Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ hugmyndir og leita heimilda í fata- hönnun. Við vorum látin teikna og teikna, allt upp í 40 myndir og svo eru teknar þijár þær bestu og unnin upp úr þeim fullmótuð flík. Hér heima teiknaði ég aldrei neitt áður en ég byijaði að sauma, ég bara fékk hugmyndir og klippti efnið eftir því sem ég vildi hafa það. Nú lærði ég að gera heildarl- ínu. Næst ætla ég að taka nám- skeið í að sníða. Það er mjög nauð- synlegt að læra vel og sú þekking opnar leið til þess að gera það sem maður vill gera. Líklega fer ég á það námskeið í maí. St. Martin’s skólinn er frábær. Það eitt að koma inn í hann fyllir mann krafti. Þetta er einkaskóli með fremur fáum nemendum sem fá mikla athygli góðra kennara. Ýmsir frægir hönnuðir hafa verið í þessum skóla, t.d. Hussein Chayl- an sem er mikið í tísku í London núna og hannar m.a. fatnað fyrir Björk Guðmundsdóttur. Mér hefur líka dottið í hug að reyna að fá mér vinnu hjá einhveijum góðum fatahönnuði úr því skólinn sem ég vildi fara í er svona dýr. Að vinna hjá góðum hönnuði væri næstum á við skóla. Ég fengi engin laun en ég fengi þannig reynslu sem myndi vera mikils virði. Byrjaði að sauma á dúkkurnar Ég fékk áhuga á saumaskap strax sem smástelpa. Amma var saumakona og ég nánast svaf í fatarekkunum hjá henni þegar ég var lítil. Svo byijaði ég að sauma föt á dúkkurnar mínar. Seinna fór ég að sauma á sjálfa mig og vin- SAUMAKEPPNINNI sem Alda tók þátt í hér á landi var skipt í tvennt, annars vegar keppni fyrir þá sem saumað höfðu tvö ár og lengur og hins vegar fyrir þá sem saumað höfðu tvö ár eða skemur. Alda tók þátt í þeirri síðarnefndu. „Ég saumaði hvítan plastkjól með glærum gluggum framan á bijóst- inu. Þessi kjóll hlaut náð fyrir augum dómnefndar og ég hélt skömmu síðar til Ítalíu til þess að taka þátt í saumakeppni sautján landa þar. Við vorum tvær, Bergþóra og ég, sem fórum undir leiðsögn ís- lenskrar konu, Sigríðar Sunnefu fatahönnuðar frá Akureyri. Hún lærði úti á Ítalíu. Við þurftum ekkert að borga sjálfar og það var tekið á móti okkur eins og við værum konungbomar. Við flugum til Feneyja og fórum þaðan til Trieste. Við gistum á glæsilegu hóteli og sóttum alls kyns veislur þá fimm daga sem við vorum þarna. Ég fór með hvíta plastkjól- inn og sendi hann í samkeppnina en hann reyndist ekki heppilegt framlag í þessa keppni, keppt var í saumi fínni fatnaðar, svo sem dragta og þess háttar, hvíti kjóll- inn var af öðru tagi en fatnaðurinn sem hinir keppendumir sendu inn. Ég komst því ekki áfram í keppn- inni en Bergþóra lenti í þriðja sæti. Þátttakendur í þessari keppni fengu mikla athygli fjölmiðla, ekki síst beindist athyglin að okkur tveimur sem vomm frá íslandi, tekið var viðtal við okkur í sjón- varpi og teknar vom af okkur margar myndir, það höfðu ekki áður verið keppendur þama frá íslandi. Reyndar er þetta í ann- að sinn sem saumakeppni af þessu tagi fer fram á Islandi, en hún hefur farið fram í mörg ár þama ytra. Allir keppendur bám fána síns lands þegar þeir gengu í salinn, það var áberandi mikið klappað þegar við gengum inn með ís- lenska fánann. Fór með vegabréfið Við tókum aðeins þátt í fatasaum- skeppninni en sum lönd, eins og Þýskaland t.d., kepptu í mörgum greinum, svo * sem útsaumi og „fantas- íu“-hönnun. Ég hefði viljað taka þátt í þeirri síðar- nefndu. Sigríður Sunnefa fór degi á undan okkur til Rómar að hitta vini sína. Daginn eftir lögð- um