Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 5
FRETTIR
I bígerð að kaupa
lyf án milligöngu
umboðsmanna
Skipin á
Kanaríeyj-
um of dýr
ísafirði. Morgunblaðið.
FULLTRÚAR nokkurra íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja fóru til Kan-
aríeyja fyrir skömmu í þeim til-
gangi að skoða frystitogara sem til
sölu eru á eyjunum. Básafell hf. á
ísafírði var á meðal þeirra fyrir-
tækja sem áttu fulltrúa í ferðinni.
Að sögn Pálma Stefánssonar hjá
Básafelli bendir allt til þess að ekk-
ert verði af skipakaupum frá eyjun-
um suðrænu. „Okkur leist mjög vel
á skipin sem slík en það þarf að
gera töluvert við þau. Málið er að
þegar menn fara að skoða skip sem
þessi, halda allir skipasalar íslands
að þeir geti selt skipin á helmingi
hærra verði en menn eru að tala
um og fá síðan engan til að kaupa,“
sagði Pálmi.
Verð skipanna, sem eru um 400
brúttótonn, er um 120 milljónir
króna, að viðbættum kostnaði við
breytingar er verð þeirra komið í
um 180 milljónir króna, sem þykir
of hátt að sögn Pálma. Básafell
leitar því enn að nýju skipi, en til
stendur að selja skip fyrirtækisins,
Hafrafell.
-----» ♦ ------
Ekki brotið
gegnjafn-
réttislögum
KÆRUNEFND jafnréttismála álít-
ur að ekki hafi verið brotið gegn
ákvæðum jafnréttislaga þegar kona
var ráðin í starf umsjónarmanns
við Langholtsskóla. Meðal umsækj-
enda um starfið var karlmaður sem
kærði ráðningu konunnar og taldi
að með henni hefði verið brotið
gegn ákvæðum jafnréttislaga um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
ogkarla.
í niðurstöðu kærunefndarinnar
segir m.a. að ekki hafi verið gerðar
neinar menntunarkröfur í auglýs-
ingu um starfíð. Með menntun og
starfsreynslu í huga verði að telja
að báðir umsækjendur uppfylli þær
kröfur sem gerðar voru.
„Samkvæmt fyrirliggjandi gögn-
um hallar verulega á konur í um-
sjónarmannsstörfum hjá Reykjavík-
urborg, en þær eru 8 af 29 umsjón-
armönnum," segir m.a. í niðurstöð-
unni. Að öllu þessu virtu var það
mat kærunefndarinnar að ekki hafi
verið brotið gegn ákvæðum jafn-
réttislaga.
-----» ♦ ♦-----
Formanns-
kjör í SFR
í mars
SIGRÍÐUR Kristinsdóttir lætur af
starfi formanns Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana (SFR) á aðal-
fundi félagsins 28. mars næstkom-
andi eftir sex ára formennsku.
Samkvæmt reglum SFR má enginn
sitja lengur í stjórn en þrjú kjör-
tímabil eða sex ár. Auk Sigríðar
falla þrír aðrir stjómarmenn út
vegna sömu reglu.
Tillögur um nýjan formann og
stjómarmenn skulu liggja fyrir 25
dögum fyrir aðalfundinn. Trúnaðar-
mannaráð SFR hefur kosið uppstill-
inganefnd til að undirbúa tillögu
að stjóm og er stefnt að því að hún
skili tillögu til trúnaðarmannaráðs
13. febrúar næstkomandi. Trúnað-
armannaráð mun síðan afgreiða til-
lögu sína að nýrri stjórn tveimur
dögum síðar.
í ATHUGUN er hjá Ríkisspítölum
að byija að starfa eftir nýrri reglu-
gerð um lyfjakaup sem gerir m.a.
ráð fyrir að heimila möguleika á
svokölluðum samhliða innkaupum,
en þau fela í sér að stofnanir á
borð við Ríkisspítalana eru ekki
bundnar af því að kaupa tiltekin lyf
af umboðsmönnum þeirra hérlendis,
heldur geta leitað eftir þeim á ódýr-
ari mörkuðum ytra.
Opið útboð í fyrsta skipti
Breytingar á reglum eiga að auka
möguleika á að ná fram hag-
kvæmni í lyfjainnkaupum að sögn
Ingólfs Þórissonar, aðstoðarfor-
stjóra Ríkisspítala. „Þessi möguleiki
er að opnast og þessi þróun er byrj-
uð að einhveiju leyti í nágranna-
löndum okkar. Hugsanlega er þetta
framtíðin í þessum efnum,“ segir
hann.
