Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingigerður Eyjólfsdóttir fæddist í Önundar- holti í Villinga- holtshreppi í Flóa 19. júní 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. desember síðast- liðinn. Foreldrar Ingigerðar voru Ingibjörg Tómas- dóttir (1867-1958) og Eyjólfur Ámundason (1874- 1961). Systkini Ingigerðar er upp komust voru: Jóhanna Mar- grét, f. 28. október 1903, d. 15. ágúst 1931. Ámundi, f. 29. september 1906, d. 2. septem- ber 1994. Ingigerður giftist 2. nóvember 1935 Helga Guð- laugssyni, sjómanni, f. 16. ágúst 1908, d. 26. mars 1991. Foreldrar Helga voru Guðrún Þórðardóttir og Guðlaugur Hinriksson. Börn Ingigerðar og Helga eru: 1) Guðrún, f. 1935, fyrrv. alþingismaður og rithöfundur, hún á fjögur börn og fjögur barnabörn. 2) Ingólfur, f. 1937, arkitekt og háskólakennari í Edinborg, kvæntur dr. Þórkötlu Óskars- dóttur, þau eiga tvær dætur og eitt barnabarn. 3) Jóhanna Margrét, f. 1939, verslunar- maður, gift Hjalta Einarssyni, verslunarmanni, þau eiga tvö börn. 4) Gísli, f. 1942, bankastarfsmað- ur, kvæntur Ther- esíu Viggósdóttur, skrifstof umanni, þau eiga tvær dæt- ur og tvö barna- börn. 5) Unnur, f. 1944, formaður V erslunarmanna- félags Hafnar- fjarðar, gift Gunn- birni Svanbergs- syni, skrifstofu- manni, þau eiga tvo syni. 6) Arnar, f. 1946, húsasmíðameistari, kvæntur Láru Sveinsdóttur, skrif- stofumanni, þau eiga tvö börn. 7) Bjarni Kristinn, f. 1948, verslunarmaður, ókvæntur og barnlaus. 8) Við- ar, f. 1950, fiskifræðingur í Namibíu, kvæntur Louise Le Roux, líffræðingi, hann á dóttur og uppeldisson frá fyrra hjónabandi. 9) Gerður Helga, f. 1952, læknaritari, gift Jóhannesi S. Kjarval, arkitekt, þau eiga tvö börn. 10) Leifur, f. 1954, kennari, kvæntur Sigrúnu Kristins- dóttur, leikskólastjóra, þau eiga þijá syni. Útför Ingigerðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. völlum, eins og hún var kölluð í Hafnarfirði. Mig langar til að þakka henni í fáum orðum sam- fylgdina og þá góðvild, sem hún sýndi mér alla tíð. Hjá henni dvaldi ég löngum sem barn. Eg átti hjá henni athvarf mestan hluta barnaskólaáranna þann hluta dags, sem ég var ekki í skóla. Hún kallaði mig lambið sitt og sagði, að ég væri sín eina hjálparhella, þegar ég fór fyrir hana í sendiferðir eins og í mjólk- urbúðina, matarbúðina eða skrapp eftir „konfilúttum" og dönsku blöðunum í bókabúðina. Og stundum gisti ég hjá ömmu og svaf þá uppí hjá henni, enda afi lengst af til sjós og lítið heima. Hún amma mín var hlý og yndis- leg kona. Hún var mér ætíð góð. Met ég það og þakka. Amma fluttist ung til Hafnar- fjarðar ásamt foreldrum sínum þar sem hún ólst upp við kröpp kjör. Hún giftist Helga Guðlaugs- syni sjómanni og eignaðist stóra fjölskyldu. Það var oft fjörugt á „Jóffanum" en svo kölluðum við heimili þeirra, Blómsturvelli, sem stendur við Jófríðarstaðaveg í Hafnarfirði. Og þegar börnin fóru að tínast að heiman komu barna- börnin í staðinn svo það var iðu- lega mannmargt í kotinu. Afa missti hún árið 1991. Síð- ustu ár sín dvöldust þau á Hrafn- istu í Hafnarfirði og ber að þakka starfsfólki Hrafnistu allt það sem það gerði til að gera ævikvöldið þeirra ánægjulegt og notalegt. Róbert Ámi sendir fjölskyldunni samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði, amma mín, og blessuð sé minning þín. Ingigerður Hjaltadóttir. INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR FRÁ ÞVÍ ég byijaði í skóla var ég mikið á heimili ömmu og afa. Amma passaði mig á daginn þeg- ar ég var búinn í skólanum. Við eyddum mörgum stundum saman í stofunni, þar sem amma sat við ofninn og pijónaði, og ræddum heimsmálin. Hún var alltaf til