Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ j FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Útflutmngur á hráefni í skugga atvinnuleysis FATT hefur tekið meira rúm í ræðu og riti almennnings og fjölmiðla undanfarin ár en atvinnleysið. Hliðstæðu má ef til vill finna í umræðum manna um eiturlyfja- vandann, en þessir tveir vágestir tóku sér fasta búsetu á íslandi um svipað leyti. Ekki er með sann- girni hægt að segja, að stjórnmálamenn hafi ekki sinnt þessu vandamáli, það hefur verið þungamiðjan í allri stjórnmálaumræðu. Þannig voru atvinnumálin einn af fjórum burðarstólpum í stefnuskrá R-list- ans í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum, og Framsóknarflokkurinn tók mikla pólitíska áhættu er hann lofaði 12.000 nýjum störfum fyrir aldamót. I umhverfí, sem einkennist af offramboði allra tegunda neyslu- vara, gnægð ódýrs vinnuafls í sam- keppnislöndum, og að vissu marki landfræðilegri einangrun íslands frá helstu mörkuðum, svo maður tali nú ekki um smæð heimamark- aðar, er sköpun nýrra starfa hreint ekki auðveld. Öllum, sem koma nærri atvinnu- uppbyggingu, er kunnugt um hve erfitt það er að skapa ný störf og hversu mikil fjárfesting og áhætta er á bak við hvert þeirra. En stund- um er hægt að gera mikið fyrir lítið. Sá þáttur í fullvinnslu sjávarafla sem náð hefur hvað bestum ár- angri, að vísu eftir mikið þróunar- starf og fórnir, er framleiðsla á kavíar úr grásleppuhrognum. Þar eru nú starfandi fimm vel stæðar verksmiðjur með gott markaðs- kerfí. Það sem helst háir þeim er skortur á hráefni. Fyrir 20 árum, áður en full- vinnsla á grásleppuhrógnum hófst hér á landi að einhveiju marki, keyptu erlendir framleiðendur, að- allega danskir og þýskir, allt hrá- efnið. Flest þessi erlendu fyrirtæki hafa ennþá sterk ítök í íslenskum grásleppuhrognamarkaði og hafa hér sína þjónustufulltrúa. Islensku verksmiðjurnar eiga ár- lega í harðri samkeppni um hráefn- ið við þessi erlendu fyrirtæki, og þykir þeim eðlilega sárt að sjá á eftir helmingi hráefnisins í hend- urnar á erlendum verksmiðjum, sem jafnframt eru þeirra helstu keppi- nautar á erlendum mörkuðum. Hrá- efnið er takmarkað, en kavíarinn hefur nokkuð tausta stöðu á erlend- um mörkuðum. Sá framleiðir og selur, sem hefur hráefnið. Þess má geta, að all- ar íslensku verksmiðj- urnar eru traustir greiðendur, staðgreiða hráefnið til sjómanna og geta lagt fram bankaábyrgð, sé þess krafist. Þær borga auk þess síst lægra verð en þær erlendu; heldur hærra ef eitthvað er. Hagsmunaaðilar í iðnaðinum hafa á und- anförnum árum ítrekað snúið sér til yfirvalda með beiðni um að út- flutningur á grásleppu- hrognum í tunnum yrði takmarkaður. Það hefur lítinn árangur borið. Viðkomandi ráðu- neyti hafa borið fyrir sig skuldbind- ingar íslendinga gagnvart EES um óhefta verslun. Talsmenn lagmetis- iðnaðarins benda hinsvegar á að fiestar þjóðir finni ieiðir til að vernda sinn iðnað. A síðasta ári kynntu forstjórar • • Flestar þjóðir, segir Orn Erlendsson, finna leiðir til að vernda sinn iðnað. íslensku kavíarverksmiðjanna þessi sjónarmið sín fyrir núverandi iðnað- ar- og viðskiptaráðherra. Hann kvaðst hafa skilning á málinu og vildi skoða, hvaða leiðir væru færar til að stýra útflutningnum. Nú fer ný grásleppuyertíð í hönd, og kavíarframleiðendur standa aft- ur frammi fyrir því að tryggja sér hráefni í samkeppni við erlenda kaupendur. Ekki vil ég gera lítið úr mikil- vægi frjálsrar verslunar né alþjóð- legum skuldbindingum, en í milli- ríkjaviðskiptum er sú regla ráðandi að hver sé sjálfum sér næstur. Varðandi ráðstöfunarrétt þeirra, sem hráefnisins afla, vil ég segja: Aðgangur að takmarkaðri auðlind, eins og grásleppuhrognin eru, ætti að setja þá skyldu á herðar þeirra sem njóta að þeir ráðstafi hráefninu á þann hátt sem best samræmist þjóðarhag. Með því að halda þessu hráefni í landinu er hægt að skapa störf, sem ekki krefjast neinna viðbótar- fjárfestinga. Getur það verið einfaldara? Meðan ekki er fundin leið, sem tryggir íslenskum verksmiðjum for- gang að takmörkuðu hráefni, er erfitt að taka tal manna um útrým- ingu atvinnuleysis alvarlega. Höfundur rekur útflutningsfyrir- tækið Triton ehf. Örn Erlendsson LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEGI 10 •VESTM • SÍMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARF. • S. 5655230 VpKVABÚNAÐUR IVINNUVELAR VÖKVAMÚTORAR DÆLUR PVG $AMSVARANDI STJ0RNL0KAR 0G FJARSTYRINGAR GÍRAR OG BREMSUR GOTT VERÐ - GÓÐ ÞJÓNUSTA = HÉÐINN: VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 KRINGLUNNI Símí 568 1925 HANZ Engin lætí strákar! Verðhrunið hófst í morgun, 50% afsláttur Klæðningin sem þolir íslensko veðróttu , Leitib tilbo&a AVALLT TIL A LAGER ÞÞ &co Þ ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • I08 REYKJAVlK SÍMAR 553 8640/568 6100,fax 588 8755. 2632 DT ■ H:144 B:54 D;58 cm 1 Kælir/Frystir:: 204/46 Itr. 1 Orkun.:l .2 kwst/24 klst. AEG AEG j 3032 DT • H:162 B:54 D:58 cm > Kælir/Frystir: 225/61 Itr. 1 Orkun.,1,24 kwst/24 klst. 2632 KG ' H:149 B: 55 D:60cm ' Kælir/Frystir: 170/65 Itr. • Orkun.:l ,04 kwst/24klst. KS 7135 • H:185 B:60 D:60 cm • Kælir:340 Itr. • Orkun.: 0,5 kwst/24 klst. KF 7829 •H:185 B:60 D:60cm • Kælir/Frystir: 202/90 Itr. • Orkun.:l,lkwst/24 klst. AEG EG. kEG AEG AIO AiG'AEG AEG AEG AEG AEG AIO AEO , ASG A BRÆÐURNIR cmssmm Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um land allt £ <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.