Morgunblaðið - 04.01.1996, Page 31

Morgunblaðið - 04.01.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________ FIMMTUDAGUR 4. JANÍJÁR 1996 MINNINGAR SIGMAR ADAM JÓHANNSSON + Sigmar Adam Jóhannsson var fæddur í Neskaup- stað 17. júní 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 2. janúar. MIG LANGAR til að minnast Adams, móð- urbróður míns, með nokkrum orðum. Adam átti sín bernskuár á Norðfirði en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og lauk þar sinni skóla- göngu. Hann lærði bókband, en starfaði lítið við þá iðngrein, en var lengst af leigubílstjóri. Hann hafði snemma mikinn áhuga á bílum og eignaðist ungur bíl. Mér er minnis- stætt frá því að ég var stelpa, þeg- ar hann og afi og amma voru að koma austur í sumarfrí. Það var alltaf mikill viðburður. Þá var Norð- fjörður ekki kominn í vegasamband, enginn vegur kominn um Odds- skarð. Þjóðvegurinn lá út með Reyðarfirði að norðanverðu og yfir í Viðfjörð, en þaðan var fólk feijað með báti yfir á Norðfjörð. Einu sinni man ég eftir að bíllinn var líka ferj- aður yfir og settur upp á BP-bryggj- una, sem var ansi mjó, gott ef dekk- in stóðu ekki út af henni að hluta til. En það tókst að koma bílnum upp á götu og þá var nú hægt að leggja upp í Fannardalsferð, já og fá sér rúnt um bæinn. Mikið fannst mér, stelpukrakkanum, til þess koma þegar hann frændi minn tók mig með sér „á rúntinn". Oft átti ég svo seinna ógleymanlegar ferðir með honum og fjölskyldunni víðs vegar um landið. Ekki skemmdi það svo fyrir að þegar heim var komið dró hann upp harmoníkuna og tók lagið fyrir mannskapinn. Hann var músíkalskur og söng líka ágætlega. Adam fór ungur að spila fót- bolta, var í Fram, var markmaður í meistaraflokki á árunum 1947- ur, frá 4. flokki til meistaraflokks og var einn okkar best þekkti markvörður á þeim árum. Ungur að árum lærði Adam bókband, en 1951 fór hann að vinna á Keflavíkur- flugvelli sem bifreiða- stjóri hjá Medcalf Hamilton Smith Beck co., bandarískum verktaka. Adam gekk vegna verðleika sinna fljótt upp í það að verða vaktstjóri á strætisvögnum fyrir- tækisins og starfaði þar til ársins 1955 er fyrirtækið hætti rekstri þar. Adam hóf þá störf hjá leigubíla- stöð Steindórs og var fljótlega sett- ur á nýjustu bíla fyrirtækisins, en ók þó lengst bifreiðinni R1440 sem Sigurður sonur Steindórs átti. Slíks trausts naut Adam hjá Steindóri, að eitt sinn er við fórum í sum- arfrí, lánaði Steindór honum bíl í fríið, sem var einsdæmi í þá daga. Eftir nokkurra ára starf hjá Steindóri, fékk Adam atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiðar í Reykjavík og fór þá að aka eigin bíl á BSR. Adam talaði mjög góða ensku og var um tíma mikið í akstri með erlenda ferðamenn og fórum við margar ánægjulegar ferðir saman um landið, þar til hann missti heils- una, en síðustu árin gerði hann bíl sinn út vegna veikinda. Adam var hvers manns hugljúfi og í þá hálfa öld sem okkar vinskap- ur stóð, heyrði ég hann aldrei hall- mæla neinum og hafði hann það ljúfasta skap sem ég hef kynnst og var gott skap og glens á vör hvort sem var mótlæti eða meðbyr í hans veikindum. Aðdáunarvert er hvað Sigurlína og börnin studdu Adam vel í hans hörðu baráttu við veikindin. Ég þakka Adam þá góðu við- kynningu og vináttu í 50 ár sem aldrei bar skugga á. Við hjónin vottum Sigurlínu og börnunum samúð okkar og biðjum guð að blessa þau. Bjarni Pálmarsson. t Faðir okkar, MARTIN JENSEN, lést í Borgarspítalanum 2. janúar 1996. Egill Marteinsson, Karl Marteinsson. t Ástkær eiginkona, móðir okkar og amma, ERICA PÉTURSSON PUTNEY, New Mexico, Bandarikjunum, lést á heimili sínu þann 27. desember 1995. Jarðarförin hefur farið fram. George Putney, börn og barnabörn, Renate S. Ólafsson og fjölskylda, Helga Hjálmtýsdóttir og fjölskylda. 