Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 41

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Hroki og hleypidómar Athugasemd við umfjöllun um fjárframlög til sjúkrahúsa Frá Stjórn Læknaráðs Sjúkrahúss- ins á Akranesi: í GREIN í Morgunblaðinu 24. des- ember sl., „Vantar pólitískt þrek og vilja“, sem byggist á viðtölum við nokkra einstaklinga og fjallar um fjárveitingar til sjúkrahúsa, er m.a. rætt við Asmund Brekkan, formann læknaráðs Landspítala. Þar fullyrðir formaðurinn „að fjöldi þeirra sjúkl- inga úti á landi sem leggjast inn á sjúkrahús í sinni heimabyggð, sé hverfandi. Langflestir séu lagðir inn á sjúkrahús í Reykjavík og þetta gildi um allt land nema e.t.v. um nágrenni Akureyrar." Ja, ljótt er ef satt er. Á Akranesi þótti okkur þetta merkileg tíðindi. Okkur hefur nefnilega virst að íbúar „þessarar heimabyggðar“ hafí ein- hverra hluta vegna umtalsverða til- hneigingu til þess að nota þjónustu sjúkrahússins á staðnum. Gat hugs- ast að talsmaður læknahóps Landspítalans færi ekki með rétt mál? Við ákváðum að gera það sem formaðurinn hefði kannski betur gert áður en hann hljóp í fjölmiðla með yfirlýsingar sínar, þ.e. kanna staðreyndir málsins. í ljós kemur að árið 1994 var 2.701 sjúklingur lagður inn á Sjúkrahúsið á Akra- nesi (að meðtöldum fæðingum og dagdeildarsjúklingum). Þar af voru 2.188 búsettir í Vesturlandskjör- dæmi. Hinir komu víða að, m.a. um það bil 300 sjúklingar af höfuðborg- arsvæðinu. Á sama tíma voru 811 legur á Ríkisspítölum og 290 á Borgarspítala vegna sjúklinga af Vesturlandi. Þetta er sem sé sá hverfandi fjöldi sjúklinga úr Vestur- landskjördæmi sem leggst inn á til- tekið sjúkrahús í heimabyggð (ann- að af tveimur í kjördæminu) árið 1994. Reyndar benda tölur þessa árs til þess að þróunin sé í átt til enn meiri notkunar á sjúkrahúsinu af íbúum svæðisins. Hér skal skýrt tekið fram að eðli málsins sam- kvæmt hlýtur meðferð ýmissa flók- inna vandamála að fara fram á sjúkrahúsi eins og Landspítalanum en þannig hefur það lengi verið og um það ágætis samvinna milli Sjúkrahússins á Akranesi og stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. En rétt skal vera rétt og þótt fjárframlög til Landspítalans mættu eflaust vera meiri eru alhæfíngar þær sem for- maður læknaráðs lætur hafa eftir sér á síðum Morgunblaðsins um starfsemi iandsbyggðarsjúrahúsa hvorki honum né þeirri stofnun sem hann þjónar sæmandi. Með þökk fyrir birtinguna, STJÓRN LÆKNARÁÐS SJÚKRA- HÚSSINS Á AKRANESI. Sr. Arelíus Níelsson stofnaði líknarsjóðinn Frá Guðmundi E. Pálssyni: VEGNA bréfs frá sr. Flóka Krist- inssyni, sem birtist í Morgunblaðinu 30. desember 1995, vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Það var sr. Árelíus Níelsson sem á sínum tíma stofnaði líknarsjóð til minningar um konu sína, Ingi- björgu Þórðardóttur. Þessum sjóði var síðan breytt í séreignarsjóð eftir andlát sr. Árelíusar, til líknar þeim sem minna mega sín. Orgelnefnd var stofnuð áður en sr. Flóki Kristinsson kom til starfa við Langholtskirkju og var það ósk sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar að fá að sitja í þessari nefnd því hann áleit að kirkjubyggingu væri ekki lokið meðan orgel vantaði í kirkjuna. GUÐMUNDUR E. PÁLSSON, formaður sóknamefndar Langholtskirkju. Er tæknibúnaður rétthærri mönnum til atvinnu? Frá Guðvarði Jónssyni: OFT HEF ég velt því fyrir mér hvert tækniþróunin stefni. Á undanförnum áratugum hafa menn horft blint á framþróun tækninnar án þess að líta til þess hvaða afleið- ingar hún hefði fyrir lífríki náttúr- unnar og mestum tíma og fjármun- um verið varið til þess að þróa tækni sem eyddi lífi. Nú eru menn áftur á móti farnir að vakna til vitundar um það að ef ekki verði brugðist rétt við, þá geti farið svo að allt líf eyðist á jörðinni. Og nú eyða menn milljörð- um í það, að reyna að draga úr eyðingaráhrifunum frá uppbygg- ingu tækninnar. Hvort tekst að stöðva þá eyð- ingu, sem komin er af stað í náttúr- unni veit sennilega enginn, en við verðum að lifa í voninni. En hvert skyldi tæknin stefna í atvinnumálum? Þar er einnig stefnt blint í framþróun tækninnar í at- vinnurekstri og allt látið víkja fyrir þeirri þróun. Ekkert hirt um rétt hinnar vinnandi handar, og öll mannréttindin látin lönd og leið. Ef þróunin verður eitthvað svip- uð á næstu 50 árum og hún hefur verið á síðastliðnum 50 árum, hver ætli verði þá staða verkamannsins í þjóðfélaginu? Gæti verið að stór hluti af þeim störfum sem unnin eru af hinni vinnandi hönd í dag, verði unnin af tæknibúnaði eftir 50 ára eða svo? En hefur staða fyrirtækjanna batnað með aukinni hagræðingu og nýrri tækni? Fátt finnst mér