Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rætt á Alþingi um aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum
U mhverfisráðuneytið
verður lagfært í sumar
ÞESS var krafist á Alþingi í gær
að allar opinberar byggingar verði
gerðar aðgengilegar öllum lands-
mönnum. Boðaði Ógmundur Jónas-
son alþingismaður þingsályktunar-
tillögu um að gerð yrði rækileg og
ýtarleg úttekt á öllum stofnunum
ríkis og sveitarfélaga með tilliti til
þarfa fatlaðra með það að markmiði
að fá fram stöðu mála og úrbætur
í kjölfarið.
I fyrirspurnatíma spurði Ög-
mundur einstaka ráðherra um þessi
mál. Hann spurði sérstaklega um
aðgengi fatlaðra að umhverfisráðu-
neytinu, en það ráðuneyti hefur
aðalumsjón með byggingar- og
skipulagsmálum, þar á meðal að-
gengi fatlaðra.
Umhverfisráðuneyti lagað
Guðmundur Bjarnason umhverf-
isráðherra viðurkenndi að aðgengi
ráðuneytisins væri til vansa. Árið
1991 hefði Vonarstræti 4 verið tek-
ið á leigu til 10 ára, undir aðalskrif-
stofu umhverfisráðuneytisins.
Ráðuneytið hefði gert ítrekaðar til-
raunir til að gera húsið aðgengilegt
fyrir fatlaða en Iengi vel ekki feng-
ið jákvæðar undirtektir hjá eigand-
anum, Reykjavíkurborg, og fjárveit-
ingarvaldinu.
Nú hefði hins vegar fengist vil-
yrði fyrir fé til breytinga á húsinu
og gert sé ráð fyrir að framkvæmd-
um ljúki um mitt þetta ár þannig
að fullt aðgengi verði að 1. hæð
hússins þar sem aðalskrifstofan er.
Hann sagði hins vegar að fullt að-
gengi að öðrum hæðum hússins
væri miklu meira mál og kostnað-
arsamara og ekki skynsamlegt af
Ieigutaka að fara út í slíkar fram-
kvæmdir þar sem talsvert væri liðið
á leigutímann.
Guðmundur upplýsti einnig að
stofnanir sem heyrðu undir ráðu-
neytið hefðu mismunandi aðgengi.
Þar á meðal væri húsnæði Náttúru-
fræðistofnunar nánast óaðgengilegt
fyrir hreyfihamlaða. Það mál væri
erfitt og kostnaðarsamt að leysa og
ekki fyrirhugað í bráð. Ögmundur
sagði það sína skoðun að ríkisstjóm-
in ætti að hyggja að því hið allra
fyrsta að fá annað húsnæði fyrir
umhverfisráðuneytið, þar sem það
lægi í augum uppi að það ráðuneyti
ætti fyrst og fremst að sjá sóma sinn
í að hafa allar sínar vistaiverur að-
gengilegar fyrir alla þegna landsins.
Ögmundur spurði félagsmálaráð-
herra m.a. um aðgengi að opinber-
um byggingum á vegum sveitarfé-
laga og hvort ráðuneytið hefði farið
fram á að sveitarstjórnir geri á þeim
endurbætur, en samkvæmt lögum
eiga sveitarstjórnir að sinna ferli-
málum fatlaðra með skipulögðum
hætti.
Endurbætur dýrar
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði meginatriðið að gæta
þess, þegar verið væri að reisa nýj-
ar byggingar, að þær væra skikkan-
lega úr garði gerðar. Eldri bygging-
ar þyrfti margar að endurbæta
mjög. Slíkt væri dýrt, og fjárhag
sumra sveitarfélaga þannig háttað,
að erfitt væri að eggja þau til mik-
illa fjárfestinga.
Páll sagði að heildarskuldir sveit-
arsjóða í árslok 1994 hefðu numið
34 milljörðum og heildarskuldir fyr-
irtækja sveitarfélaga með sjálfstæð-
an fjárhag hefðu numið 20 milljörð-
um króna. „Því eru nokkrar vöflur
á mér að setja fram harðar kröfur
á sveitarfélögin,“ sagði Páll, en
sagði það sjálfsagt að vinna að end-
urbótum á húsnæði ríkisins.
Þá spurði Ögmundur mennta-
málaráðherra um aðgengi fatlaðra
að Þjóðleikhúsinu. Þar væri engin
lyfta, lítil aðstaða fyrir fatlaða i
aðalsal og engin í minni sölum og
veitingasölu.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði, að þegar gerðar voru
endurbætur á Þjóðleikhúsinu
1990-91 hefði verið gert ráð fyrir
lyftu fyrir áhorfendur. Þeim fram-
kvæmdum hefði þó verið frestað
vegna mikils kostnaðar.
