Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 B 7 12 ' • ,<■ j SKIPALÓN — vatnslitamynd eftir Kristínu Jónsdóttur. Joh. Chr. Drewsen, eigandi pappírsverksmiðjunnar og góðvinur margra Islendinga. með ósköpum og lauslætisbrigsl- um. Kristín Jónsdóttir listmálari, eiginkona Valtýs Stefánssonar rit- stjóra, hefir málað einkar fagra mynd af æskuheimili Skipalóns- bræðranna Þorsteins og Þórðar Daníelssona. Þeir áttu margháttuð samskipti við Drewsensheimilið. Þórður lærði landbúnaðarfræði hjá Drewsen og hvarf þangað síðar, sem verksmiðjustjóri. Telja má lík- legt að Þórður, eða aðrir íslenskir nemendur Drewsens, hafi gengist fyrir því að bera þang og þara í garða á Strandmyllunni. Þess er getið í danskri garðyrkjubók að það hafi tíðkast þar á bæ. Þarinn var kjörinn í kartöflugarða. Það vissu íslendingar. Um I.C. Drewsen er sagt í bók- inni „Danmarks Havebrug og Gartneri til Aaret 1919“: At an- lægge Jordkuler, dækkede með Tang, Halm og Jord, er en Opbe- varingsmaade, sem eftir de höjnor- diske Forbilleder, först indförtes í dansk Planteavl af I.C. Drewsen, Ejer af Strandmöllen, og en af Datidens mest kendte, landökono- miske Forfattere." Drewsen vakti snemma athygli vegna ýmissa tilrauna sinna í bú- skap. Hann lagði stund á kartöflu- rækt og gulrófna- og grænmetis- rækt. Fjárbú stofnaði hann. Er þar sérstaklega getið um spænskt kyn og Southdown. Drewsen taldist í flokki ftjálslyndra framfarasinna. Sjálfur kallaði hann sig („landökon- omisk republikaner")... Hann gaf út tímarit um landbúnað. Þýddi bækur og ritgerðir. Lét sig skipta mannréttindamál, þar fram frum- varp um kjörgengi gyðinga 1838. Samband hans og fjölskyldu hans við Islendinga spannar áratugi. Fjölskylda Drewsens eignaðist pappírsverksmiðjuna við Strand- mölíen og stýrði starfsemi þar allt frá lokum 17. aldar. Johan Christ- ian Drewsen lærði sjálfur allt til verka hjá þýskum sveinum er störfuðu hjá föður hans. Lauk hann prófi í iðninni. Franska byltingin hafði djúp áhrif á Drewsen og horfði svo um skeið að hann gripi korðann og skundaði á vígvöllinn. Ákafi hans og vígamóður sefaðist er hann gekk að eiga dóttur leikar- JÓNAS Hallgrímsson ans Michaels Rosing. Faðir Drews- ens fól honum stjórn verksmiðj- unnar. Árið 1810 varð hann eig- andi hennar er faðir hans andað- ist. Strandmyllan, heimili Drews- ens, var lengi samkomustaður skálda og listamanna. Oehlen- schláger var tíður gestur, auk margra þekktra leikara og andans manna. Drewsen fylgdist vel með þróun og framförum pappírsfram- leiðslu og-vélakosts. Hann lét sér fátt óviðkomandi. Tók virkan þátt í málefnum bænda og samtökum. Varð forvígismaður landbúnaðar- samtaka og útgefandi tímarita um landbúnað. Hann sat stéttaþingið í Hróarskeldu, var góðvinur Jónas- ar Collins forstöðumanns og etas- ráðs, en hann var íslendingum mjög vinveittur. Tengdust þeir Collin og Drewsen ættarböndum. Drewsen barðist ákaft fyrir varð- veislu og viðhaldi danskrar tungu í Slésvík. Pappírsverksmiðjan stóð á gömlum merg, allt frá 17. öld. Það var fyrst er Drewsensfjölskyldan eignaðist fyrirtækið að fjör færist í starfsemina. Þeir sem ritað hafa um verksmiðjureksturinn þakka það dugnaði og framtaki Christ- ians Drewsens hve vel tókst til um vélvæðingu er hann festi kaup á nýtísku vélum og náði með þeim hætti forystu í pappírsframleiðslu. Margur kynni að halda að lýsing Jónasar Hallgrímssonar eigi við bágborið ástand húsakynna á frægu setri pappírsverksmiðjueig- andans Christians Drewsens sem sat rausnargarð og veitti forstöðu stórfyrirtæki Drewsensfeðga þeg- ar Jónas var á rannsóknarferð sinni við Táralæk. Þessu var á annan veg farið. Húsin voru traust og vel byggð. Feðgarnir, eigendur verksmiðjunnar, spöruðu hvergi að fylgjast með framförum og búa fyrirtæki sitt bestu tækjum. Hins- vegar varð ekki hjá því komist að vélaskrölt hefði sín áhrif og hrikti í stoðum af þeim sökum og auðvit- að hlaut að skrjáfa í pappírnum, sem framleiddur var í víðkunnu fyrirtæki, sem kennt var við Strandmylluna. Höfundur er fyrrvernndi útvarps- þulur ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Hjá Ættfræðiþjónustunni, Austurstræti 10A, hefjast bráðlega 5-7 vikna grunnnámskeið (mæting einu sinni í viku), einnig framhalds- námskeið í Reykjavík og helgarnámskeið út á landi (Keflavík, Akranesi og víðar). Kennd er ættarleit og uppsetning ætta. Þjálfun við frábærar aðstæður til rannsókna. Hagstætt verð. Leiðbeinandi sem fyrr Jón Valur Jensson. Ættfræðiþjónustan er með á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárríta til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum. Bóksöluskrá send ókeypis. Upplýsingar í síma 552-7100. Ættfræðiþjónustan, Austurstræti 10A, s. 552-7100. UTSALA - UTSALA Jakkar frá kr. 5.000 Dragtir frá kr. 5.000 Peysur frá kr. 1.500 Blússur frá kr. 1.000 Pils frá kr. 1.500 Opið á laugardögum frá kl. 10-14. mmarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 I 147 Valgerður Einarsdóttir: Ég hef stundað æfingabekkina í 2 ár og líkað mjög vel. Ég var slæm af vöðva- bólgum og er nú allt önnur. Ég mæli því eindregið með æfingabekkjunum. Margrét Ámundadóttir: Vilhelmína Biering: Stefanía Daviðsdóttir: Ætingabekkir Hreytingar.Rmúk 24, sími 568 0677 Opið irá kl. 9-12 off 15-20 - Frír kynningartími Ég hef stundað æfingabekkina í tvö ár og finn stórkostlegan mun á vextinum. Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og höfuðverkur algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma. Ég er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfingabekkjunum í 5 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í æfingum til að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Undirrituð hefur stundað æfingabekki- na reglulega í 5 ár og líkað mjög vel. Ég þjáðist verulega af liðagikt og vöðvabólgum og þoldi þess vegna ekki venjulega leikfimi. Með hjálp æfingabekkja hefur vöðvabólgan smá saman horfið og líðan í liðamótum allt önnur. Þetta er eitthvað það besta æfingabekkjakerfi fyrir allan líka- mann sem flestir ættu að þola. • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búín að reyna allt, án árangurs. • Hjá okkur nærðu árangri. • Prófaðu og þú kemst að því að senti- metrunum fækka ótrúlega fljótt. • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakerfið okkar vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.