Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 B 27- ATVINNUAUGi YSINGAR Húsgagnasmiður Húsgagnasmiður eða maður vanur hús- gagnaframleiðslu óskast til starfa. Vinsamlegast sendið skriflegar upplýsingar um menntun og fyrri störf fyrir 22. janúar. Á. Guðmundsson hf., húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, 200 Kópavogur. Ræstitæknir - barnagæsla Áreiðanleg og vandvirk manneskja óskast til að gera hreint á heimili í Grandahverfi, Reykjavík, 4 tíma á viku. Einnig óskast barn- góð stúlka/kona til barnagæslu 2 kvöld í viku milli kl. 18 og 20. Upplýsingar í síma 552-6855. Næturvörður óskast á lítið hótel í Reykjavík frá 1. febrúar nk. Fullt starf. Starfssvið: Næturvarsla, hót- elmóttaka, veitingasala o.fl. Vinna 7 nætur, frí 7 nætur. Reynsla og áhugi á þjónustu- starfi. Meðmæli. Lágmarksaldur 25 ár. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 20. janúar nk., merktar: „Næturvörður- 15937“. RAÐAUGÍ YSINGAR Fiskiskip Til sölu 26 tonna eikarbátur, vel búinn tækj- um í mjög góðu standi. Vél Caterpillar 300 hestöfl. Skipasalan bátar og búnaður, sími 562-2554, fax 552-6726. Fiskiskip Til sölu 230 tonna stálbátur, árgerð 1964 og 180 tonna stálbátur, mjög góður togbátur. Skipasalan bátar og búnaður, sími 562-2554, fax 552-6726. Til sölu m/b Stakkur VE-650 Til sölu er m/b Stakkur VE-650, sem er 25,96 metra 187 BT togbátur byggður í Noregi 1960, með 850 hestafla Caterpillar aðalvél árg. 1986. Báturinn var endurbyggður veru- lega árið 1986 og búnaður og tæki endurnýj- uð þá og síðar. Báturinn selst með veiðileyfi og mögulega hluta aflahlutdeilda. Til sölu togbátur Til sölu er 319 BT 38,5 metra togbátur byggður í A-Þýskalandi 1959, með 1014 hestafla Caterpillar aðalvél árg. 1980. Bátur- inn selst með veiðileyfi og aflahlutdeildum. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, sími 562 1018. Hundaeigendur /hestamenn Hundar í Elliðaárdal Vegna þrálátrar veru hunda á bannsvæðinu í Elliðaárdal, Elliðaárhólma og í hesthúsa- hverfi Reykjavíkurborgar (Faxaból og Víðidal- ur) vill Heilbrigðiseftirlitið vekja athygli á að samkv. samþykkt nr. 305/1989 um hunda- hald í Reykjavík er slíkt bannað. Brot gegn samþykktinni geta varðað afturköllun undan- þágu frá banni við hundahaldi í borginni og viðurlögum. Rétt er að minna á að slysa- hætta stafar af lausum hundum sem hlaupa frjálsir innan um hross. Heilbrigðiseftirlitið vill eindregið vara hundaeigendur við að vera með hunda sína á bannsvæðunum í Elliðaár- dal. Framvegis verða hundar á svæðinu handsamaðir án frekari viðvörunar og færðir í hundageymslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. jHfri Klapparstígur 1-7 5 og Skúlagata 10 i j§ f - „Völundarlóð" - Stað- greinireitur 1.152,2 Breyting á staðfestu deiliskipulagi í samræmi við skipulagslög, grein 17 og 18, er auglýst kynning á deiliskipulagi ofan- greinds reits í kynningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00-16.00 virka daga. Kynningin stendur til 27. febrúar 1996. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 11. mars 1996. Auglýsing um sérstakan fast- eignaskatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði á Akureyri Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðið að nýta heimild til ájagningar sérstaks skatts á fast- eignir, sem nýttar eru fyrir verslunarrekstur eða skrifstofuhald sbr. bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfé- laga, sbr. og 7. gr. laga nr. 148/1995 um breytingu á þeim. Skattskyldan tekur til aðila sem skattskyldir eru skv. I. kafla laga nr. 75/1981 eða laga nr. 65/1982 með síðari breytingum. Gjaldstofn skattsins skal vera fasteignamat eignar í árslok ásamt tilheyrandi lóðarmati samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins frá 1. desember 1995. Bæjarráð