benda til þess. Ég sé ekki að fjárhags- vandi fyrirtækjanna sé minni í dag, en hann var fyrir 20-30 áram, og staða ríkissjóðs er síst betri. Sumum mun kannski finnast það skrítið að tengja þessa þróun við tækniþróunina, en heimur tækni- búnaðar er töluvert annar en heim- ur mannsins. Tæknibúnaðurinn er eign fyrirtækisins og heldur þar til að öllu leyti og það eina sem búnað- urinn þarf er viðskipti við framleið- endur og sölumenn tæknibúnaðar. Tæknibúnaður hefur heldur engar tekjur og borgar því enga skatta, fjármagnsstreymið í gegnum þjóð- félagið frá tæknibúnaðinum er semsagt mjög takmarkað, miðað við það sem gerist af vinnu manns- ins. Fyrirtækin þurfa aftur á móti að borga starfsmanni laun, en það Eltingaleikur Frá Sigurgeiri Ó. Sigmundssyni: í FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN um umferðarslys það, er átti sér stað á Suðurlandsvegi laugardaginn 14. október sl., hefur orðið „elt- ingarleikur" ítrekað verið notað yfir aðdraganda slyssins. Þetta orð hefur m.a. verið notað í DV og Morgunblaðinu, nú síðast í frétt Morgunblaðsins í dag, föstudaginn 29. desember. í orðabók Menningarsjóðs segir um sögnina að leika: „gera e-ð sér eða öðram til skemmtunar...“ Elt- ingarleikur er leikur sem böm og jafnvel fullorðnir gamna sér við af fúsum og frjálsum vilja. Við tökum þátt í leik til að skemmta okkur. í slysi þessu létust þrjár mann- eskjur. Það er óviðeigandi að kalla aðdragandann eltingarleik. Hann á ekkert skylt við skemmtun eða kappleik. Það er til viðeigandi orð yfir atburðarás þá sem átti sér stað fyrir slysið; Eftirför. Að veita einhveijum eftirför er hugtak sem segir það sem segja þarf, án þess að líkt sé við leik eða skemmtun. „Aðgát skal höfð í nærvera sál- ar.“ Slys sem þetta skilur eftir sig ör í hugum margra, auðvitað aðal- lega hjá aðstandendum hinna látnu, en einnig hjá öðram, eins og lögreglumönnum þeim er að eftirförinni stóðu. Þetta fólk, svo og aðrir þeir er heyra og lesa frétt- ir, á allan rétt á því að fjölmiðla- menn vandi umfjöllun og orðaval, ekki síst í fréttum af válegum at- burðum sem þessum. SIGURGEIR Ó. SIGMUNDSSON, Klukkubergi 8, Hafnarfírði. er ekki aðeins tapaður peningur, því af þeim fær ríkið sinn skatt og fyrirtækin afganginn sem veltufé, í gegnum viðskipti mannsins við hin ýmsu þjónustu- og framleiðslu- fyrirtæki. Launamaðurinn er lífæð fyrirtækjanna í tvennum skilningi, annarsvegar sem starfsmaður og hinsvegar sem viðskiptamaður. Ekki má skilja þetta samt svo að ég sé alfarið á móti tækniþróun, það er ég ekki. Öll tækni sem eyk- ur atvinnu og bætir hag mannsins er ein af auðlindum hvers þjóðfé- lags. En tækni sem skapar atvinnu- leysi og byggir aðallega á gróða- sjónarmiði framleiðenda og selj- enda tæknibúnaðar, er skaðleg meinsemd í þjóðfélaginu. Skyldi alþingismönnum þykja það eðlilegt að tæknibúnaður sé rétthærri mönnum til atvinnu? Eða telur umboðsmaður barna eðlilegt að börn fæðist réttlaus til atvinnu vegna þess að tæknibúnaður er rétthærri þeim til þeirra starfa, sem þau hefðu annars átt að hljóta? Tæknin á að vera fyrir manninn, ekki til þess að eyða honum. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reylg'avík. fttoröuníílatiifc -kjarni málsinsl Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu REYKJAVIK OG NAGRENNI Lmð á erindi við þig millj onir óskiptar áeinn miða 12. ianúar . auir mioar vtnna Einstakir aukavinningar: Handrit íslenskra rithöfunda Hœstu vinningarnir ganga örugglega út - oft upphœkkaðir Aðalumboð Suðurgötu 10, sími 552-3130 Verslunin Grettisgötu 26 sími 551-3665 Blómabúðin Iðna Lísa Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 567-6320 Breiðholtskjör Amarbakka 4-6, sími 557-4700 Griffill sf. Síðumúla 35, sími 533-1010 Bókabúð Árbœjar sími 587-3355 Bókabúð Fossvogs Grímsbæ, sími 568-6145 Happahúsið Kringlunni, sími 568-9780 Verslunin Straumnes Vesturbergi 76, sími 557-2800 Neskjör Ægissíðu 123, sími 551-9292 Úlfarsfell Hagamel 67, sími 552-4960 Verslunin Snotra Álfheimum 4 sími 553-5920 Teigakjör Laugateigi 24, sími 553-9840 Kópavogur: Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 554-2630 Videómarkaðurinn, Hamraborg 20A, sími 554-6777 Garðabœr: Bókabúöin Gríma, Garðatorgi 3, sími 565-6020 SÍBS-deildin, Vífilsstöðum, sími 560-2800 Hafnarfjörður: Bókabúö Olivers Steins, Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 555-0045 Mosfellsbœr: Bókabúðin Ásfell, Háholti 14, sími 566-6620 SÍBS-deiIdin, Reykjalundi, sími 566-6200 VISA HAPPDRÆTTI óhreytt miðaverð: 600 kr. Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti ...fyrir lífið sjálft

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.