Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 32
'2 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR , KARLSDÓTTIR + Ragnheiður Karlsdóttir var fædd að Stóra- Fjarðarhorni, Strandasýslu, hinn 31. mars 1906. Hón lést á Landa- kotsspítala 21. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Karl Þórðarson frá , Stóra-Fiarðar- "^iorni, f. 29. júlí 1877, d. 3. maí 1932, og kona hans, Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Brodda- nesi, f. 7. apríl 1874, d. 21. desember 1947. Ragnheiður var næstelst af sex systkinum. Þau eru Herbjörn Guðbjörns- son, f. 1898, d. 1984. Sigríður Dóróthea Karlsdóttir, f. 1908, d. 1986. Sigurborg Karlsdóttir, f. 1909, d. 1987. Guðbjörg Jón- ína Karlsdóttir, f. 1911. Þor- steinn Jón Norðdal Karlsson, f. 1916. Útför Ragnheiðar fer fram frá Hallgrímskirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. SKÖMMU áður en hátíð ljóss og friðar gekk í garð, hinn 21. desem- ber, fékk Ranka, elskuleg frænka mín, langþráða hvfld og var það besta jólagjöfin sem hún gat feng- ið úr því sem komið var. Hafði hún átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hún skipaði veglegan sess í fjölskyldu minni aJJa tíð og er hennar minnst með mikilli virðingu. Ranka bar hag okkar systkin- anna á Skarphéðinsgötu 12 ávallt fyrir brjósti og stóð sem klettur við hliðina á móður okkar, Sigur- borgu, er var systir hennar og föð- ur okkar Hákonar meðan þau voru á Iífi. Margs er að minnast frá horf- inni tíð, hugurinn reik- ar til aðfangadags- kvölds er ég var barn í foreldrahúsum. Ranka mætti á staðinn, með stóran, hvítan tau- poka meðferðis. Hvað skyldi nú hafa verið í pokanum? Jú, hand- prjónaðar peysur á okkur systkinin, hver annarri fallegri. Já, það eru ófáar flíkurnar sem hún prjónaði á fjölskylduna. Handbragð hennar bar vott um mikla smek- kvísi og var vandvirknin ávallt í fyrirrúmi. Ég minnist einnig þegar ég fór vestur í Búðardal á Skarðsströnd með Rönku, þegar hún átti sum- arfrí. Þá var ég 12 ára gömul og hafði ég látið þau orð falla að ekki myndi ég geta drukkið mjólkina beint úr kúnum, heldur einungis úr Mjólkursamsölunni, þar sem búið væri að gerilsneyða hana. Mikið var mér strítt, en Ranka hafði tekið með sér birgðir af kjamadrykk sem blanda átti með vatni svo Dada litla frænka yrði nú ekki þurrbijósta. Fyrir öllu skyldi séð. Ranka starfaði alla tíð hjá Mjólkursamsölunni eftir að hún fluttist til Reykjavíkur eða allt þar til mjólkurbúðirnar voru lagðar niður og við tóku kjörbúðirnar sem leystu þær af hólmi. Þegar ég hugsa um Rönku eða Lullu, eins og synir mínir kölluðu hana alltaf, er ekki neinum blöðum um það að fletta, að fórnfúsari manneskju hef ég ekki kynnst. Allt hennar líf snerist um að rétta öðrum hjálparhönd. Um tveggja ára skeið bjó ég í sama húsi og Ranka á Þórsgötu 19 hér í bæ þar sem tveir eldri synir mínir fædd- ust, Rúnar og Arnar. Þeim var hún alltaf sem væri hún amma þeirra. MINIMINGAR Síðar þegar yngri synir mínir komu í heiminn, Ómar og Heiðar, var þeim einnig tekið opnum örmum. Ranka var stórbrotinn persónu- leiki, en ekki væri hægt að segja að hún hefði verið allra, en þeir sem hún tók áttu hennar tryggð. Oft sátum við saman og spjölluð- um um lífið og tilveruna, hún hafði ekki mörg orð um hlutina en það sem hún sagði var þeim mun inni- haldsríkara. Hún var mjög ljóðelsk og kunni býsnin öll af ljóðum og einnig fór hún létt með að setja saman stöku, þó ekki vildi hún flíka því. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa og ófá skipti var hún á heimili mínu að líta eftir drengjun- um þegar á þurfti að halda. Þegar móðir mín veiktist fluttist hún á Skarphéðinsgötuna og hélt heimili með bræðrum mínum Jóni og Þorsteini. Elsku frænka, hafðu þökk fyrir það sem þú varst okkur öllum. Jesús, af hjarta þakka ég þér þú; Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðar nótt. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfí Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Guðborg. Nú rétt fyrir jól, fór Ranka, frænka mín, í eilífa hvíld eftir langa og reynslumikla ævi. Lulla, eins og ég kallaði hana alltaf á mínum barnæskuárum, var mér alltaf mjög góð, en við eyddum miklum tíma saman áður fyrr, er ég var dögunum saman í pössun hjá henni á Þórsgötunni. Þá er mér efst í huga allir göngutúrarn- ir um Skólavörðuholtið, beiski bijóstsykurinn hennar sem við köll- uðum alltaf „einn vondur“, og málbandið hennar er hún notaði við alla sína handavinnu, en mér þótti það afar merkilegt verkfæri. Eftir að ég komst á unglingsár- in hóf ég að kalla Ragnheiði Rönku eins og flestir aðrir sem til hennar þekkja. Ranka var alltaf til staðar og þjónustulundin alltaf jafn ríkj- andi, hvort sem það var í jóla- boðunum á Skarphéðinsgötu eða í sunnudagskaffi uppi í „Sumó“. Hennar verður sárt saknað en ég veit að hún verður ávallt með okk- ur í sinni himnahvíld um ókomna framtíð. Omar Sigtryggsson. Nú er hún Ranka okkar búin að fá hvíldina. Lulla eins og við bræðurnir kölluðum hana, minn- umst allra þeirra stunda sem hún passaði okkur þegar við vorum yngri. Aldrei kvartaði hún yfir því að passa okkur ærslafulla dreng- ina, heldur stjanaði frekar við okk- ur. Að fá heitt súkkulaði og kökur voru fastir liðir þegar við heimsótt- um hana á Þórsgötuna. Eftir stendur minningin um góða frænku sem stóð sem klettur við hlið okkar alla tíð. Við minnumst hennar með sökn- uði í huga og í hjörtum okkar mun hún Lulla okkar ávallt eiga sinn sess. Megi húr. hvíla í friði. Rúnar, Arnar og Heiðar. Elskuleg móðursystir mín er lát- in. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ranka, eins og hún var oftast kölluð, var hjálp- söm og fómfús kona. Alltaf tilbúin til þess að hjálpa öðrum meðan hún hafði krafta til. Hún vildi aldr- ei mikið umstang í kringum sjálfa sig og hafði sem fæst orð um hlut- ina. Ég vil minnast hennar á sama hátt. Eftirlifandi systkinum hennar, Guðbjörgu og Þorsteini, sem voru henni svo kær, votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Hákonardóttir. Nú er Lulla okkar farin til Guðs. Oft fórum við til hennar á Þórs- götuna. Þá átti hún Lullu-kex handa okkur og bjó til litla bréf- báta fyrir okkur. Fór með þulur og pijónaði fallega sokka sem hafa hlýjað okkur frá því við vorum pínu- lítil. Þegar Lulla var orðin veik fór hún á spítalann og þá fórum við ófáar ferðirnar til hennar með ömmu Bubbu. Lullu fannst gaman þegar við sungum fyrir hana. Þá brosti hún og kyssti okkur. Aðeins nokkrum dögum áður en hún dó fórum við með jólaskreyt- ingu til hennar. Þá var hún þreytt. Karólína söng fyrir hana lagið sem hún söng á jólaskemmtun í skólan- um. Lulla brosti, en var með lokuð augu. Mamma sagði okkur að nú færi Lulla bráðum til Guðs. Við sáum hana ekki aftur en við minnumst hennar alltaf. Okkur langar að enda þessi kveðjuorð á þulu sem Lulla kenndi okkur. Þumalfingur er mamma sem var mér vænst og best, vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest, langatöng er bróðir sem býr til falleg gull, baugfingur er systir sem pijónar sokka úr ull, litlifinpr er bamið sem leikur sér að skel, litli pínu anginn sem stækkar svo vel, hér er allt fólkið svo fallegt og nett, fimm era í bænum ef taiið er rétt. Ósköp væri gaman hér í þessum heim, ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim. (Höfundur ókunnur.) Birgir Jakob, Karólína og Ester Hansen. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjömúm stráð, engill framhjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) + Magnús Jóns- son fæddist 4. janúar 1896 á Fall- andastöðum í Stað- arhreppi í V-Hún. (nú Brautarholti). Hann lést 23. april 1980. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundur Magnús- son, f. á Tannstöð- um í Hrútafirði 24/2 1859, d. í ág- úst 1899, og Guð- rún Þórunn Jóns- dóttir, f. 15/9 1872 í Litlutungu í Mið- fírði í V-Hún., d. í júni 1957. Kona Magnúsar var Halldóra Sigríður Jónsdóttir, f. 14/2 1894 á Torfalæk í Torfalækjarhreppi í A-Hún., d. 15/2 1931. Foreltlr- ar hennar voru Soffía Baldvins- í ÖRFÁUM orðum langar mig að minnast afa míns, Magnúsar Jóns- sonar frá Barði eins og hann kall- aði sig, en 100 ár eru liðin frá fæðingu hans í dag, 4. janúar 1996. Á flórða ári missir hann föður sinn ,ag fer þá í fóstur til hjónanna Sveins ^uðmundssonar og Sigurbjargar Ólafsdóttur, sem þá bjuggu að Barði í Miðfirði, en systir hans, Guðbjörg Sigríður, fædd 1894, fylgdi móður sinni, sem réð sig í vinnumennsku til einhvers stór- bónda, aðrir tóku ekki vinnukonur og ekki kom til greina að hafa með _sér tvö börn í vistina. Fósturforeldr- arnir reyndust drengnum vel. Hann dóttir, f. 24/8 1866 í Nípukoti í Víðidal í V-Hún., d. 28/11 1943, og Jón Guð- jónsson, f. 20/8 1868 í Vaglagerði í Blönduhlíð í Skaga- fírði, d. ekki vitað. Hinn 18. júní kvæntist Magnús Halldóru Sigríði Jónsdóttur. Börn þeirra er Þorvaldur, f. 15/2 1920, lengst af leigubifreiðastjóri í Reykjavík, nú bú- settur í Kópavogi, og Ingibjörg Guðrún, f. 21/4 1924, húsmóðir, búsett í Reykjavík. Áður átti Halldóra Sigríður eina dóttur, Maríu Magneu, f. 10/10 1916, með Magnúsi Magnússyni fyrrum ritstjóra. fór snemma að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum í Vestur-Húnavatns- sýslu, m.a. Efri-Svertingsstöðum hjá Sigurði Jónassyni og Ólafíu konu hans, á Hvoli í Vesturhópi hjá Birni bónda Stefánssyni oddvita og konu hans, Jónínu Sigurðardóttur, og á Breiðabólstað hjá séra Ludvig presti og konu hans. Sumarið 1918 réð prestur til sín rúmlega tvítuga kaupakonu, greinda og káta, Hall- dóru Sigríði Jónsdóttur, sem hafði verið tvo vetur í Kvennaskólanum i Reykjavík. Seinni veturinn kynnt- ist hún gáfuðum skólapilti og átti með honum dóttur. Meira varð svo ekki úr þeim kunningsskap. Á þess- um tíma átti Halldóra heima hjá fóstursystur sinni, Guðrúnu Bene- diktsdóttur, konu Þórðar stórbónda Guðmundssonar á Þorkelshóli í Víðidal. Litla stúlkan var látin heita María Magnea og var Magnúsdótt- ir. María litla hændist fljótt að stjúpa sínum og kallaði hann pabba frá fyrstu kynnum og vissi ég að hún hefði ekki verið honum kærari þótt blóðböndin hefðu tengt þau. Fyrstu árin voru afi og amma í húsmennsku hjá Guðrúnu og Þórði á Þorkelshóli. Vorið 1924 fóru þau til Hvammstanga og vann afí ýmsa vinnu þar, vegagerð, sláturvinnu og á vertíð. Haustið 1929 fluttu þau svo til Hafnarfjarðar. Árið 1930 fermdist María og innritaðist í Flensborgarskólann. Til að byrja með fékk hann vinnu hjá Sláturfé- lagi Suðurlands og síðan fasta vinnu á Hótel íslandi hjá Rosen- berg, sem húsvörður og reiðhesta- hirðir, en heimilið var í Hafnar- firði. Hann afi minn elskaði hesta og átti góða reiðhesta síðar á ævinni. Einnig gerði hann vísur og fórst það vel úr hendi. Veturinn 1930-1931 var enginn dans á rós- um, því þá veiktist Halldóra Sigríð- ur amma mín hastarlega í byijun nóvember og var ekkert hægt að gera henni til bjargar, þó nútíma- læknavísindi hefðu ef til vill getað það. Hinn 15. febrúar, á 11 ára afmælisdegi Þorvaldar frænda, dó hún. Stúlka var fengin til að hugsa um heimilið til vors. Árin 1930-40 voru sannkölluð