Morgunblaðið - 04.01.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
^riÁRA afmæli. Sjö-
4 Vftugur er í dag Egg-
ert Ólafsson frá Kvíum í
Þverárhlíð, Fálkakletti 3,
Borgarnesi. Kona hans er
Auður Þorsteinsdóttir.
Þau eru fjarverandi í dag.
Pennavinir
SEXTÁN ára þýsk stúlka
með áhuga á tónlist, hest-
um, o.m.fl.:
Heike Brandenburg,
Dresdener Strasse 24,
59939 Olsberg,
<1 Germany.
^ TUTTUGU og fimm ára
Ghanastúlka með áhuga á
tennis, tónlist, kvikmynd-
um, veiðimennsku o.fl.:
Victoria Esi Bilson,
P.O. Box 287,
Royal Lane,
Cape Coast,
Ghana.
1
i 30 ÁRA Grikki sem safnar
' frimerkjum og nafnspjöld-
I um:
Dimitris Tsitsiras,
Hrisostomou
Smirnis 1-3,
Gr-1767 1 Athens,
Greece.
16 ÁRA sænsk stúlka, sem
hefur áhuga á hestum og
fl., vill skrifast á við íslend-
; inga á aldrinum 16-20 ára:
Tina Ivarsson,
AngsvUgen 7,
( 473 33 Henán,
Sweden.
46 ÁRA dönsk kona vill
skrifast á við íslendinga á
öllum aldri:
Marianne Jergensen,
Hagesvej 20,
4900 Nakskov,
Danmark.
14 ÁRA sænsk stiilka vill
skrifast á við stráka á svip-
1 uðum aldri. Hefur áhuga á
( bókum, tónlist og fl.:
Jennie Gustavsson,
StjHrnstigen 9,
Frödinge,
598 95 Vimmerby,
Sverige.
14 ÁRA fínnsk stúlka óskar
eftir pennavinum á svipuð-
um aldri:
Sanna Laine,
Majurintie 2,
25250 Marynummi,
( Finland.
LEIÐRÉTT
Tvítekin setning
í GREIN Kristjáns Árna-
sonar, „Opið bréf til Hall-
dórs Bjömssonar, vara-
formanns Dagsbrúnar",
sem birtist í Bréfi til blaðs-
ins í gær, var ein setning
tvíprentuð. Rétt væri
klausa Kristjáns svona:
„Þegar ég kem á skrifstofu
Dagsbrúnar og spyr um
þig Halldór minn, er mér
strax vísað inn til þín af
elskulegri brosmildri
konu.“ Einnig misritaðist
næstsíðasta orðið í grein-
inni, en það átti að vera
stólbríkur en ekki sólbrík-
ur.
Eru hlutaðeigandi beðn-
ir velvirðingar á mistökun-
um.
IDAG
r/\ÁRA afmæli. Fimm-
«J”tíu ára afmæli á í dag
Aðalheiður Halldórsdótt-
ir, bankastarfsmaður,
Breiðvangi 58, Hafnar-
firði. Hún og eiginmaður
hennar Valdimar Jónsson,
taka á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu í kvöld
kl. 20.
Motiv-mynd — Jón Svavars
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 11. nóvember 1995
í Dómkirkjunni í Reykjavík
af sr. Þóri Stephensen þau
Helga Fossberg Helga-
dóttir og Þórður Ölver
Njálsson.
BRÚÐKAUP.
Gefin voru saman
18. júlí í Nes-
kirkju af sr. Guð-
mundi Óskari Ól-
afssyni Guðrún
Elín Bjarnadótt-
ir og Eggert
Aðalsteinsson.
Með þeim á
myndinni eru
synirnir Aðal-
steinn og Daníel.
Heimili þeirra er
að Álagranda 8,
Reykjavík.
Ljósm. Rut
Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. ágúst sl. í Há-
teigskirkju af sr. Eiríki Jó-
hannssyni Guðrún Hauks-
dóttir og Sveinbjörn
Grétarsson. Heimili þeirra
er á Ásvallagötu 58,
Reykjavík.
Bama og fjölskyíduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. desember sl. í
Lágafellskirkju af sr. Jóni
Þorsteinssyni Bima
Bjarnason og Hallbjöm
Hallbjörasson. Heimili
þeirra er í Rauðagerði 52,
Reykjavík.
BRIPS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
SUÐUR spilar fjögur
hjörtu. Opnun vesturs á ein-
um tígli í bytjun er sagn-
hafa nokkurt áhyggjuefni,
því hann á KG heima og
óttast að vestur liggi á eft-
ir með ÁD.
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
4 Á96532
4 ÁKG
♦ 92
♦ G9
Suður
♦ 84
4 D109543
♦ KG106
♦ D
Vestar Norður Austur Suður
1 tígull 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Vestur leggur niður lauf-
ás í fyrsta slag, staldrar við
í nokkra stund, en skiptir
síðan yfir í spaðadrottn-
ingu. Hvernig á suður að
spila?
