Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 23
_______ FJÖLMIÐLAR_____
CBS sendir út
viðtal í tóbaksmáli
New York. Reuter.
CBS-sjónvarpið sendi nýverið út við-
tal við fyrrverandi starfsmann tób-
aksfyrirtækis, tæpum fjórum mánuð-
um eftir að ákveðið var að sjónvarpa
því ekki af ótta við málsókn.
Kaflar úr viðtaii sjónvarpsþáttarins
„60 Minutes" við fyrrum starfsmann
Brown & Williamson Corp, Jeffrey
Wigand, voru sýndir í kvöldfréttum
CBS 26. janúar þegar frétt hafði birzt
í Wall Street Journal um ásakanir
Wigands á hendur fyrrverandi vinnu-
veitanda sínum.
Journal sagði að Wigand sakaði
fyrrum stjórnarformann B&W,
Thomas Sandefur, um að hafa sagt
ósatt um þá skoðun sína að nikótín
sé vanabindandi þrátt fyrir eiðsvarið
loforð um að segja sannleikann.
Wigand kom fram með þessa og
fleiri ásakanir þegar hann bar vitni
í máli, sem ríkið Mississippi höfðaði
gegn tóbaksiðnaðinum til að bæta sér
upp kostnað af meðferð reyking-
armanna. Journal birti hluta endur-
rits úr þingbók, þótt dómstóll hefði
bannað slíkt.
Yfirmaður CBS News, Andrew
Heyward sagði: „ Við höfum beðið
eftir tækifæri til að deila fréttinni
um þetta alvarlega mál með banda-
rískum almenningi."
„Þar sem sagt hefur verið frá eiðs-
vörðum vitnisburði Wigands,“ sagði
Hauward í yfirlýsingu, „gafst okkur
slíkt tækifæri."
B&W neitaði að ræða við „60 Min-
utes“ vegna fréttarinnar 26. janúar
og segir fréttamaður „60 Minutes,"
Mike Wallace, að ástæðan sé sú að
fyrirtækið hafi stefnt honum og öðr-
um starfsmönnum CBS í málinu gegn
Wigand fyrir að ijúfa samning um
trúnað við fyrirtækið,
Wigand er nú framhaldsskólakenn-
ari í Louisville, Kentucky, og varð
landskunnur í nóvember þegar„60
Minutes" sleppti viðtali við hann af
ótta við lögsókn af hálfu B&W. Lög-
fræðingar CBS óttuðust að ef samtal-
ið yrði birt yrði það brot á trúnaðar-
samningi þeim sem hann hafði gert
viðfyrirtækið.
Ákvörðunin um að sjónvarpa ekki
viðtaiinu vakti almenna gagnrýni,
einkum blaðamanna. Aðalgreinin í
síðasta eintaki Columbia Journalism
Review nefnist „Það sem læra má
af uppgjöf 60 Minutes."
Ákvörðunin vakti uppnám starfs-
manna „60 Minutes". Fréttamaður-
inn Morley Safer gagnrýndi Wallace
fyrir að hafa ekki sagt sér allan sann-
leikann um ákvörðunina um að sleppa
viðtalinu áður en Safer kom fram í
rabbþætti í opinberu sjónvarp til að
verja hana.
Fréttaskýrandi „60 Minutes", Andy
Rooney, kvaðst hafa fengið skipun frá
stjórnanda þáttarins, Don Hewitt, um
að þynna út gagnrýni á málið.
B&W heldur því fram að fyrirtæk-
ið og starfsmenn þess hafi ekkert
gert af sér. Gordon Smith, einn lög-
fræðinga B&W í Atlanta, sagði Reut-
er að Wigand væri lygari.
Hins vegar sagði Wigand CBS í
fréttinni 26. janúar að fyrirtækið
reyndi að sverta hann með því að
kalla hann meinsærismann og þjóf.
Hann sagði líka að hann hefði fengið
nokkrar morðhótanir síðan 1994.
Pearson
býður í
SelecTV
London. Reuter.
PEARSON fjölmiðlafyrirtækið í
Bretlandi hefur boðið 46 milljónir
punda í sjónvarpsfyrirtækið
SelecTV samkvæmt samkomulagi-
og hyggst þar með auka dagskrár-
gerð sína.
Pearson ætlar aðeins að taka við
dagskrárgerðar- og dreifingardeild-
um SelecTV, sem hefur framleitt
vinsæla þætti eins og „Auf Wied-
ersehen Pet,“ „Lovejoy" og „Birds
of a Feather.“
Fjarskiptafyrirtækið Carlton Com-
munications mun kaupa kaplasjón-
varpsrás SelecTV og fjölmiðlafyrir-
tækið MAI tekur við 15% hlut
SelecTV í einkasjónvarpinu Meridian.
Allan McKeown, eiginmaður gam-
anleikkonunnar Tracey Ullman stofn-
aði SelecTV 1979. Pearson á Financ-
iaJ Times og Penguin forlagið og deild-
imar Thames og Grundy Worldwide
hafa annazt dagskrárgerð.
