Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 45

Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 45 BREF TIL BLAÐSINS Frá Jóni Arnari Jónssyni: ÞAÐ var mjög gaman að sjá skjót viðbrögð starfsmanna ákveðinnar auglýsingastofu við bréfi mínu sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. I bréfinu færir starfsfólk auglýsingastofunnar „góð og gild“ rök fyrir því hvers vegna happ- drætti Háskóla Islands geti verið heitt. En hver eru rökin? Rökin eru þau að vegna útúrsnúnings frá leik barna („fela hlut“) sé í lagi að lýsa happdrætti sem heitu. I orðabók Menningarsjóðs er vissulega talað um að sá sem sé nálægt því að finna hlutinn (í áður- nefndum leik) sé heitur. Hér er ver- ið að tala um að leikmaðurinn sé heitur eða kaldur, ekki hluturinn. í leiknum er aldrei talað um það að hluturinn sé heitur, það er leikmað- urinn sem er heitur. Ef hluturinn ætti að vera heitur ætti leikmanni að hitna eða kólna, leikmaður yrði ekki heitur (ekki nema þá í merking- unni æstur eða ákafur). Ef fara á í orðaleiki má vissulega tala um að sá sem spili í HHÍ sé heitur ef hann er nálægt vinningi. Það er leikmaður sem er nálægt hlutnum sem leitað er að (vinningnum). Rétt væri þá að auglýsa HHÍ á þennan veg: „Þú verður heitur ef þú kaupir miða í HHÍ.“ Ekki mjög þjált og „grípandi" en rétt. Þar er vitnað rétt í leikinn, þú verður heitari og heitari eftir því sem þú nálgast hlutinn sem leitað er að. Ef þetta slagorð (heitt happ- drætti) væri eina slagorðið í þessum dúr myndi „heilagur vandlætarinn" kannski láta hjá líða að skrifa um það. Hins vegar rakst bréfritari á auglýsingabækling (merktan aug- lýsingastofunni) þar sem meðal ann- ars stóð: „Heitasta happdrættið ár eftir ár (happdrættið sem hefur ár eftir ár verið næst vinningnum?) Heitt og ekki heitt Heitt ár fram undan (veðurspá), „Sjóðheitar nýjungar.“ Hann stend- ur alltaf fyrir sínu orðaleikurinn! Hvort er betra rangt slagorð eða slagorð með enskuslettum? Hvorugt er viðunandi í þessu tilfelli þar sem hér er um að ræða Háskóla íslands. Ef eitthvert annað happdrætti þessa lands hefði átt í hlut hefði ég ef til vill ekki minnst á þetta, aðeins hugs- að með sjálfum mér: „Óskaplega hrakar íslenskukunnáttu lands- manna, það hefði verið skömminni skárra að setja gæsalappir utan um heitt til þess að sýna að hér er um enskuslettuu að ræða.“ Þá aðeins um orðið happdrætti. Orðið happdrætti er komið af orð- unum happa og dráttur. Happadrátt- ur kallast það að veiða sjaldgæfan fisk sem veiðimaður (sjómaður) átti óskiptan. Happdrætti nútímans er nokkuð svipað, upp úr pottinum (úr tölvunni) koma tölur og ef þú átt miðann með því númeri færðu vinn- inginn óskiptan. Orðið happdrætti á ekkert skylt við feluleik og því síður leikinn að fela hlut. Vissulega er ekkert að því að nota orðaleiki, jafn- vel tengja saman tvo óskylda hluti til þess að mynda „grípandi" slag- orð. Þar er aðeins einn hængur á, slagorðið verður að að vera rétt. Ef það er hins vegar ekkert vandamál hvort slagorðin séu rétt eður ei má þá búast við slagorðum á borð við „ljótt happdrætti" einfaldlega vegna þess að ófríðir einstaklingar geti tekið þátt í því. Um ó-endinguna er þetta að segja. Persónulega forðast ég mikið að nota ó-endinguna einfaldlega vegna þess að hún er lýti á málinu. í nú- tímasamfélagi á allt að ganga sem hraðast fyrir sig, allir eru stressaðir og ekkert má taka tíma, ekki einu sinni samtöl. Því grípa margir til þess að stytta orð og jafnvel bæta við ó-endingunni (svo orðin hljómi betur eða svo finnst mörgum). Ef starfsfólki ákveðinnar auglýsinga- stofu, og ég tala nú ekki um Há- skóla íslands, fínnst rétt og fallegt að segja strætó og happó er íslensk- an, tungumál þjóðarinnar, vissulega í hættu. Ef rökin vantar beita menn oft útúrsnúningum en eins og allir vita geta útúrsnúningar aldrei orðið rök. Rökræður við þá, sem beita útúr- snúningum, geta aldrei orðið vits- munalegar. Finnst mér því miður eftir lestur bréfs ykkar í þriðjudags- blaðinu að einu rökin fyrir notkun lýsingarorðsins heitur í slagorði HHÍ séu útúrsnúningar. Bréf ykkar er vissulega hnyttið, að taka strætó í Versló og fleiri góð skot á heilagan vandlætarann (það var bréfritari kallaður í svarbréfi) bera vissulega vitni um þroska starfsfólks auglýsingastofunnar. Ég vona að íslenskukunnátta starfsfólks auglýsingastofunnar eigi eftir að þroskast líka, ekki aðeins starfs- fólksins vegna heldur einnig vegna Háskóla íslands, æðstu mennta- stofnunar þessa lands og verndara íslenskrar tungu. Með von um aukna virðingu fyrir íslenskri