Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Gjaldeyrisvilnanir til
vamar gengisáhættu
Sig-urður Einarsson. Armann Þorvaldsson
í TAKT við aukið
fijátsræði í gjaldeyris-
og vaxtaviðskiptum og
aukinnar fjármála-
kunnáttu innan ís-
lenskra fyrirtækja,
hefur færst í vöxt að
íslensk fyrirtæki hugi
að þeirri áhættu sem
að þeim steðjar.
Áhætta þessi getur
verið margs konar
m.a. lausafjáráhætta,
vaxtaáhætta og ekki
síst gengisáhætta.
Gengisáhætta
Þegar fyrirtæki
eiga að greiða ákveðna
upphæð, eða eiga von á greiðslu, í
erlendri mynt, standa þau óhjá-
kvæmilega frammi fyrir gengisá-
hættu. í tilvikum þar sem von er á
greiðslu í erlendri mynt getur greiðsl-
an orðið lægri í íslenskum krónum
en áætlað var, ef erlenda myntin
hefur veikst þegar að greiðsludegi
kemur. Þegar greiða á erlenda mynt
er áhættan á hinn veginn, þ.e.
greiðslan getur orðið meiri í íslensk-
um krónum en áætlað var, ef erlenda
myntin styrkist.
Sum fyrirtæki velja að huga lítið
að gengisáhættu og taka þannig
e.t.v. mestu áhættuna, önnur fyrir-
tæki hafa um nokkurt skeið notað
svo kallaða framvirka samninga til
að tryggja greiðslur í erlendri mynt.
Framvirkir samningar hafa vissulega
marga kosti en ein'nig þann galla að
fyrirtæki sem gerir framvirkan samn-
ing er skuldbundið til þess að nýta
samninginn og afskrifar þannig hugs-
anlegan hagnað af gengisþróun.
Kaupþing hf. býður nú, fyrst allra
fjármálafyrirtækja, vilnanir (e. opti-
ons) á íslensku krónuna, sem skapar
nýja möguleika í gengisvömum. Með
kaupum ■ á vilnunum er hægt að
tryggja sölu eða kaup á gjaldeyri á
ákveðnu gengi, en hagnast jafnframt
ef gengissveiflur eru hagstæðar. I
greininni hér á eftir er sýnt fram á
mismunandi leiðir sem fyrirtæki geta
valið til að hafa áhrif á gengisáhættu
í milliríkjaviðskiptum.
Við getum tekið sem dæmi sjáv-
arútvegsfyrirtæki sem selt hefur
loðnu til Japans og á von á greiðslu
100 milljóna japanskra jena eftir
þijá mánuði. Daggengi JPY/ISK er
0,62. Ef gengi jens hefur lækkað
þegar greiðsla berst fær fyrirtækið
í sinn hlut lægri upphæð í krónum
heldur en það áætlaði, en hærri upp-
hæð ef gengið veikist. Fyrirtækið
gæti ákveðið að veija sig ekki gagn-
vart hugsanlegri gengislækkun jens-
ins, eða varið sig með t.d. framvirk-
um samningi eða vilnun.
Aðgerðarleysi
Ef fyrirtækið ver sig ekki, er erf-
itt að spá fyrir um hver greiðslan
verður í íslenskum krónum. Fyrir-
tækið tekur á sig alla gengisáhætt-
una og nýtur þess ef JPY styrkist,
en geldur þess ef JPY veikist. Ef
gengið hækkar í 0,62 fær fyrirtækið
einni milljón meira en ef gengið hefði
haldist óbreytt, en einni milljón
minna ef gengið lækkar í 0,61.
Upphæð greiðslu (ISK
Framvirkir samningar
Önnur leið er að gera framvirkan
samning um sölu á JPY 100 milljón-
um eftir þijá mánuði og tryggja sér
þannig ákveðið gengi. Ef framvirka
gengið væri hið sama og gengið í
dag, gæti fyrirtækið tryggt sér ISK
62 milljóna greiðslu eftir þijá mán-
uði og skiptir þá engu hvert markaðs-
gengi JPY verður á þeim tíma. Fyrir-
tækið tapar því ekki ef jenið veikist,
en hagnast hins vegar ekki heldur
ef jenið styrkist. Ef jenið styrkist
tapar fyrirtækið á framvirka samn-
ingnum, því það hefur skuldbundið
sig til þess að selja jenin á gengi sem
er lægra en markaðsgengi, en það
er vegið upp með hærra verði greiðsl-
unnar í íslenskum krónum.
Upphseð p^iðslu í ISK
fflono.
6*000-
67000-
66000.
65000.
