Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEINIT
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 17
Sendu Irökum og1
Irönum plútóníum
Washington. The Daily Telegraph.
BANDARIKJAMENN greindu á
þriðjudag frá því hve mikið plútó-
níum, sem notað er í eldsneyti fyrir
kjamakijúfa og í kjarnorkusprengj-
ur, þeir hafa flutt út undanfarin 50
ár. Þar á meðal eru sendingar til
Irana, Iraka og ísraela. Þeir síðast-
nefndu hafa um langt skeið legið
undir grun um að hafa þróað full-
komin kjarnavopn og fengu sex tí-
undu hluta af kílógrammi milli 1960
og 1969. Iranar fengu helmingi
meira árið 1967 þegar Mohammed
Rheza Phalevi var keisari í íran. ír-
akar fengu 100 grömm af plútóníumi
árið 1975. Tvö kílógrömm þarf að
minnsta kosti til þess að smíða kjarn-
ann í kjarnavopni.
Ekkert kjarnorkuveldanna fimm,
Bandaríkjanna, Bretlands, Kína,
Frakka og Rússa, hefur áður birt
upplýsingar af þessu tagi.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti hef-
ur lýst yfir því að hann vilji gera
aðgang að upplýsingum greiðari þar
sem kalda stríðið sé á enda og birt-
ing þessara upplýsinga er liður í
þeirri viðleitni. Einnig hefur verið
leitt að því getum að Rússar muni
auka upplýsingastreymi um kjarn-
orkuvopnaáætlanir sínar gerist
Bandaríkjamenn opnari um þessi
mál. Samkvæmt upplýsingum
Bandaríkjastjórnar var plútóníum
sent til 39 ríkja og átti stjórn
Dwights Eisenhowers forseta upp-
tökin með áætlun, sem nefndist Atóm
fyrir frið og átti að hjálpa ríkjum
heims til að nýta kjarnorku í friðsam-
legum tilgangi.
Reuter
Forkosningar repúblikana í Louisiana
Buchanan vann
óvæntan sisrur
Baton Rouge. Reuter.
PAT Buchanan, íhaldssamur dálka-
höfundur, vann afgerandi sigur í
fyrstu glímunni í forkosningabar-
áttu bandarískra repúblikana vegna
forsetakosninganna í haust. í kjör-
fundarkosningum í Louisiana í
fyrradag fékk hann 62% atkvæða
en Phil Gramm, öldungadeildar-
þingmaður frá Texas, 38%. Tóku
aðeins þrír frambjóðendanna níu
þátt í kosningunni í Louisiana en
líklega hafa þessi úrslit gert vonir
Gramms að engu en fyrirfram var
hann talinn sigurstranglegur í rík-
inu.
Þriðji frambjóðandinn, útvarps-
maðurinn Alan Keyes, virðist ekki
hafa komist á blað í Louisiana en
Buchanan fékk 13 fulltrúa á lands-
fund Repúblikanaflokksins en
Gramm átta. Til að hljóta útnefn-
ingu sem forsetaframbjóðandi repú-
blikana þarf 996 fulltrúa á lands-
fundi.
Hinir sex frambjóðendurnir, þar
á meðal þeir Bob Dole og Steve
Forbes, sátu hjá til að halda í þá
hefð, að forkosningarnar heflist í
Iowa og New Hampshire. Kjörfund-
arkosningar verða í Iowa nk. mánu-
dag og átta dögum síðar í New
Hampshire.
Hægrisinnuð verndarstefna
„Þetta er sigur hinnar nýju
íhaldsstefnu, sem kemur frá hjart-
anu, íhaldsstefnu trúrækninnar,
fjölskyldunnar og föðurlandsins,"
sagði Buchanan þegar hann fagn-
aði sigrinum en samkvæmt könnun-
um getur hann þakkað sigurinn
mikilli þátttöku kristinna hægri-
manna, þar á meðal kaþólikka eins
og hann er sjálfur. Einangrunar-
hyggja og verndarstefna voru áber-
andi í málflutningi Buchanans og
virðist það hafa fallið í góðan jarð-
veg hjá þeim, sem hafa minna en
meðallaun. Aðeins 30.000 af
486.000 skráðum repúblikönum í
Louisiana tóku þátt í kjörfunda-
kosningunum.
Úrslitin eru mikið áfall fýrir Phil
Gramm, sem er úr nágrannaríkinu
Texas og.hafði sjálfur spáð því, að
hann fengi 21 fulltrúa eða þá alla.
Búast nú margir við því, að forkosn-
ingarnar muni hér eftir eingöngu
snúast um þá þijá, Bob Dole, Steve
Forbes og Pat Buchanan.
