Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 36
 36 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA MARÍA MARKÚSDÓTTIR + Ásta María Markúsdóttir fæddist á Ölvis- krossi í Hnappadal 16. júlí 1912. Hún lést á Hvítabandinu við Skólavörðustíg 30. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Mark- ús Benjamínsson, b. vsíðast á Ystu-Görð- um í Kolbeinsstaða- hreppi, og kona hans, Kristfríður Sveinbjörg Halls- dóttir. Þau eignuð- ust 16 börn og var Ásta níunda í röðinni. Tvö barnanna fædd- ust andvana, þrjú dóu í frum- bernsku, hin komust öll til manns, en nú eru aðeins tvö á lífi, Hafsteinn háaldraður á Akranesi og Sveinbjörn sem er þeirra yngstur. Ásta giftist 18. maí 1940 Ólafi B. Kristjánssyni, sjó- manni og netagerð- armeistara, en hann lést 1979. Börn þeirra eru: 1) Ingiþjörg, f. 5. sept. 1940, gift og búsett í Danmörku, maki Poul Busse, og eiga þau þijá syni, Erik, Henrik og Ingolf. 2) Ben- óný Markús, f. 22. apríl 1946, hús- gagnasmiður, bú- Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Snorradóttur, og eiga j>au tvö börn, Ástu Maríu og Olaf Björn. Barnabarna- börnin eru tvö. Utför Ástu Maríu fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. settur Hver af öðrum til hvfldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinimir gömiu heima. Og andlitin, sem þér ætíð fannst að ekkert þokaði úr skorðum - hin sömu jafn langt og lengst þú manst - ei ljóma nú við þér sem forðum. (Þorst. Vald.) Þau hverfa nú óðum andlitin kæru sem fylgt hafa okkur frá fyrstu minnum, vinirnir gömlu heima. Einn slíkan vin kveðjum við j dag, móðursystur okkar, Ástu Alarkúsdóttur, og viljum við syst- urnar með þessum fátæklegu orð- um reyna að þakka henni fyrir allt sem hún var okkur. Ásta sá og þekkti tímana tvenna, fæddist í torfbæ og sté sennilega fyrstu skref sín á moldargólfi, en bjó síðast í nýtískulegri íbúð fyrir aldraða á Aflagranda 40 hér í borg, með öllum þeim þægindum og hlunnindum sem þeim íbúðum fylgja. Hún varð því vitni að miklum breytingum á sinni lífstíð. Flestar hafa þær breytingar vissulega verið til bóta en sumt er þó að hverfa sem veruleg eftirsjá er að. Má þar nefna nægjusemi, nýtni, vinnusemi, ráðdeild og sparsemi. Alla þá eðlis- þætti átti Ásta í ríkum mæli og nýtti vel. Ásta var mikil hannyrðakona og var öll smíð hennar í þeim efnum unnin af slíku listfengi að unun var á að líta. Var hún jafnvíg á allt á því sviði, fatasaum, útsaum, pijón og hekl og jafnvel háöldruð vann hún hvert listaverkið af öðru og má þar m.a. nefna forkunnar fagr- an altarisdúk sem hún saumaði og notaður er nú við guðsþjónustur hjá öldruðum hér í borg. Ásta giftist miklum öðlings- manni, Ólafi B. Kristjánssyni, og bjó honum og bömum þeirra tveimur fallegt og gott heimili sem bar mynd- arskap hennar, og dugnaði og natni þeirra beggja, fagurt vitni. Mann sinn missti hún skyndilega 1979 og var það henni mikill og sár missir sem hún tókst þó á við af piýði og reisn. Þau bjuggu mestallan sinn búskap í Meðalholti 19, en 1989 flutti hún að Aflagranda 40. Síðustu árin urðu Ástu erfið. t Ástkær eiginmaður minn, ÓLI ÞÓR HJALTASON múrarameistari, Hringbraut 11, Hafnarfiröi, x lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. febrúar. Reynheiður Runólfsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THOR JENSEN G. HALLGRÍMSSON, Kleppsvegi 134, andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans þriðjudaginn 6. febrúar. Þóra Hallgrímsson, Guðni Georg Sigurðsson, Margrét Camilla Hallgrimsson, Ólafur Már Asgeirsson, Elín Asta Hallgrímsson, Sigurbjörn Sveinsson, Thor Ólafur Hallgrimsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hún átti erfitt með að sætta sig við þær hömlur sem hrörnandi lík- ami setti henni. Því hljótum við sem unnum henni að fagna þeirri lausn sem hún hefur nú fengið, þótt að- skilnaður sé ætíð erfiður og trega- blandinn. Ásta var okkur systrunum meira en aðeins móðursystir. Hún kom á heimili foreldra okkar 11 ára göm- ul og fylgdi þeim að mestu upp frá því þar til hún fór að standa á eig- in fótum, og jafnvel eftir það var þeirra heimili hennar heimili uns hún stofnaði sitt eigið. Hún var okkur því einnig sem önnur móðir eða eldri systir. Á ýmsum tímamót- um í lífi okkar, og raunar ávallt í blíðu og stríðu, stóð hún við hlið okkar og studdi á ýmsa lund. Hún kenndi okkur margt sem við höfum síðan búið að. Allt þetta og margt fleira viljum við nú reyna að þakka. Hún sagði eitt sinn fyrir skemmstu, þegar hún í vanmætti sínum varð að leita til einnar okk- ar, að við hlytum að vera orðnar þreyttar á þessu stöðuga kvabbi. Svarið sem hún fékk fólst í því að minna hana á nokkuð af því sem hún hafði fyrir okkur gert og láta hana vita að innlegg hennar væri stórt. Hún virtist þakklát því svari og víst er að hún náði ekki einu sinni að nýta sér vextina eina af þeim gilda sjóði sem hún hjá okkur átti, höfuðstólinn á hún enn og vel það. Hafi hún þökk fyrir það allt. Börnum hennar og öðrum ástvin- um vottum við einlæga samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Guðrún, Laufey, Lilja, Sveinbjörg og Kristín Guðmundsdætur. Mágkona mín, Ásta María Mark- úsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Það er hlutskipti okkar sem náum háum aldri að vera sífellt að kveðja fjölskyldumeðlimi og vini. Þótt ald- ur sé orðinn hár hjá þeim sem fara og kraftur farinn að dvína, þá myndast ávallt tómarúm og söknuð- ur hjá okkur sem eftir lifum. Hugur- inn leitar til baka og við yljum okk- ur við minningamar, þegar gaman var að hittast og gleðjast á góðum stundum. Ásta var gift Olafi Kristjánssyni, hálfbróður mínum. Faðir hans, Kristján Jóhannsson skipstjóri, fórst með skipi sínu og allri áhöfn þegar Ólafur var fimm ára, en hann var elstur af fjórum systkinum. Móðir hans, Guðmunda Guðmunds- dóttir, giftist síðar Benóný Stefáns- syni stýrimanni og eignuðust þau fjórar dætur. Þegar Ólafur kom með Ástu á heimili foreldra minna leist okkur öllum vel á þessa fínlegu og prúðu stúlku, hún var fáguð í allri fram- komu en bak við hið rólega fas var sterkur vilji. Hún var mjög greind, félagslynd að eðlisfari og glaðleg í góðra vina hópi. Þegar þau giftu sig var Ólafur bátsmaður á togaran- um Hilmi sem sigldi til Englands öll stríðsárin, skipi hans hlekktist ekki á sem betur fer. En erfitt hef- ur það verið fyrir Ástu að vita mann sinn í þeirri miklu hættu sem þessar ferðir voru. Ólafur hætti á sjónum og starf- aði sem netagerðarmeistari og verkstjóri hjá Hampiðjunni í Reykjavík. Þau byggðu sér hús í Meðalholti 19, og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eignuðust tvö börn, Ingibjörgu og Benóný Markús. Heimili þeirra var fallegt og