Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppgj örsaðferðum ríkissjóðs breytt
Breytingin hækkar út-
gjöld o g tekjur ríksins
Tillögur sem ríkisreikningsnefnd hefur lagt
fram miða að því að þróa bókhald ríkisins
að þeim reikningsskilaaðferðum sem íslensk
fyrirtæki nota. Jafnframt er leitast við að
laga bókhald ríkisins að alþjóðlegum stöðl-
------------3»-----------------------------
um. Egill Olafsson skoðaði tillögur ríkis-
reikningsnefndar.
■W—^ ÍKISREIKNINGSNEFND
leggur til veigamiklar
. breytingar á uppgjöri rík-
issjóðs. Þær miða að því
að reikningsskil ríkisins verði eftir
því sem unnt er fellt að alþjóðlegum
stöðlum. í stuttu máli má segja að
verið sé að þróa bókhald ríkisins að
reikningsskilaaðferðum fyrirtækja.
Með breytingunum sem nefndin
leggur til koma útgjöld og tekjur rík-
issjóðs til með að hækka nokkuð frá
þvl sem nú er.
Gildandi lög um ríkisbókhald, gerð
ríkisreiknings og flárlaga eru frá ár-
inu 1966. Minniháttar breytingar
voru gerðar á þeim 1982 og 1985.
Að mati ríkisreikningsnefndar hafa
lögin dugað vel. Þau hafí leitt til þess
að upplýsingar og möguleikar til eftir-
lits með opinberri fjármálastarfsemi
hafí batnað. Margvíslegar breytingar
hafí hins vegar orðið og ný sjónarmið
komið fram sem valdi því að núgiid-
andi Iögum og reglum er að ýmsu
leyti áfátt. Agæti laganna sjáist
kannski best á því að stærstur hluti
þeirra tillagna sem nefndin leggur
fram sé hægt að hrinda í framkvæmd
án þess að breyta lögunum.
Kröfur til fj árm ál astj óm ar hins
opinbera hafa breyst. Þær lúta m.a.
að því að reiknishald hins opinbera
lýsi samhengi efnahagsmála og áhrif-
um opinberrar Ijármálastjómar betur
en það gerir í dag. Afskipti Alþingis
af fjárlögum og ríkissjóðsuppgjöri og
umræður þar að lútandi hafa einnig
breyst í tímans rás. Tæknibreytingar
gera það að verkum að hægt er að
fá upplýsingar á fjótlega og auðveldan
hátt sem áður tók langan tíma og
mikla vinnu að afla.
ísland er aðili að mörgum alþjóða-
stofnunum og samningum sem leggja
áherslu á fá samræmd talnagögn um
búskap hins opinbera í aðildarríkjun-
um. Nauðsynlegt er fyrir Island að
uppfylla þessar kröfur m.a. vegna
þess að skýrslur alþjóðastofnana eru
nýttar á alþjóðaflármagnsmarkaði við
mat á lánstrausti og þegar ákvarðan-
ir um skuldabréfakaup og lánveiting-
ar eru teknar. Við tillögugerðina hafði
ríkisreikningsnefnd hliðsjón af alþjóð-
legum stöðlum um uppgjör ríkisfjár-
mála frá Sameinuðu þjóðunum, Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum og OECD.
Ríkisreikningsnefnd bendir á að
hlutur ríkisins í landsframleiðslu hafí
aukist á síðustu áratugum og opinber
afskipti aukist. „Lengi vel var fyrst
og fremst litið á mismun útgjalda og
tekna ríkissjóðs, tekjuhalla eða -af-
gang, sem mælikvarða á áhrif ríkisbú-
skaparins á efnahagslífíð. Sú skoðun
er nú ríkjandi að þetta sé ófullnægj-
andi og gefí ekki viðhlítandi mynd
af opinberum afskiptum af efnahags-
lífínu. Almennt er viðurkennt að auk
tekjuafkomu ríkissjóðs verði að taka.
fullt tillit til afskipta og áhrifa ríkisins
á lánamarkaði. Lánsþörf ríkisins er
janvel talin veigameiri mælikvarði á
opinber afskipti og umsvif
en tekjujöfnuður."
Lögin frá 1966 gera ráð
fyrir að gerð skuli sérstök
skrá yfir allar eignir ríkis-
sjóðs og hún gefin út á 10
ára fresti. Þessi skrá hefur aldrei
verið gefin út enda hefur aldrei verið
gengið frá henni svo viðunandi sé að
mati ríkisreikningsnefndar. Fast-
eignaskrá ríkissjóðs er aftur á móti
varðveitt og viðhaldið í tölvukerfum
SKÝRR. Hlutabréf í eigu ríkisins og
eignarhlutir í félögum hafa flest verið
færðir til bókar, en hafa hins vegar
yfírleitt ekki verið endurmetin. Þetta
leiðir til þess að efnahagsreikningur
ríkisins gefur ekki rétta mynd. Sem
dæmi má nefna að bókfærð eign ríkis-
sjóðs i Hitaveitu Suðumesja nemur
2.000.000 krónum. Hvergi er hins
vegar bókfærður eignarhluti ríkisins
í Landsvirkjun, en verðmæti hans
nemur að öllum líkindum tugum millj-
arða.
Talsverðar umræður hafa verið
um bókhald og reikningsskil ríkisins
á síðustu árum. Þær hafa einkum
fallið í tvo farvegi. Annars vegar
hefur verið deilt um hvar mörkin
milli fjárhagslegra athafna löggjaf-
ans og framkvæmdavaldsins eigi að
liggja. Hins vegar hafa einstök mál-
efni, sem ekki eru skýrt skilgreind í
lögum um gerð ríkisreiknings og fjár-
laga, orðið tilefni deilna.
Tekið var á þessum efnum í frum-
varpi til laga um greiðsiur úr ríkis-
sjóði sem lagt var fram á Alþingi
árið 1988, en það var aldrei lögfest
m.a. vegna þess að ágreiningur var
um nokkur atriði þess. Ríkisreikn-
ingsnefnd segir í skýrslu sinni að
ýmissa meginatriða frumvarpsins
gæti í tillögum nefndarinnar og jafn-
framt að sum ákvæði frumvarpsins
séu þegar komin til framkvæmda.
Nefndin leggur til að megintillaga
frumvarpsins, að stjórnvöld megi
ekki gangast undir skuldbindingar
umfram heimildir fjárlaga eða breyta
fjárheimildum eða flytja þær til í tíma
án fjáraukalaga innan fjárlagaárs,
verði lögfest.
Fjárlög flokkuð í A-, B-, C-,
D- og E-hluta
Eitt af því sem tillögur ríkisreikn-
ingsnefndar miða að er að auka sam-
ræmi í skilgreiningum sem notast er
við í fjárlögum og ríkisreikningi.
Nefndin segir í skýrslu
sinni að dæmi séu um að
hending eða geðþótti ráði
hvort stofnanir hafí verið
flokkaðar í A- eða B-hluta
fjárlaga, en í A-hluta er
áætlun um rekstur ríkissjóðs og ríkis-
stofnana, en í B-hluta er að finna
áætlun um rekstur ríkisfyrirtækja.
Það er síðan skilgreiningaratriði hvað
telst ríkisfyrirtæki og hvað ríkisstofn-
un. Ríkisreikningsnefnd bendir á að
starfsemi stofnana hafí breyst án
þess að það hafí haft í för með sér
breytingu á flokkun.
Nefndin hefur lagt mikla vinnu í
að skilgreina stöðu fjárlagaliða stofn-
ana og fyrirtækja í eigu ríkisins. Svo
dæmi sé tekið er gerð tillaga um að
Vísindasjóður, Menningarsjóður,
Ábyrgðarsjóður launa, Atvinnuleys-
istryggingasjóður og Lánasýsla ríkis-
ins færist úr B-hluta yfír í A-hluta
fjárlaga. Einnig er gerð tillaga um
að sérstakur fjárlagaliður verði mynd-
aður í A-hluta fyrir Menningarsjóð
útvarpsstöðva, Búnaðarmálasjóð og
Kirkjumálasjóð.
Einn af göllum núverandi fyrir-
komulags er að það gefur ekki nægi-
lega gott yfírlit yfír fyrirtæki sem
ríkið á að öllu leyti eða hlut í. Þess
vegna gerir nefndin tillögu um að fjár-
lögum verði ekki einungis skipt í A-
og B-hluta eins og nú er heldur einn-
ig í C-, D- og E-hluta. f C-hluta verða
lánastofnanir ríkisins aðrar en bank-
ar, sem starfa á fjármagnsmarkaði
þar sem þær stofna til skuldbindinga
og mynda fjárkröfur á aðra. Dæmi
um þessar stofnanir eru Bygginga-
sjóður ríkisins, Lánasjóður íslenskra
námsmanna og Fiskveiðasjóður.
í D-hluta verða fjármálastofnanir
ríkisins; Meðal þeirra eru Búnaðar-
banki íslands, Landsbanki íslands,
Póstgíróstofan, Samábyrgð íslands á
fiskiskipum og Viðlagatrygging ís-
lands.
í E-hluta eru sameignar- og hluta-
félög í meirihlutaeign ríkisins eins
og Aburðarverksmiðjan hf., Breiðar-
fjarðarfeijan Baldur hf. og íslenska
járnblendifélagið hf.
Afskipti ríkisins af fyrirtækjum
og stofnunum í B-, C-, D- og E-
hluta eru í flestum tilfellum takmörk-
uð. Þau hafa sjálfstæðan fjárhag og
stjómendur þeirra taka í flestum
atriðum ákvarðanir án þess að stjórn-
völd komi þar nærri að öðru leyti en
því að fulltrúar ríkisins
sitja í stjórn þeirra. Ríkið
leggur hins vegar fjár-
magn til sumra þessara
stofnana í formi beinna
fjárframlaga og lánveit-
inga. Ákvarðanir sem teknar eru um
rekstur þeirra hafa oft áhrif á fjár-
hag ríkisins. Með því að gera grein
fyrir rekstri þessara fyrirtækja og
stofnana í fjárlögum og ríkisreikn-
ingi er vonast eftir að fjárskuldbind-
ingar sem teknar eru í þeim endur-
spegli betur umsvif og skuldbinding-
ar ríkisins á hveijum tíma.
Ráðuneyti vaxta stofnað
Talsverðar umræður urðu í ríkis-
reikningsnefnd hvort leiðrétta ætti í
bókhaldi verðbreytingaþátt vaxta,
m.ö.o. að reikna verðbólgu inn í vexti.
Flest íslensk fyrirtæki draga verðbæt-
ur út úr vöxtum, en segja má að það
sé afleiðing þess tíma þegar verðbólga
var mjög mikil hér á landi. Verðbólga
er yfirleitt ekki tekin út úr vaxtareikn-
ingi erlendis. Óvissa ríkir um hvemig
íslensk fyrirtæki munu fara með þetta
bókhaldslega atriði í framtíðinni og
þess vegna taldi ríkisreikningsnefnd
ekki rétt að ríkið breyti sínum vaxta-
færslum, en ríkið fer nokkurs konar
millileið milli raunvaxtaleiðarinnar og
nafnvaxtaleiðarinnar í bókhaldi sínu.
Áfram verður því ósamræmi hvað
þetta varðar milli bókhalds ríkisins
og bókhalds annarra landa á Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Gerð er hins vegar tiliaga um að
vextir ríkissjóðs verði færðir í sér-
stökum fjárlagaliði líkt og um sér-
stakt ráðuneyti væri að ræða. Áður
voru vextir einn liður innan fjármála-
ráðuneytisins.
Ríkissjóður gerður upp á
rekstrargrunni
Eins og þeir sem hafa langt póli-
tískt minni muna kannski deildu
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, hart um upp-
gjör ríkissjóð um það leyti sem Frið-
rik tók við embætti fjármálaráð-
herra. Ástæðan var sú að annar
miðaði við uppgjör á greiðslugrunni
en hinn á rekstrargrunni. Greiðslu-
grunnur nær til þess fjármagns sem
fer inn og út úr ríkissjóði á hveiju
ári. Rekstrargrunnur endurspeglar
það sama ásamt öllum skuldbinding-
um sem teknar eru á árinu þó að
þær greiðist ekki fyrr en síðar. Nú-
verandi fjárlög eru byggð upp á
greiðslugrunni, en nefndin vill að þau
verði í framtíðinni byggð á rekstrar-
grunni, en að greiðslugrunnur verði
einnig sýndur. Ástæðan er sú að
nefndin telur að rekstrargrunnur
sýni betur heildarumsvif ríkissjóðs
og langtímaáhrif ríkisfjármálanna.
Stjómvöld í mörgum ríkjum hafa
verið að færa fjárlög úr greiðslu-
grunni yfír í rekstrargrunn. Nokkuð
er mismunandi hveru langt er gengið
í þessa átt. Lengst hefur verið gengið
í Nýja-Sjálandi. Þar em fjárfestingar
færðar til eignar á efnahagsreikningi
og afskriftir til gjalda á rekstrarreikn-
ingi. Nefndin vill ekki að svo langt
verði gengið hér og telur best fara á
að fjárfesting verði færð að fullu til
gjalda á reikningsári en ekki eign-
færð og afskrifuð á líftíma sínum.
Hvað er skattur og
þjónustugjald?
Ríkisreikningsnefnd hefur lagt
mikla vinnu í að skilgreina öll hugtök
sem notuð eru í færslu bókhalds rík-
isins. Eins og margir þekkja hefur
oft verið deilt um hvað séu skattar
og hvað þjónustugjöld. Nefndin vill
að þjónustugjald sé það gjald sem
fólk greiðir fyrir þjónustu sem það
kaupir af ríkisfyrirtæki eða stofnun.
Gengið er út frá því að
gjaldið endurspegli þann
kostnað við þá þjónustu
kem veitt er. Sé gjaldið
hins vegar til muna hærra
en kostnaður við veitta
þjónustu beri að líta á það sem skatt.
Þetta þýðir að sértekjur sumra stofn-
ana lækka vegna þess að tekjur
þeirra verða hér eftir skilgreindar
sem skattar. Gert er ráð fyrir að
framlag ríkissjóðs til þessara stofn-
ana hækki sem þessu nemur.
Áhrifín af öllum þessum breyting-
um eru þau að gjöld og tékjur ríkis-
sjóðs hækka. Ekki eru því líkur á
að halli ríkissjóð aukist eða minnki
sem neinu nemi við þessar breyting-
ar. Stjómmálamenn koma sér því
ekki undan því að leysa hallarekstur
ríkissjóðs með samþykkt frumvarps
um þetta mál.
Skrá yfir rík-
iseignir ekki
viðunandi
Bannað að
færa fjárveit-
ingar milli ára
Sjö menn sendir á
stefnu vetrarborga
Reynt að
fá fundinn
hingað
SJÖ manna sendinefnd á vegum
Reykjavíkurborgar hélt í gær til
Winnipeg í Kanada á 7. ráðstefnu
vetrarborga sem stendur til næst-
komandi þriðjudags. Þátt í ráð-
stefnunni taka fulltrúar frá um 60
borgum á norðurhveli jarðar. Ráð-
stefna vetrarborga hefur verið hald-
in á tveggja ára fresti frá árinu
1982 og hefur verið unnið að því
að Reykjavíkurborg haldi ráðstefn-
una árið 2000. Á mánudag kemur
í ljós hvort af því verður.
Að sögn Önnu Margrétar Guð-
jónsdóttur, ferðamálafulltrúa
Reykjavíkurborgar, hafa yfirleitt
6-7 fulltrúar sótt ráðstefnu vetrar-
borga hingað til. Þeir sem sækja
ráðstefnuna að þessu sinni eru Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri, Helga Jónsdóttir borgarrit-
ari, Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður Borgarskipulags, Stef-
án Hermannsson borgarverkfræð-
ingur, Anna Margrét Guðjónsdóttir
ferðamálafulltrúi, Ágúst Ágústs-
son, markaðsstjóri Reykjavíkur-
hafnar, Guðrún Ögmundsdóttir,
fulltrúi R-listans og Árni Sigfússon,
fulltrúi D-listans.
„Þetta er óvenjulega vegleg þátt-
taka núna frá borginni vegna þess
að við erum að vinna að því að fá
þessa ráðstefnu hingað. Við verðum
með kynningu fyrir alla hina borg-
arstjórana og síðan verðum við með
stóra móttöku með öðrum Norður-
landaþjóðum og þar spilar Kuran
Swing Band fyrir okkur,“ sagði
Anna Margrét.
Andlát
BJARNE
WITH
PAULSON
BJARNE With Paulson, sendiherra
Danmerkur á íslandi frá 1960 til
1965, er látinn í Kaupmannahöfn,
83 ára að aldri.
Bjarne With Paulson var fæddur
28. nóvember 1912 í Kaupmanna-
höfn. Hann var af íslenskum ættum,
faðir hans var Olafur Paulson skrif-
stofustjóri sem lést árið 1941.
Bjarne With Paulson lauk lög-
fræðiprófi frá Kaupmannahafnar-
háskóla 1939. Sama ár hóf hann
störf í danska utanríkisráðuneytinu
og var hann sendur til Þýskalands
árið 1945 til þess að hafa umsjón
með heimflutningi norskra og
danskra borgara. 1947 varð hann
1. sendiráðsritari í París og var
skrifstofustjóri í danska utanríkis-
ráðuneytinu frá 1954 til 1957.
Paulson starfaði einnig i sendi-
ráðum lands síns í London og Bonn,
Hann var sendiherra Danmerkur á
íslandi frá 1960 til 1965. Eftir það
gegndi hann stöðu sendiherra í
Argentínu, Paraguay, Uruguay og
Chile með búsetu í Buenos Aires.