Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 39 bært að fá þær fréttir út að nú væri hún farin. Það er trú mín að nú sé hún amma á góðum stað þar sem henni liður vel. Ég kveð þig, amma, með söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið í þessu lífi. Samúðarkveðjur sendi ég allri fjölskyldunni. Elfa Ýr Gylfadóttir. ÞEGAR einhver, sem við þekkjum, kveður þennan jarðneska heim finnum við til vanmáttar okkar og smæðar og skiljum að allt er í heiminum hverfult. Allt nema ást- in sem býr í hjartanu og stýrir för. Það er oft sagt að við veljum okkur vini en ekki fjölskyldu og bæti ég þá orðinu tengdafjölskyldu þar við. Ég held að við Ólöf höfum báðar fengið létt áfall, þegar við urðum tengdamóðir og tengda- dóttir hvor annarrar. Ólíkir heimar mættust og vilji okkar var að fara hvor sína leið. Og árin liðu. Þegar velja skyldi nafn á stúlkubarn' spurði ég Óiöfu í draumi, vegna þess að ég hefði aldrei gert það í vöku. Hún svaraði því til, að hún viidi helst að það yrði nafn úr fjöl- skyldunni. Nafnið Sólveig Krista varð fyrir valinu, en Sólveigar- nafnið var í ætt Aðalsteins og svo fannst mér allir svo trúaðir, svo Krista var vel við eigandi. Skírt var í Helga-magra-stræti í faðmi fjölskyldunnar og amma í Reykja- vík heklaði bæði kjól og húfu á stúlkuna. Einar Hlér fæddist svo tveimur árum síðar og notaði ég fjölskyldu- regluna hennar Ólafar aftur og virðist mér að hagleikur ömmu Ólafar hafi erfst vel, því bæði geta þau teiknað og málað eins og hún gat. Þegar Ólöf er horfin af sjónar- sviðinu skoða ég hug minn og sé margt fallegt og tært eins og kerta- stjakinn er, sem hún gaf okkur í jólagjöf. Eiginlega var hún svolítið dularfull, hún Ölöf, eins og hún væri ekki alveg af þessum heimi. Yfirleitt ljósklædd og allt fært í stílinn, litir nákvæmlega valdir og hún hafði yfirbragð heimskonu, bar jafnan fagra sérstæða skartgripi, var hæglát en þó tíguleg. Þetta er sú Ólöf sem ég kynntist, hin síðari ár, þegar við báðar gengum ákveðnum skrefum móti þeim hugðarefnum, sem við völdum okk- ur. Hennar var guðspekin, í öllum sínum bestu myndum. Lifði hún eftir kenningum guðspekinnar, valdi jurtafæði og var bindindis- söm. Én „bóheminn“ ég fann samt velvilja og oft glettni hjá henni. Bauð ég stundum upp á líkjör, svona að gamni, þegar hún kom í mat til okkar, en það gerði hún næstum í hvert sinn sem hún kom suður. Kvöldið, sem hún lést, var ég stödd á kaffihúsi án þess að vita, að hveiju dró. Þegar átti %ð sækja mig vildi ég ekki koma heim. Eldur logaði úti á götu og vasi fullur af hvítum liljum stóð á barborðinu. Lifandi tónlist hljómaði í eyrum og þarna kvaddi ég fallega gamla konu, sem farin var á vit drauma sinna. Ég pantaði mér súkkulaði og romm. Minna gat það nú ekki verið. Á því augnabliki er lífi hennar var lokið gekk ég út í nóttina og hugsaði til hennar. Minntist hennar. Það blása engir lúðrar þótt strengur þinn titri og vefurinn verði gullinn sem sólstafur á himinboga. Er strengurinn slitnar og fáeinir syrgjendur ganga auðmjúkum skrefum mót eigin endalokum er engan lúðrasöng að heyra og blóðið rennur rautt í sporin. En ef til vill má heyra lágværan lúðraþyt fyrir handan og litlir englar blása blíðlega handan alls sem skiiið verður í hjartanu brostna og vefurinn fer aftur að glitra strengur að titra. Anna S. Björnsdóttir. MINNINGAR ÓLAFUR GEIR SIG URJÓNSSON + Ólafur Geir Siguijónsson var fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. janúar síð- astliðinn og var útförin gerð frá Árbæjarkirkju 2. febrúar. HORFINN er góður vinur. Ég Iít til baka 15-20 ár og riíja upp tíma þegar ég kynntist Óla á Geirlandi. Fyrst í fjallferðum, hann var þá fjallkóngur, síðar hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur, þar sem hann var bílstjóri á bláa bensinum R-755 eða fimm mínútur í átta eins og Óli sagði stúndum. Alltaf var stutt í húmorinn, gleðina og