Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Útflutningiir
tækniþj ónustu
Inngangur
FORSETI íslands komst svo að
orði í síðasta áramótaávarpi sínu að
menn um heim allan virðast nú sam-
dóma um að öll velferð muni í fram-
tíðinni byggjast á þekkingu og fæmi
manna til að nýta sér hana. Það er
ástæða til að vekja sérstaka athygli
á þessum orðum forseta. Það er að
vísu löngu viðurkennt að þekkingin
sé einn dýrastur auður hverrar þjóð-
ar. Hitt er aftur afar misjafnt hvem-
ig þeim gengur að nýta sér þekking-
una í efnahagslegu tilliti. Ekki er
ólíklegt að nokkuð skorti á fæmi
okkar íslendinga í þessum efnum.
Það er t.d. áberandi hve útflutningur
á hugviti er enn hverfandi þrátt fyr-
ir hátt menntunarstig þjóðarinnar.
Þetta er sérstakt umhugsunarefni,
enda ástæða að ætla að við þurfum
að gera hugvit þjóðarinnar að öflugri
útflutningsgrein og verða gildir þátt-
takendur í þekkingariðnaði Vestur-
landa. Þótt hér verði einungis drepið
á tækniþekkinguna, mun svipað
gilda um fjölmörg önnur þekkingar-
svið sem móta munu atvinnulíf
framtíðarinnar.
Tækniþekking íslendinga
Fram yfir 1970 vom íslenskir
verkfræðingar undantekningalaust
menntaðir erlendis og gjaman við
bestu menntastofnanir heims. Sú
ánægjulega þróun hefur orðið eftir
að farið var að úrskrifa verkfræð-
inga úr Háskóla íslands að allur
þorri kandidata fer utan til fram-
haldsnáms og lýkur meistaraprófi.
Þetta tryggir þjóðinni ekki aðeins
síferska tækniþekkingu, heldur og
stéttinni þá tungumálakunnáttu og
þekkingu á erlendum þjóðum sem
er ómetanleg í alþjóðlegum sam-
skiptum. Helga Jónsdóttir formaður
stjórnar Landsvirkjunar gerði þetta
að sérstöku umræðuefni á ráð-
stefnu um tæknimenntun íslend-
inga fyrir nokkmm vikum. Hún
taldi það ótvíræðan kost hve stór
hluti tæknimenntaðra manna sæki
nám sitt út fyrir landsteinana og
mikilvægt að svo verði einnig fram-
vegis þótt tækninám innanlands
verði endurskipulagt og eflt.
Óhætt mun að fullyrða að tækni-
menntun íslendinga standist fýlli-
lega samanburð við það sem gerist
hjá nágrannaþjóðum og alþjóðlegur
bakgrunnur þeirra skapi þeim jafn-
vel nokkra sérstöðu.
Útflutningur tækniþekkingar
Á undangengnum stöðugleika-
ámm hefur nokkuð áunnist í þess-
um efnum. Fyrirtækið Marel hf. er
oft nefnt sem dæmi um það hvern-
ig sameina má sérþekkingu okkar
í sjávarútvegi og mikla tækniþekk-
ingu til þróunar á tæknibúnaði til
útflutnings. Nokkur hugbúnaðar-
fyrirtæki hafa þegar náð athyglis-
verðum árangri í útflutningi og
ýmsar verkfræðistofur hafa þreifað
Heilbrigður heima-
markaður, segir Pétur
Stefánsson, er forsenda
fyrir útflutningi á
tækniþjónustu.
fyrir sér á alþjóðamarkaði, gjarnan
í samvinnu við stofnanir sbr. Virkir-
Orkint. Þó árangurinn hefði gjarnan
mátt vera skjótfengnari, höfum við
margt lært á þessum áram. Við
höfum t.d. kynnst því að eftirspurn
eftir sérþekkingu okkar á sviði jarð-
hita og jafnvel sjávarútvegs er tak-
mörkuð og tengist gjarnan efna-
minni svæðum heimisins. Margt
bendir því til að við verðum að selja
almenna tækniþjónustu þar sem
hennar er þörf hverju sinni í beinni
samkeppni eða samvinnu við fyrir-
tæki í nágrannalöndunum.
