Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Formaður heilbrigðisnef ndar Óeðlileg leið til aðafla sértekna ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður heilbrigðisnefndar Alþingis, kveðst hallur undir sjónarmið lyfsala, sem hafa kært Ríkisspítalana til Sam- keppnisstofnunar vegna lyfsölu apó- teka_ spítalanna. „Ég held að það hafi ekki verið ætlunin að apótek sjúkrahúsanna væru sett upp til þess að standa í samkeppni við apótekin í bænum. Mér sýnist þróunin þó vera á þann veg og sé fram á að apótek spítal- anna gætu verið farin að standa í verulegri samkeppni við almenna lyf- sala þegar fram líða stundir," sagði Össur. „Mér finnst þetta ekki vera eðlileg leið fyrir sjúkrahúsin til þess að afla sértekja. Ég bendi líka á að verulegar breytingar taka gildi innan tíðar í lyfsölu og ófyrirséð er hvaða áhrif þær hafa á apótekin. Mér fyndist ekki rétt að sækja mjög harkalega að apótekunum úr mörgum áttum í einu ef niðurstaðan verður t.d. sú að engar fjarlægðartakmarkanir þurfí að vera milli apóteka," sagði Össur. Sjúkrahús Reykjavíkur hefur áform um að hefja lyfsölu á slysa- deild. Einungis sparnaðurinn af því nemur fimm milljónum kr. á ári, en hann felst í því að hætt verður að gefa sjúklingum á slysadeild litla lyfjaskammta með sér heim sem tíðk- ast hefur fram til þessa. -----*—♦—«----- Mótmæla leikskóla í Hæðargarði ÍBÚUM í Hæðargarði í Reykjavík var kynnt á fundi með Dagvist barna á þriðjudag áform um byggingu leik- skóli á svæðinu. Þeir hafa mótmælt byggingu leikskólans og sagt að umferð um hverfið muni aukast veru- lega. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, segir að íbúar hafí bent á annað byggingarsvæði, í svokölluðum Grundargarði, sem er gamall og gróinn skemmtigarður í hverfínu. Bergur sagði að það hefði verið skoðað en í ljós komið að það hefði einnig valdið óánægju meðal íbúa þar í grennd. Borgarráð hafði frestað því að taka ákvörðun um byggingu leikskól- ans vegna mótmæla frá íbúunum. Vinnuhópur um leikskólamál í Bú- staða- og Smáíbúðahverfí sendi í gær út tilkynningu, þar sem leiksskóla- byggingunni er mótmælt og þess ósk- ( að, að „tekið verði tillit til þeirra hundruða íbúa í Bústaða- og Smá- íbúðahverfí sem hafa á öllum fundum og með undirkriftum lýst sig andvíga byggingu leikskóla við Hæðargarð" og að íbúum hverfísins verði hjálpað „að skipuleggja hverfið okkar þannig að ekki verði aukin umferð í grennd við skólana." Þá er vísað til sam- þykkta Foreldrafélags og Kennarar- áðs Breiðagerðisskóla gegn leikskóla- byggingu við Hæðargarð. Fyrir borgarráð á þriðjudag rennur Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RIKISSKATTSTJORI Búist er við að borgarráð fjalli um þetta mál næstkomandi þriðjudag. Bergur segir að þarna hafí verið fyr- irhugað að reisa fjögurra deilda leik- skóla fyrir rúmlega 100 börn. Hann segir að töluverður hiti sé í íbúum vegna þessa máls en hann geti það eitt sagt að það vanti leikskóla í þetta hverfí. íbúar í Réttarholti, íbúðum aldr- aðra, vilja að Reykjavíkurborg reisi á svæðinu hjúkrunarheimili fyrir aldraða en engin áform hafa verið uppi um það. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.