Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ j FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Útflutmngur á hráefni í skugga atvinnuleysis FATT hefur tekið meira rúm í ræðu og riti almennnings og fjölmiðla undanfarin ár en atvinnleysið. Hliðstæðu má ef til vill finna í umræðum manna um eiturlyfja- vandann, en þessir tveir vágestir tóku sér fasta búsetu á íslandi um svipað leyti. Ekki er með sann- girni hægt að segja, að stjórnmálamenn hafi ekki sinnt þessu vandamáli, það hefur verið þungamiðjan í allri stjórnmálaumræðu. Þannig voru atvinnumálin einn af fjórum burðarstólpum í stefnuskrá R-list- ans í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum, og Framsóknarflokkurinn tók mikla pólitíska áhættu er hann lofaði 12.000 nýjum störfum fyrir aldamót. I umhverfí, sem einkennist af offramboði allra tegunda neyslu- vara, gnægð ódýrs vinnuafls í sam- keppnislöndum, og að vissu marki landfræðilegri einangrun íslands frá helstu mörkuðum, svo maður tali nú ekki um smæð heimamark- aðar, er sköpun nýrra starfa hreint ekki auðveld. Öllum, sem koma nærri atvinnu- uppbyggingu, er kunnugt um hve erfitt það er að skapa ný störf og hversu mikil fjárfesting og áhætta er á bak við hvert þeirra. En stund- um er hægt að gera mikið fyrir lítið. Sá þáttur í fullvinnslu sjávarafla sem náð hefur hvað bestum ár- angri, að vísu eftir mikið þróunar- starf og fórnir, er framleiðsla á kavíar úr grásleppuhrognum. Þar eru nú starfandi fimm vel stæðar verksmiðjur með gott markaðs- kerfí. Það sem helst háir þeim er skortur á hráefni. Fyrir 20 árum, áður en full- vinnsla á grásleppuhrógnum hófst hér á landi að einhveiju marki, keyptu erlendir framleiðendur, að- allega danskir og þýskir, allt hrá- efnið. Flest þessi erlendu fyrirtæki hafa ennþá sterk ítök í íslenskum grásleppuhrognamarkaði og hafa hér sína þjónustufulltrúa. Islensku verksmiðjurnar eiga ár- lega í harðri samkeppni um hráefn- ið við þessi erlendu fyrirtæki, og þykir þeim eðlilega sárt að sjá á eftir helmingi hráefnisins í hend- urnar á erlendum verksmiðjum, sem jafnframt eru þeirra helstu keppi- nautar á erlendum mörkuðum. Hrá- efnið er takmarkað, en kavíarinn hefur nokkuð tausta stöðu á erlend- um mörkuðum. Sá framleiðir og selur, sem hefur hráefnið. Þess má geta, að all- ar íslensku verksmiðj- urnar eru traustir greiðendur, staðgreiða hráefnið til sjómanna og geta lagt fram bankaábyrgð, sé þess krafist. Þær borga auk þess síst lægra verð en þær erlendu; heldur hærra ef eitthvað er. Hagsmunaaðilar í iðnaðinum hafa á und- anförnum árum ítrekað snúið sér til yfirvalda með beiðni um að út- flutningur á grásleppu- hrognum í tunnum yrði takmarkaður. Það hefur lítinn árangur borið. Viðkomandi ráðu- neyti hafa borið fyrir sig skuldbind- ingar íslendinga gagnvart EES um óhefta verslun. Talsmenn lagmetis- iðnaðarins benda hinsvegar á að fiestar þjóðir finni ieiðir til að vernda sinn iðnað. A síðasta ári kynntu forstjórar • • Flestar þjóðir, segir Orn Erlendsson, finna leiðir til að vernda sinn iðnað. íslensku kavíarverksmiðjanna þessi sjónarmið sín fyrir núverandi iðnað- ar- og viðskiptaráðherra. Hann kvaðst hafa skilning á málinu og vildi skoða, hvaða leiðir væru færar til að stýra útflutningnum. Nú fer ný grásleppuyertíð í hönd, og kavíarframleiðendur standa aft- ur frammi fyrir því að tryggja sér hráefni í samkeppni við erlenda kaupendur. Ekki vil ég gera lítið úr mikil- vægi frjálsrar verslunar né alþjóð- legum skuldbindingum, en í milli- ríkjaviðskiptum er sú regla ráðandi að hver sé sjálfum sér næstur. Varðandi ráðstöfunarrétt þeirra, sem hráefnisins afla, vil ég segja: Aðgangur að takmarkaðri auðlind, eins og grásleppuhrognin eru, ætti að setja þá skyldu á herðar þeirra sem njóta að þeir ráðstafi hráefninu á þann hátt sem best samræmist þjóðarhag. Með því að halda þessu hráefni í landinu er hægt að skapa störf, sem ekki krefjast neinna viðbótar- fjárfestinga. Getur það verið einfaldara? Meðan ekki er fundin leið, sem tryggir íslenskum verksmiðjum for- gang að takmörkuðu hráefni, er erfitt að taka tal manna um útrým- ingu atvinnuleysis alvarlega. Höfundur rekur útflutningsfyrir- tækið Triton ehf. Örn Erlendsson LAUGAVEGI 20 • SÍMI 552-5040 FÁKAFENI 52 • SÍMI 568-3919 KIRKJUVEGI 10 •VESTM • SÍMI 481-3373 LÆKJARGÖTU 30 HAFNARF. • S. 5655230 VpKVABÚNAÐUR IVINNUVELAR VÖKVAMÚTORAR DÆLUR PVG $AMSVARANDI STJ0RNL0KAR 0G FJARSTYRINGAR GÍRAR OG BREMSUR GOTT VERÐ - GÓÐ ÞJÓNUSTA = HÉÐINN: VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 KRINGLUNNI Símí 568 1925 HANZ Engin lætí strákar! Verðhrunið hófst í morgun, 50% afsláttur Klæðningin sem þolir íslensko veðróttu , Leitib tilbo&a AVALLT TIL A LAGER ÞÞ &co Þ ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • I08 REYKJAVlK SÍMAR 553 8640/568 6100,fax 588 8755. 2632 DT ■ H:144 B:54 D;58 cm 1 Kælir/Frystir:: 204/46 Itr. 1 Orkun.:l .2 kwst/24 klst. AEG AEG j 3032 DT • H:162 B:54 D:58 cm > Kælir/Frystir: 225/61 Itr. 1 Orkun.,1,24 kwst/24 klst. 2632 KG ' H:149 B: 55 D:60cm ' Kælir/Frystir: 170/65 Itr. • Orkun.:l ,04 kwst/24klst. KS 7135 • H:185 B:60 D:60 cm • Kælir:340 Itr. • Orkun.: 0,5 kwst/24 klst. KF 7829 •H:185 B:60 D:60cm • Kælir/Frystir: 202/90 Itr. • Orkun.:l,lkwst/24 klst. AEG EG. kEG AEG AIO AiG'AEG AEG AEG AEG AEG AIO AEO , ASG A BRÆÐURNIR cmssmm Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um land allt £ <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.