Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 13 Bergmálsfólk í boði Leikfélags Selfoss Selfossi - „Það er stórkostlegt að leikfélagsfólkið hér á Selfossi skuli gera þetta fyrir okkur og sannarlega eftirbreytnivert því þetta fólk er ekki alltaf í leik- húsunum," sagði Kolbrún Karls- dóttir formaður vina- og líknar- félagsins Bergmáls. Félagið vinnur með krabbameinssjúkl- ingum sem stuðnings- og afþrey- ingarhópur. Leikfélág Selfoss bauð hópn- um til sýningar á verkinu Land míns föður í leikhúsinu við Sig- tún á Selfossi en síðasta helgi var næstsíðasta sýningarhelgi vetrarins á þessu vinsæla verki. Forsvarsmenn leikfélagsins lýstu sérstakri ánægju með komu boðsgestanna og voru þeir boðn- ir velkomnir við upphaf sýning- arinnar. Leikfélagið hefur í vet- ur notið góðs stuðnings frá KA við uppfærslu verksins. Höfum mikið að gefa „Við eigum svo mikla vináttu að við getum gefið hana öðrum,“ sagði Kolbrún Karlsdóttir um inntak starfsins í Bergmáli. Fé- lagið skipuleggur afþreyingu fyrir fólk sem glímir við krabba- meinssjúkdóma og er þar um að ræða 40 manna hóp. Hópurinn sem fór í leikhús á Selfossi var einmitt í helgardvöl í Hlíðardals- skóla um helgina en kjarni þeirra sem starfa í Bergmáli var þar í skóla á unglingsárum sinum og Kolbrún segir að hvati þeirra sé Jón Hjörleifur Jónsson, skóla- stjóri og söngstjóri í Hlíðardals- skóla og víðar. „Við trúum því að fólki sem líður vel á sálinni líði líka vel í líkamanum og við viljum leyfa fólki að kynnast og koma í veg fyrir að það einangrist. Innbyrð- is vinátta hefur mikið að segja og markmið okkar er að styðja þau og styrkja í því sjúkdóms- stríði og gefa því eitthvað annað að hugsa um og þá sérstaklega það að þau séu okkur dýrmæt. Fólk sem gengur í gegnum svona sjúkdóm hefur mikinn þroska til að bera og það er mannbætandi að fá að umgang- ast það. Bros þessa fólks er mik- ils virði fyrir okkur og þau eru sannarlega blóm í brjósti okk- ar,“ sagði Kolbrún Karlsdóttir formaður. Skipulagt félagsstarf Bergmál hefur skipulagt þijár ferðir í sumar, í júní, júlí og ágúst og eru ferðirnar miðaðar við ástand fólks og getu til ferða- laga. Árshátíð félagsins er 2. mars og þangað er öllum boðið. Félagið starfar án fasts framlags en hefur fengið stuðning frá heilbrigðisráðuneytinu og fleiri aðilum. Kolbrún segir að félagið leiti til fyrirtækja um stuðning og segir að þeim sé oftast mjög vel tekið. Það sé ómetanlegur stuðningur að eiga stórhuga fólk að. Tengjum hjálpandi hendur Kolbrún segir að fólk sem glímir við krabbameinssjúkdóma geti komist í samband við félagið í gegnum Styrk, félag krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra, og svo með því að haf beint samband við félagið. „Ég upplifi það sem forréttindi að fá að vinna í þessu verkefni. Við erum að hjálpast að við þetta allt saman og tengjum saman hjálpandi hendur og það er mik- ið til af góðu fólki á íslandi. Ef það er til fólk sem stendur við gluggann heima hjá sér og veit ekki hvað það á að gera við tím- ann, getur það haft samband við okkur því hjá okkur er nóg að gera,“ sagði Kolbrún Karlsdóttir, formaður Bergmáls. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson. MORGUNBIRTA í byijun þorra á Húsavík. Atvinnuleysis- clögnm fækkar á Húsavík Húsavík - Atvinnumálakönnun, sem gerð er árlega á Húsavík og sem sýna á stöðu atvinnumála á haustmánuðum ár hvert, hefur nú verið birt og sýnir hún að atvinnu- leysisdögum hefur fækkað allt frá árinu 1992, en þá var ljöldinn mestur, og jafnframt að þjónustu- störfum fjölgar en framleiðslu- störfum fækkar. Atvinnurekendur á Húsavík eru nú samkvæmt könnuninni 178 en voru 181 á sama tíma fyrir ári. Ný fyrirtæki töldust fimm en tíu féllu út, smábátaútgerðum fjölgaði um þrjár. Heildarfjöldi starfsmanna er nú 1230 en var 1168 fyrir ári og 1075 árið 1993. Starfsfólki hefur fjölgað í öllum starfsgreinum nema fiskvinnslu, þar fækkaði um fimm. Mest er fjölgunin í opinberri þjón- ustu, en í hana bættust 38,5 störf, í viðskipti bættust 28,5 störf og fiskveiðar 26. Við þjónustustörf voru nú um 61% Húsvíkinga en 39% við fram- leiðslu og atvinnustörf. Fyrir ári var hlutur þjónustunna1- 58% og fram- leiðslustarfanna 42%. Þessi þróun hefur átt