Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 8

Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Leynileg æfing í Noregi ímyndaðs fiskistríðs ÞIÐ þurfið ekki „upp með hendur" strax. Þetta er víst bara leiðinleg æfing... 1,5 milljónir manna í sund í Reykjavík 1995 ALDREI hafa fleiri baðað sig í sundlaugum í Reykjavík en í fyrra. Þá voru gestir sundstaðanna 1.493.736 talsins og hafði fjölgað um 47 þúsund frá árinu áður. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur sent frá sér upp- lýsingar um aðsókn að sundstöðum í Reykjavík árin 1962-95. Fjöldi sundgesta hefur næstum þrefaldast og er samanlagður fjöldi sundgesta á þessu árabili nærri 36 milljónir manna. Af tölunum má ráða að nýjar sundlaugar draga oft tímabundið úr aðsókn á eldri sundstaði en verka til fjölgunar sundgesta í heildina. Árið 1962 voru Laugardalslaug, Sundhöllin og Vesturbæjarlaug í rekstri. Breiðholtslaug bættist við 1981 og Árbæjarlaug 1994. Þá má geta þess að Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði var opnuð 1989 og ný sundlaug í Kópavogi 1991. Sundurliðaðar upplýsingar um gesti sundstaða á árunum 1991-95 sýna að fjöldi fullorðinna hefur verið í kringum eina milljón á ári meðan bömum fjölgaði verulega. Fæst voru þau 158 þúsund 1993 en orðin 284 þúsund 1995. Nemendum í skóla- sundi fækkaði um 12 þúsund frá 1994 til 1995 en þá voru þeir 94 þúsund. Þátttaka í starfi sundfélaga hefur aukist jafnt og þétt frá 1993 og árið 1995 komu 33 þúsund í laug- ar til að æfa sund. Um 39 þúsund manns nýttu sér gufuböð og sólar- lampa í laugunum árið 1995. Aðsókn að sundstöðum Reykjavíkurborgar frá 1962 1.500.0 1.400.000 1.300.000 1.200.000 1.100.000 1.000.000 900.000 800.000 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 Fjöldi gesta á ári í hverja laug og að sundstöðunum í heild 1962 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 ísafirði. Morgunblaðið. ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR hefur fengið framlengt leyfi til sorp- brennslu á Skarfaskeri við Hnífsdal til aprílloka, en eins og kunnugt er var stöðin tekin í notkun að nýju eftir að snjóflóð eyðilagði sorpeyðing- arstöðin Funa í október á síðasta ári. Sorpbrennslustöðin á Skarfaskeri hefur verið óstarfhæf að undanförnu vegna bilunar og er unnið að vðgerð á henni um þessar mundir. Að sögn Skarfasker notað út aprílmánuð Kristjáns Þórs Júiíussonar, bæjar- stjóra á ísafirði, standa vonir manna til að stöðin verði komin í gang í þessari viku. Kostnaður við viðgerð- ina á stöðinni er talinn nema um 2-3 milljónum króna. Frá því stöðin á Skarfaskeri bilaði hefur sorpi ísfirðinga verið ekið til Þingeyrar, þar sem því er brennt. Kristján Þór sagði flutning sorpsins til Þingeyrar valda nokkrum kostn- aðarauka fyrir bæjarsjóð, þó endan- legar tölur þar að lútandi lægju ekki fyrir. Læknisfræðileg teiknun Nýtt fag í heilbrigðisstétt Tækniháskólinn í Rochester í Bandaríkjunum sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu um að Hjördís Bjartmars Arnar- dóttir hefði verið útnefnd á „rektorslistann", en aðeins fáir í þessum mörg þúsund manna skóla fá þar sæti. En Hjördís er frá íslandi og hafði að- eins verið eitt ár í skólan- um í fagi sem nefnist „medical illustration" og er fjögurra ára nám. Við slógum því á þráðinn til Hjördísar og spurðum hana fyrst um þetta fag, læknisfræðilega teiknun. „Þetta er sérstakt fag, sem kennt er við tiltölu- lega fáa stóra háskóla. Ég veit ekki til að neinn annar íslendingur hafi tekið það. Á íslandi er einn maður, Halldór Valdimarsson, í læknis- fræðilegri ljósmyndun, sem er kannski dálítið svipað en spannar þó ekki líffærafræðina eins og ég þarf að gera hér. Ég fann ekki skóla í Evrópu sem hentaði mér. Þar hafa nokkrir háskólar þetta fag, en ekki sambærilegt við banda- rísku háskólana. En hér eru allir stærstu rannsóknaspítalar með sérmenntað fólk í þessu fagi.