64000
6X100
(310)
61000
60000
nw
5TO0
56000
55HJO
«000
Vilnanir
Ef fyrirtækið vill tryggja sér
ákveðið lágmarksverð (gengi) fyrir
jenin sem það á von á, en hagnast
jafnframt ef þróun jens verður hag-
stæð, þá eru gjaldeyrisvilnanir hag-
stæður kostur. Fyrirtækið getur
keypt vilnun af Kaupþingi hf. sem
veitir því rétt til að selja Kaupþingi
hf. JPY 100 milljónir á ákveðnu
gengi eftir þijá mánuði. Fyrir þennan
rétt verður að borga fyrir og í þessu
tilviki er verð vilnunarinnar hærra
eftir því sem umsamið gengi er
hærra. Ef samið yrði t.d. um gengið
0,62 sem lágmarksgengi (sama og
“spot“ gengi jens í okkar dæmi),
myndi slík vilnun á 100 milljónir jena
kosta um 1,2 milljónir króna. Þar sem
fyrirtækið þarf ekki að selja jenin
til Kaupþings hf., nýtir það sér að-
eins réttinn, ef markaðsgengi JPY
eftir þijá mánuði er lægra en umsam-
ið gengi vilnunarinnar. Með þessu
íslensk fyrirtæki huga í
auknum mæli að
áhættuþáttum í rekstri
-----------------7---
sínum, segja þeir Ar-
mann Þorvaldsson og
Sigurður Einarsson.
móti tryggir fyrirtækið sér visst lág-
marksgengi fyrir jenin, en hagnast
jafnframt ef jenið styrkist á tímabil-
inu. Ef gerður er framvirkur samn-
ingur getur fyrirtækið tapað miklum
fjármunum á samningnum sjálfum,
en þegar um vilnun er að ræða, get-
ur tapið aldrei orðið meira heldur en
kaupverð vilnunarinnar, í okkar
dæmi rúmlega ein milljón króna.
Upphaeð greiöslu i ISK
Eins og áður segir býður Kaupþing
hf. til sölu gjaldeyrisvilnanir á ís-
lensku krónuna. Hægt er kaupa viln-
anir í jenum, dollurum, pundum og
mörkum. Verð fer einkum eftir
sveiflum gjaldmiðla, tímalengd viln-
unarinnar, og vaxtamun á milli ís-
lands og viðkomandi lands. Sem
dæmi um verð má nefna að sé keypt
vilnun sem veitir rétt til þess að selja
JPY 100 milljónir eftir þijá mánuði
á sama gengi og í dag, myndi hún
kosta 2,08% af upphæðinni sem jafn-
gildir um JPY 2.080.000 eða ISK
1.309.000. Eins og áður segir er
miðað við að vilnunin sé til þriggja
mánaða, en með því að stytta tíma-
lengdina í t.d. einn eða tvo mánuði,
lækkar verðið nokkuð.
Gengisþróun
Eins og fyrirtæki sem leggja stund
á innflutning og útflutning þekkja
þá eru daglegar sveiflur í gengi
gjaldmiðla verulegar og geta jafnvel
numið mörgum prósentustigum inn-
an sama dags og þá oft í þveröfuga
átt miðað við það sem vænst er. Við
slíkar aðstæður nýtast vilnanir ákaf-
lega vel því fyrirtækin geta með viln-
unum tryggt sig fyrir áföllum en
jafnframt notið þess verði gengisþró-
unin önnur en það væntir þegar viln-
unin er gerð.
Höfundar eru báðir liagfræðingar
og starfsmenn Kaupþings hf.
LecafUlpur
Vind- og vatnsheldar
Margir litir, st: M-XXXL
Barnastærðir:
Nú: 4.990-Áður: 6.990.-
Fullorðinsst.: M -XXXL
Verð: 7.990.- Áður: 9.990.-
Margirlitir
Sendum i póstkröfu
»hummél^P
SP0RTBUÐIN
Nóatúni 17 sími 511 3555
Lífeyrisþegar og skattframtalið
ÞESSA dagana eru landsmenn að
leggja síðustu hönd á skattskýrsl-
urnar sínar. Þeir, sem fá bóta-
greiðslur frá Tryggingastofnun rík-
isins, þurfa sérstaklega að vanda
sig við skattframtalið vegna tekju-
tengingar bóta. Upplýsingar í skatt-
framtali eru notaðar til að reikna
út lífeyrisgreiðslur og því er mikil-
vægt að þær séu réttar og að fram-
talið sé rétt fyllt út.
Mikilvægt að færa tekjur rétt
Tekjur, hvort sem þær eru fjár-
magnstekjur, úr lífeyrissjóðum eða
launatekjur, skerða tekjutryggingu
hjá elli- og örorkulífeyrisþegum.
Þær skerða einnig heimilisuppbót,
sérstaka heimilisuppbót og vasa-
peninga vistmanna. Launa- og fjár-
magnstekjur skerða líka grunnlíf-
eyri einstaklings, fari þær yfir
ákveðin skerðingarmörk.
