Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ragnhildur Ar-
onsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
júní 1942. Hún lést
á Borgarspítal-
anum 27. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Bústaðakirkju
6. febrúar.
ÞAÐ ER alltaf erfitt
j'.ð sætta sig við dauð-
ann og sérstaklega,
þegar vinir eru skyndi-
lega kvaddir á braut á
blómaskeiði lífsins.
í dag kveðjum við Ragnhildi
Aronsdóttur, eiginkonu Hauks
Leóssonar, sem um árabil hefur
verið einn af forystumönnum
Krummaklúbbsins og formaður
hans undanfarin ár. Þau hjónin
hafa tekið virkan þátt í því félags-
lífi, sem tengist starfi klúbbsins
enda bæði mjög félagslynd og
trygg vinum sínum. Á þeim stund-
um lýsti bjart bros Ragnhildar upp
umhverfið, hvar sem hún fór.
Þegar litið er til baka birtist
fyrst í hugum okkar myndin af
skemmtilegri og hlýlegri konu, sem
ávallt sá björtu hliðar tilverunnar.
Hún hafði alltaf eitthvað jákvætt
til málanna að leggja og það var
gott að vera í návist hennar. Við
munum sakna hennar úr okkar
hópi.
Að leiðarlokum viljum við félag-
arnir í Krummaklúbbnum þakka
Ragnhildi fyrir samfylgdina. Við
minnumst hennar í hljóðri bæn og
megi guð varðveita hana og
geyma. Jafnframt sendum við vini
okkar Hauki og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum þeim blessunar á þess-
ari erfiðu stundu.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E. Ben.)
Krummaklúbburinn.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti
kom fregnin um lát Raggýjar.
Aðeins viku áður höfðum við
verið saman vinkon-
umar Hrafnhildur,
Raggý, Oddný, Kollý,
Kolbrún og ég, í
„saumaklúbb" hjá
Hrafnhildi.
Eins og alltaf höfð-
um við um svo margt
að tala, hvort sem það
nú var veraldlegt eða
eitthvað allt annað en
veraldlegt. Fjölskyldur
okkar bar auðvitað oft
á góma og í þetta
skipti var Raggý með
myndir að sýna okkur,
af einu barnabarninu
sínu. Hún var ákaflega stolt af
öllum sínum börnum, tengda- og
barnabömum.
Maður þurfti ekki að þekkja
Raggý lengi til að sjá og finna að
fjölskyldan fyllti hjarta hennar, en
það virtist þó ekki skerða þá ástúð
og umhyggju sem hún hafði fyrir
öllu samferðafólki sínu.
Það sýna líka þau störf sem hún
kaus að vinna. Það var alveg sama
hvort hún hlúði að nýfæddu barni
eða aldinni manneskju, allir virtust
vera jafnir fyrir henni. Það var
gott að eiga hana að vini, hún var
glaðlynd og góðlynd, ung í anda
og sífellt að bæta við þekkingu
sína, og þá alltaf í aðhlynningar-
störfum.
Við vitum að það er sárt fyrir
ástvini hennar að sjá á eftir henni,
en sem elskandi móðir og eigin-
kona mun hún án efa vaka yfir
þeim öllum.
Elsku Raggý, þú verður alltaf
ein af okkur, við munum þig.
Fyrir hönd „saumaklúbbsins“,
Auður H. Hafsteinsdóttir.
Okkur langar með nokkrum orð-
um að minnast hennar Ragnhildar
skólasystur okkar, eða Raggýjar
eins og við kölluðum hana. Þegar
við hófum nám í fjarnámi við Fóst-
urskóla íslands haustið 1993,
mynduðust strax mjög góð tengsl
milli okkar í bekknum. Raggý var
elst í hópnum okkar og þrátt fyrir
þrjátíu ára aldursmun á henni og
þeirri yngstu, má segja að við séum
eins og ein stór fjölskylda. Raggý
átti svo sannarlega stóran þátt í
því að gera bekkinn okkar svo
mikilvægan sem raunin er og hafði
hún mikla sérstöðu innan hópsins.
Hún hafði mjúkar hendur og erum
við ófáar skólasystur hennar sem
höfum notið þess, þegar hún nudd-
aði stífar axlir eða auma punkta
eftir langar setur í skólanum og
leið manni ávallt betur á eftir. Hún
var ávallt tilbúin að gefa af sér og
gat glaðst yfir litlu, alltaf sá hún
jákvæðar hliðar á öllum málum.
Þegar Raggý fékk áhuga á ein-
hveiju var hún óstöðvandi og bera
verkefni hennar því vitni, verkefnin
voru mörg hver upp á 12! og vinn-
an sem í þau var lögð eftir því.
