungi gerðu fiskvinnslufyrirtæki mikið átak í heilbrigðismálum vegna frumvarps, sem lá þá fyrir Bandaríkjaþingi og kvað á um að ekki mættu önnur fyrirtæki flytja fisk inn á Ameríku- markað en þau, sem uppfylltu opinberar heilbrigðiskröfur. Frumvarpið varð reyndar ekki að lögum, en gerði sitt gagn. Stór hluti af ímynd íslands á erlendum mörkuðum er að héðan komi hreinar afurðir úr óspilltri náttúru. Eins og Morgunblaðið hefur bent á er sú náttúra ekki alltaf eins óspjölluð og látið er að liggja í auglýsingum. Stefnu- mótun og aðgerðir í umhverfismálum eru því nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að ljótur veruleiki gægist fram undan fallegri framhlið og geri ímyndina að engu. Með sama hætti er brýnt að íslenzk fyrirtæki og stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi hvað varðar setningu heilbrigðisstaðla í matvælaframleiðslufyrirtækjum, en bregðist ekki einvörðungu við aðhaldi að utan. Við verðum að standa undir þeirri ímynd, sem við gefum gjarnan af sjálfum okkur. SAMEINING í SJÁVAR- ÚTVEGI GENGIÐ var frá sameiningu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Hraðfrystihúss Grundarfjarðar á gamlársdag en þá voru þrjú ár liðin frá því skagfirzku sjávarútvegsfyrir- tækin, er þá voru tvö, keyptu 30% hlut í HG. í lok síðasta árs var sá hlutur orðinn 85%. Nýja fyrirtækið verður með fjórða mesta heildarkvóta íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja og er áætlað að velta þess muni nema allt að þremur og hálfum milljarði á ári. Fyrirtækið verður staðsett í þremur sveitarfélögum, Sauðárkróki, Hofsósi og Grundarfirði, og fjöldi starfs- manna verður um fjögur hundruð. Einar Svansson framkvæmdastjóri segir í samtali við Morgunblaðið í gær að sameiningin auki hagkvæmni við rekstur fyrirtækisins, en hún hafi minnkað við kvótaskerð- ingu á þorski. Þá verði auðveldara að nýta kvótann á sem hagkvæmastan hátt þegar hann er allur kominn í einn pott. Mörg dæmi eru um velheppnaða sameiningu fyrirtækja í sjávarútvegi á síðasta áratug eða svo. Ber þar hæst sam- einingu Bæjarútgerðarinnar og ísbjarnarins í Granda og síðar sameiningu Granda og Hraðfrystistöðvarinnar. Einn- ig má nefna sameiningu Hraðfrystistöðvar Stokkseyrar og Glettings í Þorlákshöfn og sameiningu nokkurra fyrir- tækja i Vestmannaeyjum í tvær stórar einingar. Yfirleitt hefur sameining skotið styrkari stoðum undir rekstur fyrirtækjanna. Stærri rekstrareiningar bjóða upp á mun meiri hagkvæmni varðandi til dæmis húsa- og skipa- kost og yfirbyggingu. Fyrirtækin eiga auðveldara með að vinna að markaðsöflun og vöruþróun og eru betur búin undir tímabundin áföll, t.d. vegna kvótaskerðingar. Auðvitað er sameining fyrirtækja engin allsheijarlausn í sjávarútvegi. í Ijósi reynslunnar bendir þó flest til að samkomulag Skagfirðings og HG um sameiningu muni geta af sér öflugt fyrirtæki sem eigi eftir að setja sterkan svip á íslenzkan sjávarútveg. I * Félagsdómur kveður upp dóma í máli fjögurra verkalýðsfélaga UPPSAGNIR KJARA- SAMNINGA ÓGILDAR FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær ógild- ar uppsagnir kjarasamninga Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Verkalýðsfélagsins Einingar og Verkamannafélagsins Hlífar. Máls- kostnaður í máli