Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 56
Afl þegar þörf krefurl
RISC System / 6000
CQ> NÝHERJt
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUOCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Þriðja veika ungbarnið sótt til Kulusuk á Grænlandi í gær
Vindhviður skóku
vélina og varla
sá út úr augum
FLUGVÉL íslandsflugs sótti í
gær þriðja ungbarnið til Kulu-
suk í Grænlandi í þessari viku.
Til stóð að sækja tvö veik börn
en aðeins annað þeirra komst
frá Ammassalik til Kulusuk.
Óveður hamlaði því að hitt barn-
ið kæmist. Börnin þjást af svo-
nefndri RSV-sýkingu, sem
leggst á öndunarfæri og getur
verið verið skaðleg ungbörnum
og börnum með t.d. hjarta- og
lungnasjúkdóma.
Tveir læknar og hjúkrunar-
fræðingur frá Landspítala fóru
héðan með flugvélinni. Að sögn
Þórólfs Magnússonar flugstjóra
var lent kl. 13.22 i Kulusuk. Um
leið og vélin var lent lagði þyrla
af stað frá Ammassalik til Kulu-
suk með veika stúlku á fjórða
mánuði og móður hennar. Venju-
lega tekur 10 mínútur að fljúga
á milli þorpanna en vegna óveð-
urs var þyrlan 17 mínútur á leið-
inni. Þyrluflugmaðurinn sá ekki
til fjalla heldur fylgdi ísröndinni
sem hann vissi hvemig lá til
Kulusuk. Veður versnaði meðan
á ferðinni stóð og þegar þyrlan
ætlaði eftir hinu barninu, sem
er aðeins tveggja vikna, sá ekki
orðið á milli húsa í Ammassalik
og ófært að lenda þar.
Leist ekki á blikuna
Þórður Þórkelsson barna-
læknir sagði að sér hefði ekki
meira en svo litist á blikuna í
Kulusuk. Stundum sást varla út
úr augum vegna skafrennings
og ofankomu og flugvélin hrist-
ist á flugvellinum í vindhviðun-
um. Beðið var til kl. 17.24 í von
um að veður skánaði. Það gerð-
ist ekki heldur bætti í vind og
úrkomu.
Þórólfur Magnússon flug-
stjóri sagði að vindur hafi
lengstum verið 35-40 hnútar í
Kulusuk en staðið beint á braut.
Þegar einsýnt var að ekki yrði
hægt að sækja yngra barnið var
ákveðið að fara heim. „Við bið-
um á meðan hryðja gekk yfir,
svo var ekkert annað að gera
en koma sér í burt,“ sagði Þór-
ólfur. Hann fór í loftið kl. 17.24
og var 2 tíma og 15 mínútur
heim. Hann sagði að flugveður
á leiðinni hefði verið gott.
Næstu dagar skera úr
Þórður Þórkelsson sagði litlu
stúlkunni heilsast þokkalega.
Hún væri nokkuð mikið veik en
næstu tveir dagar skæm úr um
hvemig henni farnaðist. Hann
sagði að haft yrði samband við
lækna í Ammassalik í kvöld og
haft samráð við þá um hvort
reynt verður að sækja hitt bam-
ið bráðlega. Þetta var þriðja ferð
Þórðar til Grænlands í vetur eft-
ir veikum böraum.
Líðan barnanna tveggja, um
eins mánaða drengs og stúlku,
sem voru sótt á mánudag, er
eftir atvikum góð að sögn Ás-
geirs Haraldssonar yfirlæknis.
Börnin Iiggja á Bamaspítala
Hringsins.
Morgunblaðið/Þorkell
SJÚKRAFLUTNINGAMENN tóku við litlu grænlensku stúlk-
unni, sem var flutt hingað til lands í hitakassa. Þetta var þriðja
sjúkraflug Þórðar Þórkelssonar barnalæknis (í ljósblárri úlpu)
eftir veikum börnum til Grænlands í vetur.