Raggý var ávallt hrókur alls fagn-
aðar í bekknum okkar. Tilsvör
hennar og frumlegheit hafa fram-
kallað mörg hlátrasköllin hjá okk-
ur, hvort heldur er í skólanum eða
þegar við höfum farið á vegum
skólans í stuttar námsferðir út á
land. Stórt skarð hefur verið
höggvið í hópinn okkar og verður
tómlegt að hefja næstu námslotu
án Raggýjar. Við erum þakklátar
fyrir þann tíma sem við höfum
notið samvista hennar og fyrir að
hafa kynnst henni.
Fjölskyldu Raggýjar og öðrum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð, minningin um ein-
staka konu lifir.
Skólasystur í 3. bekjk í fjar-
námi í Fósturskóla íslands.
Við viljum minnast skólasystur
okkar úr Fjarnámi Fósturskóla ís-
lands, hennar Raggýjar, með
nokkrum orðum og með kveðju
sem hún sendi okkur Vestfirðing-
unum eftir snjóflóðið á Flateyri í
október. Ef einhver af okkur gæti
kallast „stelpa" þá var það hún
Raggý sem var aldursforsetinn í
bekknum. Eins var hún svo reiðu-
búin að leggja sitt af mörkum,
þetta litla dæmi sýnir það svo
glöggt.
Eftir flóðið á Flateyri fór ein
okkar að vinna á leikskólanum
þar. Þá var kallað eftir hjálp skóla-
systranna í gegnum menntanetið
og beðið um fréttir af jólasveinun-
um og ferðum þeirra. Ekki stóð á
fréttunum af sveinunum frá
Raggýju, sem hafði hitt þá á
Hawaii og lét sig ekki muna um
að semja hina skemmtilegustu
sögu til að gleðja börnin við þessar
erfiðu aðstæður sem þarna voru.
Sagan hitti svo sannarlega í mark
hjá bömunum.
Þegar kíkt var á bréfhausinn
kom í Ijós að þessa yndislegu sögu
RAGNHILDUR
ARONSDÓTTIR
skrifaði hún klukkan langt gengin
í tvö að nóttu. Það verður tómlegt
að koma í skólann í vor, en minn-
ingin lifir í hugum okkar.
Þú sendir okkur þetta ljóð í
haust, nú sendum við ljóðið:
Er þú veist um vin sem þarfnast
vorkunnsemi og hjálpar manns,
taktu þetta tækifæri
til að reynast vinur hans.
Er þú veist um vin sem grætur,
vinafár og eihn um sinn,
réttu honum hönd og segðu:
„Heyrðu, ég er vinur þinn.“
Drottinn vakir yfir öllu,
öllum faðir reynist hann.
Breytist aldrei, býðst að leiða,
blessa og styrkja sérhvern mann.
Jesús elskar allt sem lifír,
alltaf honum treysta má.
Jafnt í sorg og sælu lífsins
sínum börnum er hann hjá.
(Ólafur Jóhannsson.)
Fjölskyldunni sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Vestfirðingarnir.
Nú ertu farin, svona fljótt, og
ég, eins og svo margir aðrir, stend
ráðþrota eftir með söknuðinn.
Þú skilur eftir mikinn söknuð,
því gæska þín og hlýja umlukti
alla sem þér kynntust. Ung kynnt-
ist ég þér á mínum fyrsta vinnu-
stað, þar sem ég hafði fengið sum-
arvinnu, og góðar móttökur og
leiðbeiningar fékk ég frá þér. Við
urðum miklar vinkonur, árin liðu
við skemmtun, alvöru og leik:
mála sig og máta föt, og var
mamma þín betri en enginn ef ein-
hveiju þurfti að breyta.
Þú kynntist Hauki og við vorum
þá minna saman, eins og gengur.
Þegar við, á sama tíma, gengum
með okkar fyrstu börn, var nú
saumað og pijónað svo um mun-
aði. Og ef við vorum í vandræðum
með uppskriftirnar sagðir þú:
„Skreppum til mömmu, hún bjarg-
ar þessu.“ Mikið satt, alltaf gat
Ingveldur leitt okkur áfram með
saum eða pijónaskap.
Það var vika á milli barnanna
okkar og mikil lukka og ánægja;
nú voru mátuð barnaföt og skoðuð
barnablöð, bakað og matreitt og
prófaðar uppskriftir - bæði handa
þeim og okkur. Árin liðu, við eign-
uðumst aftur börn með stuttu milli-
bili, nú þrír mánuðir á milli, og
ennþá saumaði ég og pijónaði með
þér og með Ingveldi sem ráðgjafa.
Þú hafðir fætt eitt bárn í millitíð-
inni og eignaðist alls fimm börn.