Hluti af sparnaðaráformum Rík-
isspítala í ár er að efna. til opins
útboðs um lyfjainnkaup og er það
Útboðið er sameiginlegt með
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fram-
kvæmdin fer í gegnum Ríkiskaup
og er stefnt að því að útboðið verði
eftir um mánaðartíma. í framhaldi
af því fara öll innkaup á lyfjum í
gegnum Ríkiskaup með útboðum,
nema þeim lyfjum sem aðeins einn
aðili selur.
Spara á tæpar 20 milljónir króna
á Ríkisspítölum í lyfjainnkaupum á
þessu ári, en þeir kaupa lyf fyrir
400-500 milljónir á ári. Auk þess
sem útboð eiga að skila árangri
leiðir samdráttur í rekstri til minni
lyfjanotkunar, að sögn Ingólfs og
aukið aðhald verður tekið upp inn-
anhúss með lyfjanotkun.
Verðkannanir og lokuð útboð
hafa verið við lýði i fimm ár hjá
Ríkisspítölum og segir Ingólfur að
lyfjamarkaðurinn hafi verið að opn-
ast stöðugt seinni ár hvað varðar
möguleika á verðsamkeppni, auk
þess sem aukin áhersla hafí verið
lögð á aðhald í lyfjainnkaupum.
fyrsta skipti sem það er gert.
VHtulækka
útgjöldin?
Bókaðu þig á í] ármálanámskeið
Búnaðarbankans!
Það er hægt að ná miklum árangri í að lækka útgjöldin
án þess að neita sér um alia ánægjulega hluti, ef fólk lætur
skynsemina ráða í fjármálunum.
Búnaðarbankinn mun standa fyrir röð af námskeiðum um
fjármál fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá vandaðar fjár-
málahandbækur sem hafa verið samdar sérstaklega fyrir
hvern aldurshóp.
ttA>'Sr.4XlltitíS*J<ySUitA m
.‘Ws&r...
JPOL
l!EIM»MSI.ÍN/\N
Fjármál heimilisins
:l Fjármál unga fólksins
f J ARM AL AttA NO b Ö K
(^JHINAIIAKBANKINN
éíL
1 S
- f
NÁMS»
m>
LÍNAN .«
(jt) BDNADAKHANKINN
V~y -hvmiurtmHki
Fjármál heimilisins
Þar er fjallaö um ýmis atriði sem tengj-
ast heimilisrekstri. Hvernig spara má í
útgjöldum, lánamöguleika, ávöxtunarleiö-
ir, heimilisbókhald, áætlanagerö, skatta-
mál, húsnæöislán, kaup á íbúð o.fl.
Verö 2000 kr. (3000 kr. fyrir hjón).
Innifalin er vegleg fjármálahandbók og
veitingar.
Næstu námskeiö:
Fjármál unga fólksins
Nýtt námskeiö sem er sérstaklega
ætlaö fólki á aldrinum 16 - 26 ára.
Tekiö er á flestum þáttum fjármála
sem geta komið upp hjá ungu fólki í
námi og starfi.
Verö 1000 kr. Innifalin er
Fjármáiahandbók fyrir ungt fólk óg
veitingar.
Fjármál unglinga
Fjármálanámskeiðiö er fyrir unglinga á
aldrinum 12 -15 ára. Þar er leiðbeint
um hvernig hægt er aö láta peningana
endast betur, hvaö hlutirnir kosta og
ýmislegt varöandi fjármál sem ungling-
ar hafa áhuga á aö vita. Þátttakendur
fá vandaða fjármálahandbók.
Ath! Ekkert þátttökugjald. Veitingar.
Mánudag 12. febrúar FJármál unglinga kl. 15 18
Þriöjudag 13. febrúar Fjármál heimilisins kl. 18 22
Miövikudag 14. febrúar Fjármál unglinga kl. 15 18
Fimmtudag 15. febrúar Fjármál heimilisins kl. 18 22
Þriðjudag 20. febrúar Fjármál unga fólksins kl. 18 22
BÚNAÐARBANKINN
Nánari upplýsingar um námskelöin og skráning er í síma 525 6343
-traustur banki!