Vinnuveitendasam- bands íslands og Dagsbrúnar var felldur niður en Hlíf, Eining og Verka- lýðsfélag Keflavíkur voru hvert um sig dæmd til að greiða VSÍ 100 þús. kr. í málskostnað. Rökstuðningur Félagsdóms fyrir niðurstöðu sinni í máli Dagsbrúnar er annar en j málum annarra verka- lýðsfélaga. í niðurstöðu dómsins í máli Dagsbrúnar segir að í kjara- samningi félagsins sé enga tilvísun að finna til samnings VSI/VMS og Verkamannasambandsins frá 21. febrúar. I niðurstöðu sinni í málum annarra félaga vitnar dómurinn hins vegar til kjarasamnings vinnuveitenda og Verkamannasambandsins sem gerðir voru fyrir hönd aðildarfélag- anna. „Þegar litið er til orðalags 15. gr. samningsins þykir stefnandi, gegn mótmælum stefnda, ekki hafa sýnt fram á að launanefnd hafí haft heim- ild til að meta hvort forsendur samn- ingsins væru brostnar þannig að bind- andi væri fyrir stefnda,“ segir í niður- stöðum dómsins í máli Dagsbrúnar. Félagsdómur vitnar einnig í Dags- brúnardóminum til 14. gr. kjarasamn- ings félagsins um að forsendur hans séu yfirlýsing ríkisstjórnarinnar og að verðlagsþróun á samningstímanum verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum. Félagsdómur styðst einnig við umdeilda 16. grein samningsins um forsendur hans, þar sem vísað er til launa- og verðlagsþró- unar á samningstímanum. Sambæri- legt ákvæði er ekki að finna í samn- ingum annarra félaga eða landssam- banda og hafa talsmenn vinnuveit- enda haldið því fram að þetta ákvæði hafi bæst við samning Dagsbrúnar fyrir mistök við ritvinnslu. Tilvísun til launaþróunar í samningi Dagsbrúnar breytir þó ekki dómsnið- urstöðu Félagsdóms sem segir að Dagsbrún hafi ekki sýnt fram á að þau frávik hafi orðið á samningsfor- sendum skv. 14. og 16. gr. kjarasamn- ingsins að félagið gæti gripið til upp- sagnar hans. Loks er gagnkröfu fé- lagsins vísað frá dómi en þar var þess krafist að niðurstaða launanefnd- ar yrði dæmd ógild og að viðurkennt yrði fyrir dómi að launanefnd hafi farið út fyrir umboð sitt og ekki gætt réttra aðferða í störfum sínum. Meintir annmarkar ómerkja ekki niðurstöðu launanefndar Rökstuðningur Félagsdóms fyrir dómsniðurstöðu sinni í máli Hlífar, Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og Einingar er að mestu sam- hljóða. í niðurstöðu dómsins segir m.a. að með kjarasamningum VSÍ, VMS og Verkamannasambandsins hafi allir síðast gildandi samningar aðila verið framlengdir til ársloka 1996. „Ljóst er að ágreiningur er með málsaðilum um störf launanefndar. Meintir annmarkar á störfum nefndarinnar þykja þó ekki þess eðlis að telja verði niðurstöðu nefndarinnar um samningsforsendur markleysu. Ráða má af gögnum málsins að það hafi verið hlutverk launanefndar að meta forsendur fyrir uppsögn kjara- samningsins sbr. 16. og 17. gr. hans. Því þykir ekki unnt að fallast á það með stefnda, að hann geti á sitt ein- dæmi metið, hvort samningsforsendur hafi staðist. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að forsendur kjarasamn- ingsins hafi brostið. Með vísan til þessa er krafa stefnanda tekin til greina," segir í niðurstöðu Félags- dóms í máli Einingar. Friður á vinnumark- „Þetta endar bara með allsherjarbáli“ „ÉG SÉ ekki í dag að við eigum margra kosta völ en hins vegar er eins gott fyrir Vinnuveitendasam- bandið að gera sér grein fyrir því að það hefur kannski unnið einhvern sigur en orrustan sjálf er eftir. Þegar samningarnir eru lausir verður þetta ekki til að liðka fyrir samningum. Svona samskipti ganga ekki á milli viðsemjenda, að vaðið sé fyrir dóm með allt eins og Vinnuveitendasambandið virð- ist gera í dag. Þetta endar bara með allsheijar- báli,“ sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dags- brúnar, þegar dómur Félagsdóms lá fyrir í gær. Talsmenn verkalýðsfélaganna sem stefnt var fyrir Félagsdóm eru mjög óánægðir og vonsviknir vegna niðurstöðu dómsins og telja-að samskipti á vinnumarkaði verði til muna stirðari í framhaldinu. „Við erum löghlýðnir, Einingarfélagar“ „Við erum löghlýðnir, Einingarfélagar," sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, aðspurður um viðbrögð félagsins í framhaldi af dómsniður- stöðu Félagsdóms í gær. Dómurinn kom Bimi ekki mjög á óvart og vís- aði hann í því sambandi til dómsniðurstöðu Félags- dóms fyrir jól í máli vinnuveitenda gegn Baldri á Isafirði. Bjöm sagðist þó vera mjög ósáttur við þessa niðurstöðu. „Nú verðum við að fara að búa okkur vel undir að ná öllum þessum launahækkunum sem menn hafa verið að fá að undanfömu um næstu áramót ef ekki tekst að ná því fyrr,“ sagði Björn. Hann sagði að verkalýðsfélagið hefði enga stöðu til að ná fram launahækkunum fyrr en samningar rynnu út að ári. „Við notum árið til þess. Þetta hlýtur að verða til þess að menn verða ennþá harð- ari ef atvinnurekendur halda uppteknum hætti að leita til dómstóla til að fá menn dæmda. Það getur varla þýtt einhveija hlýju í þeirra garð þegar menn setjast að samningaborði," sagði Björn. Félögin eiga ekki marga leiki í stöðunni Aðspurður um framhaldið sagðist Halldór Bjöms- son líta svo á að verkalýðsfélögin ættu ekki marga leiki í stöðunni. Ef efna ætti til átaka þyrfti að höfða til sérhvers félagsmanns og það útheimti mikinn styrk. Fordæmið væri þó fyrir hendi. „Það hefur svo sem komið fyrir áður að verkamenn hafi brotið niður lög, síðast árið 1975 þegar Verksmiðju- lögin voru brotin á sínum tíma. Þá stóðu menn hlið við hlið og brutu það niður og gerðu mjög góðan samning í framhaldi af því,“ sagði Halldór. „Niðurstaðan er mjög dapurleg í ljósi þess að allt í kringum okkur er verið að dæma embættismönn- um og fyrirmönnum þjóðarinnar tugþúsunda launa- hækkanir á sama tíma og þetta réttlæti er að störf- um, þar sem dæmt er að okkar samningsforsendur séu ekki brostnar. Ef þetta er jafnlaunastefnan sem fól í sér að lægstu laun skyldu hækka sérstaklega, kemur það ekki heim og saman í mínum huga. Það verður enginn friður og engin sátt um þessa niður- stöðu,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Kristján sagði of snemmt að gefa yfirlýsingar um næstu skref. „Við tökum eitt skref í einu og ræðum þetta í stjórn og trúnaðarmannaraáði og okkar félagi. Síðan munum við sjálfsagt bera okk- ur saman við félaga okkar í hinum félögunum. Góðærið er ekki komið í launaumslag minna félags- manna, það er alveg greinilegt, en það er komið í vasa prestanna,“ sagði Kristján og vísaði til nýlegs úrskurðar kjaranefndar. Rétt að bíða ef ekki er bolmagn til aðgerða „Mér finnst þetta ömurlegt. Öll þjóðin