Morgunblaðið - 08.02.1996, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
y tS*E*R-S*T*A*K*I *R
Hestadagak
Fimmtudag^’~\ Föstudagy'-'VLaugardag^ y'"'V Febrúar
o. V. 1U.
Kynning á vöruvali,
gæðum og verði. Sérstakt
kynningarverð, verulegur afsláttur.
MR búðin • Laugavegi 164
Símar: 551 1125 • 552 4355
Framtalsaðstoð
- skatttrygging
Get bætt við einstaklingum með og án reksturs.
Innifalin í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging,
en hún felst í því að framteljandi hefur með einu
gjaldi í upphafi greitt fyrir:
1. Framtalsaðstoð.
2. Skattútreikning.
3. Svör við hvers konar fyrirspurnum
frá skattyfirvöldum
4. Kærur til skattstjóra og æðri yfirvalda.
5. Munnlegar upplýsingar um skattamál
viðkomandi allt árið 1996
Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á
skrifstofu minni kl. 09.00-17.00 alla virka daga.
Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratugareynslu
undirritaðs meðan færi gefst. Sanngjarnt verð.
Skattaþjónustan sf.
Bergur Guðnason hdl. - Lögskipti,
Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík,
sími 568 2828 - fax 568 2808.
ANTIK-UPPBOD
ÍAÐALSTRÆTI6 (morgunblaðshúsinu)
SUNNUDAGINN
11. FEBRÚARKL. 16.00
HÚSGÖGN, SMÁVARA OG PERSNESK TEPPI.
SÝNING UPPBOÐSVERKA ÍDAGKL. 12-18,
FÖSTUDAGKL. 12-18, LAUGARDAGKL. 12-18
OG SUNNUDAG KL. 12-14.
TÖKUMINN TVO GÁMA AF ANTIKVÖRUM í NÆSTU VIKU.
STÓRKOSTLEGT ÚRVAL!
SÓFAR, SÓFABORÐ, SKENKAR, SKÁPAR, BORÐSTOFUSETT,
STÓLAR, BÓKASKÁPAR OG FLEIRA.
ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ.
<!SfaéI&iF
BÖRG
við INGÓLFSTORG
SÍMI552 4211
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Hvað er til ráða?
ÞANN 28. janúar sl. lagði
Þórður Halldórsson fram
eftirfarandi spurningu:
„Hver er staða móðurmáls-
ins?“
Hér verður þeirri spurn-
ingu ekki nákvæmlega
svarað, en að öllum líkind-
um mætti ætla að stundum
hafi málvöndunarmenn
a.m.k. „sofíð“ á verðinum.
Fyrir u.þ.b. 30 árum var
málfarið almennt miklu
skárra en núna. Þá höfðu
málvöndunarmenn (hinir
fyrri) nær því útrýmt flá-
mæli í landinu. Og ekki
spillti að þulir Ríkisútvarps-
ins, svo sem Pétur Péturs-
son, Jóhannes Arason, Jón
M. Arnason o.fl. voru alveg
sérlega góðir.
Flámæli kallaðist það
þegar menn höfðu e hljóð
og ö hljóð í framburði í stað-
inn fyrir i og u. Dæmi:
Útletið (útlitið), högurinn
(hugurinn) En nú gengur
þetta út á hina hliðina (öfug
flámæli). Hlustið á útvarps-
fréttir: Dæmi: Fjugur (fjög-
ur), sju (sjö), sjutíu og sju
(sjötíu og sjö), frjittir, tvu
(tvö), stuðuhækkun (stöðu-
hækkun). Sem betur fer eru
fáeinar undantekningar frá
þessu. Þegar svo þessi sí-
bylja kemur í flestum frétt-
um þá bregður svo við að
jafnvel fólk sem gert hefur
sér far um að vanda málfar
sitt sem best, er óvart farið
að standa sig að því að tala
svona sjálft. Hvernig eiga
börnin að læra réttritun
þegar framburðurinn er
svona? Sé það vilji fólksins
í landinu að hafa þennan
framburð, þá er víst ekkert
við þessu að gera, eða
hvað?
Til er saga af manni ein-
um sem var hljóðvilltur,
hann sendi stúlku bónorðs-
bréf. Hann bað hana um
hennar hund og hjarta.
Stúlkan sendi svarbréf, þar
sagði hún að hann mætti
svo sem eiga hundinn, en
ekki hjartað.
Líklega gætu málvönd-
unarmenn ekki notað þessa
sögu sem áróður gegn
þessari hljóðvillu, því að
sennilega eru bónorðsbréf
ekki notuð nú til dags. En
hver veit nema þau verði
einhvern tímann í tísku.
21.11.31-7219
Á Kirkjusandi
árin 1954-’62
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
reyna að smala saman fólki
sem vann á Innri-Kirkju-
sandi á árunum 1954-’62
undir stjórn Gunnars Val-
geirssonar. Þórður Berg-
mann og Ásta Jónsdóttir
ætla að bera hitann og
þungann af því að fá fólkið
saman og er stefnt að því
að hittast á Kringlukránni
nk. laugardag, 10. febrúar,
kl. 21. Fólk er hvatt til að
gera sér glaðan dag en
allar nánari upplýsingar
gefur Halldóra í síma
557-9079 eða Ásta Jóns-
dóttir í síma 557-3705.