Hundsuðu Louisiana
Það er nýtt, að fyrstu forkosning-
ar repúblikana séu í Louisiana en
repúblikanar þar vona, að það geti
orðið til að auka áhrif Suðurríkj-
anna á val forsetaframbjóðandans.
Flokksbræður þeirra í Iowa og New
Hampshire brugðust hins vegar
ókvæða við og fengu flesta fram-
bjóðendur til að taka ekki þátt í
Louisiana-kosningunni.
Vill breyt-
ingar á
stofnskrá
WARREN Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hvatti i
gær Yasser Arafat, leiðtoga Pal-
estinu, tii að fella út kafla í stofn-
skrá Frelsissamtaka Palestínu
(PLO) frá 1964 þar sem hvatt er
til tortímingar Israel.
Christopher og Arafat áttu tæp-
lega klukkustundar langan fund i
þorpinu Beit Hanoun á Gaza-svæð-
inu í gær. Sagði Arafat á blaða-
mannafundi með Christopher að
æðsta ráð PLO, sem í sitja 446
fulltrúar, sem og löggjafarsam-
kunda Palestínumanna er kjörin
var í janúar, myndu ræða um að
fella út viðkomandi kafla.
Leiðtogar PLO hittust á fundi
í Egyptalandi á þriðjudag og
sögðu að honum Ioknum að þeir
hölluðust að því að heppilegra
væri að semja algjörlega nýja
stofnskrá í stað þess að breyta
hinni gömlu.
Israelar krefjast þess að stofn-
skránni verði breytt áður en við-
ræður hefjast um endanlega stöðu
Vesturbakkans, Gaza-svæðisins
og Austur-Jerúsalem. Þær viðræð-
ur eiga að hefjast í maí.
Jeltsín boðar auknar iðnaðarnjósnir
Villvinnaupp
tækniforskotið
Moskvu. Reuter.
Varað við áhrifum
ofbeldis í sjónvarpi
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
skoraði í gær á háttsetta embættis-
menn að vinna upp það forskot, sem
vestræn ríki hefðu á Rússa í tækni-
legum efnum, meðal annars með því
að nýta betur þær upplýsingar, sem
fengjust með iðnaðarnjosnum.
„Samstarfssamningar hafa farið
út um þúfur og samkeppnin á alþjóð-
legum tæknimarkaði hefur aukist,"
sagði Jeltsín í upphafi fundar í örygg-
isráðinu og fréttastofurnar Interfax
og Itar-Tass höfðu eftir honum, að
erlendar leyniþjónustur hefðu aukið
mjög iðnaðamjósnir í Rússlandi. Því
yrðu Rússar að herða á sínum eigin
njósnum og nýta upplýsingarnar bet-
ur. Jeltsín sagði einnig, að koma
yrði í veg fyrir vaxandi flótta mennt-
aðs fólks frá Rússlandi og hvatti til,
að hergagnaiðnaðurinn yrði notaður
í auknum mæli til borgaralegrar
framleiðslu.
Meðfylgjandi mynd var tekin á
fundinum í gær en ystur til vinstri
er Andrei Níkolajev, yfirmaður
landamæravarðarins; Míkhaíl
Barsúkov, yfirmaður öryggismála-
stofnunar alríkisins; Anatolíj Kúlikov
innanríkisráðherra; Pavel Gratsjov
vamarmálaráðherra og Víktor
Tsjemomyrdín forsætisráðherra.
NÝ KÖNNUN gefur til kynna að
Bandaríkjamenn læri ofbeldisfulla
hegðun af því að horfa á sjón-
varpsefni þar sem ofbeldisseggjum
er yfirleitt ekki refsað og fórn-
arlömbin finna ekki til sársauka.
Könnunin staðfestir að ofbeldi
sé ráðandi á dagskrám bandarí-
skra sjónvarpsstöðva og kemur
þar fram að í 57% dagskrárliða
komi ofbeldi fyrir. Það sé hins
vegar ekki eina vandamálið. Al-
varlegra sé að ofbeldi sé oft gert
sársaukalaust, lofsvert og fyndið,
segir í skýrslu um ofbeldi í sjón-
varpi, sem gerð var í samvinnu
fjögurra bandarískra háskóla.
Ofbeldi í 57% dagskrárliða
í skýrslunni segir að ekki sé
hætta á því að hver einasti sjón-
varpsáhorfandi grípi til ofbeldis,
en hættan sé fyrir hendi.
„Fylgifiskar þess að horfa á
algengustu ofbeldisatriði í sjón-
varpi geta verið að fólk læri of-
beldisfulla hegðun, hætti að skynja
skaðlegar afleiðingar ofbeldis og
ótti þess við að verða fyrir árás
aukist,“ sagði í skýrslunni.
