Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 35 — I j I I I I I I I I ) I I t r ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR +Þorgerður Einarsdóttir fæddist á Hesti í Hestfirði við ísa- fjarðardjúp hinn 21. apríl 1913, en ólst upp í Bolung- arvík . Hún lést á Landspítalanum að kvöldi 2. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Einarsdóttir og Einar Hálfdáns- son. Hún var elst fimm systkina, hin eru: Alfheiður sem nú er látin, Hálfdán, Dað- ey og Guðrún. Þor- gerður giftist Jóni Guðfinnssyni 10.10. 1931. Hann lést 15.12 1979. Þau eignuöust einn son, Einar. Hann er kvæntur Veru Ein- arsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þau eru Þorgerður, Ólaf- ur, Hrönn og Jón. Langömmuböm hennar em orðin tíu. Útför Þorgerðar fer fram í dag frá Fossvogskirkju kl 10.30. AMMA Gerða, eins og við systkin- in kölluðum hana, er dáin. Okkur langar til að minnast hennar í örfá- um orðum. Af mörgu er að taka því margs er að minnast. Við vorum svo heppin að alast upp í næstu götu, þannig að stutt var að fara til ömmu og afa. Þau hjuggu lengst af í Álftamýri 32. Álftamýrarskóli, sem við öll geng- um í, var alveg við heimili þeirra og oft hlupum við til ömmu áður en við fórum heim úr skólanum eða í frímínútum og kíktum í ávaxta- skúffuna í ísskápnum. Til ömmu og afa var alltaf gott að koma. Hún Þorgerður (Dedda systir) fluttist til Bolungarvíkur 1974 og voru ferða- lög vestur þá ennþá stærri þáttur í lífi þeirra og mörg voru ferðalög með þeim þangað og oft með við- kqmu á hinum og þessum stöðum. Sjórinn var stór þáttur í lífi henn- ar, bæði afi og pabbi voru sjó- menn. Óli er sjómaður og menn okkar systra, en ósköp var hún fegin að Nonni hennar fór ekki á sjó. En svo kom að því að elsta langömmubamið fór á sjóinn, þá hafði amma á orði að aldrei hefði hún haldið að hún myndi lifa það að sjá á eftir langömmubarni sinu á sjóinn. Nú, er við kveðjum ömmu með söknuði og minnumst þess alls sem hún var okkur, erum við þess full- viss að nú líði henni vel og vera komin til afa Nonna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þorgerður, Ólafur, Hrönn og Jón. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást elju og þreki er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vinnur nú með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. Af alhug færum þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk, heilsaðu fóður og frændum. Áð sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn við eigum eftir i vændum. (G. Bjömsson.) Langömmubörnin. Mig langar að minnast Þorgerð- ar Einarsdóttir sem ávallt var köil- uð Gerða eða langamma Gilla. Ég kynntist henni fyrir tæpum tveim- ur áratugum og átti með henni margar góðar samverustundir. Gerða var réttlát kona, mikil hús- móðir og komst vel að orði. Alltaf átti hún pönnukökur eða annað góðgæti þegar við litum inn til hennar. Hún var mikil hann- yrðakona, allt lék í höndum henn- ar, hvort sem var útsaumur, leir- munagerð eða silkimálun. Margir fagrir hlutir sem hún gaf fjöl- skyldunni eru til prýði á heimili okkar. Á síðasta ári fór heilsu Gerðu mjög að hraka. En ávallt fylgdist hún vel með hvernig langömmu- börnin höfðu það, enda hafði hún mikla ánægju af samverustundum með þeim. Hún skilur eftir sig stórt skarð og við söknum hennar sárt. Góði Jesú, veg mér vísa, veikan styrk minn, andans þrótt. Kærleiks geisla láttu lýsa lffi mínu dag og nótt, vetur, sumar, vor og haust. Vertu hjá mér endalaust. Gefðu síðast frið ég finni, frið í dýrðar birtu þinni. (Á.E.) Sólveig. Látin er ömmusystir mín, Þor- gerður Einarsdóttir, á 83. aldurs- ári. Gerða eins og hún var oftast kölluð var mér ekki