Það var þér líkt, þú varst einhvern
veginn sköpuð í móðurhlutverkið.
Það eru þessi fimm börn og Hauk-
ur sem sakna þín mest í dag, en
þau eru rík að minningum um
góða móður og eiginkonu sem allt-
af var til staðar svo mild og hlý.
Takk fyrir allt.
H'ördís.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi.
Hin ljúfu og hljóðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
í dag verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju vinkona mín Ragn-
hildur Aronsdóttir er lést á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans 27.
janúar. Hún var dóttir hjónanna
Ingveldar J. R. Pálsdóttur og Ar-
ons Ingimundar Guðmundssonar.
Fregnin af andláti Ragnhildar,
eða Raggýjar eins og hún var oft-
ast kölluð, kom eins og reiðarslag.
Hún sem var svo jákvæð út í lífið
og tilveruna.
Raggý giftist Hauki Leóssyni
9. febrúar 1963. Eignuðust þau
fimm börn. Okkar kynni hófust
fyrir meira en þijátíu árum. Eftir
standa ljúfar og góðar minningar
um fallega og hlýlega konu. Hún
ræktaði vináttuna og virtist alltaf
hafa tíma fyrir aðra. Hún kom
ótrúlega miklu í verk, fór í skóla,
varð sjúkraliði, lærði nudd, var í
fóstrunámi og fannst það meiri-
háttar gaman, eins og hún sagði.
Þegar ég kom í heimsókn sýndi
hún mér verkefnin sem hún vann
af kostgæfni. Og ekki má gleyma
hvað henni þótti vænt um litlu
börnin í vinnunni sinni. Eins áttu
foreldrarnir ætíð stað í hjarta
hennar, ástúðin og vinarhugurinn
til þeirra slitnaði ekki. En ávallt
var hugurinn hjá eiginmanni og
börnunum, stórum og smáum.
Ég, Sverrir og börnin okkar biðj-
Um algóðan Guð að gæta þín og
þökkum samfylgdina, elsku
Raggý.
Kæri Haukur, Haukur Már, Leó,
Aron, Hildur, Inga Lára, fjölskyld-
ur ykkar og aðrir ástvinir. Guð
gefi ykkur styrk.
Auður Magnúsdóttir.
i
€
I
i
i
i
i
i
i
i
+ Jakobína Theo-
dórsdóttir
fæddist á Bíldudal
7. október 1943.
Hún Iést á gjör-
gæsludeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur
2. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Krist-
ín Karólína Sigurð-
ardóttir, f. 19.5.
1911, d. 9.4. 1977,
og Theo
son, f. 29.5. 1918.
Systkini Jakobínu
eru: Ásthildur,
Ólafur, Sigurður (látinn) og
Hafdís.
Hinn 26.desember 1961 gift-
ist Jakobína eftirlifandi eigin-
manni sínum, Erlingi Guð-
mundssyni, f. 27.4. 1940. Börn
ÞEGAR við kveðjum hinstu kveðju
Jakobínu Theodórsdóttur, hér á
jörð, þá koma í hugann ýmsar
myndir frá löngum og mörgum
vinafundum og upp rifjast ýmis
tímabil í lífí okkar sem erum tengd
Jakobínu „Minnu“ og Erlingi Guð-
mundssyni manni hennar og fíöl-
þeirra eru: 1)
Hreinn, f. 1.7. 1962,
d. 18.8.1962. 2) Sig-
urður, f. 13.6. 1963,
d. 14.7. 1968. 3) Sig-
urður Hreinn, f.
3.10. 1968, d. 28.7.
1988. 4) Theodór, f.
27.3. 1971, kvæntur
Hönnu Kristínu
Gunnarsdóttur og
eiga þau saman
einn son, Theodór,
f. 14.6.1991, d. 9.11.
1993. Fyrir hjóna-
band átti Theodór
Thelmu Dögg. 5)
Guðmundur, f. 10.10. 1973.
Unnusta hans er Guðrún María
Brynjólfsdóttir.
Útför Jakobínu fer fram frá
Garðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
skyldu þeirra.
Fyrstu tengsl á milli mín og
hennar voru þegar ég var eins árs
8.10. 1943 í skírnarveislu minni.
Þá varð faðir minn, Ólafur P. Jóns-
son, læknir á Bíldudal, að bregða
sér frá til að sinna Minnu og móð-
ur hennar, Karolínu, en pabbi
ásamt ljósmóður tók á móti henni
í þennan heim 7.10. 1943. Þannig
mynduðust fyrstu tengslin á milli
okkar, en raunveruleg kynni og
vinátta hófust á milli okkar og
þeirra þegar Erlingur og Sölvi sett-
ust á skólabekk í Stýrimannaskó-
lanum haustið 1964, en þeir sátu
saman í skólanum báða veturna.
