Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 B 3 FRETTIR Krónprinsinn sem vildi ekki verða kóngur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA konungsfjölskyldan getur á engan hátt keppt við þá ensku um opinskáar uppljóstranir úr fjöl- skyldulífinu. Því vakti það mikla athygli þegar Berlingske Tidende birti viðtal við Friðrik krónprins. Af því má skilja að ekki er auðvelt að fá að vita það á unga aldri að einn góðan veðurdag taki konung- dómurinn við. Fyrir venjulegt fólk er nógu snúið að finna kvonfang, hvað þá þegar öll þjóðin fylgist með. Viðbrögðin við viðtalinu hafa verið þau að krónprinsinn eigi auð- vitað að kvænast af ást og ekki út frá ríkishagsmunum einum saman. Venjuleg æska við óvenjulegar aðstæður Krónprinsinn fæddist 1968, ellefu mánuðum eftir ævintýralegt brúð- kaup krónprinsessunnar Margrétar Þórhildar og franska greifans Hin- riks. Ári seinna fæddist bróðirinn Jóakim, sem gifti sig í nóvember. Þótt aldursmunur bræðranna sé lít- ill varð Jóakim fljótt ljóst að fram- tíð bræðranna var ólík. Hann var aðeins tólf ára þegar hann sagði við öryggisverðina að passa nú vel upp á bróðurinn, því hann sjálfur vildi sannarlega ekki að verða kóngur. Það er líklega ærlegur munnbiti fyrir hressan strák þegar það renn- ur upp fyrir honum að hann eigi eftir að verða kóngur. Sjálfur segist Friðrik ekki hafa haft kjark til að ræða það og því miður hafí foreldr- ar hans ekki gert það heldur. Þegar Friðrik hélt ræðu fyrir föður sinn á fimmtugsafmæli hans mátti heyra að uppeldið á drottningarheimilinu var strangt miðað við uppeldi dan- skra jafnaldra og faðirinn fylgdi því eftir af frönskum strangleika. Ræð- una samdi Friðrik sjálfur og hún var hluti af uppgjöri hans við æsku, sem var bæði skemmtileg og erfið. Það sem foreldramir ákváðu var ekki til frekari umræðu og ekki annað að gera en að skæla bak við lokaðar dyr. Tilhugalíf í glampa lj ósmy ndaranna Skólagangan fór fram í Dan- mörku, utan tvö ár í frönskum heimavistarskóla. Þótt allt væri gert til að hafa hana sem venjulegasta gekk það þó ekki upp. Einna verst var að eiga við metnaðargjama for- eldra, sem kepptust um að fá börn sín í prinsabekkinn. Á menntaskóla- árunum fengu bræðurnir að halda partý, en foreldrar þeirra voru við- staddir. Þegar þeir drógu sig í hlé gátu krakkarnir skvett úr klaufun- um og gerðu það líka ærlega. Og partýin sem þeir vom boðnir í líkt- ust meira fullorðinsboðum, dömurn- ar í síðum kjólum og koníak eftir matinn. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu wmmmmmmmm jS ■■ :: -kjarni málsins! Meðan jafnaldrar krónprinsins hlökkuðu til framtíðarinnar, var hún bara svört og óhugnanleg í huga hans. Hann átti að taka nám- skeið í stjórnmálafræði og skyldum fögum í Árósum, þótt hann hafi aldrei verið mikið upp á bókina. Þegar hann var kominn af stað ákvað hann að stunda fullt nám, ekki bara valin námskeið. Hann lauk prófi með ágætri einkunn, sá fyrsti í fjölskyldunni sem lýkur háskólaprófi. Á háskólaárunum komst hann í fyrsta skipti í námunda við venjulegt líf. Nýlega lauk hann köfunarnámi innan hersins, og enn til að reyna að vera hann sjálfur utan hirðarinn- ar. Þrjú hundruð sóttu um. Þjálfunin krefst mikils andlegs og líkamlegs styrks, en prinsinn marði að vera einn af fjórum, sem luku prófí. Það þurfti kjark að takast á við námið og sannfæra fólk um að honum hefði ekki verið hlíft. En hann er vel á sig- FRIÐRIK krón- prins hefur náð góðum árangri inn- an danska hersins. kominn líkamlega, hefur alla tíð stundað íþróttir og oft hlaupið maraþon. Þjálfari hans segir hins vegar að hann þurfí stundum að taka sig á, því hann eigi það til að slaka um of á. Krónprinsinn hefur verið gagnrýndur fyrir lítinn áhuga á opinber- um skyldum sínum og fréttir hafa flogið um of hraðan akstur. Þá má hann stundum þola að vera borinn saman við litla bróður, sem er bæði hávaxnari og þroskaðri útlits og hef- ur auk þess fundið sér frambæri- lega konu. Krónprinsinn hefur átt nokkrar kærustur, en það er ekki tekið út með sældinni að vera í tilhugalífínu með ljósmyndara á hælunum. Undanfarin ár hefur hann átt danska vinkonu, Kötju Storkholm, sem er ljósmyndafyrirsæta, en flogið hefur fyrir að hún þyki ekki nógu fín fyrir fjölskylduna. Sjálfur segist hann ætla giftast af ást. í lok viðtalsins segist hann vilja verða sameiningartákn fyrir þjóð- ina, en hann ætli ekki að loka sig inni. „Ég vil lifa lífinu, vera ég sjálfur og vera manneskja." Af viðtalinu má marka að það er hægara sagt en gert fyrir krón- prinsa. Gengdarlaus frákr 26.900 frá kr. hefst á hádegl á morgunl frákr 18.9Q0 HiiieriP© frákr-5.300 Pruttkarfa stútfull af tölvuvörum sem öú mátt bjóða í að vild! w' mmm frá kr- 600 fyrir 100 disklinga kr 650 66 MHl Í86 tiilvill frákr 79.000 i-VHIltask|Élr ,rákr 19.000 frá kr. zm. liriaiölvir áTILBOÐI SelsBadrlfMx) frákr-10-900 iilsBiprentarar frákr 42.900 ISO Overdrlve ,rákr-14.900 5^.' 'í 100 MHz 486 tölvur Ivklaborð ,fákr 99.000 frákr 2.200 Nlisstu ekki af ferskustu útsölunni í bænum! Ðesklet-prentarar frákr 18.900 m/ litamöguleika igisiisiiiiiðyn kr- 8 900 tilvalíö fræðsluefni um (sland fyrlr margmiðlun 28.800 néUM l,akf 17.900 m/ Internet-áskrift ókeypis í heilan mánuð GREIÐSLUKJOR Staðgreiösla er ódýrasti greiöslumátinn. Bjóðum elnnig: Tölvur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA Grensásvegi 3 • Sími 588-5900 • Fax 588-5905 Verslunin á Internetinu: HTTP://www.mmedia.is/bttolvur OPNUNARTIMI Allavirkadaga frá12.00 6120.00. Á laugardögum frá 10.00 til 16.00. öll verö í þessari auglýsingu eru staögreiösluverö meö VSK. Áskilinn er róttur til veröbreytinga án fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.