Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 7
FRÉTTIR
Námskynning 1996 í næsta mánuði
„ Morgunblaðið/Árni Sæberg
ASTA Kr. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Námskynningar
1996, Markús H. Guðmundsson, aðstoðarforstöðumaður Hins
hússins, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafulltrúi
Reykjavíkurborgar, bera saman bækur sínar.
Ahersla lögð á blómlegt
starf meðal ungs fólks
„OKKUR langar að fara nýjar leið-
ir og sýna fram á hvað ungmennin
okkareru að vinna blómlegt starf,“
segir Asta Kr. Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Námskynning-
ar 1996. Efnt verður til menningar-
dagskrár í tengslum við námskynn-
inguna í byijun mars.
Asta segir að gert sé ráð fyrir
að dagskrá námskynningarinnar
standi yfir frá 8.-10. mars nk. Hún
segir að reynt verði að höfða til
áhugasamra frá efstu bekkjum
grunnskóla og uppúr. Framhalds-
skólamir hafi verið beðnir um
framlag til kynningarinnar og
kynning á námsmöguleikum eftir
framhaldsskóla og símenntun fari
fram í húsi listaskólanna i Laugar-
nesinu, Sjómannaskólanum og á
lóð Háskóla íslands milli kl. 13 og
18 á sunnudeginum. Hina dagana
verður boðið upp á fjölbreytta
menningardagskrá við hæfi ungs
fólks, t.d. verða aukasýningar á
leiksýningum framhaldsskólanna.
Asta sagði mat manna að mikil-
vægt væri að vekja athygli á því
jákvæða sem í boði væri fyrir ungt
fólk í samfélaginu þótt það tengd-
ist ekki skólanámi nema með
óbeinum hætti. Sem mótvægi við
umræðuna um tilgangsleysi og óf-
arir ungmenna verði athyglinni
beint að hinum fjölmörgu verkefn-
um sem ungt fólk fengist við.
Hitt húsið sér um að skipuleggja
menningardagskrána og Atvinnu-
og menningarmálastofa Reykja-
víkurborgar vinnur að því að auð-
velda landsbyggðarfólki að sækja
námskynninguna. Hópferðir verða
frá skólum úti á landi til höfðu-
borgarinnar í tilefni kynningarinn-
ar. Upplýsingamiðstöð verður í
Hinu húsinu við Aðalstræti.
Viðræður í gangi við Ger GmbH. um gangagerð í Stuttgart
Verkefni fyrir 150 milljómr
GER GmbH., dótturfyrirtæki Ár-
mannsfells hf. og íslenskra aðal-
verktaka í Þýskalandi, hefur að und-
anförnu staðið í samningaviðræðum
við þýska stórfyrirtækið Hochtief
AG um að íslenska fyrirtækið verði
undirverktaki við gerð lestarganga
í Stuttgart. Um 35 þúsund manns
starfa hjá Hochtief AG, sem er eitt
stærsta byggingarfyrirtæki Þýska-
lands og starfar um allan heim.
Að sögn Karls Þráinssonar verk-
efnisstjóra hjá Ger í Þýskalandi mun
niðurstaða fást í viðræður við fyrir-
tækið á næstu tveimur vikum. Náist
samkomulag geri hann ráð fyrir að
20-30 íslenskir iðnaðarmenn fái
störf við gangagerðina, sem taka á
um tvö ár, og væri um að ræða verk-
efni fyrir um 150 milljónir fyrir Ger.
Helmingslíkur á samkomulagi
Um er að ræða jarðgangagerð í
Stuttgart og er rætt um að Ger taki
að sér steypuvinnu við þau.
„Við höfum að undanförnu unnið
að því að koma á tengslum við bygg-
ingafyrirtæki í Þýskalandi til að
komast að sem undirverktakar og
þessar viðræður eru liður í þeirri
vinnu. Málið er ekki í höfn en ég tel
helmingslíkur á að allt fari eins og
best verður á kosið,“ segir Karl.