veit að þeir lægst launuðu fá minnst. Það er öfugt við þann anda sem hvíldi yfir vötnunum þegar skrifað var undir kjarasamninga. Þá töldu stjórnmálamenn og þar á meðal forsætisráðherra, að nú yrði þjóðin að standa saman um að hinir lægst launuðu fengju mest og fólk yrði að gæta sín til að raska ekki efnahagslífinu. Það liðu ekki nema nokkrir dagar þar til farið var að semja um allt annað. Allt til dagsins í dag er það varðað misjafnlega háum launahækkunum sem eru þó allar í prósentum,“ segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar. „Láglaunafólkið er bara skilið eftir eins og indíána- þjóðflokkarnir gerðu í gamla daga, þegar gamla fólkið var skilið eftir á hjaminu og það vissi að það var skilið eftir til að deyja,“ sagði hann. Hann sagði að verkalýðsfélögin hlytu nú að bera saman bækur sínar. „Ég ætla að hlusta á þeirra sjónarmið en mín hugmynd er sú að ef við teljum okkur hafa bolmagn til að fara út í aðgerðir, þá verði það gert. Ég legg megináherslu á að leiki einhver minnsti vafi á að við höfum bolmagn til aðgerða, þá bíðum við heldur," sagði Sigurður. aði út árið „ÞETTA fór eins og við áttum von á. Dóm- urinn staðfestir annars vegar að það hafi verið ótvírætt að samningar þeirra félaga sem voru í landssamböndunum ættu með skýrum hætti undir launanefndina og svo staðfestir dómurinn í Dagsbrúnarmálinu það mat launa- nefndar að forsendur samninganna hafa hald- ið. Þetta er því mjög skýr niðurstaða bæði um efni og form,“ segir Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSI. Þórarinn kvaðst eiga von á að friður héld- ist nú á vinnumarkaði út þetta ár. „Það hvarfl- ar ekki að mér að forystumenn þessara félaga muni ætlast til þess af félagsmönnum sínum, að þeir geri eitthvað sem félögin geri ekki og standi að ólöglegum aðgerðum, sem félög- in axli ekki ábyrgð á. Þaðan af síður hvarflar að mér að einstakir félagsmenn myndu verða við slíkum tilmælum," segir Þórarinn. Frágangur snmningu mun framvegis taka lengri tíma Þórarinn var spurður um þá niðurstöðu Félagsdóms, í máli Dagsbrúnar, að launanefnd hafi ekki getað metið forsendur samningsins þannig að bindandi væri fyrir verkalýðsfélag- ið og um þýðingu þess að dómurinn styðst við umdeilda grein samningsins, þar sem vísað er til launaþróunar, en vinnuveitendur hafa haldið því fram að hún hafi fylgt með samn- ingnum fyrir slysni. „Þeir eru í raun og veru að senda okkur pillu um að það hafi ekki verið gengið tryggi- lega frá orðalagi," sagði Þórarinn. „Þetta má vera okkur mjög alvarleg áminning um að það þarf að vanda orðalag mjög vel, sérstak- lega þegar sú staða kemur upp að lögfræðing- ar bera fyrir sig ritvillur og slíka hluti. Þetta þýðir óhjákvæmilega að samningsfrágangur mun taka lengri tíma næst þegar samið verð- ur. Við munum ekki ganga frá samningstext- um ósofnir á öðrum eða þriðja sólarhring, ef það á fyrir okkur að liggja að minnstu ritvillu- mistök verði tilefni til málaferla síðar,“ sagði hann. -------------------------------------------------------------1 Úrskurðir kjaranefndar um laun presta og fieiri embættismanna Svipuð hækkun og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum GUÐRÚN Zoéga, formaður kjaranefndar, segir að við úrskurð sinn um laun presta og fleiri