Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 37 BJARNI ANDRÉSSON februar 1954, og Andrés Grímólfsson, hrepp- stjóri, f. 4. september 1859, d. 27. júní 1929. Bjarni var fjórða elsta barn þeirra hjóna af þeim tíu sem komust til fullorðins- ára, en af þeim lifir nú aðeins yngsti bróðirinn, Grímólfur fv. skipstjóri og útgerðarmaður, Reykjavík. Hinn 22. desember 1934 kvænt- ist Bjarni eftirlifandi eigin- konu sinni, Karen Sörensen frá Árhus í Danmörku, f. 18. júní 1902. Þau Bjarni og Karen eignuðust tvær dætur. Þær eru: Alda, f. 16. desember 1936, gift Kára Ævari Jóhannessyni fv. sérfr. hjá FAO, f. 3. maí 1937 og eiga þau tvo syni, Bjarna Breiðfjörð, nema í inn- anhússarkitektúr á Spáni, f. 28. mars 1967, og Jóhann Önfjörð, starfandi flugþjón og flugnema, f. 28. september 1972; Hulda Astrid, f. 14. nóvember 1942, d. 9. desember 1995, eftirlifandi eigin- maður er Kristján Óskarsson, raf- eindavirkjameist- ari, og börn þeirra hjóna eru: Bjarni Ingi, bifvélavirki, starfandi í Noregi, f. 14. október 1965, og Örn Óskar, kerf- isfræðingur, starf- andi i New York, f. 16. desem- ber 1969. Bjarni Andrésson stundaði sjómennsku frá unga aldri, en þá var róið á opnum bátum og einnig þurfti mikið að róa milli eyja í Breiðafirðinum, sérstak- lega inn í Stykkishólm til að sækja nauðsynjar þau 19 ár sem búið var í Hrappsey. Þaðan flutti svo öll fjölskyldan árið 1919 þegar foreldrar Bjarna settust að í Stykkishólmi, en þá var hann 22ja ára gamall og hafði verið heilar átta sum- arvertíðir á skakskútum. Upp frá þessu hófst svo samfelldur sjómanns- og útgerðarferill sem stóð í meira en hálfa öld. Útför Bjarna fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Bjarni Andrés- son, skipstjóri og útgerðarmaður, Vesturgötu 12, Reykjavík, var fæddur í Dagverð- arnesi 4. maí 1897. Hann andaðist á Landakotsspítalan- um 1. febrúar síð- astliðinn. Foreldr- ar Bjarna voru hjónin Jóhanna Bjarnadóttir frá Bjarneyjum, f. 10. júlí 1867, d. 10. ÞAÐ ER fallegur fyrsti dagur febrúarmánaðar. Úti skín sól og vindur bærir vart hár á höfði og ég er að hamast heima hjá mér við að koma nokkrum spjörum í ferða- tösku því ég er eins og ávallt að á leið til vinnu annars staðar á hnett- inum. Það kemur símtal í sömu andrá, sem er frá starfsfólkinu á 1A á Landakotsspítala. Allt í einu virðist svo tilgangslaust að pakka saman föggum sínum því að í merk- ari skilningi virðist afi minn hafa verið að gera slíkt hið sama nema hann var á leið til hins helga stað- ar er við öll viljum eiga endurfundi á síðar meir. Hreyfingarnar verða hægari hjá mér og aðeins klukku- stund síðar er hringt aftur og sagt að afi hafi yfirgefið jarðneska til- veru. Tárin taka að falla og minn- ingarnar streyma fram í hugann úr hugarfylgsnum. Þegar ég var lítill drengur bjó ég ásamt foreldrum mínum í húsi afa míns á Vesturgötu 12, nefnt Merkissteinn. Það var á þeim árum er afi og amma voru við bestu heilsu og bjuggu þá saman þar á annarri hæð þess húss. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi þar niðri, þar sem ég gat setið stundum saman og hlustað á sögur afa. Óneitanlega eru mér efst í huga allar þær ferðir sem ég fór um land- ið, ýmist í þeim tilgangi að tína ber, ferðir sem amma stjórnaði fremur, eða í steinaleit og fór ekki á milli mála hver var skipstjórinn í þeim ferðum. Áhugi afa á steinum hafði kviknað eftir að ferill hans á sjó hafði endað og sagði hann sjálf- ur að hann hefði fengið í sig bakter- íuna af Davíð Grímssyni, samferða- manni sínum, sem hann hefði eng- an veginn skilið í byijun. En heim á Vesturgötuna var gijót flutt i tuga kílóavís, þar sem unnar voru úr því hinar fegurstu festar sem nú hafa endað víðs vegar um heim- inn. Ósjaldan gat ég setið og horft á hann vinna við skrifborðið heima, fullur eftirvæntingar að sjá af- raksturinn af því sem ég fékk stundum að vera „litli aðstoðar- maðurinn" við sköpun á. Spennan gat einnig oft legið í því að bíða eftir að vöntun væri á ýmsum steinategundum því að það gat ekki þýtt nema annað ferðalag. Eitt ferðalag er mér einna minn- isstæðast með afa og ömmu. Við höfðum lagt tjaldvagninum þeirra skammt undan háum klettum sem mér þóttu fremur girnilegir til klif- urs þannig að af stað var haldið. Upp var prílað þar til ekki var um marga kosti að ræða eða þar til ég var kominn í sjálfheldu. Skásti kostur var að komast alveg upp á topp en þegar ég lyfti hausnum rétt yfir klettabrúnina tók þar á móti mér kríuhópur sem kunni ekki að meta heimsókn mína svo nálægt hreiðrunum. Nú voru góð ráð dýr. Ég prílaði svo langt niður sem auð- ið var en þar með vantaði væng- ina. Með kríugerið flögrandi í kringum hausinn á mér var ekki annað að gera en að orga og kalla hástöfum neyðarkallið „afi“ og á svipstundu var hjálpin komin. Þeg- ar niður var komið í örugga höfn fór afi að hlæja að þessu öllu með útskýringum á lögmálum náttúr- unnar, en þó í þeim dúr að undir lokin hafði ég líka hið mesta gam- an af. Ég hafði þó lært að varast varpsvæði kríunnar. Minni ferðalög heldur en út á land eru þó einnig minnisstæð. Ferðalög eins og bíltúrarnir um bæinn í erindagjörðum, s.s. eins og að ná í bensín og að fá að þrífa bílinn með afa, sem var hreinn heiður. Til að fá að sitja frammí varð maður að vera lunkinn í að smeygja sér á gólfið þvl ekki mátti lögvaldið góma okkur. Fyrir þremur árum flutti afi á deild 1A á Landakotsspítala og bar hann sig þar ávallt með þeirri reisn sem einkenndi hann og þannig mun ég alltaf minnast hans. Vegna vinnu minnar í öðrum hlutum þessa heims gafst mér ekki eins oft tæki- færi á að hitta hann, meðan hann var við heilsu, eins og ég hefði vilj- að en þegar ég heimsótti hann átti hann alltaf á lager óteljandi vísur. Það er því aðeins með þessum orð- um sem ég fann hjá mér sem mér dettur í hug að kveðja hann: Takk fyrir allt sem þú mér færðir, þú ávallt í huga mér hugsun bærðir. A góðum stað þú hvílir nú, en eftir situr ljúf minningin þú. Bless, elsku afi. Jóhann Onfjörð Kárason. Góður maður er genginn. Tengdafaðir minn, öldungurinn MINNINGAR okkar góði og sægarpurinn Bjarni Andrésson, hefur hafið sína hinstu för rétt um tuttugu árum eftir að fleytan fór I naustið. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan ég síðast minnti hann á áætlun okkar til margra ára, nefnilega, að hann yrði að klára 10. áratuginn svo við gætum sameiginlega haldið upp á 160 ára afmælið. Eins og ávallt áður sá ég votta fyrir sama glottinu og ásetningnum, en ekki verður á allt kosið og allra síst þegar hin æðri máttarvöld eru við stjórnvöl- inn í stað hins jarðbundna skip- stjóra. Þessi 15 mánaða tíma- skekkja rýrir þó ekki þakklæti mitt til forsjónarinnar fyrir að hafa átt þig sem tengdaföður og vin svo lengi sem raun ber vitni. Nú, þegar komið er að kveðjustund, vakna minningar liðinna ára. Eins og að ofan er greint frá, þá hófst hinn langi skipstjórnar- og útgerðarferill í Stykkishólmi árið 1919. Bjarni, sem þá var orð- inn kunnugur meðferð á Bolinder- vélum, gerðist meðeigandi í 10 tonna súðbyrðingi, en að hans sögn gekk sú útgerð heldur illa og var fleytan seld til Bolungarvíkur þar sem Bjarni afhenti hana, þá 26 ára gamall en með allgóða hýru í vas- anum. Upp úr þessu gerðist Bjarni bæði skipstjóri og vélamaður á bát í eigu hins kunna athafnamanns Helga Hafliðasonar, og stundaði síldarflutninga milli Akureyrar og Siglufjarðar. Næstu fimm árin fram til 1927, er Bjarni varð þrítug- ur, stundaði hann skipstjórn og útgerð á tveimur 13 og 16 tonna bátum frá Vestmannaeyjum og fór síðan eina vertíð á togara gagn- gert til að kynna sér slíkar veiðar. Um haustið 1927 hefst svo „Dags- brúnarþáttur“ í lífi Bjama er hann kaupir ásamt öðrum manni mb. Dagsbrún, sem hann síðar eignað- ist einn og stjórnaði í heilan aldar- fjórðung. Á þessum árum fékk Bjarni á sig tvö mismunandi mikið notuð viðurnefni, nefnilega, „Bjarni á Dagsbrún", eða „rauðsprettu- kóngurinn", en það síðara tengdist aflasæld hans á dragnótaveiðinni sem hann stundaði í mörg ár. Und- ir lok þessa tímabils (1940) fékk Bjarni þá hugmynd, m.a. vegna reynslu sinnar af loðnunót, að það ætti að vera hægt að veiða síld í hringnót. Flestir töldu þetta óráð, en Bjarna tókst að afla sér efnis í nótina og hanna hana samkvæmt sínu höfði, og á sama tíma að kom- ast yfir nótabát sem hann breytti sérstaklega til þess að gera þessa fyrirhuguðu veiðinýjung mögulega. Tilraunin tókst vonum framar og reyndist tiltölulega auðvelt að ná síldinni í þetta nýja veiðarfæri. Er mér sagt að sagnfræðingar velti þeirri spurningu fyrir sé hvort Bjarni Ándrésson hafi verið upp- hafsmaður hringnóta. Árið 1951, eftir að hafa selt mb. Dagsbrún , þá hefst 15 ára „Geysistímabilið" með kaupum Bjarna á mb. Geysi af Sighvati Bjarnasyni í Vestmannaeyjum. Á þessum bát, sem Bjarni kallaði „mikinn bát og listasjóskip", stundaði hann hefðbundnar veiðar, aðallega með netum og línu, en leigði einnig Geysi af og til þar til hann var seldur árið 1967, en það ár varð Bjarni sjötugur. Síð- asti þátturinn í útgerðarsögu Bjarna tengist svo kaupum og 9 ára útgerð á 68 tonna dansk- byggðum bát, Hauk, sem áður var í eign H.B. og co. á Akranesi. Þessi útgerð var án stórviðburða, og fór áhugi Bjarna á útgerð nú dvínandi enda sægarpurinn að verða áttræður. Haukur var síðan seldur til Djúpavogs árið 1976 og þar með lauk meira en hálfrar ald- ar farsællskipstjórnar- og útgerð- arsögu Bjarna