Aðgengi batnað í Þjóðleikhúsi
Björn sagði að aðgengi fatlaðra
í Þjóðleikhúsinu hefði batnað síðustu
ár, einkum í aðalbyggingu. í aðalsal
væri aðstaða til að koma allt að 8
hjólastólum fyrir og starfsfólk að-
stoðaði fatlaða af megni. Þá greiddi
fólk í hjólastólum ekki aðgangseyri.
Ögmundur sagðist ekki sjá neina
ástæðu til að bíða með lyftufram-
kvæmdir og aðrar framkvæmdir til
að bæta aðgengi fatlaðra. Hann
hvatti menntamálaráðherra til að
beita sér fyrir því að öllum gestum
í leikhúsi allra landsmanna verði
tryggð þar full mannréttindi.
Niður-
staða FBI
kynnt
BOGI Nilsson, rannsóknarlög-
reglustjóri ríkisins, segir að í dag
skýri Rannsóknarlögreglan frá
niðurstöðu DNA-rannsóknar,
sem bandaríska alríkislögreglan
FBI gerði á sæði í veiju, sem
lögð var fram sem sönnunar-
gagn í meintu nauðgunarmáli.
Hæstiréttur sýknaði breskan
sjómann af ákæru um nauðgun
á fimmtudag í síðustu viku.
Héraðsdómur hafði sakfellt
manninn, m.a. á grundvelli ís-
lenskrar DNA-rannsóknar.
Áður en málið kom til kasta
Hæstaréttar bárast niðurstöður
norskrar rannsóknar og gengu
þær gegn íslensku niðurstöðun-
um. Ríkissaksóknari fór fram á
að Hæstiréttur frestaði dóms-
uppsögu þar til niðurstaða
þriðju rannsóknarinnar, hjá
FBI, lægi fyrir, en rétturinn
kvað upp dóm sinn og sagði það
ganga gegn rétti sakbomings
að fresta dómsuppsögu eftir að
málflutningi væri lokið og málið
hefði verið dómtekið.
DV birti í gær frétt af rann-
sókn FBI og sagði niðurstöðuna
þá að sæði úr smokknum væri
úr Bretanum. í gærkvöldi sagð-
ist fréttastofa Ríkisútvarpsins
hins vegar hafa heimildir fyrir
því að niðurstöður rannsóknar
FBI væru samhljóða norsku
rannsókninni.
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ undirskrift kaupsamningsins. F.v.: Bernhard A. Petersen,
framkvæmdasljóri Félagsstofnunar stúdenta, Guðjón Olafur
Jónsson, stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta, Ragnar
Ingimarsson, framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla Islands
og Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla Islands.
Háskóli kaup-
ir Nvja Garð
Klaustur í Yiðey talið
ólíkt stórbýlum Islands
Morgunblaðið/Þorkell
GRAFIÐ eftir fornleifum í Viðey.
HÁSKÓLI íslands hefur keypt
Nýja Garð við Sæmundargötu af
Félagsstofnun stúdenta. Kaup-
verðið er 95 milljónir króna á nafn-
virði. Eignin, sem samanstendur
af 61 herbergi, afhendist í þremur
áföngum, 17 herbergi á fyrstu hæð
í febrúar en hinir áfangarnir %rin
1998 og 1999.
Samningur um þetta var undir-
ritaður í Garðsbúð Gamla Garðs
við Hringbraut í gær. Háskóli Is-
lands mun nýta Nýja Garð sem
skrifstofuhúsnæði kennara en mik-
il vöntun hefur verið á slíku hús-
næði.
Félagsstofnun stúdenta ráðgerir
byggingu nýs stúdentagarðs í stað
Nýja Garðs þar sem leitast verður
við að bjóða stúdentum upp á mun
betri aðstöðu en er á Nýja Garði.
Gert er ráð fyrir að hann verði
tekinn í notkun haustið 1998 og
hýsi um 60 stúdenta.
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað á stúdentagörðunum undan-
farin þrjú ár. Á þessum tíma hafa
verið teknar í notkun um 90 íbúð-
ir fyrir 135 einstaklinga og pör í
svokölluðu Ásgarðahverfi sem er á
háskólasvæðinu og áætlað er að
byggja íbúðir fyrir 225 stúdenta
til viðbótar á sama stað næstu sex
árin. Áætlaður byggingarkostnað-
ur vegna framkvæmda í Ásgarða-
hverfínu nemur alls um 1.200 millj-
ónum króna.
Nýlokið er viðamiklum endur-
bótum á Gamla Garði við Hring-
braut og var hann tekinn í notkun
nú í ársbyrjun. Á Gamla Garði eru
43 einstaklingsherbergi. Kostnað-
ur vegna endurbótanna nam 35
milljónum króna.