sér stað undanfarin ár. Atvinnuleysisdögum fækkaði um 1894 á árinu frá fyrra ári og hefur svo gengið frá árinu 1992 en þá urðu atvinnuleysisdagar flestir. Skýrslan hefur að geyma marg- ar fleiri fróðlegar upplýsingar. LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. KOLBRUN Karlsdóttir. í miðið ásamt forsvarsmönnum leikfé- lags Selfoss, Guðrúnu Höllu Jónsdóttur og Katrínu Karlsdóttur. ÁNÆGÐIR sýningargestir fylltu áhorfendasalinn í litla leikhús- inu við Sigtún á Selfossi. NOKKRIR leikarar leikfélagsins áður en haldið var upp á svið. Mats á tjóninu í Funa að vænta í mars Beðið með all- ar ákvarðanir ísafirði. - Viðlagatrygging íslands hefur enn ekki lagt fram mat á tjón- inu sem varð á sorpeyðingarstöðinni Funa á ísafirði er snjóflóð féll á stöðina í október á síðasta ári. „Það er ekki búið að meta tjónið enn og við bíðum því aðeins eftir tölum,“ sagði Kristján Þór Júlíussonar, bæjarstjóri á ísafirði, í samtali við blaðið. Kristján Þór sagði ekki ljóst hvert tjón bæjarins yrði og beðið yrði með allar ákvarðanir um hvernig því yrði mætt þar til endalegar tjónatöl- ur liggja fyrir. „Þetta mál er þarf að samræma. Málið er í fullum gangi og unnið í fullu samráði við bæjaryfirvöld á ísafirði, þau vita nákvæmelga hvernig staðan er,“ sagði Geir Zoéga, framkvæmda- stjóri Viðlagatryggingar íslands, í samtali við blaðið. -----» ♦ ♦----- Hreint og* gott vatn úr göngunum Isafirði. - Heilbrigðiseftirlit Vest- fjarða hefur framkvæmd eina sýna- töku á neysluvatni ísfirðinga eftir að vatnið úr jarðgöngunum fór að renna um kaldavatnskrana bæj- arbúa og reyndist það mjög hreint og gott, að sögn Antons Helgason- ar, heilbrigðisfulltrúa. Á síðasta ári voru tekin neyslu- vatnssýni mánaðarlega og reyndist þá um helmingur sýnanna neyslu- hæfur. Fylgst verður með neyslu- vatni ísfirðinga á sama hátt í fram- tíðinni og sagðist heilbrigðisfulltrúi eiga von á að vatnið héldist gott til frambúðar. „Það eina sem getur gerst er að vatnið mengist við við- gerðir eða eitthvað slíkt, en vatnið úr göngunum í dag er mjög gott,“ sagði Anton. Nær snjólaust hefur verið á skíðasvæðum ísfirðinga ■swm t r .JK53P- Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson EINS og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Tungudal á sunnudag er lítill snjór þar til skíðaiðkana. Undir- búningur hafinn að skíðaviku ísafirði - Nær snjólaust hefur verið á skíðasvæðum ísfirðinga í Tungud- al og á Seljalandsdal það sem af er vetri. Tungudalur hefur enn ekki verið opnaður og á Seljalandsdal hefur einungis efri hluti svæðisins verið opinn fyrir þá sem stunda skíðaæfingar að staðaldri. Að sögn Eyjólfs Bjarnasonar, forstöðumanns tæknideildar ísa- fjarðarkaupstaðar, sem hefur um- sjón með skíðasvæðinu, vonast menn þar á bæ að snjórinn fari að koma, að minnsta kosti til fjalla, svo skíðaáhugamenn geti farið að taka fram búnað sinn. „Snjóleysið hefur enn ekki haft mikil áhrif á fjárhag skíðasvæðisins en það er ljóst að úr verður að rætast svo að um algjöran tekju- missi verði ekki að ræða. Við gátum opnað svæðið um jólaleytið 1994 og var þá opið fram á vor en á þessum vetri höfum við ekki getað auglýst svæðin opin fyrir almenn- ing. Það hefur ekkert verið hægt. að skíða í Tungudalnum í vetur og á Seljalandsdal hefur efri hluti dals- ins verið opinn fyrir þá sem stunda skíðaæfingar,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagði að árin 1987 og 1991 hefði skíðavertíðin ekki hafist fyrr en um miðjan febrúar og því væri ekki öll nótt úti enn hvað varð- ar opnun skíðasvæðanna. „Tekjurn- ar af svæðunum hafa verið um 5 milljónir ár hvert en á það skal bent að janúar hefur alltaf verið tekjum- innsti mánuðurinn vegna veðurfai’s- ins og því er kannski ekki um svo mikla tekjuminnkun að ræða, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Ef snjórinn fer að láta sjá sig kemst allt í samt lag en ef ekki verður eflaust um mikla tekjuminnk- un að ræða,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagði ennfremur að und- irbúningur væri hafinn að hinni árlegu skíðaviku ísfirðinga sem að þessu sinni verður í byijun apríl og væri sú vinna í höndum ferðamála- nefndar kaupstaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.