Tapað/fundið
Taska tapaðist
BRÚN kventaska tapaðist
aðfaranótt sl. sunnudags.
Mögulegir staðir eru í
Seljahverfi við Seljabraut,
þar sem farið var út úr
strætó, eða á leið þaðan í
áti að Asparfelli. í tösk-
unni var merkt seðlaveski
með skilríkjum, snyrtivör-
ur og eitthvað fleira. Hafí
einhver fundið töskuna er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma 557-8860
eftir 18 eða í síma
569-1155 á dagvinnutíma.
Frakki tapaðist
DÖKKBLÁR herrafrakki
tapaðist úr fatahengi í Fé-
lagsheimilinu Glaðheimum
í Kópavogi sl. laugardags-
kvöld eftir þorrablót Þin-
geyingafélagsins. Viti ein-
hver um frakkann er hann
beðinn að hringja í síma
552-6686.
Óskilamunir í
Kópavogskirkju
ÓSKILAMUNIR eru í
Kópavogskirkju, s.s. karl-
mannshanskar frá því á
jólum, gleraugu o.fl. Upp-
lýsingar veittar eftir há-
degi í síma 554-1898.
Gleraugu
töpuðust
GLERAUGU í grannri
umgjörð töpuðust í vestur-
bænum um áramótin.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 562-4579 eða
431-4322.
Hjólkoppur
tapaðist
HJÓLKOPPUR undan
Toyotabifreið tapaðist við
Staldrið sl. föstudag.
Finnandi vinsamlegast
skili honum í Staldrið.
Húfa tapaðist
FJÓLUBLÁ, hvít og túrk-
isblá, munstruð handprjón-
uð húfa með stórum dúski
tapaðist sl. föstudag á Sól-
on Islandus eða nágrenni.
Húfunnar er sárt saknað
því hún er hluti af setti.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 551-8205 eða
skila henni á Sólon Island-
us.
Köttur í
heimilisleit
FALLEG níu mánaða iæða
fæst gefíns á gott heimili.
Upplýsingar í síma
587-0624 eftir kl. 19.30.
HÖGNIIIREKKVÍSI
Farsi
Víkveiji skrifar...
að hefur vakið athygli Vík-
verja, hversu margir, sem
hann þekkir til, sækja nú alls konar
námskeið. Félög, fyrirtæki og ein-
staklingar bjóða námskeið ýmiss
konar og tómstundaskólar og náms-
flokkar eru sóttir sem aldrei fyrr.
Svo dæmi séu tekin af handahófi
sækir einn kunningi Víkveija mat-
reiðslunámskeið, annar lærir ljós-
myndun, sá þriðji vill verða mæltur
á franska tungu, einn lætur sig
hverfa inn í einhveija vélsmiðju og
lærir þar logsuðu, annar hefur tek-
ið höndum saman við fleiri og feng-
ið myndlistarmann til að kenna
þeim að mála. Þannig mætti halda
lengi áfram. Fjölbreytnin er með
ólíkindum. Að sjálfsögðu er til nám-
skeið í því að skrifa pistla eins og
Víkveija. Og á dögunum heyrði
Víveiji af manni, sem var að hugsa
um að leggja upp með námskeið
fyrir fólk og viðfangsefnið átti að
vera, hvernig menn eiga að velja
sér námskeið og hafna!
xxx
Sem Víkverji veltir þessu fyrir
sér, rekur hann augun í
Fréttabréf Endurmenntunarstofn-
unar Háskóla íslands. Þar kemur
m.a. fram að fjöldi þátttakenda
hefur sjöfaldast, þeir voru 1000
árið 1985 og 7000 á því síðasta.
í fréttabréfinu segir, að flestir
þátttakendur sæki styttri námskeið
10 - 20 klukkustundir, en á hveiju
ári bætist við námsbrautir, sem
taka eitt til tvö ár og nemendur
sækja jafnframt starfi.
Þessi mikli vöxtur i starfi Endur-
menntunartofnunarinnar og sú
gróska, sem Víkveiji veit af annars
staðar, sýnir mikla þörf fyrir
menntun og endurmenntun. í
Fréttabréfinu er vísað til samstarfs
Háskóla íslands við ýmsa aðila,
skóla, samtök háskólamanna og
samtök í atvinnulífi, ráðuneyti, rik-
isstofnanir, menningarstofnanir,
fyrirtæki og fagfólk. Þetta sam-
starf telur stjórn Endurmenntunar-
stofnunarinnar lífæð hennar og
geta efalaust aðrir, sem fyrir nám-
skeiðum standa, flutt svipaða rullu.
xxx
Svo lengi lærir sem lifir. Árið
1996 hefur verið útnefnt ár
símenntunar í Evrópu og hér á landi
eru margir atburðir í undirbúningi.
Dagur símenntunar verður haldinn
24. febrúar.
í auglýsingu frá framkvæmda-
stjórn ársins hér á landi kemur fram
að þennan dag verður haldin sérstök
ráðstefna um símenntun. Þá munu
margir skólar og fræðsluaðilar verða
með opið hús fyrir almenning.
Víkveiji telur sig vita, að þessi
dagur verði mörgum kærkominn.