smekk- legt. Þau voru bæði fagurkerar. Ásta skreytti heimilið með fallegum útsaumi, og á ferðum sínum til Englands keypti Ólafur afar fallega muni sem prýddu heimilið. Þarna var gott að koma. Þau voru bæði mikið fyrir tónlist og áttu gott plötusafn með stórsöngvurum og klassískri tónlist. Við Ásta giftumst um svipað leyti, en við hjónin fluttumst út á land og dvöldum þar í nokkur ár. Þegar við komum aftur til Reykja- víkur bjuggum við í Hlíðunum og þá kynntist ég Ástu vel. Við vorum báðar meðlimir í Kvenfélagi Há- teigssóknar og þar vann Ásta allt sem hún mátti. Hún var forkur dugleg við allar hannyrðir og það var ekkert smáræði sem hún saum- aði og pijónaði fyrir basarinn okk- ar. Hún tók oft að sér muni sem okkur voru gefnir en þurfti að lag- færa, svo þeir væru boðlegir á bas- arinn. Hún vann einnig lengi sem sjálfboðaliði á vegum Kvenfélagsins við ýmis hjálparstörf í Lönguhlíð, húsi aldraðra. Ólafur andaðist snögglega úr hjartabilun. Börnin voru þá gift og flutt að heiman. Ingibjörg giftist til Danmerkur þar sem hún býr með manni sínum og sonum. Til þeirra fór Ásta oft og hafði af því mikla ánægju. Benóný Markús kvæntist og flutti til ísafjarðar um tíma, en þau komu svo aftur til Reykjavíkur. Ásta var úr stórum systkinahópi sem var mjög samrýndur. Einnig hafa systkinadæturnar látið sér mjög annt um hana og var það henni mikill styrkur eftir að hún missti Ólaf. Eftir að ég var líka orðin ein, gerðum við okkur ýmislegt til ánægju saman, fengum okkur fasta miða í leikhús og óperu, og sóttum söngskemmtanir. Einnig fórum við í stuttar ferðir um landið. Eftir lát manns síns skipti Ásta um húsnæði. Hún keypti sér íbúð á Aflagranda 40. Þar leið henni vel. Þar naut sín listfengi hennar. Undir handleiðslu Stefaníu Snæv- arr, handavinnukennara og leið- beinanda í þjónustumiðstöð aldr- aðra á Aflagranda, saumaði Ásta hvert verkið öðru fallegra, sem hún svo gaf og gladdi með börn sín og barnabörn. Hún saumaði einnig alt- arisdúk sem, eftir að hafa verið vígður, er notaður þegar guðsþjón- ustur eru haldnar í þjónustuhúsum aldraðra. Fyrir nokkrum árum varð hún fyrir því áfalli að detta og mjaðmar- brotna. Það gekk illa að laga brotið og þurfti að skera hana tvisvar upp. Þetta reyndi mikið á þessa fullorðnu konu og heilsunni hrakaði fljótt. Hún vildi helst hvergi vera nema á Aflagranda. Þar átti hún vini og hafði félagsskap. Þar bjuggu einnig Guðmundur hálfbróðir minn og Unnur kona hans sem allt vildu fyrir hana gera. Einnig reyndust systkinadæturnar henni eins og bestu dætur. En enginn má sköpum renna. Hún var flutt á Borgarspít- ala og þaðan á Hvítabandið. Ingi- björg dóttir hennar kom og dvaldi hjá mömmu sinni öllum stundum sem hún mátti. Svo var einnig um Benóný og Guðfinnu tengdadóttur hennar, Sveinbjörn bróður hennar og Önnu konu hans. Öll reyndu þau að létta henni þennan erfiða tíma. Hún sofnaði svo rólega, þriðjudag- inn 30. janúar. Ég kveð Ástu, þakka henni sam- t Systir mín, AUÐUR KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Höfðagrund 8, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis. Fyrir hönd annarra vandamanna, Þorbergur Guðjónsson. fylgdina og bið henni blessunar guðs á nýjum leiðum. Sigríður Benónýsdóttir. Elsku amma mín er fallin frá og miningarnar koma fram í hugann ein af annarri. Skærustu bemsku- minningar