Tekjur úr lífeyrissjóðum skerða
almannatryggingabætur á annan
hátt en laun og aðrar tekjur. Því
er mjög mikilvægt að allar tekjur
séu færðar í rétta reiti á skattfram-
talinu. Greiðslur frá Trygginga-
stofnun á að færa inn ; reit 40 í
kafla 7.3 á framtalinu, en greiðslur
úr viðurkenndum lífeyrissjóðum í
reit 43.
Þeir sem fá greitt úr fleiri en
einum lífeyrissjóði færa þær
greiðslur í auðu reitina fyrir neðan
reit 43. Eftirlaun frá fyrirtækjum
eða félögum, sem ekki falla undir
lög um lífeyrissjóði, skal telja fram
eins og venjulegar
tekjur í reit 21 í kafla
7.1 á skattframtali.
Loks á að skrá greiðsl-
ur erlendis frá í reit
80 á bls. 1.
Ef skattskýrsla líf-
eyrisþega er rangt út-
fyllt, getur það haft
áhrif á greiðslur frá
Tryggingastofnun.
Séu lífeyrisgreiðslur
frá Tryggingastofnun
til dæmis færðar inn í
reit númer 43 á skatt-
framtalinu, sem
greiðslur úr lífeyris-
sjóði, getur það haft
áhrif til lækkunar
tekjutryggingar. Ástæðan er sú að
þessi vinnsla er tölvuvædd og upp-
lýsingar úr skattskýrslum koma
beint inn í útreikninga lífeyrisdeild-
ar Tryggingastofnunar. Að sjálf-
sögðu eru slík mistök leiðrétt þegar
þau koma í ljós, en betra er að
koma í veg fyrir þau strax við gerð
framtals.
Fjármagnstekjur
skerða bætur
Með lögum um ráðstafanir í rikis-
fjármálum á árinu 1996 tóku gildi
reglur um skerðingu á greiðslum til
lífeyrisþega vegna fjármagnstekna.
Samkvæmt lögunum mun helmingur
tekna sem lífeyrisþegi hefur vegna
vaxta, verðbóta, affalla og gengis-
hagnaðar skerða bætur þeirra á sama
hátt og launatekjur.
í september verða
gerðar breytingar á
greiðslum til lífeyris-
þega í samræmi við upp-
lýsingar um tekjur
þeirra sem fram koma
á skattframtali fyrir árið
1995. Fjármagnstekjur
sem lífeyrisþegar höfðu
á árinu 1995 hafa því
áhrif á greiðslur frá
Tryggingastofnun frá
og með 1. september
1996. Telji lífeyrisþegi
ekki fjármagnstekjur
fram, getur það orðið til
þess að hann fái of-
greiddar bætur, sem síð-
an þarf að endurgreiða.
Skil á skattskýrslu geta einnig
haft áhrif á greiðslur til lífeyrisþega.
Skattstjóri áætlar tekjur á þá, sem
ekki hafa skilað inn skattskýrslu.
Áætlaðar tekjur eru yfirleitt háar og
því geta greiðslur frá Trygginga-
stofnun lækkað í september til þeirra
lífeyrisþega, sem ekki hafa skilað
inn skattskýrslu.
Hægt að sækja um
lækkun
Lífeyrisþegar og aðrir, sem eiga
í fjárhagsvanda, geta sótt um lækk-
un á tekjuskattstofni (66. grein
skattalaga) og lækkun á eigna-
skattstofni (80. grein skattalaga).
Hægt er að sækja um lækkun vegna
veikinda, slyss, ellihrumleika og
andláts maka, svo dæmi séu tekin.
Þeim lífeyrisþegum sem hafa fengið
dvalarheimilisuppbót greidda á ár-
inu skal sérstaklega bent á þetta,
þar sem hún er skattskyld en ekki
staðgreiðsluskyld. Fáist tekjuskatt-
stofn lækkaður, lækkar útsvars-
stofn um sömu fjárhæð. Umsókn
um lækkun skal skila á sérstöku
Röng- skattskýrsla líf-
eyrisþega, segir Svala
Jónsdóttir, getur haft
áhrif á greiðslur frá
Tryggingastofnun.
eyðublaði frá ríkisskattstjóra.
Loks er rétt að benda öllum á,
að hægt er að kaupa slysatryggingu
við heimilisstörf með því að krossa
í reit í kafla þrjú á blaðsíðu eitt á
skattframtalinu. Þessi trygging
kostaði 700 kr. fyrir árið 1995, en
iðgjöld eru innheimt með opinberum
gjöldum. Tryggingin gildir frá því
að skattframtali er skilað og þar
til nýtt skattframtal ætti að hafa
borist. Slysatryggingin gildir því
aðeins ef skattframtali er skilað á
réttum tíma, en hún veitir umtals-
verð réttindi ef viðkomandi verður
fyrir slysi við heimilisstörf.
Höfundur er deildarstjóri fræðslu-
og útgáfudcildar Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Svala Jónsdóttir