Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYLTINGAR- KENNDAR UMBÆTUR GERBREYTING verður um næstu áramót á gerð fjárlaga og reikningsskilum ríkissjóðs samkvæmt frumvarpi, sem Friðrik Sophusson, íjármálaráðherra, hefur lagt fram á Al- þingi. Allar fjárreiður ríkisins verða miklu aðgengilegri fyrir þá, sem þurfa að fjalla um opinber fjármál, svo og fyrir almenn- ing. Fjármálaráðherra segir, að frumvarpið færi okkur í fremstu röð þjóða um uppsetningu fjárlaga og ríkisreiknings og framkvæmd ríkisfjármála. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að reikningsskil ríkisins miðist við bókhalds- og reikningsskilaaðferðir atvinnufyrirtækja. Það felur m.a í sér gerð rekstrarreiknings, efnahagsreiknings og yfirlit um sjóðsstreymi. Breytingarnar ná jafnframt til fram- setningar fjárlaga. Þau ná yfir fleiri aðila en fyrr og upplýs- ingar verða miklu fyllri. Fjárlögin verða í fimm hlutum; ríkis- sjóður og ríkisstofnanir (A), ríkisfyrirtæki (B), Lánastofnanir ríkisins (C), fjármálastofnanir ríkisins (D), og sameignar- og hlutafélög í meirihlutaeign ríkisins (E). Þetta þýðir m.a., að gerð verður grein fyrir reikningum lánasjóða, ríkisbanka og félaga með meirihlutaaðild ríkisins. Mikil framför verður í opinberum reikningsskilum með því, að yfirlit verða birt um lántökur, skuldbindandi samninga og ábyrgðir utan efnahags- reiknings ríkissjóðs. Lánsfjárlög verða felld inn í fjárlög, enda verða ákvarðanir um lántökur og ábyrgðir teknar við af- greiðslu þeirra á Alþingi. Breytingarnar fela í sér mánaðarlegt greiðsluuppgjör og tvívegis á ári verður lagður fram árshlutareikningur. Þetta auðveldar eftirlit með ríkisrekstrinum og hvort ákvæðum fjár- laga sé framfylgt. Fyrr verður því unnt að grípa til aðgerða en áður. Eitt mikilvægasta nýmælið í frumvarpinu er ákvæði þess efnis, að því fylgi áætlun um ríkisbúskapinn næstu þrjú árin. Þar verður gerð grein fyrir horfum, svo og stefnu ríkisstjórnar í ríkisfjármálum. Slík áætlun auðveldar alla stefnumörkun og vitræna stjórnun í meðferð opinbers fjár, jafnt hjá ríkissjóði og ríkisstofnunum. Atvinnufyrirtækin og heimili geta og betur skipulagt fjármál sín fram í tímann, þegar ljóst er við hveiju má búast í stjórn ríkisfjármála. Hér eru á ferðinni byltingarkenndar umbætur í meðferð ríkis- ^fjármála, sem marka tímamót. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, og samstarfsmenn hans í fjármálaráðuneytinu hafa unnið merkilegt starf með framlagningu þessa frumvarps. RÉTT ÁKVÖRÐUN Á AKUREYRI BÆJARSTJÓRN Akureyrar gerði rétt í að samþykkja fjár- hagsáætlun Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar, þar sem gert er ráð fyrir sölu á öllum hlutabréfum Akureyrarbæjar á þessu ári. Þyngst vegur að sjálfsögðu ákvörðun bæjarstjórnar- innar um að selja 53% eignarhlut Akureyrarbæjar í Utgerðarfé- lagi Akureyringa. Sá hlutur er að nafnvirði tæpar 410 milljón- ir króna, en markaðsverð bréfanna er a.m.k. um 1.300 milljón- ir króna og líklega mun hærra, sérstaklega ef meirihlutaeign bæjarins verður seld í einu lagi. Nú verður það verkefni bæjaryfirvalda að koma hlutabréfa- eign sinni í verð og reyna að fá sem best verð fyrir eign sína. Slík sala kemur skattgreiðendum Akureyrar til góða. Það er auðvitað mikilvægt fyrir hagsmuni heimamanna, eins og Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri hefur sagt, að burðarás í atvinnulífi Akureyringa eins og Útgerðarfélag Akureyringa, verði áfram til staðar á Akureyri. Á hinn bóginn ætti ekki að vera ástæða til þess að óttast að nýir eigendur hefðu í