kreppuár. Atvinnuleysi og eltinga- leikur við hvert handtak sem til féll var hlutskipti verkamannsins og þess vegna ákvað afi að halda í vinnuna hjá Rosenberg á Hótel íslandi. Heimilið leystist upp, Þor- valdi var komið fyrir hjá vinafólki norður í Miðfirði (Barði) fram yfir fermingu. Fór síðan tvo vetur í skóla að Laugarvatni. Ingibjörg móðir mín fór í fóstur til skólasyst- ur og vinkonu Sigríðar ömmu, Sig- ríðar Snælands, og manns hennar, Péturs Snælands, sem reyndust henni eins og bestu foreldrar og ekki síður góð við bömin hennar. María lauk námi í Flensborgarskóla og vann við ýmis störf til 1938 og fór þá til hjúkrunamáms í Englandi og starfaði þar alla sína starfsævi, en flutti heim til íslands nánar til- tekið á heimaslóðir í Húnaþingi í júnímánuði 1994. Á Hótel íslandi vann Magnús í 14 ár, eða þar til allt brann til kaldra kola 2. febrúar 1944. Ekki mátti tæpara standa og slapp hann naum- lega með vinnuflíkur, sem hann náði til að klæða sig í. Á Hótel ís- landsárunum tókst honum að kom- ast úr skuldum sem á honum hvíldu frá erfiðum tímum. Hinn 17. mars þennan sama vetur fékk hann fast starf hjá Hafnarstjóranum í Reykja- vík á bílaverkstæði, sem ófaglærður verkamaður. Þarna starfaði hann í 28 ár eða til 75 ára aldurs og hætti þá öllu brauðstriti. Það eru ekki allir svo lánsamir að fá að alast upp og kynnast því, hve mikils virði er að eiga góða afa og ömmur. Ég segi að það séu sér- stök forréttindi og ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar allra barna- barnanna og langafabarna líka. Ég undirrituð er elst 12 barnabarna Magnúsar og Halldóru Sigríðar ömmu okkar. Við fengum ekki að kynnast henni, þar sem hún deyr frá foreldrum okkar á unga aldri, en Magnús afi okkar var alla tíð einstakur við okkur öll böm, barna- börn, tengdabörn og langafabörnin, sem komin voru. Hann var sérstak- ur vinur manns, þó aldursmunurinn væri mikill og sagði hann manni til syndanna, ef honum þótti þurfa, en fór bara þannig að því að allir voru sáttir. Fyrir 23 árum í maí- mánuði næstkomandi flutti ég með fjölskyldu mína norður í Húnaþing, æskustöðvar ömmu minnar og var ekki eins erfitt að kveðja neinn eins og afa. Minnst einu sinni í viku spjölluðum við í síma og var alltaf jafn notalegt að heyra í honum. Alltaf kom hann í heimsókn á sumr- in og til margra ára fór hann í rétt- ir á gamlar heimaslóðir. Eitt var sérstaklega gaman, sem hann gerði. Á sérstökum dögum í fjölskyldunni, merkisafmælum, skímum, ferming- um og giftingnm fengu allir vísu frá honum, sem venjulega hitti vel í mark og em þær ófáar til eftir hann. Hann var félagi í kvæðamannafélag- inu Iðunni og einnig í Húnvetninga- félaginu í Reykjavík. Það hallaðist ekki á með þeim systkinum Valla og Dúfu eins og þau vom kölluð. Afi fékk áfall á afmælisdegi ihömmu 21. apríl 1980 og á öðmm sólarhring þar frá var hann allur en eins og áður var getið dó móðir þeirra á afmælisdegi Valla. Það verður víst alltaf þannig þegar ástvinir hverfa að erfitt er að sætta sig við það, en það væri eigingirni að óska fólki annars en að ljúka þessari tilvem, þegar ekk- ert er framundan nema heilsuleysi, og fékk afi hvíldina án þess að þurfa að vera upp á neinn kominn. Frekar var það hann sem gaf og miðlaði frá sér, eins og við vitum öll í fjölskyldunni. Næstkomandi sumar ætlum við afkomendur afa og ömmu að koma saman í Miðfirði, á æskuslóðum afa, og minnast þessara tímamóta, sem em 100 ár frá fæðingu hans. Svo bið ég guð og góða vætti að varðveita minningu þessara heið- urshjóna, Magnúsar og Halldóru Sigríðar, og þakka öll gæðin í minn garð og minnar fjölskyldu. Sigríður Baldursdóttir. MAGNUS JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.