Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR %r ■?& ■—i\n. j II — ÞETTA er nú meiri bévaða ómyndin. Það er eins og hann sé í fermingarfötunum ... Bæjarfulltrúar í Vesturbyggð senda yfir tug stjórnsýslukæra Segja meirihlutann þver- bijóta lýðræðisreglur BÆJARFULLTRÚAR minnihlutans í Vesturbyggð undirbúa nú á annan tug stjórnsýslukæra á hendur meiri- hlutanum, sem Einar Pálsson bæjar- fulltrúi segir að verði sendar félags- málaráðuneytinu til meðferðar á næstunni. Einar segir að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi ítrekað gerst sekur um brot á sveitarstjórn- arlögum og bæjarmálasamþykkt. „Þetta er komið á það stig að okkur fínnst að félagsmálaráðuneytið verði að fara að grípa inn í,“ segir Einar. Hann segir meirihlutann þver- brjóta reglur lýðræðislegra stjórnar- hátta, loka fundum að geðþótta og bóka rhál í einkamálabækur en ekki opnar fundargerðabækur. Þá hafí fjárhagsáætlun ársins 1995 ekki verið afgreidd í sveitarstjórninni fyrr en í októbermánuði. Enn hafi fjár- hagsáætlun ársins 1996 ekki verið lögð fram til umræðu og afgreiðslu þrátt fyrir lagaskyldu til að afgreiða hana fyrir janúarlok. Gísli Ólafsson bæjarstjóri kallar málatilbúnað minnihlutans þvætting og loddaraleik. „Hér bíða mikilvæg- ari verkefni en þras um fundar- sköp,“ sagði Gísli. í bókun á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar 1. mars lýstu bæjar- fulltrúarnir Hilmar Ossurarson, Anna Jensdóttir og Einar Pálsson yfir vanþóknun sinni á þeirri lítils- virðingu sem meirihluti bæjarstjórn- ar sýni bæjarstjórninni í heild og íbúum Vesturbyggðar með því að leggja ekki fram neinar skriflegar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsmannamál- um bæjarins og hafi haft afdrifarík- ar afleiðingar í bæjarfélaginu. í málinu hafi meirihlutinn enn einu sinni misnotað ákvæði sveitar- stjórnarlaga og bæjarmálasam- þykktar um bókun funda með því að rita fundargerð í einkamálabók. Sýna hver valdið hefur Einar Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar mál þessi hefðu komið á dagskrá hefði meiri- Mikilvægari verk- efni bíða en þras um fundarsköp, segir bæjarstjóri hlutinn látið loka fundi og bóka allar umræður í einkamálabók, jafnvel þótt gagnrýni minnihlutans hefði snúigt um vinnubrögð bæjarstjórnar- innar en ekki einkamál á borð við ráðningarkjör þeirra starfsmanna sem í hlut áttu. Meirihluti bæjar- stjórnarinnar kæfi með þessu lýð- ræðislega umræðu og stjórnarhætti í bæjarfélaginu. Aðspurður sagði Einar að bæjar- fulltrúarnir þrír stefndu að því að útbúa stjórnsýslukærur og greinar- gerð til ráðuneytisins um helgina. Umkvörtunarefnin væru á annan tug talsins og sneru að brotum á bæjarmálasamþykkt og sveitar- stjómarlögum. Meðal annarra aðfinnsluatriða nefndi Einar að bæjarstjórnarfund- um væri fyrirvaralaust lokað ef fram kæmi gagnrýni á meirihlutann og að fundargerðir bæjarins og nefnda hans frá apríl til ársloka hefðu verið teknar fyrir í einu lagi í upphafí þessa árs. 294 á launaskrá í 105 stöðug-ildum Gísli Ólafsson bæjarstjóri sagði þessi mál snúast um mikla fjárhags- erfíðleika Vesturbyggðar sem rnein- hlutinn hefði verið að taka á. Úttekt rekstrarráðgjafa hefði leitt í ijós að í sumum deildum sveitarfélagsins