mínar em úr Meðalholt- inu hjá ömmu og afa. Alltaf var gott að koma til þeirra og þar var margt brallað. Varla leið sú helgi að ég væri ekki í Meðalholtinu meðan við bjuggum í Reykjavík og kom ég þá oftast á föstudagskvöldi og fór á sunnudegi. Afi sem var mikill morgunmaður fór í sund snemma og vakti okkur ömmu með nýjum rúnstykkjum. Á kvöldin las amma fyrir mig og lét mig fara með bænirnar sem hún hafði kennt mér og fékk ég að ráða hvort ég sofnaði í „afaholu“ eða „ömmuholu“ og svaf ég þá á milli þeirra um nóttina eða þangað til ömmu fannst ég vera orðin nógu gömul til að sofa á hermannabeddanum við rúm- ið. Amma sagði mér margar sögur af sér og systkinum sínum þegar þau voru ung og sérstaklega af tveimur systrum sem dóu ungar. Amma lagði mikið upp úr því að kenna mér vísur og lög. Man ég sérstaklega þegar hún kenndi mér „Þú ert yndið mitt yngsta og besta" þvi að þegar ég hafði lært það utan að hljóp ég út á róló sem var neðst í Meðalholtinu og söng hástöfum fyrir krakkana í hverfinu. Mjög stolt af því að kunna svona „fullorðins- lag“. Á kvöldin fékk ég alltaf pyls- ur alveg sama hvað var í matinn, þá var ég á „sérfæði“, pylsum, sem amma vissi að mér þóttu góðar. Og þótt skrítið sé hef ég ekki enn fengið nóg af þeim þó að þær hafi verið borðaðar kvöld eftir kvöld í Meðalholtinu. Alltaf var nóg að gera hjá ömmu í Meðalholtinu. Eitt sumarið er ég var stödd hjá ömmu fékk ég hana til að búa til sultu með mér. Ég hafði gengið um Meðalholtið og nælt mér í rifsber hér og þar. Og þó amma vissi að ég hafði nú ekki fengið leyfi, þá sagði hún ekkert og úr rifsbeijunum urðu tvær góðar krukkur. Þegar ég varð eldri tók ptjónaskapur og útsaumur við. Amma var mikil hannyrðakona og kenndi mér bæði að pijóna og sauma út og þegar ég byijaði í handavinnu í skóla hálfleiddist mér til að byija með því að ég kunni þetta allt. Amma var í Kvenfélagi Háteigs- kirkju og gaf mikið af handavinn- unni sinni á basara þar. Ég skildi ekki hvernig hún gat setið og gert svona fallega hluti og gefið þá svo á basarinn en hún hafði yndi af því. Ég var átta ára þegar við flutt- um á Isafjörð, en ég kom oft suður til að vera hjá ömmu og afa. Og eftir að afi dó kom amma oft um jólin eða við fórum suður til hennar. Þegar ég var 15 ára fór ég í heimavistarskóla og í helgarfríum kom ég til ömmu og henni fannst nú ekkert mál að við værum þijár hjá henni í herberginu í kjallaranum og oft var það svo að við urðum miklu fleiri. Þegar ég var tvítug flutti ég svo í herbergið í kjallaran- um í nokkra mánuði og fannst ömmu mjög gaman að því þegar ég gerði mér smá eldhýs í þvotta- húsinu, en ég var ekki sú fyrsta sem það gerði. Eftir að ég fór að búa og eiga börnin mín minnkuðu sam- skipti okkar, en amma hafði góða skýringu á því. Hún sagði við mig: „Þú heur nóg að gera með þín börn en ég veit að þú hugsar til mín.“ Mér þótti vænt um að heyra það. Amma gaf Arnóri syni mínum búta- saumsteppi í skírnargjöf sem fór oft á sýningar. Ég var mjög stolt af handávinnukunnáttu ömmu. Með því síðasta sem hún vann í höndun- um var altarisdúkur sem vígður var með viðhöfn í salnum á Afla- granda, en þá var amma farin að veikjast. Elsku amma, þú hefur fengið hvíldina og komin til afa og minn- inguna um þig geymum við í hjarta okkar. Þín, Ásta María.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.