Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 32. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Göng milli Afríku og Evrópu Madrid. The Daily Telegraph. STJÓRNVÖLD í Marokkó og á Spáni hafa samþykkt áætlun um að tengja Evrópu og Afr- íku með tveimur 27 km löng- um göngum fyrir járnbrautar- lestir undir Njörvasund. Ráð- gert er að hefja framkvæmd- irnar á næsta ári. Búist er við að framkvæmd- imar taki 13 ár en þó er gert ráð fyrir að lestaferðir geti hafist um önnur göngin eftir átta ár. Aætlað er að kostnað- urinn verði sem svarar 260-500 milljörðum króna. Göngin verða milli Tarifa, syðst á Spáni, og Tanger í Marokkó. Stjórnvöld á Spáni og í Marokkó telja arðsemislík- umar nógu miklar til að einka- fyrirtæki fáist til að fjárfesta í þeim. Bæði ríkin ætla að leggja fé í framkvæmdirnar og hugsanlega Evrópusam- bandið. Spænskir embættismenn segja að Njörvasundsgöngin eigi að skila arði árið 2025. Finnsk far- þegaferja strandar Stokkhóimi. Reuter. FINNSK farþegafeija strandaði nálægt Stokkhólmi í gær með 1.300 farþega innanborðs en skip- stjórinn sagði að þeir væru ekki í hættu. Fetjan, Silja Symphony, var á leið til Finnlands og sjórinn var ísilagður þegar hún strandaði. Leki kom á framstafn feijunnar en ekki virtist hætta á að hún sykki. Ólík- legt var að farþegarnir yrðu fluttir úr feijunni. „Við teljum ráðlegt að fólkið verði ekki flutt úr skipinu," sagði talsmaður björgunarsveitanna á staðnum. „Það er hættulegt að flytja fólk yfir ís í myrkri.“ Boeing-757 þota steypist í sjóinn með 189 manns innanborðs Allir um borð taldir af og orsök slyssins óljós Port-au-Prince, Bonn. Reuter. FARÞEGAÞOTA af gerðinni Boeing-757 steyptist í sjóinn undan strönd Dóminíkanska lýðveldisins í fyrrinótt og allir um borð, 189 manns, voru taldir af. Óljóst er hvað olli slysinu og dóminíkanskir embættismenn gáfu út misvísandi yfirlýsingar um aðdragandann. Hector Roman, hershöfðingi í flug- her landsins, sagði að flugmenn þotunnar hefðu kallað 5 talstöð hennar að þeir ætluðu að snúa við til flugvallarins í Puerto Plata vegna bilunar. Augnabliki síðar hefði þot- an horfið af ratsjám. Emmanuel Souffront, major í dóminíkanska flughernum, sagði hins vegar. í gærkvöldi að flugmennirnir hefðu ekki tilkynnt um bilun. Roman sagði að eftir að kallinu hefði verið svarað frá flugturninum í Puerto Plata, hefði flugmaður þotunnar sagt: „Augnablik,“ en svo til samstundis hefði sambandið rofnað og þotan horfið af ratsjám. „Þotan tók að snúa til hægri og hvarf af ratsjárskjánum," sagði Souffront og bætti við að ekkert væri útilokað í sambandi við orsök slyssins. Embættismenn í Dóminíkanska lýðveldinu sögðu að elding hefði hugsanlega drepið á hreyflum vélarinnar en sérfróðir menn sögðu óhugsandi að það gæti gerst. Hreyflamir störfuðu óháðir hvor öðrum og alltaf væri hægt að kveikja að nýju á hreyfli sem dræpi á sér. Ennfremur væru flugvélar smíðaðar til flugs í þrumuveðri. Nær útilokað var talið að nokkur hefði komist lífs af en aðstæður á slysstað þóttu benda til þess að þotan hefði skollið með miklu afli á hafflötinn. Seint í gærkvöldi höfðu lík 106 manna fundist en um borð voru 176 farþegar, flestir þýskir ferðamenn, og 13 manna áhöfn. Þotan var