væru greidd mun hærri laun en tíðk- aðist í sveitarfélögum af sambæri- legri stærð. Með uppsögn samninga um fasta yfirvinnu og fækkun fastra starfs- manna um 3 stöðugildi hefði náðst fram 18 milljóna króna sparnaður í rekstrargjöldum. Auk þeirra sem sagt var upp hefðu nokkrir hætt vegna óánægju með breytt kjör. A launaskrá þessa 1.343 manna bæjar væru 294 manns í 105 stöðugildum og árið 1994 hefði launakostnaður numið 80 milljónum króna þar af 30 millj. vegna yfirvinnu. Sparnaðurinn mikið hagsmunamál Gísli sagði að verulega munaði um 18 milljóna króna sparnað fyrir sveitarfélag sem átt hefði í umtals- verðum fjárhagserfiðleikum, hafi varið 138 millj. til reksturs mála- flokka en haft 139 millj. kr í skatt- tekjur árið 1994. Því sé um mikið hagsmunamál íbúa og skattgreið- enda í bæjarfélaginu að ræða. Til þessara aðgerða sagði Gísli að sér hefði verið veitt umboð á bæjarráðs- fundi í október sl. Gísli sagði að í stað þess að ræða starfsmannamálin á bæjarráðsfundi, þar sem eðlilegt hefði verið að bera upp fyrirspurnir um þessi mál, hefði minnihlutinn óskað aukafundar í bæjarstjórn. Minnihlutinn hefði síð- an gengið út þegar fundinum var lokað samkvæmt heimild í sveitar- stjórnarlögum þegar rædd væru við- kvæm hagsmunamál bæjarins eða einkamálefni einstakra manna. Til umræðu á fundinum hefðu hugsan- lega komið einkamálefni í starfs- samningum einstakra starfsmanna bæjarins. Tafir ekki óalgengar í smærri sveitarfélögum Um gagnrýni Einars á seina af- greiðslu fjárhagsáætlana bæjarins sagði Gísli að ekki væri óalgengt að afgreiðsla fjárhagsáætlana tefð- ist í smærri sveitarfélögum. Fjár- hagsáætlun 1996 hefði verið munn- lega kynnt í bæjarráði og yrði lögð fram á næstunni. Varðandi af- greiðslu fundargerða ársins 1995 sagði Gísli að það hefði dregist á sínum tíma, m.a. vegna anna á skrifstofu bæjarins. Það h'afi verið arfur frá fyrri meirihluta en því hefði núverandi meirihluti kippt í liðinn. Ferðamálafulltrúi í eitt ár Stefnumótun vegfur þyngst ANNA Margrét segir að það hafi verið mjög ögrandi og spennandi tilhugsun að taka við starfi ferðamálafulltrúa Reykjavíkur eftir að hafa hlotið dýrmæta rejnslu á Vestfjörðum. „Eg var á réttum tíma þar yestra og mér var vel tekið. Menn eru að byrja að átta sig á gildi ferðaþjónustu, Vestfirð- ingar hafa verið nokkuð bundnir við sjávarút- veg, en sýndu mér að þá skortir ekki víðsýni. Hins vegar fannst mér vera tímabært að prófa eitthvað nýtt þótt það hafi næstum verið eins og að kveðja barnið sitt að yfirgefa Vestfirði." Anna Margrét segir starfið í Reykjavík til þessa hafa verið spennandi og skemmtilegt, en í hveiju er það fólgið? „Þetta um það bil ár sem ég hef starfað hérna hefur mestur tíminn farið í umfangsmikla stefnumótunarvinnu. Meðal þess sem upp á borð hefur komið er ferð sem ég fór til írlands þar sem ég var fyrst að skoða hvernig haldið er utan um ferðamálin í Dublin. Síðan lá leiðin til Cork sem er að mörgu leyti svipuð borg og Reykjavík, bæði að stærð og einnig að því leyti að þangað koma mörg skemmtiferðaskip og borgin hef- ur að auki fallega náttúru sem Anna Margrét Guðjónsdóttir ►Anna Margrét Guðjóns- dóttir er fædd í Garðahreppi í júní 1961. Garðahreppur er nú betur þekktur sem