Akureyrar hefir ákveðið að skattur- inn skuli vera 0,937% af gjaldstofni og gjald- dagar hinir sömu og fasteignagjalda. Akureyrarbær hefur ákveðið að leggja skatt- inn á samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum Skráningardeildar fasteigna hjá Akur- eyrarbæ. Þrátt fyrir það er gjaldendum gef- inn kostur á að koma á framfæri upplýsingum um gjaldstofn hlutaðeigandi eigna sinna. Skil á slíkum upplýsingum skulu hafa bor- ist fyrir 26. janúar nk. Ennfremur er hægt að gera athugasemdir eftir að álagning hefir farið fram. Óski gjald- endur eftir að koma á framfæri athugasemd- um við gjaldstofn og/eða gjaldskyldu munu liggja frammi sérstök eyðublöð í þessu skyni, sem þeir geta fyllt út. Gjaldstofn og upphæð skatts munu koma fram á álagningarseðli fasteignagjalda og er skattin- um deilt á gjalddaga ásamt fasteignagjöldum. Upplýsingar um gjaldstofn, hlutfallslega notkun húsnæðis, og gjaldskyldu eru veittar á afgreiðslu Skráningardeildar fasteigna hjá Akureyrarbæ, Geislagötu 9, 3. hæð, sími 462 1000. Verði ágreiningur um gjaldstofn má vísa honum til Fasteignamats ríkisins og verði ágreiningur um gjaldskyldu sker yfirfast- eignamatsnefnd úr, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995, sbr. 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis í sömu.lögum. Kærufrestur er sex vikur frá birtingu álagn- ingar, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 320/1972. Bæjarstjórinn á Akureyri, 12. janúar 1996. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR B0RGARTÚNI3 • 105RVÍK • SÍMI563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Deiliskipulag Lóð Kennaraháskóla íslands og Sjómanna- skólans í Reykjavík við Stakkahlíð - Háteigsveg. Að ósk Menntamálaráðuneytis hefur verið unnið deiliskipulag af ofannefndum lóðum þar sem gerð er grein fyrir uppbyggingu á lóðunum í áföngum á næstu árum og til lengri framtíðar. Teikningar ásamt greinargerð og líkani eru til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 09.00-16.00 virka daga frá 15. janúar til 16. febrúar nk. Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemd- um eða ábendingum, geri það skriflega til Borgarskipulags í síðasta lagi 16. febrúar 1996. Sandgerðisbær Auglýsing um deiliskipulag á hafnarsvæðinu f Sandgerði frá Suðurgarði að Norðurbryggju pg vestan Hafnargötu og Strandgötu. í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir hafnar- tengdum atvinnurekstri. Deiliskipulagið, uppdráttur og greinargerð, verða til sýnis á bæjarskrifstofunni frá mánud. 15. jan. 96 til mánud. 12. feb. 96. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 12. feb. 1996 kl.17. Sandgerði 12. janúar 1996. Bæjarstjórinn í Sandgerði. Ferðamálaráð íslands. Styrkirtil úrbóta á ferðamannastöðum Á næsta ári mun Ferðamálaráð íslands út- hluta styrkjum til umhverfisbóta á ferða- mannastöðum á Norðurlandi og Austurlandi. • Úthlutað verður til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga, sem stuðla að bættum að- búnaði ferðamanna jafnframt verndun náttúrunnar. • Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með um- sókn svo og önnur skilgreining á verkinu. • Nauðsynlegt er að einn aðili sé ábyrgur fyrir verkinu. • Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en fram- kvæmdum og úttekt á þeim er lokið. • Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn, efni og vinnu til verkefnis- ins. • Styrkþegum gefst kostur á ráðgjöf hjá Ferðamálaráði vegna undirbúnings og framkvæmda. Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 461 2915. Umsóknum ber að skila á eyðublöðum, sem fást á skrifstofum Ferðamálaráðs, og þurfa þær að berast fyrir 15. febrúar 1996. Ferðamálaráð Islands, Strandgötu 29, 600 Akureyri, sími 461 2915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.