Stofnunin Mediascope stóð fyrir
rannsókninni og naut styrks frá
samtökum bandarískra kapalsjón-
varpsstöðva, en mest reyndist of-
beldið í dagskrá þeirra. Joel Feder-
man, rannsóknastjóri Mediascope,
sagði á þriðjudag að ekki mætti
rekja allt ofbeldi í bandarísku þjóð-
félagi til sjónvarps, en það væri
„verulegur hluti vandans".
Rannsökuð var dagskrá á 23
stöðvum í 20 vikur 1994 og 1995
auk þess, sem fyrri rannsóknir á
áhrifum ofbeldis í sjónvarpi voru
teknar saman. í ljós kom að þeir,
sem beittu valdi, sluppu við refs-
ingu í 73% allra ofbeldisatriða og
afleiðingar ofbeldis kæmu sjaldn-
ast fram. í 58% tilvika sæist ekki
að fórnarlamb fyndi til sársauka.
í skýrslunni segir að lítið sé um
áróður gegn ofbeldi. Byssur komi
fyrir í fjórðungi allra ofbeldisatriða
og í 39% tilvika séu þau gerð fynd-
in.
Viðvararnir um ofbeldi i sjón-
varpi hafi oft hvetjandi áhrif, eink:
um þegar drengir eigi í hlut. í
skýrslunni er mælst til þess að
dregið verði úr ofbeldi í sjónvarpi.
Vilja Day-
ton-lausn á
*
N-Irlandi
ÍRSKA stjórnin hefur lagt til,
að Dayton-samningarnir um
frið í Bosníu verði hafðir sem
fyrirmynd á Norður-írlandi.
„Við leggjum til, að fulltrúar
deiluaðila verði kvaddir til við-
ræðna í tvo daga líkt og í
Dayton," sagði Dick Spring,
utanríkisráðherra íra, eftir
fund með Sir Patrick Mayhew,
Irlandsmálaráðherra bresku
stjórnarinnar. Spring sagði,
að Bretar hefðu enn ekki fall-
ist á þessa hugmynd en Sam-
; bandsflokkurinn, flokkur mót-
mælenda á Norður-írlandi,
hefur hingað til ekki viljað
setjast að samningaborði með
IRA, írska lýðveldishernum.
Ný stjórn í
Póllandi
ALEKSANDER Kwasniewski,
forseti Póllands, féllst í gær á
skipan nýrrar ríkisstjórnar
undir forsæti Wlodzimierz
Cimoszewicz. Er hún skipuð
mörgum sömu ráðherrum og
síðasta ríkisstjórn og þar á
meðal fer Wieslaw Kaczmarek
áfram með embætti einkavæð-
ingarráðherra. Er mikil
óánægja með það í Bænda-
flokknum, samstarfsflokki
Lýðræðislega vinstrabanda-
lagsins í stjórn.
Njósnabrigsl
í Rússlandi
YFIRVÖLD í Rússlandi hafa
látið handtaka uppgjafa sjó-
liðsforingja, Alexander Níkít-
ín, sem safnaði upplýsingum
um hættulegan kjarnorkuúr-
gang fyrir norsk umhverfis-
verndarsamtök. Er hann sak-
aður um njósnir og landráð
að sögn talsmanns að sögn
Bellona-stofnunarinnar. Sagði
hann, að stofnunin hefði ráðið
lögfræðinga í Pétursborg og
Moskvu til að veija hann.
Samkvæmt upplýsingum Ník-
ítíns stafar miklu meiri hætta
af kjamorkuúrgangi á Kola-
skaga en af nokkru slysi á
borð við Tsjernobyl-slysið.
Vilja leita
lausna
GRÍSKA stjórnin hefur brugð-
ist vel við tillögum Bandaríkja-
stjórnar um að hún leiti lausna
á deilunni við Tyrki um
óbyggðar klettaeyjar í Eyja-
hafi. Grikkir segjast ráða þeim
samkvæmt alþjóðasamningum
frá 1923 og 1947 en Tyrkir
halda því fram, að í samning-
unum hafi ekkert verið kveðið
á um þessi sker.
Umdeild ósk
um náðun
MARIO Soares, forseti Port-
úgals, hefur beðið þingið að
náða félaga í samtökum
vinstriöfgamanna, sem dæmd-
ir voru fyrir morð og sprengju-
tilræði á síðasta áratug. Þykir
þessi ósk heldur vandræðaleg
fýrir nýja stjórn jafnaðar-
manna en Soares, sem er einn-
ig jafnaðarmaður, hefur lengi
viljað fá mennina lausa. Fyrri
stjórn hægrimanna hafði
margsinnis hafnað því og lík-
lega er lítill stuðningur fyrir
því á þingi.