hyggju að flytja fyrirtækið frá Akur- eyri. Þar liggja rætur þess, þar eru vinnutækin, vinnsluaðstað- an, húsakosturinn og starfsfólkið. Markmið bæjarstjórnar með fyrirhugaðri hlutabréfasölu er að greiða niður skuldir framkvæmdasjóðs og bæjarsjóðs og auka þannig svigrúm til framkvæmda og atvinnuþróunar. Slík markmið eru að sjálfsögðu góðra gjalda verð, en kjarni máls- ins hlýtur engu að síður að vera sá, að bæjarfélög eiga ekki að standa í sjálfstæðum atvinnurekstri sem er í beinni sam- keppni við einkarekin atvinnufyrirtæki. Tími bæjarútgerða er löngu liðinn og nú þegar vel árar hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa er rétti tíminn hjá bæjarfélaginu að losa sig út úr þeim rekstri. Meginverkefni stjórnvalda, bæjar- og sveitarstjórna, á sviði atvinnulífsins á auðvitað að vera að skapa atvinnulífinu heil- brigð rekstrarskilyrði, þannig að frjáls samkeppni fyrirtækja geti blómstrað, án þess að til beinnar þátttöku ríkisvalds eða bæjarfélaga komi í rekstrinum. SVÆÐISBUNDNAR BYGGÐAÁÆTLANIR AUSTFJARÐAÞOKAN læðist inn Reyðarfjörð. Mjóeyri í Eskifirði í forgrunni. Morgunblaðið/Sverrir T<: í A VEGUM Byggðastofnunar og sveitarfélaga er verið að vinna að svæðisbundn- um byggðaáætlunum í fjórum héruðum, á Miðfjörðum Aust- §arða, í Norður-Þingeyjarsýslu, Vest- ur-Húnavatnssýslu og Skaftárhreppi. Vinna við áætlanagerðina er mislangt á veg komin, lengst í Skaftárhreppi. Þá fer það eftir aðstæðum á hvetjum stað á hvaða þætti er lögð áhersla. Sigurður Guðmundsson, forstöðu- maður þróunarsviðs Byggðastofnun- ar, segir að í byggðaáætlun eigi að skipuleggja opinbera þjónustu fyrir allt svæðið og fjalla um helstu mark- mið í atvinnuþróun. Tekið sé jafnt á aðgerðum ríkisvalds og heimamanna og megi líta á niðurstöðuna sem rammasamning milli ríkisvaldsins og viðkomandi sveitarstjórna um þessa þætti. Til þess að varpa ljósi á þessi verk- efni er hér á eftir sagt frá vinnu við áætlun fyrir Skaftárhrepp í Vestur- Skaftafellssýslu annars vegar og Nes- kaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð hins vegar. Uppbygging opinberrar þjónustu Vinna við svæðisbundna byggða- áætlun fyrir Skaftárhrepp fyrir árin 1996 til 1999 er langt komin enda er það verk væntanlega einfaldast þar sem svæðið hefur áður sameinast í eitt sveitarfélag og landbúnaður er aðalatvinnugreinin í hreppnum. Fyrir liggja drög að skýrslu þar sem gerð er grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar, aðgerðum ríkisvalds og sveitarstjórnar og atvinnuþróunar- starfi. __________ Vegna samdráttar í bú- skap hefur íbúum Skaftár- hrepps fækkað stöðugt á undanförnum árum og ára- tugum. Á síðustu árum hefur uppbygging þjón- ______ ustu, ekki síst þjónustu við aldraða og ferðaþjónustu á Kirkju- bæjarklaustri, komið verulega á móti samdrættinum þótt ekki hafi hún dug- að til að snúa þróuninni við. í svæðisbundinni byggðaáætlun eiga að koma fram áform um upp- byggingu og rekstur opinberrar þjón- ustu fyrir íbúa sveitarfélagsins næstu fjögur árin. í Skaftárhreppi er gert ráð fyrir framlagi ríkisins til uppbygg- ingar hjúkrunarheimilisins Klaustur- hóla, Fiskeldisbrautar Fjölbrautaskóla Suðurlands, vegaframkvæmda, Iand- græðsluátaks, náttúrufræðiseturs, umhverfismála og fráveitufram- kvæmda. Gert er ráð fyrir framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til upp- Náin samvinna á Miðfj örðum Unnið er að skipulagi opinberrar þjónustu og atvinnuþróun með svæðisbundnum byggða- áætlunum í fjórum héruðum. Útlit er fyrir að þessi vinna leiði til víðtækrar samvinnu