“ -Út á hvað gengur þetta? Hvað ert þú að gcra? „Þetta er læknisfræðileg teiknun og á þessu fyrsta ári og næsta er ég mest við teikn- un, meðhöndlun á tölvuvinnslu og þrívíddarvinnu og einnig fríhendis teikningu. Svo eru námskeið þar sem maður fær að vera í kring um skurðað- gerðir þegar eitthvað merkilegt er á seyði. Og keypt eru lík í kennsluna. En okkar hlutverk eru alls konar líffærateikning- ar. Til dæmis nýta þetta mikið læknar sem eru að útbúa kennsluefni í Iæknisfræði og til fyrirlestrahalds. Við lýsingar. og skurðaðgerðir þykir líka oft betra að hafa líffærateikningar en ljósmyndir, því það er svo mikið blóð sem truflar og með teikningu er hægt að fara í hvert lag. Annars er erfitt að útskýra þetta. Þetta fyrsta ár mitt hefí ég verið mest í teikn- un og tölvuvinnu." -Hvað ætlarðu svo að gera aðþessu langa ogstranga námi loknu? Ætlarðu að koma heim og vinna við það á íslandi? „Ég vona það, að ____________ einhveiju leyti. Ég ráðfærði mig við lækni á íslandi, Hann- es Blöndal prófessor, áður en ég byrjaði. " Annars er lítið kennsluefni framleitt á íslandi. En við erum tölvutengd við umheiminn og víðast vantar sérmenntað fólk í þessu fagi, svo það ætti alveg eins að vera hægt að vinna það að heiman. Annars má nota þetta nám í ýmislegt annað og það er gert.“ -Nú varst þú sett á þennan heiðurslista rektors, þar sem fáir eru útvaldir, hvernig kom það til? „Ég veit það ekki,“ segir Hjördís og hlær. „Og ég varð ennþá meira hissa að háskólinn skyldi senda út frétt um það, en mér skilst að þetta sé mik- Hjördís Bjartmars Arnardóttir ►Hjördís Bjartmars Arnar- dóttir er stúdent frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1988. Síðan leitaði hún fyrir sér á ýmsum sviðum áður en hún hóf fyrir ári fjögurra ára nám í nýrri grein, læknisfræðilegri teiknun, í Bandaríkjunum, fyrst íslenskra námsmanna. Hafði til undirbúnings sótt námskeið í Myndlistaskól- anum í Reykjavík og í Kópa- vogi. Foreldrar Hjördísar eru Kirsten og Orn Bjartmars Pétursson tannlæknir. ill heiður. Líklega er það vegna þess hve háar einkunnir ég hefí. Hæsta einkunn er 4,0, en ég var með 3,5 á síðustu önn og reikna með að ég sé með 3,75 á þessari önn. -Ertu þá með þeim hæstu í skólanum? Mér skilst á frétta- blaðinu að í skólanum séu 13.000 nemendur í 8 skólum. „Ég er hæst af þeim sem eru í þessu námi, en við erum lík- lega ekki nema svona 50-60. Og í hópi þeirra hæstu í skólan- um, skilst mér. Það kom mér mjög á óvart hve mér hefur gengið vel. Þeir eru hér í sumar með sýningu sem þeir kalla Honorary Student Show, þar sem kennararnir velja einn úr hveijum bekk til þátttöku, ef þeim sýnist einhver hæfur til þess. Og mér hefur verið til- kynnt _að ég verði þar með mín verk. Ég er því alsæl, en fyrst og fremst er ég ánægð með að vera búin að finna mér stað og vera komin á rétta hillu. Ég var búin að vera lengi að leita fyrir mér. Prófaði tannlækningar, ________ vann við kvikmynd, var eitt ár í Þýska- landi og ætlaði svo að fara í þetta fag, læknisfræðilega teiknun þar. Þar er þetta fag til við nokkra há- skóla, en ég fann engan skóla sambærilegan við þennan.“ „Þetta er bara svo ofboðs- lega dýrt, kostar 22 þúsund dollara á ári í þessar þrjár annir. Og ég fæ aðeins fram- færslulán, sem er ekki nema fjórðungur af kostnaðinum. Helmingurinn af kostnaði eru skólagjöldin, en ég er að vona, í ljósi þess hve vel mér geng- ur, að ég fái felldan niður helm- ing þeirra. Hefi sótt um það. Annars veit ég ekki hvernig fer um framhaldið. En ég er sem sagt alsæl með námið og glöð að vel gengur." Víðast vantar sérmenntað fólk í faginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.