Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D ttrgumlifaMfe STOFNAÐ 1913 32. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Göng milli Afríku og Evrópu Madrid. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Marokkó og á Spáni hafa samþykkt áætlun um að tengja Evrópu og Afr- íku með tveimur 27 km löng- um göngum fyrir járnbrautar- lestir undir Njörvasund. Ráð- gert er að hefja framkvæmd- irnar á næsta ári. Búist er við að framkvæmd- irnar taki 13 ár en þó er gert ráð fyrir að lestaferðir geti hafist um önnur göngin eftir átta ár. Áætlað er að kostnað- urinn verði sem svarar 260-500 milljörðum króna. Göngin verða milli Tarifa, syðst á Spáni, og Tanger í Marokkó. Stjórnvöld á Spáni og í Marokkó telja arðsemislík- urnar nógu miklar til að einka- fyrirtæki fáist til að fjárfesta í þeim. Bæði ríkin ætla að leggja fé í framkvæmdirnar og hugsanlega Evrópusam- bandið. Spænskir embættismenn segja að Njörvasundsgöngin eigi að skila arði árið 2025. Boeing-757 þota steypist í sjóinn með 189 manns innanborðs Allir um borð taldir af og orsök slyssins óljós Finnsk far- þegaferja strandar Stokkhólmi. Reuter. FINNSK farþegaferja strandaði nálægt Stokkhólmi í gær með 1.300 farþega innanborðs en skip- stjórinn sagði að þeir væru ekki í hættu. Ferjan, Silja Symphony, var á leið til Finnlands og sjórinn var ísilagður þegar hún strandaði. Leki kom á framstafn ferjunnar en ekki virtist hætta á að hún sykki. Ólík- legt var að farþegarnir yrðu fluttir úr ferjunni. „Við teljum ráðlegt að fólkið verði ekki flutt úr skipinu," sagði talsmaður björgunarsveitanna á staðnum. „Það er hættulegt að flytja fólk yfir ís í myrkri." Port-au-Prince, Bonn. Reuter. FARÞEGAÞOTA af gerðinni Boeing-757 steyptist í sjóinn undan strönd Dóminíkanska lýðveldisins í fyrrinótt og allir um bqrð, 189 manns, voru taldir af. Óljóst er hvað olli slysinu og dóminíkanskir embættismenn gáfu út misvísandi yfírlýsingar um aðdragandann. Hector Roman, hershöfðingi í flug- her landsins, sagði að flugmenn þotunnar hefðu kallað í talstöð hennar að þeir ætluðu að snúa við til flugvallarins í Puerto Plata vegna bilunar. Augnabliki síðar hefði þot- an horfið af ratsjám. Emmanuel Souffront, major í dóminíkanska flughernum, sagði hins vegar. í gærkvöldi að flugmennirnir hefðu ekki tilkynnt um bilun. Roman sagði að eftir að kallinu hefði verið svarað frá flugturninum í Puerto Plata, hefði flugmaður þotunnar sagt: „Augnablik," en svo til samstundis hefði sambandið rofnað og þotan horfið af ratsjám. „Þotan tók að snúa tíl hægri og hvarf af ratsjárskjánum," sagði Souffront og bætti við að ekkert væri útilokað í sambandi við orsök slyssins. Embættismenn í Dóminíkanska lýðveldinu sögðu að elding hefði hugsanlega drepið á hreyflum vélarinnar en sérfróðir menn sögðu óhugsandi að það gæti gerst. Hreyflarnir störfuðu óháðir hvor öðrum og alltaf væri hægt að kveikja að nýju á hreyfli sem dræpi á sér. Ennfremur væru flugvélar smíðaðar til flugs í þrumuveðri. Nær útilokað var tahð að nokkur hefði komist lífs af en aðstæður á slysstað þóttu benda til þess að þotan hefði skollið með miklu afli á hafflötinn. Seint í gærkvöldi höfðu lík 106 manna fundist en um borð voru 176 farþegar, flestir þýskir ferðamenn, og 13 manna