Neskaup- staðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og hugsan- lega sameiningar sveitarfélaganna. í grein Helga Bjamasonar kemur fram að þörf er á markvissari stefnumótun opinberra stofnana enda er það forsenda fyrir gerð þjónustuáætlun- ar fyrir einstaka landshluta. Sameiginleg félagsmála- skrifstofa og tæknistofnun byggingar íþróttamannvirkja og áætl- uðu framlagi Skaftárhrepps sjálfs til þessarra verkaefna og annarra. Vantar stefnumörkun Byggðastofnun hefur nú skrifað ________ viðkomandi ráðuneytum og ýmsum opinberum stofnun- um til að leita álits þeirra á þeim hugmyndum sem fram koma í fyrirliggjandi drög- um að byggðaáætlun. Sig- _____ urður Guðmundsson segir að svör séu byijuð að berast en þau séu misjafnlega góð. í sumum atriðum sé vitnað til fyrirliggjandi áætlana, öðrum hugmyndum hafnað en sumu sé einfaldlega svarað með því að segja að það verði ákveðið í fjárlögum hveiju sinni. í þessu sambandi segir Sigurður að í mörgum málaflokkum vanti heildaryfirsýn yfir það sem verið er að gera. Áætlanir séu reyndar gerðar til nokkurra ára í samgöngumálum en í þær vanti þó betri stefnumörkun. Engar heildaráætlanir séu til í mála- flokkun sem skipti miklu máli um byggðaþróun, til dæmis í uppbygg- ingu og rekstri framhaldsskóla og heilbrigðismála. Svæðisbundnar byggðaáætlanir nái ekki tilgangi sín- um nema ráðuneytin marki heildar- stefnu sem síðan sé hægt að taka mið af við áætlanagerð fyrir einstök landsvæði. Þegar hugað er að atvinnuþróun í Skaftárhreppi staðnæmast menn einkum við uppbyggingu ferðaþjón- ustu og störf sem fallið geta að hefð- bundnum landbúnaði. Mikið hefur verið unnið að ferðamálum í hreppn- um, meðal annars með byggingu hót- els á Kirkjubæjarklaustri, og er áhugi á enn frekari vinnu á því sviði. Einn- ig hafa heimamenn áhuga á að byggja upp bleikjueldi, gera átak í land- græðslu og fá ráðunaut til að vinna að annarri uppbyggingu í vaxtar- greinum landbúnaðar. Ekki liggur endanlega fyrir hvaða undirtekir þessar hugmyndir fá hjá viðkomandi ráðuneytum. Náin samvinna þriggja þéttbýlissveitarfélaga Vinna við gerð byggðaáætlunar fyrir Miðfirði Austfjarða, það er Nes- kaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð, hefur það sem af er þróast með öðrum hætti. Þar er um að ræða þijú sjálf- stæð sveitarfélög. Bæjar- og sveitar- stjórarnir hafa í samvinnu við Byggðastofnun unnið að tillögum um þjónustuskipulag fyrir svæðið. Hug- myndin er að stofnuð verði byggða- samlög um nokkra málaflokka, komið á sameiginlegum stofnunum og hvatt til breytinga og samvinnu í öðrum málaflokkum. Líta má á þessa stór- auknu samvinnu sem undanfara sam- einingar sveitarfélaganna. Allar sveitarstjórnirnar hafa nú samþykkt að ganga til viðræðna um samvinnu og hugsanlega sameiningu og verður byggt á þeim grunni sem til er að verða í tillögum að þjónustuskipulagi. Sigurður Guðmundsson telur að ná megi hagkvæmni í rekstri og auka þjónustu við íbúana með þeirri sam- vinnu eða samruna sem gert er ráð fyrir í þjónustuskipulaginu. Tillögur eru um að komið verði upp byggðasamlögum um hafnir allra staðanna, brunavarnir, sjúkraflutn- inga, garðyrkjustjóra og skipulags- stjóra. Komið verði á fót sameigin- legri tækni- og umhverfisstofnun fyr- ir staðina þijá svo og félagsmálaskrif- stofu. Hvatt er til breytinga á skipulagi heilsugæslu og samvinnu verkalýðsfélag- anna. Nái þessar tillögur fram að ganga án sameiningar er þetta væntanlega víð- _ tækasta samvinna svo stórra sveitarfélaga sem efnt verið til. Félagsleg þjónusta aukin Hafnasamlagið verður umfangs- mesta byggðasamlagið sem sveitarfé- lögin efna til. Við stofnun þess verður hlutverk hverrar hafnar skilgreint en eins og komið hefur fram deildu sveit- arstjórnirnar um það hvar skip Eim- skips ætti að hafa viðkomu við Evr- ópusiglingar. Eimskip valdi Eskifjörð þótt nýlega væri búið að byggja upp hafskipahöfn á Reyðarfirði. Yfir höfn- unum verður ein stjórn í stað þriggja og einn hafnarstjóri. 