embættis- manna ríkisins, sem kveðinn var upp rétt fyrir áramót, hafi nefndin horft, lögum samkvæmt, til niðurstöðu Kjaradóms í september síðastliðnum og til launaþróunar annarra opin- berra starfsmanna að undanförnu. Sú launahækkun, sem nefndin úr- skurðaði viðkomandi embættismönn- um, er ekki meiri en aðrir ríkisstarfs- menn hafa fengið, að sögn Guðrúnar. Með lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, sem sett voru árið 1992, úrskurðar Kjaradómur um laun þingmanna, ráð- herra, dómara og nokkurra annarra æðstu embættis- manna ríkisins. Kjaranefnd úrskurðar hins vegar um laun ýmissa annarra embættis- manna ríkisins og forstjóra ríkisstofnana. Prestar eru þar fjölmennasti starfshópurinn, en einnig er úrskurðað um laun sýslumanna, skattstjóra, lögreglustjóra, ráðuneytis- stjóra og sendiherra svo dæmi séu nefnd. Tekið tillit til Kjaradóms og kjarasamninga í 11. grein laganna segir: „Við ákvörðun launakjara skal kjaranefnd gæta innbyrð- is samræmis í starfskjörum hjá þeim sem hún fjallar um, að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélag- inu hjá þeim sem sambærileg- ir geta talizt með tilliti til starfa og ábyrgðar og að sam- ræmi sé á milli þeirra og þeirra launa hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjara- samninga eða Kjaradóms.“ I lögunum segir jafnframt að Kjaradómur og kjaranefnd skuli meta það eigi sjaldnar en árlega hvort tilefni sé til að breyta þeim starfskjörum, sem þessar stofnanir ákveða. Kjaranefnd úrskurðaði fyrst samkvæmt lögunum í nóvember 1993, um starfskjör presta. Launakerfi þeirra var þá stokkað talsvert upp og prestum skipt í þijá launa- flokka eftir fjölda sóknar- barna, sem þeir þjóna. Með úrskurðinum voru dagvinnu- laun hækkuð, aukavinnu- greiðslur ákvarðaðar og starfsaldurshækkanir og menntunarálag afnumið. Kjaranefnd hefur síðan kveðið upp marga úrskurði, en yfírleitt er úrskurðað um starfskjör hvers embættismanns sér- staklega. í mörgum tilfellum hefur launakerfi viðkomandi embættis- manns verið breytt, til dæmis með því að fella aukagreiðslur ______ inn í föst laun. Tilgangur laganna um kjaranefnd er meðal ann- ars uppstokkun launa- kerfis embættismanna í upphafi, en síðan gegni _.___ nefndin því hlutverki að endurskoða kjör embættismanna miðað við þróun launa annarra ríkis- starfsmanna. Úrskurður nefndarinn- ar gildir í raun ótímabundið, þar til næst þykir ástæða til endurskoðun- ar, en ákvörðun um slíkt er tekin árlega eins og áður segir. Formaður kjaranefndar segir að launahækkun presta og fleiri embættismanna ríkisins sam- kvæmt úrskurði nefndarinnar sé ekki meiri en aðrir ríkisstarfsmenn hafí fengið og sé svipuð og á almennum vinnumarkaði. Kjara- nefnd á enn eftir að úrskurða um kjör 30 embættismanna. Yfirleitt úrskurðað um kjör hvers og eins Guðrún Zoéga segir að ástæðan fyrir því að úrskurður um laun presta, sem ekki hafa fengið launa- hækkun í rúm tvö ár, hafi ekki ver- ið kveðinn upp fyrr, sé sú að laun viðmiðunarhópa hafi verið að þróast á ár- inu og mikil vinna sé fólg- in í hveijum úrskurði. Kjaranefndinni beri að meta árlega hvort ástæða sé til að breyta launum, og hafi ástæða til að hækka laun presta ekki verið fyrir hendi fyrr en á árinu, sem er nýliðið. Guðrún