áhöfn. Þotan var í leiguflugi með ferða- Reuter ÆTTINGI farþega í þotunni, sem fórst, grætur á flugvellinum í Frankfurt eftir að hafa fengið upplýsingar um slýsið. menn til Berlínar og Frankfurt í Þýskalandi en Dóminíkanska lýð- veldið er vinsæll áfangastaður þýskra ferðamanna. Um 300.000 Þjóðverjar komu þangað í fyrra. Hafði ekki leyfi til flugsins Ætlunin var að nota mun stærri þotu til flugsins, Boeing-767, en af ókunnri ástæðu var skipt um vél á síðustu stundu. Hafði þotan sem fórst ekki leyfi til flugs til Þýska- lands og íhuguðu þýsk stjórnvöld í gær að höfða mál á hendur leigu- flugfélaginu af þeim sökum. ¦ Boeing-757 ferst/16 Ólga í Bosníu vegna handtöku serbneskra herforingja Friðarsamkomulag í hættu Sar^jevo. Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLLINN í Haag óskaði í gær eftir því að tveir foringjar í her Bosníu- Serba, sem voru handteknir í vikunni sem leið, yrðu áfram í haldi bosnískra yfírvalda meðan dómstóllinn íhugaði hvort sækja ætti þá til saka fyrir stríðsglæpi. Bosníu-Serbar sögðu handtöku mannanna stefna Dayton-friðarsamkomulaginu í hættu. Bosníu-Serbar segja að herforingjarnir hafi verið á leið til fundar við embættismenn Atlants- hafsbandalagsins þegar þeir voru handteknir. Milan Gvero, næstæðsti hershöfðingi Bosníu- Serba, sagði að Bosníustjórn yrði að láta mennina lausa ef friður ætti að komast á. Radko Mladic hershöfðingi, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hót- aði að hætta öllum viðræðum við friðargæslulið Stríðsglæpadómstóll- inn vill að Serbarnir verði áfram í haldi NATO, en hann hefur sjálfur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Bosníu-Serbar ákváðu að hætta öllum viðræðum við Bosníustjóm. Rajko Kasagie, „for- sætisráðherra" þeirra, aflýsti einnig fundum með milligöngumanninum Carl Bildt og Karli Breta- prins sem ráðgerðir voru í Sarajevo síðar í vikunni. Spenna í Mostar Friðarsamningarnir voru einnig taldir í hættu vegna deilu Króata og múslima um framtíð bæjar- ins Mostar í suðvesturhluta landsins. Króatar höfnuðu því að Evrópusambandið (ESB) útkljáði deiluna með gerðardómi og sögðust hafa slitið öllum tengslum við sambandið. Nokkur hundruð reiðra Króata lögðu undir sig skrifstofu Evrópusambandsins í Mostar. Nokkrir þeirra stukku upp á þak bifreiðar Hans Kosch- nicks, oddvita sáttanefhdar ESB, og spörkuðu á það í um klukkustund. Spænskir friðargæsluliðar voru sendir á þremur bryndrekum til Mostar og fregnir hermdu að mótmælunum hefði verið hætt. Deilan þykir til marks um hættuna á að ríkja- samband múslima og Króata splundrist. Sam- bandið nær yflr helming Bosníu og gæti ráðið úrslitum um hvort hægt verður að koma á varan- legum friði í landinu. Reuter Frost og fannfergi í Evrópu FANNFERGI og frost hefur verið víða í Evrópu að undan- f'örmi, m.a. í Þýskalandi og suð- urhluta Frakklands. Helmingur allra skóla í Skotlandi var lok- aður í gær og rafmagnslaust hefur verið í þrjá daga á heimil- um þúsunda manna í Wales eft- ir eina mestu snjókomu þar í manna minnum. Sex stiga frost var á strönd Þýskalands við Eystrasaltið, sem var víða ísi- lagt eins og sjá má á myndinni, sem var tekinn nálægt bænum Trvavemunde, skammt frá Lubeck.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.