við Bergþóra af stað. Þegar ég var komin út á flugvöll kom í ljós að ég var ekki með vegabréfið mitt, Sigríður hafði farið með það með sér. Ég átti far bókað um Amsterdam til íslands. Ég fékk nánast taugaáfall þegar mér varð ljóst hvernig í pottinn var búið. Það var ekki annað sýnna en ég yrði að fara niður til Rómar að sækja vega- bréfið mitt, það gekk þvert á allar ALDA Guðjóns- dóttir í hvíta plastkjólnum. PLASTKJOLLINN Ung Reykjavíkurmær, Alda Guðjónsdóttir, fékk fyrír nokkru verðlaun fyrir saumaskap sinn. Hún fékk saumavél í verðlaun frá Pfaff fyrirtækinu en það var hið fræga þýska Burda fyrirtæki sem stóð fyrir sauma- keppninni, jafnframt veittu verðlaunin Öldu og annarri íslenskri stúlku, Bergþóru Guðnadóttur, rétt til þátttöku í alþjóð- legrí saumakeppni sem haldin var í Tríeste á Ítalíu. í samtali við Guð- rúnu Guðlaugsdóttur segir Alda * frá Italíuferðinni og saumanám- skeiði í London sem hún sótti í fram- haldi af henni. Alda saumar tísku- fatnað fyrir verslunina Frikka og dýrið. konumar. Haustið 1993 var mér boðið að sauma fyrir Frikka og dýrið. Ég saumaði heima og reyndi að gera það sem ég hélt að félli í kramið hjá fólki. Núna er ég farin að sauma með Margréti Ein- arsdóttur sem á verslunina Frikka og dýrið. Við vorum að gera svo líka hluti að við ákváðum að vinna þá saman. Við ætlum einmitt núna að fara að vinna að tískusýningu sem halda á í mars eða apríl. Við erum um þessar mundir að taka niður hugmyndir en í febrúar fer ég út til að reyna að finna efni. Hér eru efnin sem fást meira miðuð við eldri konur. Það er eins og það sé ekki hugsað um að ungt fólk vilji líka sauma. Ungt fólk vill t.d. nota teygjuefni af ýmsum gerðum, það vill vera í þröngum fötum, það hefur verið lítið úrval af slíkum efnum. Þegar diskó- línan var sem mest í tísku var nánast ómögulegt að finna efni sem hentuðu. Diskóæðið var að verða búið þegar efnin komu. Þær sem stjórna álnavöruverslununum Morgunblaðið/Kristinn TÍSKUFATNAÐUR hannaður og saumaður af Öldu Guðjónsdóttur. áætlanir mínar. Ég grátbað um að mér yrði leyft að fara til ís- lands án þess að sýna vegabréfið. Loks fékk ég leyfi til að yfir- gefa Ítalíu gegn því að ég sendi farangurinn beint til íslands og gisti á flugvellinum í Amsterdam, því ég kæmist ekki inn í Holland án vegabréfs. Ég hugsaði látlaust um það á leiðinni til Amsterdam hvernig ég gæti framfylgt upp- runalegu ferðaáætlun minni, ég hafði ætlað að taka vél frá Amster- dam til London en þangað var ég að fara í saumanám. Þetta reynd- ist þó allt einfaldara en ég hugði. Þegar til Amsterdam kom var ég svo heppin að vera ekki beðin um að sýna vegabréf og komst með vél þaðan til London. Þangað fékk ég svo sendan farangurinn frá íslandi. Þessi heppni sparaði mér peninga og tíma. Ella hefði ég þurft að fara til íslands og kaupa mér far þaðan til London. Ómögulegt að fá námsstyrk í London hafði ég verið tvo mánuði í sumar á námskeiðum í St. Martin’s skólanum og ætlaði nú að reyna að komast þar í fullt nám. En mér til mikilla vonbrigða reyndist ómögulegt að fá nokkum styrk til þess að kljúfa það að borga skólagjöldin sem eru sextán þúsund pund, 1,7 milljónir króna, fyrir námsárið. Til að ljúka fullu námi hefði ég þurft að vera í skól- anum þijú til ijögur ár. Þetta voru mér mikil vonbrigði og ég varð að hugsa dæmið upp á nýtt. Ég ákvað að taka stutt nám- skeið þar sem kennt var að vinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.