Opinber geiri - einkageiri
Til að ná árangri á þessum sam-
keppnismörkuðum mun hvorki
nægja góð menntun né mikil tungu-
málakunnátta, heldur er og nauð-
synlegt að hafa á að skipa vel þjálf-
uðu starfsfólki og öflugum fyrir-
tækjum til að geta bmgðið fljótt
við eftirspuminni á hverjum tíma.
Hér er þó nauðsynlegt að líta í eig-
in barm. Sú tilhneiging hefur lengi
verið ríkjandi að langskólagengið
fólk ráðist einkum í þjónustu hins
opinbera, þannig að
mikið af hinni dýr-
mætu þekkingu er lítt
aðgengileg til útflutn-
ings. Fyrirtækin eru á
hinn bóginn flest smá
og eiga í erfiðleikum
vegna slitróttra verk-
efná að viðhalda þeirri
sérhæfingu og þjálfun
starfsfólks sem er for-
senda þess að standast
harða samkeppni á al-
þjóðlegum markaði.
Þar sem flestar opin-
berar stofnanir sinna
tilteknu lögboðnu hlut- Pétur
verki, hlýtur útflutn- Stefánsson
ingur þekkingarinnar
fyrst og fremst að hvíla á fýrirtækj-
unum. Veik staða þeirra er því
umhugsunarefni, ef umtalsverður
árangur á að nást.
Hinn mikilvægi
heimamarkaður
eingongu
Það er yfirleitt samdóma álit
stóru verkfræðifýrirtækjanna á
Norðurlöndum að öflugur heima-
markaður sé forsenda fyrir árang-
ursríkum útflutningi á tækniþjón-
ustu. Þar fer sú þjálfun og skipu-
lagning fram sem ein dugar í sókn
á erlenda markaði.
Hið opinbera er langstærsti
kaupandi tækniþjónustu á íslandi.
Ábyrg afstaða stjórnvalda og opin-
berra stofnana mun því ráða mestu
um það, hvort það tekst að koma
upp samkeppnishæfum þekkingar-
iðnaði á íslandi. Nokkrar stofnanir
hafa sýnt lofsvert framtak við að
efla sérþekkingu á hinum fijálsa
ráðgjafarmarkaði og gera hana að
almenningseign og stundum út-
flutningsvöru. Þar er þó fremur um
að ræða víðsýni viðkomandi stjórn-
enda, en opinbera stefnu. Slíkt
væri þó tímabært eins og við þekkj-
um hjá nágrannaþjóðum, þar sem
útflutningur á þekkingu er ná-
tengdur opinberri at-
vinnustefnu og opin-
berri innkaupastefnu.
Staðan hjá
nágrannaþj óðum
Væntanlega hafa
Danir náð lengst Norð-
urlandaþjóðanna í því
að selja tækniþekk-
ingu sína á heims-
markaði. Þar hjálpast
margt að. Danir eru
þekktir sem tækniþjóð
og eru afburða sölu-
menn. Þeir hafa um
árabil veitt 1% af þjóð-
artekjum sínum í þró-
unaraðstoð sem nær
rennur til verkefna sem
unnin eru af dönskum fyrirtækjum.
Það vekur athygli að 80% af verk-
fræðingum í Danmörku er starfandi
í einkafyrirtækjum sem mörg hver
eru í hópi hinna stærstu á Norður-
löndum með allt upp í 2.000 manna
starfslið. Svipaða sögu má segja
a.m.k. af Svíum og Finnum.
Niðurlag
Óhætt mun að fullyrða að heil-
brigður heimamarkaður sé forsenda
fyrir útflutningi á tækniþjónustu.
Þar skiptir væntanlega meginmáli
að samvinna stofnana og fyrirtækja
sé náin og stöðug og að opinber
innkaup á huglægri þjónustu taki
mið af hinu sérstaka eðli hennar
og langtímamarkmiðum þjóðarinn-
ar. Það er að mati undirritaðs brýnt
að íslenskur þekkingariðnaður nái
að þróast með eðlilegum hætti, enda
væntanlega spuming um það hvort
okkur tekst að skapa hinni vel
menntuðu æsku störf og kjör við
hæfi, eða hvort við þurfum að sjá
að baki henni í vaxandi mæli.
Höfundur er varnformaður Verk-
fræðingafélags íslands.