Miðað við erlend-
ar fyrirmyndir
GAGNRÝNI kemur fram á viður-
kenndar kenningar um byggð og
byggingarstíl í Viðey til forna í
grein Steinunnar Kristjánsdóttur
fornleifafræðings og forstöðu-
manns Minjasafns Austurlands í
nýjasta hefti Árbókar Hins íslenska
fornleifafélags, en Steinunn vann
við uppgröftinn um talsvert skeið.
Einkum beinist gagnrýni Stein-
unnar að þeirri kenningu ýmissa
fræðimanna að klaustur í Viðey
(frá 1226 fram á miðja 16. öld)
hafi verið í líkingu við stórbýli ís-
lendinga og ólíkt erlendum klaustr-
um.
Útlit þótti sjálfgefið
Til stuðnings þeirri kenningu
hefur m.a. verið nefnt að íslenskir
fornritahöfundar hafi verið fámálir
um efnið og tekið mið af 18. aldar
úttektum og lýsingum á íslenskum
klustuijörðum, við rannsóknir á
húsakosti íslenskra klaustra. Meðal
annars sé talað um um „klaustur",
„Viðeyjarklausturs hús“ og fleira
af sama toga í þremur 18. aldar
úttektum á húsum í Viðey og það
orðalag talið vísbending um að
klausturhúsin hafi enn staðið uppi
á þessum tíma.
Steinunn segir að efast megi
stórlega um að húsaskipan klaustr-
anna hafi verið í líkingu við íslensk
stórbýli og það eitt, að hvergi í ís-
lenskum ritheimildum sé getið um
afstöðu eða útlit íslenskra klaustra,
geti bent til að þess að hið hefð-
bundna og táknræna útlit klaustur-
húsanna hafi þótt sjálfgefið. Stein-
unn segir ólíklegt að kirkjunnar
menn hafi byggt klaustur sín að
eigin geðþótta, heldur hafi þeir
þurft að hlíta alþjóðlegum reglum
um þetta sem annað er við kom
klausturhaldi og öðrum trúarlegum
athöfnum.
Hún bendir á að erlend klaustur
voru byggð þannig að vistarverur
þeirra umluktu klausturgarðinn,
sem var jafnframt þungamiðja
klaustursins og af ummerkjum um
rústir sem fundist hafa í Viðey
megi ráða að svo hafi einnig verið
háttað í eynni. Þrátt fyrir að talað
sé um klaustur í áðurnefndum 18.
aldar úttektum, sé öldungis óvíst
að umrædd hús séu frá klausturtím-
anum, þar sem klausturumboð hafi
iðulega gengið áfram undir nafninu
klaustur eftir siðbreytingu. Nafn-
giftin sé því ónákvæm, ekki síst
með tilliti til þess að hlutverk hí-
býla á klaustuijörðum hafi að öllum
líkindum breyst mikið við þau tíma-
mót.
Ekki eins og gangabær
Steinunn færir rök fyrir því að
húsin í Viðey gætu hafa verið
endurbyggð efir siðbreytingu og þá
sennilega verið skipt um bygging-
arstíl, enda gefi vitnisburður forn-
leifanna í Viðey það eindregið til
kynna. Við siðbreytinguna var
reynt að afmá leifar kaþólskunnar
eins og kostur var, þannig að erfitt
er að finna þessar menjar, auk þess
sem eftir að klaustrið lagðist af við
siðaskiptin var byggður gangabær
ofan á það.
Steinunn segir greinina ritaða
áður en uppgreftri í Viðey var hald-
ið áfram í fyrrasumar, og margt
hafi bæst við síðan þá.
„Við fundum brot af klaustrinu
árið 1994 sem kollvarpaði öllum
eldri kenningum sem fram höfðu
komið, og seinasta sumar fundum
við enn fleiri brot sem virðast af
þessu klaustri og staðfesta enn
frekar það sem um er að ræða.
Það hefur alltaf verið gengið út
frá því að klaustur á íslandi hafi
litið út eins og gangabæir, þ.e. eins
og venjulegir bæir stórbænda, en
það sem við höfum séð í Viðey sein-
ustu sumur bendir til að þau hafi
ekki litið þannig út, heldur eins og
klaustur annars staðar í Evrópu.
Þar voru klaustur yfirleitt byggð í
ferhyrning utan um klausturgarð
og þessi regla virðist hafa verið
virt hér, ef marka má þá staðreynd
að við fundum rústir í Viðey sem
líta allt öðru vísi út og snúa öðru
vísi heldur en aðrar rústir á svæð-
inu,“ segir hún.