segir að hluti af launa- breytingum presta felist í frekari uppstokkun á launakerfinu, og séu prestar nú aðeins í tveimur launa- flokkum, annars vegar þeir, sem þjóni færri en 2.000 sóknarbörnum, og hins vegar þeir sem sinni fjöl- mennara prestakalli. Launahækkun til presta sé á bilinu 6% ________ til 11% og meðalhækkun sé um 9,5%. Auk þess úr- skurðaði kjaranefndin nú um laun 70 embættis- manna annarra og er hækkunin til þeirra um ______ 8%, að sögn Guðrúnar. Hún segir að við ákvörðun þessa hafi annars vegar verið miðað við úrskurð Kjaradóms frá í september um 9,5% hækkun á grunnlaunum þingmanna. Ekki hafi verið horft til annarra ákvarðana Kjaradóms um breytingar á kjörum þeirra, sem undir hann heyra. Hins vegar hafi verið miðað við kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Guðrún bendir á að í svari Frið- riks Sophussonar fjármálaráðherra við fyrirspurn á þingi fyrir skömmu hafi komið fram að meðalhækkun Alþýðusambandsfélaga í störfum hjá ríkinu sé 13,2% á samningstíma nú- gildandi kjarasamnings. Hækkun BHMR sé 10,8% og BSRB 10,3%. Hækkun hjá félögum í Farmanna- og fiskimannasambandinu sé 11,5% og hjá félögum í Kennarasamband- inu 19,84%. Hækkun til starfsmanna ríkisins, sem séu utan stéttar- félaga, sé 12,11%. Alls geri þetta 12,7% meðalhækkun. Sé ekki horft til launahækk- unar kennara sé meðalhækk- unin 10,5%. Guðrún segir að íjóðhags- stofnun hafi metið hækkun á almennum vinnumarkaði tæp 8% á samningstímanum. I lægri kantinum á hækkun r íkisstarf smanna „Hækkun samkvæmt úr--* skurði okkar er í lægri kantin- um á því, sem ríkissamning- amir voru, og svipað og al- mennu samningarnir í pró- sentum," segir Guðrún. Hún segir fráleitt að leggja málið þannig upp að útvalinn hópur sé að skammta sjálfum sér launahækkanir umfram það, sem aðrir hafi fengið, heldur sé óhlutdræg nefnd að taka ákvörðun um laun út frá ákveðnum forsendum. „Sumir segja að við séum að skammta þeim heldur naumt og það er óhætt að segja að þessi hækk-- un skeri sig ekki úr,“ segir Guðrún. Kjaranefnd á eftir að úr- skurða um iaun um 30 emb- ættismanna. Þeirra á meðal eru sýslumenn, ráðuneytis- stjórar og sendiherrar. Guð- rún segir að stefnt sé að því að úrskurður um laun þeirra liggi fyrir síðar í mánuðinum. Með því hafi kjaranefnd úr- skurðað um kjör allra þeirra embættismanna, sem undir hana heyra samkvæmt lögum. Að svo búnu sé möguleiki að birt verði heildaryfirlit um úrskurði nefndarinnar. Guð- rún segir nefndina hins vegar ekki reiðubúna á þessu stigi máls að birta úrskurði um laun einstakra embætt- Sýslumenn óánægðir Ólafur K. Ólafsson; varaformaður Sýslumannafélags Islands, segir óánægju meðal sýslumanna með það hversu lengi endurskoðun á launum ________þeirra hafi dregizt. Sýslu- menn hafa áður gagnrýnt kjaranefnd, meðal annars fyrir það að réttur emb- ættismanna, sem fjallað er um, til að gera greiií*' fyrir máli sínu fyrir nefnd- inni og fá aðgang að úr- Ekki útvalinn hópur að skammta sér laun skurðum hennar, sé ekki tryggður. Félagsmaður í Sýslumannafélaginu hefur kvartað undan þessu og fleiri atriðum í störfum Kjaranefndar til umboðsmanns Alþingis, en að sögn Ólafs liggur álit umboðsmanns enn ekki fyrir. •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.