í að spjalla og þegar ég lít til baka þá sé ég að hún hafði einstakan hæfíleika til að tala við mig eins og fullorðinn mann. Hún var ákaf- lega umburðarlynd og geðgóð enda man ég ekki eftir að hafa séð hana reiðast, þó að hún hafí haft ærna ástæðu til nokkrum sinnum með mig, þennan prakk- ara, inni á heimilinu. Ekki einu sinni, þegar ég var rétt búinn að kveikja í kjallaranum á Jóffanum eftir að hafa kveikt í stórum stál- bala af heyi í kjallaratröppunum, varð hún reið en sagði þó á sinn einfalda hátt að þetta mætti ekki og þar með var þetta mál úr sög- unni. Oft var nú veðrið þannig að ekki var hundi út sigandi og þá sátum við amma og afí og spiluð- um manna. Stundum spiluðum við tímunum saman yfir molasopa og ég man að mér þótti það alveg sérstaklega gaman og átti oftar en ekki hugmyndina að því að grípa í spil. Erfídiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR IIlTEL LOFTLEIDIR Amma og afi voru með kartö- flugarð á Jóffanum og því var alltaf sérstök stemmning þegar leið á veturinn og farið var að hirða saman visnuð kartöflugrös- in í einn haug og brenna, að und- angenginni ferð niður í Dröfn að kaupa nokkra brúsa af terpent- ínu. Ég minnist þess líka þegar gamla píanóið var bútað niður og brennt úti í garði við hátíðlega athöfn. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á flatkökurnar hennar ömmu, sem þýddu eitthvað alveg sérstakt fyrir mig og voru að sjálf- sögðu heimsins bestu flatkökur. Oft stóð ég yfír henni í reykjar- mekkinum í eldhúsinu og fylgdist með og fékk svo ijúkandi flatkök- ur með smjöri og mjólkurglas á eftir. Þetta kann að virðast svo lítilfjörlegt, en fyrir mig er þetta eitthvað stórkostlegt sem ég kann ekki nánari skýringar á. Kannski var það bara nálægðin við ömmu, kannski eitthvað allt annað. En eitt er þó víst að ég þarf ekki að skilja það því ég mun bera það í bijósti mér alla tíð. Þetta heyrir allt saman sögunni til í dag og þegar ég hugsa til baka um allt það sem gerðist og allt sem ég upplifði hjá ömmu og afa, get ég ekki annað en glaðst yfír minningunum, glaðst yfír að hafa fengið að taka þátt í jafn fábrotnu líferni með jafnmiklu innihaldi og vináttu. Elsku amma, með þessum orð- um Iangar okkur til að kveðja þig og þakka fyrir allar samveru- stundimar í gegnum tíðina. Einar Hjaltason, Helene Pedersen. í dag er til moldar borin hún elsku amma mín, Ingigerður Eyj- ólfsdóttir eða Inga á Blómstur- ERFIDRYKKJUR JT P E R L A N sími 562 0200 Margir frægir og fróðir andans menn hafa hrósað happi yfír því að hafa átt ömmur sem hafa auk- ið þeim andagift með fornlegu tungutaki og spakmælum. Hins vegar hefur aldrei í bókmenntum, mér vitandi, verið minnst á gildi þess að eiga ömmu sem hafði eig- inleika þann sem Inga amma hafði við að sletta útlensku. Hún sagði til að mynda „termóstatíf" þegar aðrir hefðu sagt termóstat, eð bara hitastillir, og hún sagði líka „trombúl“ þegar aðrir hefðu nú bara talað um vandamál, svo aðeins fátt eitt sé talið. Hún Inga amma var líka að eigin sögn af „gamla skallanum" en ekki gamla skólanum. Mér fannst amma samt ekkert sérstaklega af gamla skól- anum því hún varð aldrei gömul í anda hvað þá kölkuð, þótt hún væri iðin við að pijóna sokka og vettlinga á okkur barnabörnin. Ég gæti sjálfsagt tíundað allar klisjur minningargreinanna um konu sem vann hörðum höndum, settist aldrei sjálf við matborðið og ól upp tíu börn meðan maður- inn hennar var á sjónum. En ein- hvern veginn finnst mér Inga amma aldrei hafa verið klisju- kennd persóna. Það væri til dæm- is hálfgerð kaldhæðni að segja að hún hefði „búið manni sínum fagurt heimili" þótt gestum og gangandi hafi áreiðanlega fundist