1951, en á því tímabili urðu þeir Islandsmeistarar og þá var hann líka í landsliðinu. Ég man hvað við pabbi og mamma sátum spennt við útvarpið þegar verið var að lýsa knattspyrnuleikjum sem hann tók þátt í og a.m.k. einu sinni man ég eftir að pabbi hljóp út á símstöð, að leik loknum, til að senda honum heillaóskaskeyti. Mikið var ég stolt af frænda mínum þá. Adam, móðurbróðir minn, var einstaklega mildur og geðgóður maður og aldrei heyrði ég hann segja hnjóðsyrði um nokkurn mann. Hann varð frekar snemma heilsulít- ill, barðist lengst af við kransæða- stíflu og var tvívegis skorinn vegna hennar, en bar sig alltaf vel og lét vel af sér. Nú stuttu fyrir jólin kom ég á heimili þeirra, þá var búið að fá sjúkrarúm handa frænda mínum og þann útbúnað sem til þurfti til heimahjúkrunar. Það var líka búið að skreyta jólatréð og Ijölskyldan tilbúin að annast hann og halda með honum síðustu jólin. Didda mín, ég votta þér og börn- unum samúð mína og dáist að ykk- ur fyrir ykkar kærleiksríku sam- stöðu. Jóh. Ólína Hlífarsdóttir. Ég ætla ekki að rita neina ævi- sögu um vin minn Sigmar Adam Jóhannsson, sem er látinn eftir langvarandi veikindi, en vil þó minnast hans með fáeinum orðum. Adam fluttist með foreldrum sín- um, Jóhanni Sigurðssyni, seinna tollverði á Neskaupstað, og Ólínu Þorsteinsdóttur, frá Neskaupstað til Reykjavíkur fímm ára gamall ásamt tveim systrum sínum. Fljótlega fékk hann áhuga á knattspyrnu og gekk til liðs við Fram og lék alla tíð sem markmað- t Ástkær móðir okkar, SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR frá Túnsbergi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 3. janúar. Jóhanna M. Þorgeirsdóttir, Eiríkur Þorgeirsson, Sigríður Ó. Þorgeirsdóttir, Siggeir Þorgeirsson, Kjartan J. Þorgeirsson. t Elskulegur faðir minn og tengdafaðir, KARL M. EINARSSON, áðurtil heimilis á Nýlendugötu 18, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 3. janúar. Jón Ó. Karlsson, Guðrún Dam. t ÓLÍNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR kennari, Kinnarstöðum, sem lést 30. desember sl., verður kvödd frá Reykhólakirkju laugar- daginn 6. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á dvalarheimilið Barmahlíð, Reykhhólum. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8 sama dag. Fyrir hönd vina og vandamanna, Steinunn Erla Magnúsdóttir. t Faðir okkar, ÓLAFUR PÁLSSON fyrrv. mælingafulltrúi, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 3. janúar. Jón Ólafsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir. t Móðir okkar, GUÐRÚN INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Ljósheimum 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Þröstur Hlöðversson. t Elsku hjartans drengurinn okkar, KRISTJÁN BENEDIKTSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 10.30. Ingibjörg Tómasdóttir, Benedikt Sigurður Kristjánsson, systkini og ætl t Dr. ANNA SIGURÐARDÓTTIR forstöðumaður Kvennasögusafns íslands, Hjarðarhaga 26, Reykjavík, lést að morgni 3. janúar. Þorsteinn Skúlason, Anna Skúladóttir, Eirný Ósk Sigurðardóttir, Áslaug Dröfn Sigurðardóttir, Karen Emilía Barrysdóttir. Ásdis Skúladóttir, Sigurður Karlsson, Móeiður Anna Sigurðardóttir, Skúli Á. Sigurðsson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORBERGUR GUÐLAUGSSON veggfóðrarameistari, Frakkastíg 5, Reykjavík, andaðist 2. janúar. Ólöf Guðmundsdóttir, Guðlaugur Þorbergsson, Helgi Þorbergsson, Ebba Þóra Hvannberg, Guðmundur Ingi Þorbergsson, Jutta Thorbergsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Rúnar Halldórsson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Vogatungu 87, Kópavogi, andaðist á heimili sínu 2. janúar. Bergur Lárusson, Kristin J. Harðardóttir, Sigurður Konráðsson, Hörður Á. Harðarson, Elín Bergsdóttir, Brynja Bergsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.