„Fari svo, styrkir það stöðu okkar
á markaðinum og gerir okkur kleift
að vera stöðugt með íslenska iðnað-
armenn á svæðinu og ákveðna veltu
í gangi, sern er mikilvægt meðan
við erum að hasla okkur völl.“
Hann segir að Ger hafi m.a. notið
þess í viðræðunum að geta sýnt full-
trúum þýska fyrirtækisins fram á
að móðurfyrirtækin, Ármannsfell og
íslenskir aðalverktakar, séu vön
stórum verkefnum og í stakk búin
til að axla umrædda ábyrgð.
Karl segir fleiri verkefni í burðar-
liðnum ytra en þau séu of skammt
á veg komin til að hægt sé að segja
frá þeim enn sem komið er.
Átta íbúðir seldar
Ger byggði 20 íbúðir á sjö mán-
uðum í Stuttgart í fyrra og er nú
búið að selja átta þeirra. Þegar
mest var tók á þriðja tug íslenskra
iðnaðarmanna þátt í byggingu
þeirra. Fyrirtækið auglýsti íbúðirn-
ar um seinustu helgi og fékk góð
viðbrögð.
„Ástandið var mjög gott þegar
við hófumst handa í mars á seinasta
ári en markaðurinn hefur verið að
breytast og við höfum goldið þess.
Salan hefur orðið þyngri en við átt-
um von á vegna þessara breytinga
sem stafa af samdrætti í einka-
neyslu og fjárfestingum almennings
og þó að eftirspurn eftir húsnæði
sé mikil, beinist hún aðallega að
ódýrum íbúðum í félagslega kerfínu.
Við teljum okkur hins vegar geta
beðið og ráðgerðum byggingu átta
íbúða í viðbót annars staðar í Stuttg-
art,“ segir Karl.
Umboðsmaður um lausar stöður hjá ríki
Auglýsa ber í Lögbirtingablaðinu
Dæmi um að auglýst sé í búðarglugga eða á götu
UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir að
hin veigameiri störf og embætti ríkis-
starfsmanna séu oftast auglýst í Lög-
birtingablaðinu, eins og iög um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins
kveði á um, auk þess sem þau séu
auglýst í einu dagblaði eða fleirum.
AÍiur gangur virðist hins vegar á
hvernig aðrar stöður séu auglýstar.
Algengast sé að þær séu auglýstar
í Morgunblaðinu og í sumum tilvikum
jafnframt í öðrum fjölmiðlum. Stund-
um séu lausar stöður hins vegar aug-
lýstar í héraðsblöðum, fjórðungsrit-
um eða fagtímaritum og loks séu
dæmi um að auglýsing hafi einungis
verið sett upp í búðarglugga, á aug-
iýsingatöflu í viðkomandi sveitarfé-
lagi eða auglýst með götuauglýsingu.
Umboðsmaður tók mál þetta til
athugunar að eigin frumkvæði, enda
hafði það vakið athygli hans að svo
virtist sem mismunandi væri, hvort
og þá í hvaða tilvikum lausar stöður
ríkisstarfsmanna væru auglýstar.
Umboðsmaður bendir á að sam-
kvæmt skýrum lagaákvæðum eigi
ávallt að auglýsa lausa stöðu í Lög-
birtingablaði, en ekkert sé því til
fyrirstöðu að staða sé jafnframt
auglýst með öðrum hætti.
Auglýsing í öðrum fjölmiðlum
leysi stjórnvald hins vegar ekki und-
an þeirri skyldu að auglýsa stöðuna
í Lögbirtingablaðinu og með birtingu
þar væri hægt að fá yfirsýn yfir öll
laus störf hjá ríki, um leið og auð-
velt væri að ganga úr skugga um
hvort stjórnvald hafi sinnt þeirri
skyldu sinni að auglýsa starf.
Umboðsmaður mælist til þess við
ráðherra í Stjórnarráði íslands, að
séð verði til þess, að farið verði að
réttarreglum, þar til þeim hafi verið
breytt að lögum.
Svefnherbergisdagar IKEA standa nú yfir. Að því tilefni bjóðum við landsmönnum
í bíó. Fyrstu 200 sængurverasettunum fylgja tveir miðar í
Stjörnubíó kl. 9:00, miðvikudaginn 14. febrúar á hina
stórskemmtilegu fjölskyldumynd
Jumanji með Robin Williams. fyrir fólkið í landinu
Holtagöröum viö Holtaveg / Póstkröfusími 800 6850