Andréssonar. Fundum okkar Bjarna bar fyrst saman fyrir 40 árum er kynni tók- ust með mér og dóttur hans og man ég sérstaklega vel eftir hans rólegu og yfirveguðu rödd í sím- ann. Er kynnin urðu nánari kom S ljós hve vel röddin hæfði heil- steyptum persónuleika hans. Frá upphafi tók hann mér af þeirri ljúf- mennsku sem honum var lagið og var gott að vera í félagsskap Bjarna þegar tækifærin gáfust, en þau voru miklu færri en maður hefði óskað sér, bæði vegna fjar- veru hans á sjónum og aldarfjórð- ungsstarfs míns á erlendum vett- vangi fyrir FAO. Sérstaklega minnist ég þó hinna ógleymanlegu jeppaferða og var engu líkara en að landkönnuður, en ekki skip- stjóri, sæti við stýrið því slík var þekkingin á landinu og fór Bjarni létt með að skjóta nöfnum á það sem fyrir bar, enda bæði athugull og forvitinn um allt sem snerti merka staði og náttúru landsins. Ekki voru þó bílferðirnar bara bundnar við Island, því bæði Karen og Bjarni voru samstillt í að nota jeppann til hins ýtrasta. Honum var þá bara skipað til Noregs 1963, þar sem mikil ferð var hafin um landið og síðan haldið til Svíþjóðar og Danmerkur í skemmtilega heimsókn til ættingja og vina. Einnig var haldið til Þýskalands og frá þeirri ferð er sérstaklega skemmtilegt að minnast þess hve fyndið fólkinu fannst að sjá lengd- an Willy’s jeppa notaðan sem ferðabíl og stoppuðu margir á göt- unum bara til að horfa, veifa eða klappa fyrir okkur eins og á bestu sýningu, og hafði Bjarni mikið gaman af. Hann hafði einnig gam- an af skytteríi og að veiða á stöng, að ekki sé minnst á bévítans litla blöðrubátinn þegar hann var kom- inn með hann hlaðinn af netum út á mitt vatn með veiðileyfið upp á rassvasann. En allt fór þetta nú vel eins og ætla mætti hjá þaul- reyndum skipstjóranum, og var þá gott að malla veiðina í tjaldinu þegar að kvöldi kom. En, það var svo margt fleira sem áhugi Bjarna beindist að enda ekki langt að sækja það því um Andrés pabba hans sagði „Breiðfirðingur“ 1954: „Hann var hneigður fyrir smíðar, bókbandsstörf og ritmennsku af ýmsu tagi. Hann var fanginn af fræðahneigð svo sem margir forf- eður hans og frændur, las mikið og flest svo, að í honum tolldi.“ í þessari tilvitnun felst svo nákvæm lýsing á tengdaföður mínum að undrum sætir. Það er þess vegna ógerningur að gera honum sann- gjörn skil í stuttri minningargrein sem þessari, en þó ber að tína fram einhveija minningarmola. Manni er t.d. minnisstætt er hann sat í horninu í stofunni sinni í húsinu Merkisteini á Vesturgötu 12, þar sem hann bjó í 57 ár, með hlaðnar bókahillur bæði í bak og stjór, fullar af fróðleik á öllum sviðum, að ekki sé minnst á heila flóru bóka í hvers konar bundnu máli. Það fór ekki milli mála að á slíkum stundum naut hann sín vel. Ekki er hægt að nefna bundið mál án þess að minnast hinnar miklu þekkingar Bjarna á kveðskap ásamt hreint undraverðu minni sem gerði honum kleift að þylja upp heilu kvæðabálkana eða raðir af smellnum r'ímum svo eitthvað sé nefnt. Álíka undraverð stað- reynd var sú að þegar öldungnum okkar var farið að förlast skynið á umhverfi sínu eða að þekkja fólk í sundur, þá gat hann