011 tækni- og byggingamál í bæjun- Heildaryfir- sýn vantar í fjölmörgum málaflokkum hefur um þremur, meðal annars bygginga- fulltrúi, munu heyra undir sameigin- lega stofnun, Tækni- og umhverfis- stofnun. Þar á hafnarstjóri að hafa aðstetur, svo og garðyrkjustjóri og slökkviliðsstjóri. Ætlunin er að auka félagslega þjón- ustu. Liður í því er að samræma eftir- farandi mál og setja í eina stofnun, Félagsmálaskrifstofu, undir stjóm fé- lagsmálastjóra: Málefni aldraðra, mál- efni bama- og unglinga, heimilisaðstoð, félagsleg aðstoð, málefni fatlaðra, yfír- stjóm vinnumiðlunar, félagsleg hús- næðismál og málefni bamavemdar- og jafnréttismála. Þá er fyrirhugað að auka þjónustuna með því að ráða sál- fræðing til starfa á skrifstofunni. Jarðgöng forsenda sameiningar Vegna þessarar vinnu hefur Byggðastofnun leitað eftir viðbrögð- um ráðuneytanna við ýmsum hug- myndum. Sýslumaður er bæði á Eski- firði og Neskaupstað og hefur dóms- málaráðuneytið verið spurt að því hvernig þeim málum verði háttað ef sveitarfélögin sameinast. Mennta- málaráðuneytið hefur verið spurt um skipulag framhaldsskólans en verk- menntaskóli er í Neskaupstað og menntaskóli á Egilsstöðum eins og kunnugt er. Samgöngumálin geta ráðið úrslit- um um sameiningu því yfir fjallveg er að fara milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Rætt hefur verið um að hefjast handa við gerð jarðganga á Austurlandi þegar V estfj arð agöngum lýkur, þótt ekki hafí verið samstaða um það eystra hvar ætti að byija. Byggðastofnun spyr samgönguráðu- neytið hvort gera megi ráð fyrir framkvæmdum við ný jarðgöng í 300 metra hæð í Oddsskarði og hvort fyr- irhugað sé að ráðast í jarð göng milli Fáskrúðsfjarðar _____ og Reyðarfjarðar en þau myndi tengja Fáskrúðsfjörð beint við þetta þjónustusvæði. Þegar hugmyndir um gerð svæðis- bundinna byggðaáætlana voru fyrst lagðar fram var um það rætt að áætl- anagerðin myndi leiða til skipulegrar uppbyggingar, koma í veg fyrir tví- verknað og hafa sparnað í för með sér. Sigurður Guðmundsson segist ekki viss um að vinna við einstakar áætlanir leiði til mikils sparnaðar í upphafi. Hins vegar sé unnt að spara verulega fjármuni með heildarskipu lagningu opinberrar þjónustu fyrir allt landið. Vonast hann til að unnið verði að því verkefni í tengslum við endurskoðun byggðaáætlunar si hefst á þessu ári. Arkitektar óánægðir með að embætti húsameistara ríkisins verður lagt niður um næstu áramót Byggingamál ríkisins ruglingsleg og óskýr Óánægja er meðal arkitekta með þá ákvörðun forsætisráðherra að leggja embætti húsameist- ara ríkisins niður frá og með næstu áramót- * um. I yfírlýsingu starfsmanna stofnunarinnar er talað um stórt skref aftur á bak. Ráðuneyt- isstjóri forsætisráðuneytisins segir að ríkið muni áfram tryggja að faglegum kröfum verði fullnægt við opinberar framkvæmdir. STARFSMENN húsameistara ríkisins hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörð- unar forsætisráðherra um að leggja embættið niður frá og með næstu áramótum. Þeir telja að það virðist rökrétt afleiðing að með höfn- un forsætisráðuneytisins á söfnun sérþekkingar og þjónustu arkitekta á einn