Hlutabréf í SelecTV hækkuðu um
25 pens í 28. Þau höfðu lækkað í
25 pens þegar SelecTV hafði skýrt
frá 2.09 milljóna punda tapi á sex
mánuðum til septemberloka 1995.
Pearson hefur samþykkt að selja
MAI hlut SelecTV í Meridian á Suð-
austur-Englandi fyrir um 30 milljón-
ir punda. MAI á fyrir 61% í Meri-
dian og á einnig Ánglia sjónvarpið
á Austur-Englandi.
Pearson og MAI hafa samþykkt
að hafa á hendi forystu í fyrirtækja-
samtökum, sem munu hleypa af
stokkunum fimmtu sjónvarpsrásinni
(Channel 5) á næsta ári.
SelecTV hafði áður selt Carlton
kaplasjónvarpsrás sína. Carlton
hyggst auka umsvif sín á vettvangi
kapla- og gervihnattasjónvarps.
Stöð SelecTV nær til 900.000
heimila í Bretlandi. Þættir frá
SelecTV eru einnig meðal efnis sem
áskrifendasjónvarpið Multichoice
dreifir í suðurhluta Afríku.
------♦ ♦ ♦------
Skotárás á rit-
stjóra í Nígeríu
Lagos. Reuter.
ÚTGEFANDI helzta óháða blaðsins
í Nígeríu, Alex Ibru, hefur verið
fluttur með flugvél til Englands
vegna alvarlegra skotsára, sem hann
hlaut þegar ókunnir menn reyndu
að ráða hann af dögum.
Að sögn The Guardian á Ibru á
hættu að missa vinstra auga. Fimmt-
án hafa verið handteknir vegna lög-
reglurannsóknar á árásinni.
Ástæður árásarinnar eru ókunn-
ar, en sagt er að 60% líkur séu á
að um misheppnað rán hafi verið
að ræða. Hafi um pólitískt tilræði
verið að ræða kveðst lögregla viðbú-
in að mæta nýrri morðtilraun.
Ibru er fyrrverandi innanríkisráð-
herra í stjórn Sani Abacha hershöfð-
ingja. Blöð og blaðamenn í Nígeríu
búa við erfið starfsskilyrði vegna
ókyrrðar í landinu.
Árgerð 1 996 er komin -
Full búð of nýjum glæsilegum fækjum
46" RISASKJAR
146" sjónvarpstæki
• Innbýggður skjávarpi
• 40W Nicam Stereo-macjnari
• Surround-umhverfishljomur
• Hraðtextavarp m/ísl. stöfum
• 59 stöva minni
• CTI/PSI-skerpustilling
• Aðgerðastýringar á skjá
• 2 Scart-tengi
• Barnalæsing
• °-A-
• 37" sjónvarpstæki
• Svartur FST-myndlampí
Idsmóttak.
RISASKJÁR
18.230,- ó mán. í 24 mánuði
Me<obgieiislo m.v. Vbo-roSgrelklor, meS öllum kostooSi
056.500,-
• 16:9 breiðtjaldsmóttaka
• 40W Nicam Stereo-magnari
• Surround-umhverfishljómur
• Hraðtextavarp m/ísl. stöfum
• CTI/PSI-skerpustilling
|ðastýnngar á skjá
,-tenai (S-VHS)
277.900,=
SKJAR
Heimabíó-pokki
Telefunken F 551 NDPL
• 28" sjónvarpstæki
• Svartur FST-myndlampi
• 16:9 breiðtjalasmóttaka
• 40W Nicam Stereo-magnari
• Dolby Pro Logic Surround
• 4 auka-hátalarar fylgja
• Textavarp
• CTI/PSI-skerpustilling
• Aögerðastýringar á skjá
• 2 Scart-tengi og S-VHS
• 59 stöðva minni
• Tímarofi, barnalæsing o.fl.
Telefunken S-5400
• 29" sjónvarpstæki
• Svartur D.I.V.A.-myndlampi
• 16:9 breiðtjaldsmóttaka
• 40W Nicam Stereo-magnari
• Surround-umhverfishljomur
2.933,- ó mon. í 24 monuði
Meöaltakgreiöslo m.v. Viso-ro&grei&slur, meö öllum kostnoöl I
1 Hraðtextavarp m/ísl. stöfum
1 CTI/PSI-skerpustillinq
• Aðgerðastýrmgar á slcjá
• 2 Scart-tengi og S-VHS
• 59 stöðva minni
• Cinema Zoom-aödráttur o.fl.
54.900 ¥ stgr.
~ ? ] T.l _ r 1 _ __ mm 1 1 AP/l
• 6 hausa myndbandstæki
• Show View meb PDC og VPS
• Lonq Play
• Foff^úpq fjarstýrinq
• Jog-rofan'ljí|jtyringu
• 2 Scart-tengi
• Lengsta afspilun: lÓTtm^r
• 9 hægmyndahrabar o.fl.
TIL. MÁWAÐA
Skipholti 1 9
Sími: 552 9800