einungis frænka heldur var ég skírður í höfuðið á henni og eiginmanni hennar, Jóni Guðfinnssyni. Fjarlægðarinnar vegna voru kynni mín af Gerðu og Jóni lítil fyrstu 15 ár ævi minnar. Það var síðan haustið 1977, fyrir tilstuðlan Gerðu, að ég, systir mín og frændi fengum leigða íbúð í Álftamýri 32 í Reykjavík, í sama stigagangi og íbúð Gerðu og Jóns. Því miður urðu kynni mín af Jóni lítil þar sem hann lést í desember 1979. Ég man hann sem rólegan og yfírveg- aðan mann sem vann langan vinnudag þótt á efri ár væri kom- inn. Eins varð mér strax ljóst að þar fóru hjón sem þótti vænt hvoru um annað, áttu mjög snyrtilegt heimili enda mikil snyrtimenni sjálf. Eins man ég mikla umhyggju þeirra fyrir fjölskyldu einkasonar síns, Einars. Sú umhyggja var reyndar gagnkvæm því börn Ein- ars hændust mjög að ömmu sinni og afa. Á þessum árum var Einar að heiman langtímum saman vegna starfa sinna úti á sjó. Mér er mjög í minni hversu innilega var fagnað þegar hann kom í heim- sókn til foreldra sinna eftir langar fjarvistir. Kynni mín af Gerðu frænku urðu hins vegar meiri. í þá fímm vetur sem ég bjó í Álftamýrinni bauð Gerða mér oft í kaffi og mat. Gerðu var umhugað um að ég borðaði vel fyrir próf og eldaði ósjaldan hafragraut fyrir mig áður en ég fór í prófín. Oft borðuðum við saman soðna ýsu enda bæði mikið fyrir þann mat. Þar kynntist ég þeim góða sið Gerðu að henda aldrei matarafgöngum. Gengi af ein kartafla og smá biti af soðnum fiski var það geymt og borðað síð- ar. Þessi góða dyggð hefur Gerðu áskapast í uppeldi sínu því oft var þröngt í búi hjá móður hennar og systkinum en faðir þeirra drukkn- aði þegar þau voru börn að aldri. Gerða var vel gefin kona en aðstæður höguðu því þannig að skólaganga hennar var lítil. Ég dáðist oft að góðu valdi hennar á íslensku máli, krossgátur Lesbókar Morgunblaðsins voru henni t.d. ekki erfitt verk. Fréttatímar fóru sjaldnast framhjá Gerðu og alltaf fylgdist hún með veðurspám því hún vildi vita hvernig veðrið væri hjá sjómönnunum sínum, en sjó- mennska hefur verið og er aðal- starf margra karlmanna í fjöl- skyldu hennar. Samheldni var mikil á meðal Gerðu og systkina hennar. Eftir- minnilegt er ættarmót niðja for- eldra þeirra sem haldið var í júlí 1988 en það heppnaðist í alla staði vel. Gerða var mikið fyrir frænd- fólk sitt. Sem dæmi um það safn- aði hún úrklippum úr blöðum með myndum og greinum af því. Á sama hátt fannst mér hún njóta vissrar verðskuldaðrar virðingar hjá frændfólki sínu. Þar held ég að hafí skipt miklu hversu sam- ræðugóð hún var og hreinskilin. Gerða hafði gaman af börnum. Ósjaldan heyrði ég hana segja sög- ur af barnabamabörnum sínum. Bömum mínum var hún góð og ríkti alltaf sérstök tilhlökkun hjá þeim áður en farið var í heimsókn til Gerðu. Hún gætti þess að hafa nammiskálina aldrei tóma. Að leiðarlokum viljum við Sig- rún og bömin þakka Gerðu fyrir samvistimar og góða viðkynningu. Svo gera einnig foreldrar mínir en heimili þeirra Gerðu og Jóns var föður mínum alltaf sem hans ann- að heimili á hans yngri árum, hvort sem heimilið var í Bolungarvík, Keflavík eða í Reykjavík. Einari, Veru og fjölskyldu flytj- um við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gerðu frænku. Jón Þorgeir Einarsson. Með örfáum orðum vil ég minn- ast föðursystur minnar, Þorgerðar Einarsdóttur, sem lést 2. febrúar sl., og eiginmanns hennar, Jóns Guðfínnssonar, sem lést 15. desember 1979. Margar minningar í lífí mínu tengjast þeim hjónum. Þegar ég var tíu ára gömul fór ég með Gerðu frænku í mína fyrstu ferð til höfuðborgarinnar. Fyrir mig var það ævintýri líkast að vera með henni í Reykjavík. Við fórum m.a. í leikhús, á söfn, í heim- sóknir og