sérlega hlýlegt og héimilislegt andrúmsloft á „Jóffanum". Amma bakaði oftast stóran stafla af pönnukökum á sunnu- dögum og fyrir jólin bakaði hún mikið af flatkökum og oft voru margir í mat, þröngt í litla timbur- húsinu á Jófríðarstaðavegi 7 (sem mér fannst nú eiginlega alltaf frekar stórt) og sígarettusvælan svo megn að maður sá varla handa sinna skil. Inga amma átti eitt stofublóm. Það var einhvers- konar lilja sem ég kann ekki að nefna, án efa ein af meðfærileg- ustu stofuplöntum sem um getur. Hún var nefnilega lítið fyrir að dedúa við umhverfið hún amma mín og ég held að hún hafi aldrei skipt um mold á þessu fræga blómi fyrr en ræturnar voru allar vaxnar upp úr pottinum. En þótt heimili Ingu ömmu og Helga afa hefði aldrei ratað á síður tímarita um hýbýlaprýði segir það ekki neitt um líðan þeirra sem þar litu inn. Þarna átti ég mínar ágætustu æskustundir og spjallaði margt eða spilaði rússa og manna við ömmu og afa. Inga amma talaði aldrei við mig eins og barn, jafn- vel þótt ég væri bara fímm ára. Hún predikaði aldrei eða nöldr- aði, þótt hún hefði verið búin að segja mér, þegar ég var innan við tíu ára, að það væri margt vitur- legra sem kvenfólk gæti tekið sér fyrir hendur en að hlaða niður börnum. Sumum hefði þótt þetta koma úr hörðustu átt, þar sem hún átti sjálf tíu börn, en þarna talaði auðvitað amma af reynslu og að baki orðum hennar fólst lika sú hugsun að hún hefði áreið- anlega kosið að taka sér ýmislegt annað fyrir hendur en barneignir og bústang, hefðu kringumstæður verið aðrar. Inga amma var í raun hefðar- kona. Hún hefði átt að hafa þjóna til að skúra gólfín, kokk til að elda matinn, nokkrar bamfóstrur fyrir börnin og stofustúlku til að þurrka rykið og hjálpa henni að dubba sig upp og hengja á sig skartgri- pina. Hún hefði átt skilið að sitja í makindum á hægindi með herra- garðsróman í hönd, meðan fótsn- yrtidaman hefði unnið sitt verk. Amma var nefnilega mikið fyrir að hafa sig til og fannst ólíkt huggulegara að kvenfólk væri í dragt og með hatt en í mussu og fótlagaskóm. Þótt hún væri komin á níræðisaldur spurði hún hvort æðaslitið á fótunum sæist áber- andi mikið í gegnum nælonsokk- ana og á elliheimilinu sat hún á rúminu sínu með spegil við hönd- ina til að athuga hvort varalitnum væri vandlega smurt á og lagning- in í lagi. Þar sem ég dvel erlendis og kemst ekki til að vera við jarðar- förina kveð ég Ingu ömmu mína með þessum fátæklegu orðum og vildí óska að hún gæti hlegið að þeim einhvers staðar. Afkomend- um og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Þórdís Gísladóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Ingu ömmu minnar þar sem ég get ekki verið viðstödd jarðarför hennar. Einu atviki af „Jóffanum," þar sem amma og afí áttu heima, man ég sérstaklega eftir. Það var þegar allir tóku upp úr kálgarðinum og amma bakaði risastóran stafla af pönnukökum og hitaði kakó með. Þegar við bamabömin komum í heimsókn fengum við líka alltaf ís hjá ömmu og afa. En þó að Inga amma hefði verið á Hrafnistu síðustu árin átti jiún alltaf ýmis- legt góðgæti til. Ég kom oftast til hennar á sunnudögum og hún hvíslaði alltaf: „Viltu ekki kíkja í skápinn?" Þar leyndist súkkulaði, kók og fleira sem hún hafði til fyrir okkur bamabörnin og bama- bamabörnin. Á gamlárskvöld komum við gjarnan mörg saman hjá ömmu og sáum brennuna í hrauninu fyr- ir utan Hrafnistu. Þá var litla her- bergið þétt setið og glatt á hjalla. Það var gaman að spjalla við ömmu. Hægt var að tala við hana um heima og geima og hún vissi alltaf hvernig veðrið yrði alla vikuna, því hún fylgdist svo vel með sjónvarpinu. Hún vissi líka hvað allir í