Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 44
14 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk MY 6RAMPA SAVS LiFE 15 FULL OF MILL5.. 50ME DAY5 IT'5 UPHILL..50ME DAVS it's POUJNHILL... Afi segir að lífið sé fullt af hæðum ... suma daga Undanfarið hefur það aðallega verið til hliðar, er það upp í móti... aðra daga niður á við ... segir hann... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is ITC svarar þörf sem skólakerfið uppfyllir ekki Frá Svanborgu R. Jónsdóttur: HVERS virði er að hafa lýðræðið ef meirihluti fullorðinna íslendinga treystir sér ekki til að láta skoðan- ir sínar í ljósi opinberlega? Er það ekki mikilvægur hluti lýðræðis að þegnarnir geti tjáð skoðun sína ekki bara í riti heldur líka í ræðu? Ég leyfi mér að halda að meirihluti þess- arar þjóðar veigri sér við að standa upp, þó ekki sé nema frammi fyrir litl- um hópi fólks og segja skoðun sína. Þrátt fyrir að við höfum ágætt (í nútíma merkingu þess orðs) menntakerfi þá veit ég að alltof margir atkvæðisbærir Islendingar treysta sér ekki til að láta skoðan- ir sínar í ljós í mæltu máli nema við eldhúsborðið heima hjá sér. Er það ekki merkilegt hvernig líkaminn getur brugðist við ef við látum okkur detta í hug að taka til máls á fundi, af því að við höf- um eitthvað til málanna að leggja? Hvernig hjartað fer að slá ótt og títt, maginn fer í hnút og fæturnir verða skyndilega eins og þeir hafi misst allan mátt? En þetta er kannski ekkert svo skrítið ef við hugsum til þess að við höfum ekki fengið neina eða sáralitta þjálfun í að tjá okkur upphátt. Áherslan er oftar á það að nemendurnir þegi og tjái sig skriflega. Það er nánast sama hvar skoðað er í ís- lenska skólakerfinu, hvergi er skipulega gegnum heila skóla- göngu gert ráð fyrir að nemend- urnir þjálfist í að tala og tjá sig í mæltu máli. Hver hefur t.d. heyrt um samræmt próf í munnlegri tján- ingu? Jafnvel háskólamenntað fólk útskrifast í stórum stfl með þennan „hnút í maganum" gagnvart því að þurfa að tjá sig opinberlega. Sumir einstaklingar virðast svo að segja vera fæddir með þennan eiginleika að tjá sig upphátt og þjakar þessi ótti þá aldrei á lífsleið- inni. Það eru líka til einstaka kenn- arar sem leggja áherslu á þennan þátt ogjafnvel einstaka skólar sem taka hann fyrir að einhveiju leyti. Ég veit t.d. að í Fjölbrautaskóla Suðurlands er svonefndur SAM- áfangi þar sem áhersla er lögð á tjáningu. Þar er þetta bara ein önn, en að mínu mati væri nauð- synlegt að hafa slíka kennslu og þjálfun gegnum alla skólagönguna til að verulegt gagn væri að. Mér þætti nú gaman að „heyra“ hvort einhverjir skólamenn vildu mót- mæla þessum fullyrðingum mínum og segja mér og öðrum áhugasöm- um hvort þeir sinni þessum þætti betur en ég hef fullyrt. Ég veit líka vel að í flestum framhaldsskólum eru starfrækt málfundafélög, en ég veit líka að í þau sækja þeir sem eru sterkastir fyrir á þessu sviði en ekki þeir sem mest þyrftu á þjálfunni að halda. Hér á íslandi er félagsskapur sem er starfræktur sérstaklega til að veita þjálfun í að tala og tjá sig. Þessi félagsskapur er oftast kallaður ITC sem stendur fyrir International Training in Com- munication og nefnist á íslensku Alþjóðleg þjálfun í samskiptum. Samtök þessi eru upprunnin í Bndaríkjunum og er þjálfunin byggð á sama grunni alls staðar þar sem ITC starfar í heiminum. Þjálfunin bytjar rólega og fer stig- vaxandi en þó getur hver félagi ráðið sínum hraða, óskað eftir létt- um verkefnum í byijun eða að fara hraðar yfir. Mikil áhersla er lögð á skipulagningu í þjálfuninni og hafa margir lært að skipuleggja tíma sinn betur eftir þátttöku í ITC-þjálfun. Mikið er líka lagt upp úr hlýleika og að þjálfunin sé skemifitileg enda lýsir stef núver- andi landsforseta ITC, Hjördísar Jensdóttur, því vel, en það er „gagn og gaman“. Enn sem komið er eru miklu fleiri konur en karlar í samtökun- um, en þau eru öllum opin. Innan samtakanna er fólk á ýmsum aldri og úr mörgum stéttum, bæði há- skólamenntað og fólk sem hefur litla skólamenntun, einnig höfum við haft nokkra framhaldskóla- nema í samtökunum. Ég þekki marga félaga sem hafa byijað í ITC í þannig ástandi að þeir gátu varla sagt nafnið sitt upphátt en eftir nokkra veru í sam- tökunum treysta þeir sér orðið til að halda tækifærisræður, taka til máls á fundum eða stjórna fund- um. Flestir segja líka að þeir öðlist aukið sjálfstraust, sem liggur kannski í hlutarins eðli. Það er mjög misjafnt hvað það tekur fólk langan tíma að ná sér á það stig sem það er ánægt með, enda markmiðin misjöfn. Sumir láta sér nægja að vera í samtökunum eitt til tvö ár, aðrir hafa verið í þeim í 7-10 ár og lengur, því mörgum finnst svo gaman að þeir geta ekki hætt. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starfsemi ITC þá ætla ég að benda þér á kynningarfund sem haldinn verður í Kiwanishúsinu við Engjateig í Reykjavík þriðjudaginn 13. febrúar og hefst hann kl. 20. Fundur þessi er á vegum kynning- arnefndar III. ráðs ITC og er öllum opinn. Einnig eru allir almennir fundir deildanna, sem starfa víðs- vegar um landið, opnir öllum sem óska að kynnast starfsemi ITC. SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR, Stóra-Núpi í Gnúpveijahreppi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.