verslunarleiðangra. Fannst mér aðdáunarvert hversu vel hún þekkti þessa borg sem í mínum huga var afar flókin. Ég átti því láni að fagna að búa hjá Gerðu og Nonna þann tíma sem ég var við nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hjá þeim leið mér mjög vel og voru þau mér sem bestu foreldrar. Þetta var á fyrstu árum Ríkis- sjónvarpsins og eru mér minnis* v stæðar kvöldstundirnar með þeim þegar við horfðum saman á ýmsa sjónvarpsþætti og ræddum síðan um þá og fleiri mál yfir kvöldkaff- inu sem var fastur liður á þeirra heimili. Mér fannst þessar umræð- ur mjög þroskandi. Þær vöktu mig til umhugsunar og víkkuðu sjón- deildarhringinn. Upp frá þessu gisti ég oftast á heimili þeirra í Álftamýri 32 þegar ég dvaldi í höfuðborginni. Sama gilti um foreldra mína, systkini og fjölskyldur okkar. Nutum við þá einstakrar gestrisni og hlýju þeirra hjóna. Eftir að Jón féll frá bjó Gerða áfram í Álftamýrinni, allt til ársins 1985. Þá flutti hún á heimili sonar síns og tengdadóttur á Háaleitis- braut 55. Síðustu árin bjó hún í Furugerði 1. Sem fyrr var heimili hennar kærkominn viðkomustaður fyrir ættingjana, sem oft mæltu sér mót hjá henni. Þegar langur tími leið á milli heimsókna töluðum við saman í síma. Sameiginlegt áhugamál okk- ar voru krossgátur og myndagátur og hringdum við gjaman hvor til^ annarrar til að bera saman bækur okkar við lausnir á gátunum. Reyndar var það hún sem kenndi mér að ráða slíkar gátur. Hún var andlega hress allt fram á síðustu daga þótt líkamlegri heilsu hennar hefði hrakað. Á kveðjustund streyma fram í hugann minningar frá liðnum stundum með þeim hjónum. Af mörgu er að taka en aðeins örfátt nefnt. Minningamar um þau em mér dýrmætar og ég met það mik- ils að hafa notið samfylgdar þeirra. Einari, Vera, börnum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mina. Jóhanna Hálfdánsdóttir. að skilnaði. Tilkynningin um andlát þitt kom mér ekki á óvart en rifj- aði upp margar góðar minningar um okkar glöðu og góðu stundir sem við áttum saman en nú líður þér vel og ert komin til drengjanna þinna. Eg veit að Steinar hefði viljað fylgja þér til grafar (mömmu tvö eins og þeir vinimir sögðu stundum), en ekki er allt eins og við viljum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri Elli og synir, Guð gefí ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Guð fylgi ykkur. Margrét Guðlaugsdóttir. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness.) Þetta Ijóð kom upp í huga minn eftir að mér var tilkynnt lát þitt. Svo fylltist ég reiði, var ekki kom- ið nóg. Stundum skilur maður ekki tilganginn með þessu öllu saman og fer að efast um trúna, en samt er það einmitt trúin sem maður leitar alltaf aftur í með von um styrk til að sjá ljósið í öllu þessu myrkri. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, elsku Minna mín. Það eru ekki mörg ár síðan við kynntumst, en þau ár voru góð. Við áttum yndislegar stundir sam- an, enda var ekki annað hægt í návist þinni, þú varst alveg ein- stök, svo hjartahlý og trygg. Margt gerðum við okkur til gamans. Sumt af því ætla ég að minnast á, annað geými ég fyrir mig. Á vorin fórum við oft í sund og göngutúra, en á sumrin fórst þú vestur á Tálknafjörð og varst þar fram á haust. Þegar þú komst í bæinn á haustin var lítið um göngutúra og sund, þá nutum við þess að skoða bæjarlífið. Ég veit að eftir „einangrunina“ fyrir vest- an þá fannst þér svo gaman að skoða það, sem borgin hefur upp á að bjóða. Einn staður var í uppá- haldi hjá okkur, það var Listhúsið við Engjateig. Við áttum það sam- eiginlegt að gleyma okkur við að skoða alla þá list sem þar er innan dyra. í þessu bæjarrölti okkar vorum við orðnar