Pókot, samfélag sem litlu
skiptir í veraldarsögunni
„HVAR býrð þú?“ „Ég bý í Pó-
kothéraði." „Er þetta satt? Hvernig
getur þú búið þama með börnin
þín? Þetta er stórhættulegt fólk,
mannætur!"
Það var kenýsk kona úr stórborg-
inni, Naíróbí, sem tjáði sig svona
við mig fyrir nokkram ámm. Litlu
þjóðflokkarnir í útjöðmm Kenýu
vom henni gjörsamlega ókunnir.
Hún hafði aðeins heyrt um þá af
afspurn. Það vantaði ekki ranghug-
myndir og fordómana hjá henni
£ frekar en fólki, sem býr lengra í
£ burtu, eins og t.d. á íslandi. Pókot-
ý hérað var í öðra landi í hennar
} huga. Sennilega hefði hún afþakkað
þ boð um ferð þangað af ótta um líf
* sitt. Hún er ekki ein um slíka af-
* stöðu. Frammámaður, sem heim-
sótti mig fyrir nokkm, sagði mér
að fyrir 20-30 áram hefði hann
ekki þorað að ferðast um landið
eins og hann gerir núna af ótta um
líf sitt. ,En nú er friður og öryggi,"
sagði hann. Óvinátta þjóðflokka á
milli er ekki eins og hún var áður
fyrr, er menn sem fóra inn á land
annars þjóðflokks gátu ekki verið
öruggir um líf sitt.
Orð þessa fólks gefur okkur svo-
litla hugmynd um veruleika afrískra
, ríkja samtímans. Þau era samsett
I af ótalmörgum þjóðflokkum, sem
| margir era óskyldir, hafa ólíka
I menningu og tala allsóskyld tungu-
* mál. Frá fomu fari hefur ófriður
> ríkt á milli margra þeirra. Börn
V hafa verið alin upp við að líta á
marga af nágrannaþjóðflokkum
I sínum neikvæðum augum á ein-
hvem hátt. Orðin í tungumálum
þeirra, sem notuð eru um fólk af
þessum nágrannaþjóðflokkum,
merkja „ekki fullgild manneskja"
Kenýabréf
Kiartan Jónsson kristniboði hefur búið í tíu
*
ár meðal Pókotmanna í Kenýu. A næstunni
munu birtast greinar hans um Pókothérað
og fólkið sem þar býr og hér birtist sú fyrsta.
eða jafnvel „óvinur“.
Það er því ekki lítið
starf, sem stjómvöld
hafa á höndum að eyða
slíkum fordómum og
ævagamalli óvild.
Reyndar er starf kirkna
mjög mikilvægt í þessu
eftii. Nokkur árangur
hefur náðst á undan-
fömum áram, en langt
er í land. Slíkt starf
tekur kynslóðir. Þetta
sjáum við í sögu Evr-
ópu.
Á þingi Kenýu sitja
fulltrúar þjóðflokk-
anna. Fjöldi fulltrúa
hvers þjóðflokks fer
eftir stærð hans. Fjöldi þeirra, sem
tilheyra stærstu þjóðflokkunum, er
3-5 milljónir. Minnstu þjóðflokkarn-
ir, sem era aðeins nokkrir tugir
þúsunda að stærð, hafa mjög fáa
fulltrúa og því lítið vægi í stjórn
landsins miðað við þá stóru.
Einn þessara litlu þjóðflokka eða
þjóða era Pókotmenn. Þeir era e.t.v.
álíka margir og við íslendingar, eða
um 250.000. Þeir eiga það sameig-
inlegt með okkur að skipta litlu
máli í samfélagi þjóðanna. Framfar-
ir bárast seinna til
þeirra en stóra þjóð-
flokkanna og því líta
margir niður á þennan
litla „framstæða"
þjóðflokk, ekki ólíkt
og litið var á íslend-
inga sums staðar á
meginlandi Evrópu
áður fyrr, þ.e. á meðal
þeirra sem þá vissu
að þessi þjóð væri til.
Hérað Pókotmanna
er afskekkt. Það er í
N-V hluta Kenýu og
liggur að landamær-
um Uganda í vestri.
Nokkur þúsund Pó-
kotmenn búa handan
landamæranna Úgandamegin.
