Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd á næst- unni; Chris O’Donnell fer með aðalhlut- verkið í „Circle of Friends". Fátæki hvíti minnihlutsnn I* MYNDIÐ ykkur að í Bandaríkjunum hafi svertingjar tögl og hagldir, lifa við ríkidæmi og stjóma landinu en hvítir menn eru hinn kúgaði minnihluti, fá- tækir og áhrifalausir. A því byggir Desmond Nakano sína fyrstu mynd, „White Man’s Burden“ eða Byrðar hvíta mannsins með John Travolta, Harry Belafonte og Kelly Lynch í aðalhlut- verkum. Nakano gerði áður hand- rit „Last Exit to Brooklyn" og „American Me“ og gerir einnig handrit nýju myndar- innar. í henni leikur Tra- volta verkamann og mann- ræningja sem rænir Bela- fonte í tilraun til að bæta hag fjölskyldunnar. Nakano þykir takast vel að lýsa hinum ímyndaða heimi en ekki nýta sem skyldi möguleikana sem gefast í svo' gjörbreyttri "'"KVIKMYN DIR™= Getur Óþelló verid kynferbislegur tryllir? Nýr Oþelló ENN hefur leikrit Shake- spearesum Márann skap- mikla, Óþelló, verið kvik- myndað, í þetta sinn af breskum kvikmyndagerðar- mönnum með bandaríska blökkuleikaranum Laur- ence Fishburne í titilhlut- verkinu. Hann er fyrsti svertinginn sem fer með hlutverk Márans á hvíta tjaldinu. Iagó er leikinn af Kenneth Branagh, mannin- um sem er ábyrgur fyrir endurnýjuðum áhuga kvik- myndagerðarmanna og kvikmyndahúsagesta á Shakespeare, en ein fremsta leikicona Evrópu, Irene Jacob, fer með hlut- verk Desdemónu. Leikstjóri er Oliver Parker, sem aldrei hefur leikstýrt bíómynd áður. Svo hér er sannarlega um fjölþjóðiegt átak að ræða. Óþelló hefur áður ver- ið kvikmyndaður með eftir- minnilegum hætti. Orson Welles gerði úr honum magnað expressjónískt meistarastykki árið 1952 sem sýnt var sællar minn- ingar hér á Orson Welles - kvikmyndahátíð Hreyfi- myndafélagsins. Welles lék Márann. Þá gerði Laurence Olivier mynd um Óþelló árið 1965 og fór með aðalhlut- verkið og árið 1986 gerði ítalski leikstjórinn Franco Zeffírelli kvikmynd byggða á óperu Verdis um Óþelló með Placido Domingo í aðal- hlutverkinu. _ Hinn nýi Óþelló er tekinn í Bracciano kastala rétt utan Rómaborgar og leikstjórinn Parker þykist hafa eitthvað nýtt fram að færa sem hinar kvikmyndirnar ekki höfðu. „Allir í Óþelló eru reknir áfram af ástríðum," er haft eftir honum á tökustað. „Þetta er ástríðufull ástar- saga og við kvikmyndum Óþelló út frá því sjónar- homi. Menn hafa verið svo uppteknir af óþokkanum, Hannibal Lecter-hliðinni. Ég vildi draga fram ástarsöguna - gera Oþelló yngri.“ Fishbume hefur ekki skemmt sér eins vel við upp- tökur síðan hann lék korn- ungur í Heimsenda nú fyrir Francis Coppola. „Tvö atriði hefur vantað í öllum þeim uppfærslum á leikritinu sem ég hef séð,“ segir hann nauðasköllóttur með tattó- NÝ SÝN á gamalt leikrit; Fishburne og Branagh í Óþelló. eftir Arnald Indriðason erað höf- uðleður og talar um Óþelló. „í fyrsta lagi að hann er hermaður. Hann er ekki að- ems gener- áll og aðalsmaður. Hann lif- ir á því að drepa fólk. Og í öðm lagi að hann er ást- fanginn. Hann er gersam- lega blindaður af ást til þessarar ungu konu. Á þetta tvennt reyni ég að leggja áherslu." Shakespear-myndir Ken- neths Branaghs, Hinrik V. og Ys og þys út af engu,’ eru þekktar fyrir að höfða til alls þorra almennings og Parker hafði það að leiðar- ljósi. Hann vildi ekki að myndin yrði eins og kvik- myndað leikstykki og það höfðaði til Branaghs þegar honum bauðst hlutverk Ia- gós. „Mér höfðu borist mörg tilboð um að leika í Sha- kespeare-mynd,“ er haft eftir leikaranum, „en þessi var sú fyrsta sem leit út eins og alvöru bíómynd. Oli- ver hefur breytt um þemu og byggt úr leikritinu hrynj- andi fyrir bíó. Myndin er hröð og alls ólík myndum Oliviers og Welles - hann hefur lýst henni sem kyn- ferðislegum trylli." Parker segir mestu áskorunina hafi verið að gera mynd sem skemmt gæti öllum. „Þetta er ekki bara mynd fyrir aðdáendur Shakespeares," er haft eftir honum. Þeim gæti sum sé brugðið mjög við að sjá þennan Óþelló. 