stað hjá ríkinu, t.d. hjá húsa- meistara, muni einstök ráðuneyti ráða til sín viðeigandi fagkrafta til að sinna þessu hlutverki. Að öðrum kosti telji þeir ástæðu til að ætla að ekki verði staðið faglega að undirbúningi bygg- ingaframkvæmda hjá hinu opinbera. „Með því að fækka starfandi arki- tektum hjá ríkinu um nærri helming og dreifa þeim á margar hugsanlega „ófaglærðar" hendur væri stigið stórt skref aftur á bak í menntun og mætti þjóðarinnar með forgöngu hins opin- bera,“ segir m.a. í yfirlýsingu starfs- mannanna. Andrés Narfi Andrésson, arkitekt hjá embætti húsameistara, sagði í samtali við Morgunblaðið að starfs- fólk embættisins teldi ákvörðun for- sætisráðherra ranga og það væri mjög ósátt við hana. Hann sagði byggingarframkvæmdir á vegum hins opinbera vera það kostnaðarsamar og miklar að það væri í raun og veru ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda ákveðinni yfirsýn á einum og sama stað. „Þetta var á stefnuskrá forsætis- ráðuneytisins og verið að vinna að ákveðnu frumvarpi þar fram í miðjan desember, en upp úr því er eins og verði einhver stefnubreyting. Þá virð- ist andstaða við þessa hugmynd mót- ast og í kjölfarið á því er okkur til- kynnt þessi ákvörðun. Við óttumst að með þessari ákvörð- un muni ákveðin störf, sem annars hefðu farið hérna fram, færast inn á ráðuneytin, t.d. í þessar sérstöku byggingadeildir sem væru þá við hvert ráðuneyti fyrir sig, í stað þess að vera með þjónustuaðila á einum stað fyrir þau öll sem hlýtur að vera hagkvæmara. Það munu verða fleiri starfsmenn sem munu þurfa að sinna þessu þar sem samskonar vinna fer fram á mörgum stöðum samtímis og með því móti mun yfirsýnin væntan- lega verða lakari. Það er ekki hægt að sjá að það fáist neinn sparnaður með því að leggja niður þessi 16 störf hérna, en það er ljóst að þessi vinna þarf að fara fram,“ sagði Andrés Narfi. Umsetningin 50-60 milljónir á ári Starfssvið embættis húsameistara byggir á reglugerð forsætisráðuneyt- isins frá 16. ágúst 1973, en sam- kvæmt henni er verksvið embættisins tvíþætt. í fyrsta lagi er því ætlað að hafa umsjá, þ.e. viðhald og breyting- ar, með embættisbústað forseta Is- lands, gestahúsnæði ríkisins, Alþing- ishúsi og Hæstarétti, skrifstofuhús- næði stjórnarráðsins, Safnahúsinu í Reykjavík og Þjóðleikhúsinu. í öðru lagi er verksvið embættisins að ann- ast frumathugun og áætlanagerð varðandi opinberar byggingar eftir því sem um semst milli embættis húsameistara ríkisins og eignaraðila. Umsetning embættis húsameistara hefur síðastliðin ár verið 50-60 millj- ónir króna á ári. Hjá Ríkisendurskoð- un fengust þær upplýsingar að árið 1990 hafi embættið skilað 6.462.000 krónum í hagnað, árið 1991 982.000 krónum, en 1992 var 1.323.000 króna halli á rekstri embættisins. Árið 1993 skilaði embættið 458.000 króna hagnaði, en 1994 var hallinn 3.398.000 krónur. Tölur fyrir 1995 liggja ekki fyrir. Árið 1994 voru lau- nagjöld embættisins 43.542.000 krónur og önnur gjöld 9.138.000 krónur, en sértekjur 49.282.000 krón- ur. Á þessu tímabili voru sértekjurnar hæstar árið 1990 en þá voru þær 65.804.000 krónur. Arkitektar telja fulla þörf fyrir embættið Sigurður Harðarson, fram- kvæmdastjóri Arkitektafélags ís- lands, sagði í samtali við Morgunblað- ið að ákvörðun forsætisráðherra væri ekki framfaraspor. Hjá ríkinu skorti allt skipulag á byggingamálum og með ákvörðun forsætisráðherra sé ekki gerð nein tilraun til að taka til í þeim villigróðri heldur einungis fálmað í einn stað. Hann sagði viðhorf Arkitektafé- lagsins til embættis húsameistara