í leiguflugi með ferða- Reuter ÆTTINGI farþega í þotunni, sem fórst, grætur á flugvellinum í Frankfurt eftir að hafa fengið upplýsingar um slysið. menn til Berlínar og Frankfurt í Þýskalandi en Dóminíkanska lýð- veldið er vinsæll áfangastaður þýskra ferðamanna. Um 300.000 Þjóðveijar komu þangað í fyrra. Hafði ekki leyfi til flugsins Ætlunin var að nota mun stærri þotu til flugsins, Boeing-767, en af ókunnri ástæðu var skipt um vél á síðustu stundu. Hafði þotan sem fórst ekki leyfi til flugs til Þýska- lands og íhuguðu þýsk stjórnvöld í gær að höfða mál á hendur leigu- flugfélaginu af þeim sökum. ■ Boeing-757 ferst/16 Reuler Ólga í Bosníu vegna handtöku serbneskra herforingja Friðarsamkomulag í hættu Sar^jevo. Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLLINN í Haag óskaði í gær eftir því að tveir foringjar í her Bosníu- Serba, sem voru handteknir í vikunni sem leið, yrðu áfram í haldi bosnískra yfirvalda meðan dómstóllinn íhugaði hvort sækja ætti þá til saka fyrir striðsglæpi. Bosníu-Serbar sögðu handtöku mannanna stefna Dayton-friðarsamkomulaginu í hættu. Bosníu-Serbar segja að herforingjarnir hafi verið á leið til fundar við embættismenn Atlants- hafsbandalagsins þegar þeir voru handteknir. Milan Gvero, næstæðsti hershöfðingi Bosníu- Serba, sagði að Bosníustjórn yrði að láta mennina lausa ef friður ætti að komast á. Radko Mladic hershöfðingi, yfirmaður hers Bosníu-Serba, hót- aði að hætta öllum viðræðum við friðargæslulið Stríðsglæpadómstóll- inn vill að Serbarnir verði áfram í haldi NATO, en hann hefur sjálfur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Bosníu-Serbar ákváðu að hætta öllum viðræðum við Bosníustjórn. Rajko Kasagic, „for- sætisráðherra" þeirra, aflýsti einnig fundum með milligöngumanninum Carl Bildt og Karli Breta- prins sem ráðgerðir voru í Sarajevo síðar í vikunni. Spenna í Mostar Friðarsamningarnir voru einnig taldir í hættu vegna deilu Króata og múslima um framtíð bæjar- ins Mostar í suðvesturhluta landsins. Króatar höfnuðu því að Evrópusambandið (ESB) útkljáði deiluna með gerðardómi og sögðust hafa slitið öllum tengslum við sambandið. Nokkur hundruð reiðra Króata lögðu undir sig skrifstofu Evrópusambandsins í Mostar. Nokkrir þeirra stukku upp á þak bifreiðar Hans Kosch- nicks, oddvita sáttanefndar ESB, og spörkuðu á það í um klukkustund. Spænskir friðargæsluliðar voru sendir á þremur bryndrekum til Mostar og fregnir hermdu að mótmælunum hefði verið hætt. Deilan þykir til marks um hættuna á að ríkja- samband múslima og Króata splundrist. Sam- bandið nær yfir helming Bosníu og gæti ráðið úrslitum um hvort hægt verður að koma á varan- legum friði í landinu. Frost og fannfergi í Evrópu FANNFERGI og frost hefur verið víða í Evrópu að undan- förnu, m.a. í Þýskalandi og suð- urhluta Frakklands. Helmingur allra skóla í Skotlandi var lok- aður í gær og rafmagnslaust hefui' verið í þrjá daga á heimil- um þúsunda manna í Wales eft- ir eina mestu si\jókomu þar i manna minnum. Sex stiga frost var á strönd Þýskalands við Eystrasaltið, sem var víða ísi- lagt eins og sjá má á myndinni, sem var tekinn nálægt bænum Trvavemiinde, skammt frá Liibeck.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.