ennþá farið með töluvert magn af kveð- skap rétt eins og hann gæti best tjáð sig í bundnu máli. Sem dæmi má nefna að ekki alls fyrir löngu vorum við hjónin með honum úti á gangi á 1Á og straukst þá ein- hver við hann sem fór framhjá með þjósti, en um leið flaug þessi vísa: Öll ógæfa er þeim vís sem eitthvað við hann spauga, fyrir utan flær og lýs fylgja honum draugar. Um þetta vitna líka margar af ERFIDRYKKJUR P E R L A N simi 562 0200 hinum hæfu og elskulegu konum á 1A á Landakoti, sem höfðu gaman af kveðskap Bjarna og sýndu hon- um frábæra umönnun þau þrjú ár sem hann dvaldi þar. Er bestu þökkum okkar aðstandenda hér með komið á framfæri. Ein þeirra, góð vinkona, sat eitt sinn með hon- um á góðviðrisdegi og þegar þau sáu glitta í hvelfingu Perlunnar og nærliggjandi húsþök, þótti Bjarna sem hann sæi Snæfellsjökul og eyjarnar á Breiðafirði, og hraut þá af vörum fram þessi vlsa: Fyrir sunnan fjallgarðinn fyrst er runninn aldur minn, lyftist mjöll í logni þar, lýsuvöllur tilsýndar, svipur á öllu unaðs var innanum fjöll og hlíðamar. Eins og á sjónum þá var Bjarni gæfumaður í einkalífi sínu og má það m. a. merkja á ummælum hans um eiginkonu sína, frú Karen Andrésson, í bókinni „Nú er fleyt- an í nausti" eftir Guðmund Jakobs- son, en þar segir Bjarni: „Hún er ágæt kona.“ Að fá slíka einkunn frá Bjarna er nánast eins og að hljóta gullverðlaun og má tengda- móðir mín vel við una. Hún bjó þeim hjónum og dætrunum tveim- ur gott og hlýlegt heimili á Vestur- götunni, sem ávallt hafði vissan danskan sjarma yfir sér og gegn- um tíðina voru þau mörg matar- og kaffiboðin, spilakvöldin og rabbfundirnir sem þar fóru fram og verða varðveitt í ljúfri minn- ingu. Þau hjónin voru einstaklega samhent í öllu - og það var nú margt - sem þau tóku sér fyrir hendur eftir að Bjarni hætti á sjón- um. Sérstaklega ber að nefna allt föndrið og fallega muni sem þau hönnuðu á sínum mörgu stundum í Norðurbrún 1 og prýða sumir þeirra heimili okkar í dag. Við þetta bættist svo merkur lífskafli sem snéri að steinasöfnun, slípun og gerð skartgripa. í heillar opnu grein í Helgarblaði DV, 10.' desem- ber 1983, er þessu lýst þannig: „Það sætir tíðindum að tæplega níræður karlmaður veiji flestum stundum dags í að meitla sjald- gæfa steina, slípa þá til og skera í hálsmen og festar sem svo er selt í verslunum. Slíka skartgripa- gerð hefur þó Bjarni Andrésson fengist við í hálfan annan áratug, en hann er nú orðinn áttatíu og sjö ára gamall." Já, minningarnar eru margar og góðar um minn mæta og góða tengdapabba, en ekki er hægt að deila þeim öllum með öðrum hér og skal því látið staðar numið. Um leið og ég þakka honum fyrir allt sem hann gaf frá sér og gerði fyr- ir okkur, þá koma þessi lokaorð upp í huga minn: Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminningin um göfugt starf. (Davíð Stefánsson.) Elsku Karen mín, Guð blessi þig í þinni sorg og góðar minningar vermi hjarta þitt. Guð blessi minningu Bjarna Andréssonar. Kári Ævar Jóhannesson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR BÍTEL UFTLEIBÍB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.