Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 41 MIIMIMIIMGAR BORGHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR THORARENSEN Borghildur Benediktsdótt- ir Thorarensen fæddist á Smá- hömrum í Kirkju- bólshreppi í Strandasýslu 24. júlí 1897. Hún and- aðist á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 23. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 6. febrúar. MEÐ ÞESSUM línum langar mig að minnast langömmu minnar sem ég kallaði jafnan Ömmu á Ljósvallagötunni. Það kom mér ekki á óvart þegar frétt- irnar um lát ömmu bárust mér hingað til Chicago. Ég hafði heim- sótt hana nokkrum dögum áður á hjúkrunarheimilið Skjól og vissi þá að þetta yrði í hinsta sinn sem ég sæi hana. Hún var tilbúin að kveðja i þennan heim eftir tæplega aldar hérvist. Síðustu árin höfðu verið henni erfið eftir að hafa haft fulla heilsu fram undir níræðisaldur. Það er með miklum söknuði sem ég riíja upp liðna tíð með ömmu. Minningarnar eru ljóslifandi í huga mér þar sem ég sé hana m.a. í ruggustólnum við stofugluggann hlustandi á kvöldsögu í útvarpinu. Það sem einkenndi ömmu var hversu hlý hún var, umhyggjusöm og gefandi. Hún lét sér annt um alla í fjöl- skyldunni. Hjá henni áttu allir griðastað og þangað var alltaf gott að koma. Frá þeim tíma er ég man eftir mér og fram til þess tíma er amma fluttist af Ljósvallagötunni var ég reglulegur gest- ur á heimili hennar sem var í mínum huga mitt annað heimili. Óteljandi eru dagarnir og næturnar sem ég dvaldist hjá henni og naut samveru hennar. Alltaf tók hún vel á móti mér og öllum þeim fjölda ættingja sem heimsótti hana og ævinlega bar hún fram gómsæt- ar kræsingar hvenær dagsins sem var. Og þegar ég var yngri var hún dugleg að lauma að manni vettlingum og lopasokkum sem hún hafði prjónað. Amma var list- feng í höndunum og afar vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði gott auga fyrir fallegum hannyrðum og eins og aðrir af hennar kynslóð var hún ekki fyrir að sitja auðum höndum. Um leið og ég kveð góða og elskulega ömmu langar mig að þakka henni fyrir allar þær dýr- mætu stundir sem hún gaf mér, en þær mun ég ávallt geyma í huga mínum og hjarta. Jón Gunnar. GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR -I- Guðrún Sigurbjörg Sigurð- ' ardóttir fæddist á Miðhúsa- seli í Fellum á Fljótsdalshéraði 3. maí 1920. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 29. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 3. febr- úar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (V. Briem.) Mig langar með nokkrum orðum að minnast Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Ég man vel þegar ég kom fyrst til Seyðisfjarðar með Valdísi dóttur hennar. Þar hafði ég fengið vinnu við afleysingar á sjúkrahúsinu þar sem hún var vökukona til margra ára. Þá kynntist ég strax góð- mennsku hennar og velvild. Hún var alltaf tilbúin að verja lítilmagn- ann. Oftar en einu sinni man ég að hún hvessti sig þegar henni fannst að mér vegið. En það var aldrei langt í glens- ið. Mér er enn minnisstætt hve gott var að sitja á spjalli í eldhús- inu hennar, hún var alltaf tilbúin að hlusta eða hlæja með ökkur Valdísi. í höndum hennar lék allur saumáskapur, ég átti til margra ára slopp sem hún saumaði handa mér. Éitt af verkum mínum á sjúkrahúsinu var að leysa matráðs- konuna af. Ég er hrædd um að enginn hefði orðið feitur það sum- arið hefði hennar ekki notið við. Ekki óraði mig fyrir þegar ég sat hjá henni á sjúkrahúsinu um daginn að það mundi verða okkar síðasti fundur. En enginn veit hve- nær kallið kemur. Elsku Gunna. Þá er einn áfanginn liðinn, ég trúi því að það sé upphafíð að ein- hveiju miklu betra og ekki efast ég um að vel verður tekið á móti þér. Ég bið guð að blessa minningu Guðrúnar. Valdísi, Reyni, Erni og Siggu sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Kristbjörg. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé. handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á beimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Skilafrestur vegna minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og íaugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir biitingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Bridshátíð hefst eftir rúma viku 35 erlend pör koma BRIPS Ilótcl Loftlciðir BRIDSHÁTÍÐ 1996 BHdshátíð Bridssambands íslands, Bridsfélags Reykavíkur og Flug- leiða haldin 16.-19. febrúar ÞÁTTTAKAN á Bridshátíð slær met á hvetju ári og ef svo heldur fram sem horfir þarf að fara að flytja mótið í Laugardalshöllina. Nýtt keppnisfyrirkomulag gerir nú kleift að fjölga pörum í tví- menningsmótinu í 120 og þar af koma 35 erlendis frá. Þá stefnir þátttakan í Flugleiðamótinu í sveitakeppni í yfir 100 sveitir. Á þriðja tug para kemur á eigin vegum frá Bandaríkjunum, ein sveit frá Noregi og par frá Hol- landi. Þá eru boðsgestirnir alþjóð- legur hópur að venju þótt mest beri á Kanadamönnum. í þeim hópi eru Eric Kokish og Joe Silver sem nú eru að koma í fyrsta skipti hingað til lands. Kok- ish hefur um árabil verið einn helsti bridsblaðamaður og sagn- venjusmiður heims og er einnig eftirsóttur þjálfari. Fyrir heims- meistaramótið í Kína aðstoðaði hann til dæmis landslið sex þjóða við undirbúninginn auk þess að spila í kanadíska landsliðinu sem náði öðru sæti á mótinu. Silver, sem er lögmaður, hefur dágott hugmyndaflug og er þekkt- ur fyrir að gefa því lausan taum- inn við spilaborðið. Saman mynd- uðu þeir Kokish akkerispar Kanadamanna í Kína. Hér er ein slemma sem þeir sögðu í undanúrslitaleiknum gegn Svíum: Vestur ♦ G V G6432 ♦ 965 + D643 Norður ♦ ÁK843 V Á98 ♦ ÁKG2 ♦ K Suður ♦ 972 VK1075 ♦ D1083 ♦ Á8 Austur ♦ D1065 VD ♦ 74 ♦ G109752 Vestur Norður Austur Suður Silver Kokish pass 1 spaði pass 2 spaðar pass 3 lauf pass 3 hjörtu pass 4 tiglar pass 5 tíglar pass 6 tíglar/// Það var býsna vel af sér vikið að finna tromplitinn á 4 sagnstig- inu eftir að hafa áður samþykkt annan lit. Byijunin var eðlileg: 2 spaðar sýndu nokkuð góða hækkun, en 3 lauf sýndu stuttlit. 3 hjörtu sýndu a.m.k. 4-lit og 4 tíglar var einnig eðlileg sögn sem gaf til kynna slemmuáhuga. 5 tiglar sýndu tíg- ulstuðning og aukastyrk og Silver hækkaði í slemmu. 12 slagir voru auðveldir viðfangs en við hitt borð- ið spiluðu Svíar 6 spaða sem fóru tvo niður. Sveitarfélagar Kokish og Silver hér eru Boris Baran og Mark Molson. Þeir eru íslendingum að góðu kunnir og unnu m.a. tví- menning Bridgehátíðar fyrir nokkrum árum. Fimmti Kanada- maðurinn á Bridshátíð er fasta- gesturinn Georg Mittelman en hann spilar við Ritu Shugart, sem spilaði hér í fyrra. Þau verða í sveit með Zia Mahmood. Hann spilar að þessu sinni við Danann Lars Blakset, sem heldur þarf ekki að kynna fyrir íslenskum bridsáhugamönnum. ítalskur Lalli Þriðja boðsgestasveitin er ekki af verri endanum: ítölsku Evrópu- meistararnir í sveitakeppni. Sá þekktasti þeirra er sjálfsagt Laurenzo Lauria, eða Lalli eins og íslensku landsliðsmennirnir kalla hann gjarnan. Lalli var skjólstæðingur Benitos Garozzos og spilaði fyrst með hon- um á Evrópumótum fyrir rúmum 20 árum. Lauria hefur þó verið nokkuð brokkgengur og aldrei náð sérstökum árangri á alþjóðavett- vangi fyrr en hann fór að spila við Alfredo Versace fyrir þremur árum. Versace, sem mun ekki vera tengdur frægum fataframleiðanda með sama nafni, er aðeins 26 ára en hefur samt getið sér talsverðrar