ÞÓRÓLFUR Magnússon var flugsljóri í sjúkraflugi
íslandsflugs til Kulusuk í gær.
Hugmyndir nefndar um breytingar á vörugjöldum vegna kæru ESA
Rætt um að hætta við nú-
gildandi vörugialdskerfi
Lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr
14% í 15% og efra þrepið úr 24,5% í 25%
VERULEGAR breytingar verða á
-vörusköttum ríkisins ef hugmyndir
nefndar, sem falið var að vinna að
endurskoðun á vörugjöldum vegna
kæru Eftirlitsstofnunar EFTA, ná
fram að ganga. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins fela hugmynd-
irnar meðal annars í sér að horfið
verður frá núverandi vörugjaldskerfí
og teknir upp magntollar í staðinn,
auk þess sem lægra þrep virðisauka-
skatts hækkar úr 14% í 15% og
hærra þrepið úr 24,5% í 25% til þess
að mæta hluta af því tekjutapi sem
ríkisjóður verður fyrir vegna þessara
breytinga. Ekki er gert ráð fyrir að
t?eildartekjur ríkissjóðs breytist
vegna þessa.
Nefndin, sem skipuð er fulltrúum
fjármálaráðuneytis, skattyfírvalda,
Félags íslenskra stórkaupmanna og
Samtaka iðnaðarins, hefur ekki skil-
að af sér endanlegu nefndaráliti, en
hugmyndir hennar hafa engu að síð-
ur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur aðilum vinnumarkað-
arins meðal annars verið kynntar
þær og hefur verkalýðshreyfíngin
eindregið lagst gegn þeim. Nefndin
hefur ekki fundað nú um nokkum
tíma en gert er ráð fyrir að hún
komi saman í næstu viku og þá skýr-
ist hvert framhald málsins verður.
Verulegur dráttur hefur orðið á starfi
nefndarinnar sem var upphaflega
skipuð í júní á síðasta ári.
Kæra Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA), sem fór til EFTA-dómstólsins
20. janúar síðastliðinn, varðar tvö
atriði í álagningu og innheimtu vöru-
gjalds hér á landi. Annars vegar að
það sé brot á EES-samningnum að
áætla heildsöluálagningxi innfluttrar
vöru við útreikning vörugjalds í stað
þess að miða við raunverulegt verð,
eins og gert er við innlenda vöru,
en við innflutning _er heildsöluálagn-
ingin áætluð 25%. I öðru lagi sé ólög-
legt að veita innlendum framleiðend-
um gjaldfrest á vörugjaldinu, en ekki
erlendum. ísland er fyrsta landið sem
kært er til EFTA-dómstólsins.
Fjögurra miHjarða
tekjutap
Vörugjöld skila um þriggja millj-
arða króna tekjum í ríkissjóð og að
auki má gera ráð fyrir að tekjutap
af virðisaukaskatti vegna tilfærslu
milli þrepa og að hann leggst ofan
á vörugjöldin sé um einn milljarður
króna í viðbót. Samkvæmt heimildum
blaðsins má því gera ráð fyrir að
ríkissjóður verði af um fjórum millj-
örðum króna í tekjum verði horfíð
frá núverandi kerfi mismunandi
hárra vörugjalda eftir vörutegundum
og gjald á magn vöru tekið upp í
staðinn fyrir gjald á verðmæti henn-
ar. Þetta myndi þýða talsverðar inn-
byrðis breytingar á verði einstakra
vörutegunda því vörugjöld eru allt
frá 6% og upp í 30% eftir vörutegund-
um. Til að bæta upp tekjutap ríkis-
sjóðs að hluta til er gert ráð fyrir
að lægra þrep virðisaukaskatts, sem
matvara er meðal annars í, hækki
um eitt prósentustig úr 14% í 15%,
en það myndi skapa ríkissjóði um
780 milljónir króna í auknar tekjur,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Hækkun efra þreps virðisauka-
skattsins úr 24,5% í 25% myndi þýða
rúmlega 700 milljón króna tekjuauka
til viðbótar, auk þess sem gert er ráð
fyrir einhverri tilfærslu vörutegunda
milli efra og neðra þrepsins.