Árin 1965-66 leigðum við saman
húsnæði á Álfhólsvegi í Kópavogi
og áttum saman yndislegar stund-
ir og minnisstætt er þegar þeir
félagar keyptu saman bíldruslu til
að komast á í skólann. Oft voru
ýmsar uppákomur með þennan bíl
og oft var hlegið dátt að þeim
minningum sem tengdust bílnum,
lærdómnum og þessum sameigin-
lega búskap okkar með börnin á
Álfhólsveginum.
En skipst hafa á skin og skúrir
í lífi þeirra Erlings og Minnu,
meiri og fleiri skúrir en í lífi flestra.
Þau misstu frumburð sinn, Hrein.
Sigurður, sem bjó með okkur í
Kópavoginum, fallegur, ljóshærður
íjörkálfur, drukknaði aðeins fimm
ára. Sigurður Hreinn, gullfallegur,
velgerður piltur drukknaði 19 ára
gamall. Theodór Theodórsson,
barnabarn, lést rúmlega tveggja
ára gamall. Sigurður, bróðir
Minnu, sem var fæddur 7.10. 1947
á afmælisdegi hennar, varð úti 19
ára gamall 24. júlí 1966.
Fleiri áföll urðu á lífsleið þeirra,
þar á meðal missti Minna móður
sína, Kristínu Karolínu, úr illkynja
sjúkdómi. Var það Minnu mjög
sárt eins og öll hin áföllin. Hvern
skyldi undra þó að hennar eigin
heilsa bilaði. En Minna, hin sterka,
fallega kona, faldi oftast tár sín á
bak við brosið og glettnina. Hún
og Erlingur eiga á lífi tvo góða
og mannvænlega syni, Theodór og
Guðmund.
Þau Erlingur og Minna hafa
ætíð búið sér falleg heimili, nú síð-
ast í Löngumýri 22 í Garðabæ.
Myndarlegri húsmóður en Minnu
er vart hægt að hugsa sér og hjálp-
semi hennar i mínum eigin veikind-
um hef ég aldrei getað nógsamlega
þakkað. Þau hjónin hafa alla tíð
verið samhent í vináttu sinni við
okkur og börn okkar. Mér eru einn-
ig í huga yndislegar samveru-
stundir með þeim á Majorka, í
Tælandi þar sem við eyddum jólum
saman og norður á Hofsósi, þar
sem þau dvöldu með okkur á 50
ára afmæli Sölva. Alla tíð voru
tárin og sárin falin á bak við bros
og hlátur. Þannig faldi hún hinn
illvíga sjúkdóm sinn sem hafði
valdið henni kvöl og sársauka í
mun lengri tíma en margan grun-
aði. En dauðinn sigraði einnig í
þessari baráttu. Það eitt er öruggt
í þessu lífi, um leið og við fæð-
umst, að við deyjum, en hvenær
vitum við ekki.
Khalil Gibran segir í Spá-
manninum:
„Þú leitar að leyndardómi dauð-
ans. En hvernig ætlar þú að finna
hann ef þú leitar hans ekki í æða-
slögum lífsins?“ „Því að hvað er t
það að deyja annað en að standa |
nakinn í blænum og hverfa inn í
sólskinið? Og hvað er að hætta að
draga andann annað en að frelsa
hann frá friðlausum öldum lífsins,
svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund
Guðs síns?“
Elsku Elli, Teddi, Hanna Kristín,
Gummi, Guðrún María, Theodór (
Ólafsson og aðrir ástvinir, við vott- .
um ykkur innilega samúð okkar
við fráfall elsku Minnu. Þið hafið ^
misst mikið og eigið um sárt að
binda og vandfyllt verður skarðið
sem hún skilur eftir sig í hjörtum
okkar. Átta ára dótturdóttir okkar
sagði við móður sína þegar hún
frétti lát Minnu: „Já, en mamma,
þá er hún komin til Guðs og allir
drengirnir hennar og aðrir ástvinir
taka á móti henni með öllum engl-
unum.“ i
Þessu viljum við Sölvi trúa, við |
vonum að Guð styrki ykkur í sorg
ykkar.
' Minna mín, við þökkum þér af
einlægni vináttuna og samfylgdina
í gegnum tíðina og þökkum fyrir
að hafa átt þig að vini.
Ragnheiður Ólafsdóttir,
Sölvi Pálsson.
Elsku Minna. Það er með sorg
og söknuði sem ég sest niður til
að skrifa þessar örfáu línur til þín
JAKOBINA
THEODÓRSDÓTTIR