frægðar við spilaborðið. Þeir Laur- ia þóttu óumdeilanlega besta parið á Evrópumótinu í Vilamoura í sumar. Þeir spila nokkuð sérkenni- legt, heimatilbúið kerfi sem bygg- ir á þeirri gömlu suður-evrópsku hefð að segja fyrst styttri litina sína og opnun á 1 tígli er sterk. Þeir græddu vel á þessu spili gegn Bretum í Vilamoura: Norður ♦ 10765 VK6 ♦ 10632 ♦ DG8 Vestur Austur ♦ DG3 ♦ K842 V 852 V ÁD3 ♦ KDG87 ♦ Á954 ♦ 65 ♦ 72 Suður ♦ Á9 V G10974 ♦ -- ♦ ÁK10943 Vestur Norður Austur Suður Lauria Versace 1 kjarta pass 1 spaði pass 2 grönd pass 3 lauf pass 3 grönd pass 5 lauf/// Versace sýndi báða litiná sína með grandsögnunum og Lauria taldi að háspilin í hjarta og laufi myndu nýtast vel. Vestur spilaði út tígulás sem Lauria trompaði og spilaði hjarta á kóng og ás. Austur varð nú að finna spaðaútspil til að hnekkja spilinu en þegar hann spilaði laufi gat Lauria fríað hjartað og hent þremur spöðum heima niður í hjartað í borði. Hitt ítalska parið, Massimo Lanzarotti og Andrea Buratti, hef- ur lengi verið í fremstu röð á ítal- íu en ekki náð að slá almennilega í gegn fyrr en í sumar. Þeir spila svipað kerfi og Lauria og Versace og allir spila ítalirnir hraðan og skemmtilegan stíl. Iljördís í heimsókn Af öðrum gestum má nefna Hollendingana Elly Ducheyne og Jan Swaan, en þau hafa séð um blaðamannaherbergið á öllum helstu bridsmótum í Evrópu og heimsmeistaramótum í mörg ár. Þá koma hjónin Hjördís Eyþórs- dóttir og Curtis Cheek frá Banda- ríkjunum, en það er langt síðan Hjördís hefur tekið í spil hér á landi. Guðm. Sv. Hermannsson BR.IDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson HP kökugerð Suðurlandsmeistari í sveitakeppni SUÐURLANDSMÓT í sveitakeppni var haldið að Heimalandi 20.-21. jan- úar sl. Keppnin var jafnframt undan- keppni vegna Islandsmóts í sveita- keppni og komust þrjár efstu sveitir áfram ! þá keppni. Suðurlandsmeistari varð sv. HP kökugerðar (Kristján M. Gunnarsson, Helgi G. Helgason, Grímur Arnarson og Bjöm Snorrason) með 202 stig. í 2. sæti varð sv. Sigfúsar Þórðarsonar (Sigfús, Gunnar Þóiðarson, Guðmund- ur Gunnarsson og Bergsteinn Arason) með 199 stig. í 3. sæti varð sv. Auð- uns Hermannssonar (Auðunn, Guð- mundur Theódórsson, Gísli Þórarinsson og Þórður Sigurðsson) með 190 stig. í 4. sæti: Sv. Sigfinns Snorrasonar með 177 stig. í 5. sæti: Sv. Austan 7 með 176 stig. Jafnframt var reiknuð frammistaða einstakra para í Butlerútreikningi: Kjartan Ásmundss. - Karl OlgeirGarðarss. 18,71 Sigfinnur Snorrason - Guðjón Einarsson 17,70 Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson 17,66 Óskar Pálsson - Kjartan Aðalbjömsson 17,35 Bikarkcppni Suðurlands 1996 Leikir i 1. umferð Sigfús Þórðarson, B. Selfóss - Flatkakan, B. SelfoSs c/o Grimur Amarson Hermann Guðmundsson, B. Hvolsvallar - Auðunn Hemiannsson, B. Selfoss Aðalsteinn Sveinsson, B. Eyfellinga - Brynjólfur Gestsson, B. Selfoss Leikir í 2. umferð Sigfús Þórðarson/Flatkakan - Hjörleifur Jensson, B. Vestmannaeyja Hjálmfríður Sveinsdóttir, B. Vestmannaeyja - Byggingavömr Steinars, B. Selfoss Kjartan Jóhannsson, B. Hvolsvallar - Aðalsteinn Sveinsson/Brynjólfur Gestsson Garðar Garðarsson, B. Selfoss - Hermann Guðmundsson/Auðunn Hermannsson Bridsfélag Fljótsdalshéraðs Staða efstu sveita í KHB sveita- keppni Bridsfélags Fljótsdalshéraðs sem er aðalsveitakeppni félagsins 1996 er þessi eftir sex umferðir af 10. SveitHerðis 119 Sveit Sólningar . 118 Sveit Önnu S. Karlsdóttur 96 Sveit Aðalsteins Jónssonar 94 Sveit Þorsteins Bergssonar 90 Sveit Herðis vann sveit Sólningar 19-11 en þessar sveitir eru langefstar og koma til með að heyja einvígi um meistaratitilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.