góðar í kaffihúsamenn- ingunni í bænum, en stundum varð matsölustaður fyrir valinu, en sá staður þurfti að hafa góða pasta- rétti því eins og við vorum svo oft að gantast með, þá gátum við not- ið þess að borða pasta þar, því heima fyrir fengum við að heyra það hjá sjómönnunum okkar, að þetta væri ekki matur. Minna mín, aldrei fór ég vestur til þín yfír sumarið eins og við vorum búnar að plana tvö síðustu sumur. Þú ætlaðir að sýna mér svo marga fallega staði sem þú varst búin að segja mér frá. Þar átti ég líka að kynnast perlunni þinni, henni Thelmu Dögg. Ég á góðar minningar frá síð- asta sumri þegar þið Erlingur kom- uð suður og bjugguð hjá okkur í viku. Þið Erlingur töluðuð þá um að kannski færum við bara öll fjög- ur saman út til Kanarí. Tveimur mánuðum seinna fórum við að staðfesta ferðina og þá má segja að við værum komnar hálfa leið. Ég sé Erling fyrir mér í stólnum „sínum“ með sitt bros og hlæjandi að okkur yfír því hvað við gátum pakkað oft niður í huganum, en, elsku Minna mín, þér var ætluð önnur og lengri ferð. Það var gott að koma heim til ykkar. Þið Erlingur voruð miklir vinir. Þið voruð að mörgu leyti ólík en mjög svo náin hvort öðru og virtuð langanir hvort annars. Eða eins og þú sagðir svo oft, Erlingur minn: „Hún Minna mín er svo mik- ill fjörkálfur, þarf mikið meira að hreyfa sig en ég.“ Fjölskyldan var þér allt. Erling- ur, Teddi, Guðmundur og Thelma Dögg áttu hug þinn allan ásamt Hönnu Kristínu sem þú varst svo stolt af fyrir allan hennar dugnað, og Maríu vinkonu hans Gumma hlakkaðir þú til að kynnast betur. Elsku Minna mín, ég ætla að minnast þín eins og þú varst á jóladag þegar ég kom til þín á sjúkrahúsið því þá kom eiginleiki þinn, að gleðjast yfír svo litlu svo vel í ljós. Þér fannst þú betri en í gær, það var nóg til að gleðjast yfir og brosandi sýndir þú mér jóla- styttuna sem var hjá þér á borðinu og sagðir: „Þetta komu Teddi minn og Hanna Kristín með til mín í dag, þau vildu að ég hefði eitthvað hjá mér sem minnti á jólin.“ Að lokum kveð ég þig með sökn- uði kæra vinkona og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Kæra fjölskylda, við Bjössi og Maren Dröfn vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi fallegar minn- ingar um góða eiginkonu, móður, dóttur, tengdamömmu, ömmu og systur verða ykkar styrkur. Drottinn, gef dánum ró, en hin- um líkn sem lifa. Erla. Mig Iangar í fáeinum orðum að minnast hennar Jakobínu, eða Minnu eins og allir kölluðu hana. Elsku Minna, ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki í sumar og næsta sumar, eins og alltaf. Þú komst vestur eins og vorboðinn. Dugleg að flytja þig og þína á milli landshluta, fyrir nokkra mán- uði. Stundum vorum við á sama róli í þessum ferðalögum, ég dáð- ist alltaf að dugnaði þínum og ró þinni yfir þessu raski. Sumarið var þinn tími, þú elskaðir sólina og góða veðrið. Það verður tómlegt að hitta þig ekki í kaffi við einhvern húsvegginn á næstu sumrum og sjá þig ekki tipla um göturnar svo fína og fallega eins og þú alltaf varst. Það er svo margt sem mig langar að rifja upp og setja á blað en kem ekki orðum að. Við sem þekkjum þig geymum þessar minningar með okkur. Að lokum langar mig að þakka þér samverustundirnar í þessu lífí oj*^ votta fjölskyldu þinni mína dýpstu' samúð. Guð styrki ykkur. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn. Því nú er nótt, og harla langt er heim. 0, hjálpin mín, styð þú minn fót, þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ýós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, , „ unz fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Aðalbjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.