fjölskyldunni voru að fást við hveiju sinni, sérstaklega öll barnabörnin tuttugu og eitt. Ég fann aldrei til kölkunar hjá henni. Þegar pabbi sótti mig í skólann fyrir stuttu sagði hann að við þyrftum að koma við á Hrafnistu því Inga amma væri orðin veik. Og skömmu síðar var hún dáin. Ég held að allir sem þekktu ömmu muni eftir skemmtilegri og lífs- glaðri konu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Ingu ömmu minni. María Gísladóttir. Kvödd er heiðurskonan Ingi- gerður Eyjólfsdóttir frá Hafnar- fírði, sem lokið hefur góðu lífs- starfí. Sjómannskona, móðir tíu barna, er ól allan sinn aldur hér í Hafnarfirði og bjó á Jófríðar- staðavegi 7, þar sem foreldrar hennar bjuggu, þar til fyrir tíu árum að hún og eiginmaður henn- ar, Helgi Guðlaugsson sjómaður, fluttu að Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún lést 82 ára að aldri á annan dag jóla. Ingigerður ólst upp á þeim tíma hér í Hafnarfirði þegar líf og störf manna snerust fyrst og fremst um fiskveiðar og fískvinnslu í um- hverfí þar sem fólk gerði kröfur til sjálfs sín og stóð á eigin fótum. Hún er af þeirri kynslóð sem kunni að nýta og líka njóta þess sem afrakstur erfíðis dagsins gaf. Kynni okkar systkinanna af Ingigerði og fíölskyldunni á Blómsturvöllum, eins og húsið á Jófríðarstaðavegi 7 var nefnt, voru með tvennum hætti. Þar kom til að Helgi Guðlaugsson eiginmaður Ingigerðar var uppeldisbróðir föður okkar og svo að móðir okkar og Ingigerður voru æskuvinkonur. Þessi tengsl og vináttu sem ríkti á milli foreldra okkar og hjónanna á Blómsturvöllum er nú þakkað fyrir. Ingigerður starfaði á sínum yngri árum eins og flestir ungling- ar og ungt fólk í Hafnarfirði við fískverkun. Hóf hún störf hjá Ein- ari Þorgilssyni 14 ára gömul og starfaði þar þangað til hún giftist árið 1935, en frá þeim tíma var starfsvettvangur Ingigerðar heim- ilið. Var hún þar í tveimur hlut- verkum, sem móðir og húsráð- andi, þar sem eiginmaðurinn dvaldi langdvölum til sjós. Minn- ingar okkar frá heimilinu á Blómsturvöllum þegar horft er til baka minna ekki hvað síst á það stóra hlutverk sem Ingigerður gegndi á því heimili. Metnaður Ingigerðar í því að hvetja börnin sín til mennta og starfa sem hug- ur þeirra. stóð til var mikill. Hún sýndi mikla stjórn- og útsjónar- semi við að reka heimilið, þar sem lengst af voru 13 manns í heimili, en fyrirvinnan var eingöngu hús- bóndinn. Segir það ekki lítið um hæfíleika og dugnað húsmóður- innar til að láta enda ná saman þannig að hver heimilismeðlimur væri sáttur við sitt. Þá var okkur einnig ljóst að Ingigerður hvatti börn sín til að hugsa um og ræða þjóðfélagsmál og oft þegar komið var að Blómsturvöllum stóðu yfír stórir málfundir sem bæði yngri og eldri systkinin tóku þátt í. Fyrir tíu árum fluttust þau hjón- in að Hrafnistu í íbúð sem Ingi- gerður hefur dvalið í æ síðan. Helgi Guðlaugsson lést á Hrafn- istu í marsmánuði 1991, þá 83 ára gamall. Til hins síðasta hélt Ingi- gerður reisn sinni og sá að mestu um sig sjálf, og það var henni mikið metnaðarmál. Þegar hún var flutt á hjúkrunardeild á Hrafnistu nú fýrir nokkrum vikum lét hún þau orð falla að nú væri kominn tími til að kveðja. Ingigerður kvaddi þennan heim sátt við lífið enda hafði hún lokið góðu lífs- starfí. Móðir okkar þakkar vinkonu sinni samfylgdina sem og við systkinin og fjölskyldur okkar. Bömum Ingigerðar og fjölskyldum þeirra er vottuð samúð. Sem móðir hún býr í bamsins mynd, það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grund, því guð vor, hann er sá sterki. (Einar Ben.) Blessuð sé minning heiðurskonu. Kristín og Gréta Þórðardætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.