Þetta samfélag hefur um það bil
10.000 km2 land til umráða. Lands-
lagið í héraðinu er breytilegt, ann-
ars vegar þurrar og heitar sléttur,
heimkynni hirðingja og hins vegar
há fjöH °g .hásléttur, heimkynni
smábænda. Íslendingi, sem hefur
alist upp í návígi fjalla, finnst Pó-
kothérað afskaplega fallegt. Þar er
skógur frá láglendi upp á fjalls-
toppa.
Undirritaður hefur búið á meðal
Kjartan
Jónsson
þessa fólks í 10 ár. Með þessari
grein hefst greinaflokkur um þetta
samfélag.
Pókotþjóðflokkurinn er einn af
10 litlum þjóðflokkum, eða jafnvel
fleiram, sem eiga sér sameiginlegt
upphaf að nokkra leyti, tala skyld
tungumál og hafa svipaða menn-
ingu. Helstu fræðimenn telja þá
eiga upphaf sitt að rekja til svæðis,
sem samsvarar landamærahéraðum
S-Súdan, N-Úganda og S-V-Eþíóp-
íu nútímans, frá því fyrir Krists
burð. Síðan fluttu þeir sig suður á
bóginn og hafa dreifst suður eftir
vestanverðri Kenýu ogjafnvel suður
til Tansaníu. Samtímis urðu til
mállýskur á meðal þessa fólks og
síðar mismunandi tungumál. Það
er erfítt að henda reiður á hvenær
Pókotmenn urðu sjálfstæður þjóð-
flokkur, enda era ekki til neinar
ritaðar heimildir um þá fyrir komu
nýlenduherra landsins til Pókothér-
aðs, Breta, í byijun þessarar aldar,
nema nokkrar lýsingar landkönnun-
armanna, sem kynntust þeim örlítið
í leiðöngram sínum á seinni hluta
síðustu aldar. Sennilegast urðu Pó-
kotmenn að sjálfstæðum þjóðflokki
einhvern tíma á tímabilinu 1500-
1700 e.Kr.
Pókotmenn • eru ekki einsleitt
þjóðfélag, sem tengist vegna þess
að fólkið eigi sér sama upphaf eða
sé með sams konar blóð. Þeir skil-
greina þann mann Pókotmann, sem
talar mál þeirra, semur sig að siðum
þeirra og trúarbrögðum. Það er því
mögulegt fyrir útlending að verða
að Pókotmanni. í rauninni er það
þannig, sem þjóðflokkurinn hefur
orðið til að miklu leyti. Hópar fólks,
sem tilheyrðu öðrum þjóðflokkum,
yfirleitt skyldum, en þó ekki alltaf,
hafa flust til lands Pókotmanna og
sest þar að og samsamað sig menn-
ingu hans. Menning aðfluttra var í
grandvallaratriðum lík, en ýmislegt
var frábrugðið. Aðkomumenn héldu
oft ýmsum séreinkennum átrúnaðar
síns. Oft var það fellt inn í trúar-
bragðakerfi þjóðflokksins, sem hef-
ur gott rúm fyrir nýjungar. Þetta
sést af munnmælahefðum ætta
þjóðflokksins.
Nafnið Pókot þýðir flóttamenn.
Ástæður þess að fólk flutti til Pó-
kothéraðs voru yfirleitt þær að það
flýði hungur, sjúkdóma fólks eða
kvikfjár, stríð eða afleiðingar
glæpa, sem það hafði framið, sem
voru svo alvarlegar, að það sá sitt
ráð vænst að flýja.
Engin miðstjórn er til í samfélagi
Pókotmanna. Karlar á litlu svæði
mynda öldungaráð. Allir karlmenn,
sem era umskornir og era ekki í
andstöðu við lög samfélagsins, eiga
setu í því. Orð manna sem eiga
mikið undir sér, era auðugir að
konum, börnum og kúm, og þeirra,
sem hafa áður talað af mikilli visku,
vega þyngst, en allir hafa mál-
frelsi. Rök þess manns verða ofan
á, sem þykja mest sannfærandi.
Öldungaráðið hittist og ræður ráð-
um sínum, þegar þurfa þykir. Þar
eru ákvarðanir teknar, sem varða
samfélagið og dómar kveðnir upp.
Þar eru tekin fyrir mál er varða