Betra hefði verið að fá
út spaðakónginn í stað
drottningarinnar. Þá hefði
verið hægt að gefa slaginn
og fríspila spaðann án þess
að hleypa austri inn. En
drottninguna þýðir ekkert
að dúkka, því austur yfir-
drepur einfaldlega og spilar
tígli:
Norður
4 Á96532
4 ÁKG
♦ 92
4 G9 K107
Vestur
4 DG
4 82
♦ ÁD875
4 ÁK76
Au§r
y 1085432
4
4
Suður
4 84
4 D109543
♦ KG106
4 D
Gott og vel. Þá verður
að gripa til annarra ráða
til að halda austri utan vall-
ar: Drepa strax á spaðaás,
spila laufgosa og henda
spaða! Samgangur við
blindan er nægur til að
vinna úr spaðanum með
trompun og henda síðan
þremur tíglum niður.
STJÖRNUSPÁ
eftir Franees Ilrake
STEINGEIT
Afmælisbam dagsins:
Þú vinnur mikið ogþarft
að læra að slaka á endrum
ogsinnum.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl) V*
Þér miðar vel að settu marki,
og með góðri samvinnu á
vinnustað tekst þér það sem
þú ætlar þér. Vinur býður
þér í samkvæmi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu það ekki á þig fá þótt
ástvinur geti ekki tekið þátt
í samkomu í dag. Síðar í kvöld
eigið þið góðar stundir saman.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Vertu ekki að reka á eftir
ástvini, sem þarf tíma til að
gera upp hug sinn f dag. Þú
nærð betri árangri með þol-
inmæði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf) H§6
Smá misskilningur getur leitt
til alvarlegs ágreinings í
vinnunni í dag. Úr rætist
þegar á daginn líður og sætt-
ir takast.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Eitthvað kemur þér ánægju-
lega á óvart heima í dag, og
einhugur ríkir hjá fjölskyld-
unni, sem á góðar stundir
saman í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Nú gefst tækifæri til að bjóða
heim gömlum vinum og rifja
upp minningar frá löngu liðn-
um dögum. Einhugur ríkir
hjá ástvinum.
Vog
(23. sept. - 22. október) ojíii
Varastu óþarfa ýtni, sem
getur sært einhvem nákom-
inn. Það er óþarfi að láta
aðra vita um áform þín varð-
andi framtíðina.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú hefur áhuga á að sækja
samkvæmi, en ástvinur er
eitthvað miður sfn. Sýndu
þolinmæði, því úr rætist fljót-
lega.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Vinnugleðin er mikil, og þér
tekst að ljúka verkefni sem
hefur lengi beðið lausnar.
Vinur leitar ráða hjá þér í
kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ættir að hafa símasam-
band við fjarstaddan vin í
dag, því þú hefur góðar frétt-
ir að færa sem eru báðum
til ánægju.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Þótt þú eigir annríkt og haf-
ir um margt að hugsa, ættir
þú ekki að vanrækja þína
nánustu, sem þarfnast um-
hyggju þinnar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú leggur hart að þér við
vinnuna, og árangurinn verð-
ur mjög góður. í kvöld gefst
ástvinum nægui tími út af
fyrir sig.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra stað-
reynda.
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 43
KRAFTGANGA í ÖSKJUHLÍÐ
• Langar þig að auka þot og styrk?
• Langar þig að koma þér í góða þjálfun til að geta gengið á fjöll?
Við þjálfum í fersku lofti í Öskjuhlíðinni og endum hvern kraftgöngutíma inni
í Perlunni. Þar gerum við æfingar og teygjur sem við gefum góðan tíma.
Boðið er upp á rólega tíma fyrir þá sem ekki hafa verið með okkur áður.
Leiðbeinandi er Ámý Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari.
Skráning og upplýsingar í síma 554-3499 fimmtudaginn 4. janúar og
föstudaginn 5. janúar kl. 9-12. Þjálfunin fer fram þrisvar í viku, mánudag,
miðvikudag og laugardag. Þeir sem hafa verið áður mæti kl. 11.00
laugardaginn 6. janúar í andyri Perlunnar.
Á vegum starfseminnar er einnig boðið upp á líkamsþjálfun í íþróttasal
Verslunarskólans við Ofanleiti á þriðjudögum og fimmtudögum ki. 18.00
fyrir bytjendur, kl. 19.00 fyrir iengra komna.
Gleðilegt ár!
Frá Vogue buðunum
Nú er tækifærið til að
skapa sinn eigin stíl
ÓDÝRT!
Nú er 1596 afsláttur
af öllum vörum og 5096 afsláttur
af jólaefnum og vörum.
Sparið og sanmið sjdlf
búðirnar
Skokknámskeið
Ný 16 vikna námskeið hefjast 8. janúar 1996
og verður kennt á mánudögum, miðvikudögum
og fimmtudögum.
Byrjendur.........kl. 19.15—21.15
Framhaldshópur....kl. 17.15—19.15
Áæflun: Aðrir viðburðir:
Þrekmælingar Ferð í Flóahlaupið í Vorsabæ
Einstaklings/hópáætlanir Auðragatnagleði NR
x. . ». Námsflokkahlaup 96
Mataræði ,
Viðavangshlaup IR a sumar-
Tey gjur/tey gjuæfingar daginn fyrsta
Þrekleikfimi Gautaborgarhálfmaraþon í maí
Kjörorð: Aldrei ofseint
Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1.
Innritun hefst 4. janúar og upplýsingar eru veittar í
símum 551 2992 og 551 4106.
Kennari: Jakob Bragi Hannesson.
AQízuio
: