Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
ERLEIMT
Stjórnendur stórfyrirtækja í Davos
Boeing-757 þota steypist í hafið með 189 manns innanborðs
Ottastað
Evrópa verði
jaðarsvæði
Davos. The Daily Telegraph.
YFIRMENN margra af stærstu sam-
steypum Evrópu saka ríkisstjómir
Evrópuríkja um að vera helteknar
af skammsýnum pólitískum sjónar-
miðum. Það hafi valdið því að þær
hafi ekki varað almenning í Evrópu
við þeim raunveruleika er blasir við
varðandi alþjóðlega samkeppni.
Á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í
Davos í Sviss var dregin upp dökk
mynd af efnahagslegri framtíð Evr-
ópu ef ekki yrðu gerðar róttækar
breytingar til dæmis hvað varðar
félagslega kerfíð, markaðsfrelsi og
verklag. Þá var framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins gagnrýnd fyrir
að vera það upptekin af innri vanda-
málum ESB að hún hefði misst sjón-
ar af þeim tækifærum er væru til
staðar í heiminum. Það var rauður
þráður í málflutningi stjómenda stór-
fyrirtækja á Davos-ráðstefnunni að
þeir óttast að Evrópa gæti orðið að
jaðarsvæði í veröld er væri efnahags-
lega í mjög örri þróun.
Evrópa í stöðnun
David de Pury, varastjórnarfor-
maður ABB, sænsk-svissneska risa-
fyrirtækisins, sagði: „Evrópa er að
staðna, umheimurinn er að vaxa.
Við verðum að tengja okkar vöxt við
þeirra vöxt.“
Mikið atvinnuleysi í Evrópu hefur
getið af sér andrúmsloft er einkenn-
ist af ótta og ýtt undir verndar-
stefnu, sagði de Pury, og tók fram
að ríkisstjórnir hefðu lítið gert til að
bregðast við þessari þróun. „Mikil-
vægasta verkefni okkar er að sann-
færa fólk um að alþjóðlegt efnahags-
kerfí býður upp á gífurleg tækifæri
við atvinnusköpun."
Evrópsk stéttarfélög vom einnig
sökuð um að berjast fyrir skamm-
tímahagsmunum félagsmanna sinna
á kostnað langtímahagsmuna.
Viðkiptajöframir sögðu verkalýðs-
félög vera eina af „staðreyndum lífs-
ins“ en virtust hafa takmarkaðan
áhuga á tillögu er kom fram á ráð-
stefnunni frá Bill Jordan, fyrrum
forseta Amalgamated Engineering
Union, um að verkalýðsfélög ættu
að taka þátt í því að draga úr reglum
og höftum. Jerome Mond, stjómar-
formaður Lyonnaise de Eaux, hvatti
evrópska stjómmálamenn til að segja
almenningi sannleikann um stöðu
mála því að „ef Evrópa breytir ekki
háttum sínum verður Evrópa útund-
an í heiminum".
Fjárfestar fældir frá
Bertrand Collomb, frá franska
byggingafyrirtækinu Lafarge, mælti
með því að stjómmálamenn legðu
meiri áherslu á að byggja upp sam-
göngukerfí Evrópu en varaði jafn-
framt við því að arðsemi í fyrirtækja-
rekstri í Evrópu væri lítil miðað við
annars staðar í heiminum.
Helmut Maucher, stjórnarformað-
ur svissneska fyrirtækisins Nestlé,
sagði innbyrðis rifrildi Evrópuríkja
fæla erlenda fjárfesta frá og að það
sama ætti við um hinn félagslega
kafla Maastricht-sáttmálans, sem
vissulega hefði jákvæðar hliðar en
væri túlkaður á neikvæðan hátt.
Rætt við Rehn
ELISABETH
Rehn, mannrétt-
indafulltrúi Sam- \ %' ' j
einuðu þjóðana,
hefur undanfarna
daga ferðast um h jmÆam
lýðveldi fyrrver- r*' 3 fe, mf Mffl
andi Júgóslavíu og WÉMÍmp WÉm
meðal annars átt mKm
fundi með leiðtog- 11 \ í&ff /l. *
um Bosníu-Serba. '&’% '■ ■ ''\
Hér sést hún á
fundi með Alija !
Izetbegovic, for- \ ■! V
seta Bosníu í
Sarajevo á þriðju-
dag. Reuter
Takmörk a
tollfrjálsan bjór
Helsinki. Morgunblaðið.
FINNSK stjórnvöld hyggjast setja
takmörk á innflutning á tollfrjálsum
bjór frá ríkjum utan Evrópusam-
bandsins. Er það mat fínnska fjár-
málaráðuneytisins að ríkissjóður
Finnlands verði af um fímmtán millj-
örðum króna í tekjur árlega vegna
kaupa Finna á bjór og öðru ódýru
áfengi í Rússlandi og Eistlandi.
Alls sigldu um 3,6 milljónir far-
þega milli Helsinki og Tallin, höfuð-
borgar Eistlands á síðasta ári, og
var i flestum tilvikum um að ræða
farþega í eins dags ferðum. Er talið
að af hveijum sex hundruð farþegum
í ferð fari 500 heim samdægurs.
Þegar Finnar gerðust aðilar að
Evrópusambandinu fyrir rúmu ári
varð leyfilegt að flytja inn fímmtán
lítra af tollfijálsum bjór og er nú svo
komið að siglingarnar milli Eistlands
og Finnlands byggjast aðallega á
bjórsölu þar sem gjald fyrir sjálfa
ferðina er einstaklega lágt.
Finnar nota einnig gjarnan tæki-
færið í Eistlandi og kaupa ódýr mat-
væli og annan varning. Eru finnskar
landbúnaðarafurðir til að mynda mun
ódýrari í Eistlandi en í Finnlandi þar
sem fínnsk stjómvöld greiða þær
niður fyrir útflutning.
Takmörk á bjórinnflutning mun
væntanlega einnig hafa áhrif á versl-
un við suðausturlandamæri Finn-
lands. Hafa margir vanist því að
skreppa í stuttar ferðir til Rússlands
til að kaupa áfengi. Þannig dróst
áfengissala í áfengisverslunum
finnska ríkisins í landamærabænum
Imatra saman um 30% í fyrra en
bjórsala í stórmörkuðum um 50%.
Stefna finnsk stjórnvöld jafnvel á
að loka nær alfarið fyrir áfengisinn-
flutning ef ferð stendur skemur en
20 klukkustundir. Vari ferðin
skemmri tíma megi ferðamaðurinn
einungis koma með tveggja lítra
skammt af bjór til Finnlands.
BOEING 757
FERST
Boeing-757 þota með 189 manns
innanborðs brotlenti á Atlantshafi
undan Dóminíkanska lýðveldinu
23:46 EST, þriðjudag
(4:46 ísl. lími, miðvikudag)
Flugi félagsins Dominican Alas númer 301
lýkur meí brotlendingu eftir fiuglak frá
alþjóðafluigvellinum í Puerto Plala.
Vildi snúa
við vegna
bilunar
Puerto Plata. Reuter.
AFAR ólíklegt var talið, að nokkur hefði komist lífs af er Boeing-757
farþegaþota með 189 manns innanborðs steyptist í sjóinn 19 kíló-
metra norðaustur af strandborginni Puerto Plata í fyrrinótt, að sögn
Juan Bautista Rojas Tabars hershöfðingja, yfirmanns hersins í Dómin-
íkanska lýðveldinu. Þotan var í eigu tyrknesks. flugfélags en í leigu-
flugi fyrir þýska ferðaskrifstofu og langflestir farþeganna voru þýsk-
ir. Þotan fór frá Puerto Plata klukkan 23:43 að staðartíma í fyrra-
kvöld, klukkan 4:43 að íslenskum tíma í gærmorgun. Var hún á leið
til Frankfurt í Þýskalandi með viðkomu í Gander á Nýfundnalandi
og Berlín. Hvarf hún af ratsjám um þremur mínútum seinna, en þá
hafði hún náð um 6.000 feta flughæð. Hershöfðingi í Dóminíkanska
lýðveldisins, sagði í gærkvöldi að beiðni hefði borist frá flugmönnun-
um um að snúa vélinni aftur til flugvallar vegna bilunar.
ÞOTA sömu gerðar og sú sem fórst.
OnnurB-757 sem
ferst á 14 árum
London. Reuter.
BOEING-757 þotan sem steypt-
ist í hafið undan ströndum Dóm-
iníkanska lýðveldisins í Karíba-
hafi er önnur flugvél þessarar
tegundar sem ferst á þeim 14
árum sem hún hefur verið í
farþegaflugi um heim allan.
Þotan var í eigu tyrkneska
flugfélagsins Birgenair en hafði
verið leigð dóminíkanska flugfé-
laginu Alas Nacionales. í áhöfn-
inni voru 13 manns, 11 Tyrkir
og tveir þegnar Dóminíkanska
lýðveldisins. Var hún í flugi á
vegum þýskrar ferðaskrifstofu,
Öger Tours.
Birgenair keypti þotuna í
fyrra af ING-bankanum í Hol-
landi. Hún var upphaflega tekin
í notkun árið 1985 af bandaríska
flugfélaginu Eastern Airlines,
sem heyrir nú sögunni til. Þotan
var knúin tveimur breskum
hreyflum af gerðinni Rolls-
Royce RB211-535E4.
Fyrri Boeing-757 þótan sem
fórst var í eigu bandaríska flug-
félagsins American Airlines og
brotlenti á fjalli í Kólumbíu 20.
desember síðastliðinn. Þá fórust
allir sem um borð voru, 163
manns. Frumrannsókn á orsök-
um slyssins bentu til þess að
flugmönnunum hefðu orðið á
hrapalleg mistök við stjórn þot-
unnar með þeim afleiðingum að
hún flaug á fjall.
Þotur af gerðinni Boéing-757
voru teknar í notkun í farþega-
flugi í janúar 1983. í lok síðasta
árs höfðu Boeing-verksmiðjurn-
ar afhent 694 flugvélar af þess-
ari gerð og 134 voru í pöntun
hjá verksmiðjunum.
„Svo virðist sem flugvélin hafi
sokkið samstundis. Það er mikið um
fljótandi smáhluti en ekkert flugvél-
arbrak og því virðist sem höggið
hafí verið mikið er hún skall í haf-
flötinn,“ sagði' hershöfðinginn.
Hann sagði að lík og fljótandi smá-
hlutir úr flugvélinni hefðu verið
dreifðir yfír þriggja kílómetra langt
belti. Nokkrir björgunarbátar og
flekar sáust á floti en talið er að
þeim hafí skotið upp er þotan sökk.
Mikið er um hákarla þar sem þotan
fórst og voru nokkur líkanna illa
leikin eftir hákarla.
Skip og þyrlur frá bandarísku
strandgæslunni tóku þátt í björgun-
arstörfum. Þau gengu erfiðlega
vegna þess að hákarlatorfur hring-
sóluðu um slysstaðinn og því ekki
hægj; að senda kafara niður í sjóinn.
Embættismenn í Dóminíkanska
lýðveldinu sögðu að hugsanlega
hefðu eldingar valdið því að þotan
fórst. Lítilsháttar rigning var er hún
flaug af stað en hryðjótt veður,
skúrir og 2-2,5 metra ölduhæð á
slysstað í gærmorgun.
Talsmaður þýska utanríkisráðu-
neytisins sagði að tveir pólskir þing-
menn hefðu verið á farþegalista
þotunnar en ekki væri hægt að stað-
festa hvort þeir hefðu verið um borð.
Ekki leyfi til flugsins
Þotan hafði ekki tilskilin leyfí til
flugs til Þýskalands, að sögn tals-
manns þýska samgönguráðuneytis-
ins og staðfesting á tryggingum
hafa ekki verið lagðar fram. Hún
var notuð á leiðinni milli Puerto
Plata og Frankfurt 24/25 desember
sl. en leyfisbréf hennar rann út 18.
janúar og hafði ekki verið endurnýj-
að. íhuga þýsk yfirvöld því hvort
Alas Nacionales flugfélaginu verði
stefnt fyrir ólögmætt athæfi. Félag-
ið notar jafnan Boeing-767 þotu til
flugs með ferðamenn milli Þýska-
lands og Dóminíkanska lýðveldisins
en vegna bilunar var gripið til 757-
þotunnar, sem er nokkru minni, fyr-
irvaralítið.
Sakaðir um valdarán
Búkarest. Reuter.
VALENTÍN Gabrielescu, formaður
þingnefndar í Rúmeníu sem hefur
rannsakað uppreisnina gegn Nicolae
Ceausescu árið 1989, hefur sakað
núverandi ráðamenn í landinu og
aðra fyrrverandi kommúnista um að
hafa notfært sér uppreisnina til að
ræna völdunum.
„Það var bylting í Rúmeníu til 22.
desember 1989 en núverandi vald-
hafar rændu henni að lokum," sagði
Gabrielescu, þingmaður Rúmenska
bændaflokksins sem er í stjórnar-
andstöðu.
Ummæli Gabrielescu endurspegla
skoðanir margra Rúmena, sem telja
að hátt settir menn í Securitate,
öryggislögreglunni illræmdu, hafi
lagt á ráðin um uppreisnina ásamt
ýmsum embættismönnum kommúni-
staflokksins. Almenningur hafi risið
upp gegn Ceausescu en Ion Iliescu
forseti og fleiri fyrrverandi kommún-
istar hafí notfært sér ringulreiðina
og rænt völdunum.
Margir Rúmenar vita enn lítið um
hvað gerðist í raun í desember 1989
þegar um 1.200 manns biðu bana
og þúsundir manna særðust í upp-
reisninni gegn stjórn Ceausescus.
Um 900 manns biðu bana frá 22.
desember, þegar Ceausescu og kona
hans flúðu frá Búkarest, og þar til
þau voru tekin af lífi þremur dögum
síðar. Ymsar samsæriskenningar
hafa komið fram um byltinguna og
andstæðingar Iliescus og fyrrverandi
bandamenn hans úr röðum þjóðern-
issinna hafa sakað hann um að hafa
óskað eftir aðstoð Sovétmanna við
að steypa Ceausescu. Iliescu neitaði
þessu í fyrradag og skrifstofa hans
dreifði gögnum sem eiga að sýna
að hann hefði aldrei óskað eftir að-
stoð Sovétmanna.