10.000 hafa Farand- rann hafa tæp 10.000 séð spennu- myndina FarandsÖngvarann eða „Desperado“ í Stjörnubíói. Þá hafa um þúsund manns séð Indjánann í skápnum, 16.000 Tár úr steini og um 9.000 Benjamín dúfu. Næstu myndir Stjörnubíós eru „Money Train“ með Wesley Snipes og Woody Harrelson en hún verður einnig í Sambíóun- um, „Circle of Friends“ með Chris O’Donnell og 23. febrúar verður „Jumanji“ með Robin Will- iams frumsýnd og verður hún einn- ig í Sambíóunum. Þá sýnir Stjörnubíó „Too Much“ með Antonio Banderas og Melanie Griffith í aðalhlutverkum og um pásk- ana er áætlað að frumsýna „Sense and Sensibility" með Emmu Thompson og Hugh Grant í aðalhlutverkum. Fuglabúrið endurgert Mike Nichols („The Graduate") er einn fremsti gamanmyndaleik- stjóri Bandaríkjanna. Hann hefur nú endurgert á bandaríska vísu franska farsann „La cage aux foll- es“ frá 1978 undir heitinu Fuglabúrið eða „The Birdcage”. Handritið skrifar Elaine May, höfundur „Ishtar", en með aðaihlutverkin fara Robin Williams, Nathan Lane, Gene Hackman og Dianne Wiest. Eins og þeir vita sem sáu frönsku mynd- ina á sínum tíma í Tónabíói segir myndin af tveimur hommum og syni annars þeirra. Þegar drengurinn kemur heim einn daginn með kærustunni sinni „af- hommast" þeir skyndilega og þykjast vera gagnkyn- hneigðir til að blekkja MÚtlit erfyrir að leikstjórinn Cameron Crowe muni stýra gerð gamanmyndarinnar „Jerry McGuire" með Tom Cruise að líkindum í hlut- verki umboðsmanns íþrótta- manna sem af einhveijum ástæðum fær heiftarlegt samviskubit. Tom Hanks var fyrst nefndur í tengslum við hlutverkið en kaus að leikstýra sjálfur eftir eigin handriti mynd um rokk- hljómsveit á sjöunda ára- tugnum. Þá hitti Crowe Brad Pitt að máli sem sýndi hlutverkinu áhuga og Robin Williams einnig en ailt bend- ir þó til að Cruise hreppi hlut- verkið. MÞær fréttir berast af Rob- ert Zemeckis, sem síðast gerði „Forrest Gump“, að hann eigi í viðræðum við Warner Bros. kvikmynda- verið um að leikstýra mynd- inni „Contact". Hún er byggð á handriti eftir Mich- ael Goldenberg og segir af stjörnufræðingi sem fær merkjasendingar utan úr geimnum. Jodie Foster er sögð hafa áhuga á að leika í myndinni. Ástralski leik- stjórinn George Miller ætl- aði að gera þessa mynd en lenti í útistöðum við kvik- myndafyrirtækið sem sendi handritið þegar til Zemeckis. „Contact“ á að kosta 86 milljónir dollara og vera til- búin um næstu jól. MNýjasta. mynd Richards Dreyfuss heitir „Mr. Hol- land’s Opus“ og segir 30 ára sögu illa launaðs og van- metins menntaskólakennara. Leikstjóri er Stephen Herek en handritið gerir Patrick Sheane Duncan. FRANSKUR farsi; Williams og Nathan Laiie í „The Birdcage". tengdaforeldrana, hægri sinnaðan þingmann og eig- inkonu hans (Hackman og Wiest). „Elaine vildi gera mynd- ina í tengslum við forseta- kosningarnar sem eru í nánd,“ segir Nichols. „Fjöl- skyldan er mjög í fyrir- rúmi.“ í HALDI; Belafonte í breyttri heimsmynd. heimsmynd til að taka al- mennilega á kynþáttamál- um. Aðsóknin á Ace Vent- ura með Jim Carrey í Sambíóunum nú um ára- mótin er með ólíkindum. Fyrstu vikuna sáu hana tæplega 25.000 manns. Það er því óhætt að segja að enn sé gamanleikarinn Jim Carrey að festa sig í sessi sem vinsælasti kvik- myndaleikarinn á íslandi. Myndir hans hingað til hafa ekki þótt merkilegt kvikmyndafóður en að- sóknin á þær hefur verið gríðarleg: Að eilífu Bat- man, Heimskur heimskari, Gríman, Ace Ventura. All- ar hafa þær notið feikilega I BIO mikilla vinsælda. Hvað veldur? Ekki verð- ur sagt að gamansemi Carreys sé fínofin. Hann hefur grófustu og lákúru- legustu kímnigáfu sem boðið er upp á í bíó en svokallaður heimskuhú- mor hefur mjög riðið hús- um vestra, ekki síst fyrir hans tilstilli. Carrey hefur sínar fettur og brettur frá Jerry gamla Lewis sem var upp á sitt besta fýrir meira en þremur áratugum. Hann höfðar til krakka fyrst og fremst og þeir láta sig greinilega ekki vanta. Heimskuhúmorinn hefur einkennt bandarísk- ar gamanmyndin undanf- arin ár og Carrey er kon- ungur hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.