tungu. JÓN ARNAR JÓNSSON, Mávahrauni 4, Hafnarfirði. Af hverju segir ungt fólk já við fíkniefnum? UNGLINGUR sem er sáttur við sjálfan sig, lífið og tilveruna hefur ekki áhuga á vímuefnum, segir í greininni. Frá Júlíusi Valdimarssyni: MIKIÐ hefur verið rætt og ritað að undanförnu um nauðsyn þess fyrir ungt fólk að læra að segja nei við fíkniefnunum. Minna hefur verið rætt um það hvers vegna ungt fólk segir já. Mér er til efs að það séu margir unglingar sem ekki vita að eiturlyfin eru hættuleg. Eigi að síður er mikilvægt að halda áfram öflugri fræðslu svo öllum sé ljós þessi hætta. Rætur vandans liggja hins vegar ekki í því að efnin eru svona hættu- leg heldur í því að nokkur skuli neyta þeirra þótt hann viti að þau eru hættuleg. Ef þakið lekur er það ekki vegna regndropanna heldur vegna þess að þakið er götótt. Gagnar þá lítt til lausnar að setja margar fötur undir lekann. Vænlegra er að fara upp á þak og gera við götin. Ungur vinur minn sagði mér, frá því hvernig það gekk til að hann leiddist út í fíkniefnaneyslu á sínum unglingsárum. Á þessum tíma sagði hann að sér hefði liðið hræðilega dla. Faðir hans og móðir voru mjög metnaðarfull og unnu myrkranna á milli bæði tvö til þess að eignast einbýlishús og sumarbústað í út- löndum og annað það sem þeim fannst eftirsóknarvert. Þau höfðu engan tíma fyrir börnin, peningarn- ir og flottur lífsstíll tóku alla at- hygli þeirra og þau voru of þreytt, stressuð og upptekin til að geta sýnt börnunum þá athygli og hlýju sem þau þörfnuðust. Vinur minn sagði að þessar kringumstæður hefðu haft djúp áhrif á sig og hon- um fór að verða sama um allt og alla. Hann fór að reykja hass og taka allskonar pillur og hann hugs- aði ekki einu sinni um afleiðingarn- ar, enda var honum alveg sama. „Ef enginn skeytir um mig, af hverju ætti ég þá að skeyta um sjálfan mig?“ Svona lýsir hann sínum hug- arheimi og í þeim heimi hefðu við- vörunarbæklingarnir einungis orðið eins og upplýsingabæklingar um ný neyslutækifæri. Að fíkniefnin væru hættuleg skipti hann engu máli. Það var einungis, þegar hann hafði ver- ið lengi í vímuástandi og hitti glað- væra unga stúlku á rokktónleikum, sem veitti honum athygli smástund en yfirgaf hann svo þegar hún sá í hvaða ástandi hann var, að hann sagði að því hefði lostið niður í hann hvert hann stefndi með lífi sitt. Einhvern veginn varð honum það ljóst á þessu augnabliki að hann yrði að taka ákvörðun. Hann ákvað að hætta þessu, eitthvað gott og sterkt blundaði í honum og hann tók aðra stefnu. Ég held að ekki verði hægt að minnka fíkniefnaneyslu, óhóflega áfengisneyslu eða ásókn í aðrar lífs- flóttaleiðir nema að litið sé á það nánasta umhverfi sem fólk hrærist í. Peningagildið, einstaklingshyggj- an, skuldafjötrarnir, launamisréttið, það hve illa er farið með þá sem minna mega sín, unga, veika, aldr- aða, öryrkja. Þetta hefur áhrif á alla og skapar þjáningar og vanlíðan og þannig verður til ofbeldi og sjálf- seyðilegging. Við þurfum þess vegna fyrst og fremst að bytja að ræða saman, tjá okkur og mynda sam- stöðu til þess að lagfæra þessar kringumstæður, gefa þjóðfélaginu nýja stefnu. Margir einstaklingar og samtök eru að vinna í þessa átt, bæði á persónulegu sviði og einnig félagslegu. Ég er félagi í Húmanista- hreyfíngunni en hún byggir á því viðhorfi að eitthvað sterkt, gott og mikilvægt búi í hveijum einasta manni. Þessi hreyfíng hefur látið sig varða aukin samskipti og samtöðu fólks í grunni þjóðfélagsins. Við getum ekki lengur vænst þess að lausnirnar komi ofan frá eða frá sérfræðingum, þótt þeir reyni marg- ir sitt besta. Við verðum að taka höndum saman og ákveða sjálf hvernig samfélag við viljum hafa. Samskiptin og þjóðfélagsum- hverfið hefur mikil áhrif á okkur öll og ekki hvað síst á ungt fólk. Besta ráðið til þess að sem fæstir unglingar segi já, er að þeim líði vel, þeim sé sýnd athygli og virðing og að þeir finni að þeir skipti máli. Unglingur sem líður vel og finnur til tilgangs í lífi sínu mun ekki segja já við tilboði fíkniefnasalans, ekki eingöngu vegna þess að hann veit að það er hættulegft, heldur vegna þess að hann langar bara ekkert í það. JÚLÍUS VALDIMARSSON, verkefnastjóri, Hverfisgötu 119, Reykjavík. I 9 ! eykur orku og úthald Eitt hylki á dag og þú finnur muninn! Fæst í apótekinu Fislétt en samt gróft og hollt fyrir meltinguna Weetabix - hjartans mál! Hollt fyrir barnið Létt fyrir mömmu Fljótlegt fyrir unglinginn Auðmelt fyrir afa Wéeíab/x Myldu það bara ■ ef þú vilt brjóta upp línurnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.