Tekjutap vegna afnáms vörugjalds
af byggingavörum er talið nema um
850 milljónum króna, en á móti kem-
ur að gert er ráð fyrir að hætt verði
endurgreiðslu virðisaukaskatts
vegna vinnu á byggingastað, en það
myndi þýða 1.100 milljón króna
sparnað fyrir ríkissjóð, samkvæmt
upplýsingum blaðsins. Eins og fyrr
sagði er gert ráð fyrir óbreyttum
heildartekjum ríkissjóðs þrátt fyrir
þessar breytingar.
Innheimta rafmagns-
og hitareikninga
Útboð
meðal
bankanna
NU ER í undirbúningi að bjóða út
meðal banka og sparisjóða innheimtu
hita- og rafmagnsreikninga fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Viðræður standa
yfír við bankastofnanir þar sem út-
boðskilmálar eru yfírfarnir, en að því
búnu mun fara fram lokað útboð
meðal þeirra, að sögn Alfreðs Þor-
steinssonar, formanns stjórnar veitu-
stofnana.
Hann sagði að stefnt væri að því
að innheimta þessi gjöld sameigin-
lega í stað þess fyrirkomulags sem
nú er, þ.e. að hvort fyrirtækið um
sig sjái um sína innheimtu. Ekki
væri frágengið hvort gjöldin yrðu
innheimt í hveijum mánuði eða á
tveggja mánaða fresti, eins og verið
hefur, en hvort tveggja væri til um-
ræðu. Mánaðarleg innheimta hefði
þann kost að vanskil yrðu minni, en
fyrirtækin væru nú að afskrifa um
50 milljónir á ári í töpuðum gjöldum.
Tekur gildi á haustmánuðum
Alfreð sagði að gert væri ráð fyr-
ir að þetta nýja fyrirkomulag gæti
tekið gildi á haustmánuðum. Talið
væri að með því að bjóða innheimt-
una út næðist kostnaður við hana
niður, því ljóst væri að núverandi
fyrirkomulag væri ekki hagkvæmt.
-----♦-------
Miðfirðir Austfjarða
Sameigin-
leg félags-
mála-
skrifstofa
ITILLÖGUM að skipulagi opinberrar
þjónustu fyrir miðfirði Austfjarða,
það er Neskaupstað, Eskiíjörð og
Reyðarfjörð, er gert ráð fyrir mjög
víðtækri samvinnu við rekstur þess-
ara þriggja sveitarfélaga og jafnvel
sameiningu. Meðal annars er rætt
um stofnun byggðasamlaga um fímm
málaflokka og tveggja sameiginlegra
stofnana.
Á vegum Byggðastofnunar og
sveitarfélaga er unnið að gerð svæð-
isbundinna byggðaáætlana fyrir
fjögur héruð. I þeim á að skipu-
leggja opinbera þjónustu fyrir við-
komandi svæði og atvinnuþróun.
Fimm byggðasamlög
Við áætlanagerðina hafa forystu-
menn sveitarstjóma í Neskaupstað, á
Eskifirði og Reyðarfírði komist að
raun um að hægt er að spara fjár-
muni með náinni samvinnu um ýmis
verkefni og veita íbúunum betri þjón-
ustu. Hugmyndir eru um að koma á
fót byggðasamlögum um sameigin-
lega stjómun og rekstur hafnanna á
öllum stöðunum, sömuleiðis um
brunavarnir, sjúkraflutninga, garð-
yrkjustjóra og skipulagsstjóra. Þá er
gert ráð fyrir að koma á fót tveimur
sameiginlegum stofnunum, Tækni-
og umhverfisstofnun og Félagsmála-
skrifstofu.
■ Náin samvinna/28