rík- isins hafa verið nokkuð skýr á undan- förnum árum. Fyrst og fremst hefðu arkitektar viljað að inntaki stofnunar- innar yrði breytt og þar yrði beinni hönnun á byggingum hætt. „Hins vegar höfum við lagst gegn því að stofnunin verði lögð niður, en við höfum talið hana hafa fullt gildi sem slíka með breyttum verkefnum. Þá höfum við gjarnan vísað í aðra stofn- un sem svipað var ástatt um fyrir nokkrum árum, en hefur síðan verið breytt í samræmi við þetta. Það er embætti skipulagsstjóra ríkisins þar sem unnið var hörðum höndum við skipulagningu og vinnu sem nú hefur verið hætt, en stofnunin hefur síðan tekið að sér ýmsa þætti er snúa meira að undirbúningi, upplýsingum og fleiru þess háttar sem nauðsynlegt er að hafa yfirlit yfir. Við teljum fulla þörf fyrir embætti húsameistara til að hafa yfirstjórn hönnunarmála rík- isins með höndum og teljum það hið versta mál að taka skrefið þetta langt," sagði Sigurður. Engin heildarsýn yfir byggingamál ríkisins Hann sagði að það hefði talsvert verið til umræðu meðal arkitekta hve öll uppbygging byggingamála ríkisins væri ruglingsleg og óskýr, og það virtist ekki ætla að batna við það að embætti húsameistara yrði lagt nið- ur. Hann sagði enga eina stofnun hafa heildarsýn yfir og fylgjast með bygginga- og hönnunarmálum ríkis- ins heldur væri sú starfsemi dreifð út um allan bæ. „Okkur er heldur engin launung á því að við erum ekki ánægð með það hvernig þessar deildir, sem kallaðar eru byggingadeildir við ráðuneytin, eru mannaðar. Við teljum að hlutur arkitekta sé þar mjög fyrir borð bor- inn og það sem nú mun gerast er að hlutur arkitekta í undirbúningi og umfjöllun byggingamála hjá ríkinu verði ennþá minni en áður. Staðreynd- in er sú að með þessu verða bókstaf- lega engir arkitektar í þjónustu ríkis- ins sem sjá um byggingamál ríkisins, heldur verða þau í höndum einhverra tæknimanna eða jafnvel manna með ennþá minni menntun en það. Við teljum þetta vera alveg afleitt ástand og teljum að mikið af vitleys- um sem eru gerðar í byggingamálum ríkisins megi rekja til þess að hvorki við stjórnun né umfjöllun bygginga- mála hjá ríkinu eru hafðir fagmenn úr okkar hópi við hönd. Það er leitað til þeirra um hönnunina sjálfa en það er bara helmingurinn af málinu. Hin- um megin við borðið þarf líka að vera fyrir hendi fagkunnátta," sagði Sigurður. Faglegum kröfum fullnægt Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að við endurmat á hlutverki embættis húsa- meistara hafí það komið skýrt fram að yfírstjórn hönnunar hafi þróast með ýmsum hætti hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins. Sum ráðuneyt- in hafi viljað taka þessi mál meira í eigin hendur. Ekki hafi verið talið fært né hagkvæmt að færa þetta undir eitt embætti, eins og til greina hefði komið, það er til að skapa nýjan grundvöll fyrir embætti húsameist- ara. Menn væru frekar þeirrar skoð- unar að þróunin væri frá miðstýringu. Ráðuneytisstjórinn segir að ríkið muni ávallt leitast við að tryggja að faglegum kröfum við opinberar fram- kvæmdir verði fullnægt. Ekki sé þó hægt að fullyrða á þessari stundu að það verði gert með því að ráða arki- tekta í byggingadeildir allra ráðu- neytanna, en ekki sé útilokað að það verði gert í einhverjum tilvikum. Ólafur fullyrðir að þó hluti af starf- seminni færist til einstakra ráðuneyta og stofnana, til dæmis í nýja deild forsætisráðuneytisins, leiði ákvörðun um að leggja niður embætti húsa- meistara ríkisins til verulegs sparnað- ar fyrir ríkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.