söng- inn. Frásagnarhæfileikar Óla voru miklir, var stundum setið heilu kvöldin og skrafað um gamla tím- ann, baslið, fjöllin og fólkið í sveit- inni Reykjavík. Þar þekkti hann hveija einustu þúfu, hól og fjall með nafni í nágrenninu og svo til skreytingar fylgdi alltaf ein saga um aldinn höfðingja. Auðvitað voru leikrænar tjáningar hafðar með til að gera allt þetta svo lifandi. Hesta- mennskan og fjárræktin heilluðu hann og átti hann alltaf fallegar skepnur og vel hirtar. Hver man ekki eftir merunum Moldu og Freyju og öllum hvítu, kollóttu kind- unum hans? Unga fólkið dróst að Óla og hann hjálpaði okkur að vera með í leiknum og alltaf var nóg að gera, járna hestana, fara á bak, heyja, smala kindum og rýja, allir fengu að vera með. Ófá ráðin gaf hann, náttúran og dýrin voru hon- um éins og opin bók. Elsku Adda og allur ykkar stóri barnahópur, Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram. Kveðja, Anna Lísa Guðmundsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega iínulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Jón Guðbjartsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Benedikt E. Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Davíð Gislason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN ÓLADÓTTIR, Hnífsdalsvegi 10, (safirði, verður jarðsungin frá (safjarðarkirkju föstudaginn 9. febrúár kl. 15.00. Jens Markússon, Halldóra Jensdóttir, Jóhann Marinósson, Guðmunda Jensdóttir, Halldór Halldórsson, Ásgerður Jensdóttir, Guðmundur Jónsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA M. MARKÚSDÓTTIR, Aflagranda 40, áðurtil heimilis i Meðalholti 19, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, fimmtudaginn 8. febrúar, kl. 15.00. Ingibjörg Ólafsdóttir Busse, Paul Busse, Benoný M. Ólafsson, Guðfinna Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ GUNNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Æsufelli 2, sem lést á vistheimilinu Kumbara- vogi 4. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Ragnhildur lsleifsdóttir, Ólafur Ingjaldsson, Svanhildur ísleifsdóttir, Þórður Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + PÁLL ÞÓRHALLSSON frá Brettingsstöðum á Flateyjardal, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 5. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Frændfólk og vinir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR frá Ljótshólum, Drápuhiíð 42, sem lést 1. febrúar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Anna Grímsdóttir, Runólfur Þorláksson, Eiríkur Grfmssbn og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Þúfu i Vestur-Landeyjum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 1. febrúar, verður jarð- sungin frá Voðmúlastaðakapellu í Áust- ur-Landeyjum laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Indriði Theodór Ólafsson, Steinunn Ósk Indriðadóttir, Sigurjón Helgi Gíslason, Anna Berglind Indriðadóttir, Guðni Þór Guðmundsson, Guðný Halldóra Indriðadóttir, Theodóra Jóna Guðnadóttir. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRÍN SVEINSDÓTTIR fyrrv. talsfmakona, Fannborg 8, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörgu eða Krabbameins- félagið. Þórheiður Einarsdóttir, Friðrik Guðmundsson, Katrfn Amni og Oddný Dögg Friðriksdætur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, SIGURBJARGAR STEINDÓRSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Dunhaga13, Reykjavik. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á G-2, Hrafnistu DAS í Reykjavík. Steindór I. Ólafsson, Hulda G. Johansen, Marfa Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTMUNDAR GEORGSSONAR trésmíðameistara. Bjarni Kristmundsson, Birgit Sonnenberger, Valdfs Kristmundsdóttir, Jens Jónssom Ásdfs Kristmundsdóttir, Guðbrandur Óli Þorbjörnsson, Guðleifur M. Kristmundsson, Hildur Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.