Garða- bær og þar er Anna Margrét einnig alin upp. Hún gekk hefðbundinn menntaveg, lauk stúdentsprófi og síðan BS námi í landafræði frá HÍ árið 1988. Árið 1992 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræði. Starfsferill Onnu Margrétar hófst þó áður en námi lauk, hún vann af og til á Byggða- stofnun á árunum 1982-85 og kenndi við Mýrarhúsaskóla 1987-89. Veturinn 1991-92 kenndi hún við Menntaskól- bakland. Mér varð ljóst að við ann í Kópavogi. Haustið 1992 getum lært af þeim, kannski ekki síst á þann hátt að í Cork er mikið byggt á menningu og arfleifð og það tel ég að eigi einmitt að gera í Reykjavík.“ En hvað er helst ígangi þessa dagana og hverjar eru áhersl- urnnr? „Það er í mörg horn að líta, en það sem vegur hvað þyngst um þessar mundir er sú stefnu- mörkun sem ég nefndi áðan og er eiginlega rétt að byija. Fjöl- menn nefnd situr nú reglulega og tíða fundi undir yfirskriftinni „Stefnumót 2002“. Verkefni nefndarinnar er að finna út hvernig við viljum hafa ferða- málin og er þá miðað við fimm ára áætlun sem á að hefjast haustið 1997. Þó ég sé að nefna ártöl og áætlanir þá má ekki gleyma að svona mál eru stöð- ugt í endurskoðun.“ Þegar þú ta/ar um hvernig „við viljum hafa ferðamálin hvað átt þú við ef við skoðum það aðeins betur? „Ferðaþjónusta í Reykjavík hefur til þessa verið mjög mikil, en menn hafa mikið ______________ verið hver í sínu horni og heildarstefnu hef- ur vantað. Ég vil taka það skýrt fram, að borgin sem slík er ' með þessu aðeins að hafa frum- kvæði að því að skipulag og stefna komist á málin. Ég er í raun aðeins verkefnisstjóri, en markmiðið er að ferðamenn, inn- lendir sem erlendir, læri að meta betur það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða þannig að þeir vilji hafa lengri viðdvöl. Það skil- ar sér fljótt út í fyrirtækin. Þetta snýst einmitt um að gera veg þeirra meiri, að virkja þau í eig- in þágu með frumkvæðinu. Til þess höfum við undirbúið nokk- var hún ráðin sem ferðamála- fulltrúi Vestfjarða með aðset- ur á Isafirði og var þar til vors í fyrra að hún sótti um stöðu Ferðamálafulltrúa Reykjavíkurborgar og fékk. Anna Margrét á tvö börn, Hildi 12 ára og Hauk sem er 6 ára. Fullt af fólki með góðar hugmyndir urs konar undirhópa til að sjá um framkvæmdir og úrvinnslu hugmynda. Haustið 1997 þarf nefndin að vera búin að sjá í hendi sér hvernig ferðamálin eiga að þróast, hvar áherslunar eiga að vera, hvað tekjurnar geti aukist mikið, hvað sé hægt að taka á móti mörgum gestum og svo framvegis. Val nefndar- manna er mjög í anda þessa, þeir koma flestir úr ferðatengd- um atvinnurekstri og víðar úr atvinnulífinu." Hvernig verður Reykjavík gerð ferðamannavænni? „Ég nefndi áðan að rétt væri að nota menningu og arfleifð. Það þarf að leiða saman þá sem flytja ferðamenn til landsins og _________ þá sem koma að menningarmálum. Hér á landi er gríðar- leg gróska á þessu _____ sviði og fráleitt annað en að nýta hana, t.d. með því að búa til viðburði. Ég gæti nefnt ótal atriði sem tengja mætti þessum hugmyndum, en nefni sem dæmi alla litlu leik- hópana og tónlistarfólkið. Miklu fleira mætti nefna. Það er fullt af fólki út um allan bæ með góðar hugmyndir. Þetta þarf allt að virkja. Þá má ekki gleyma því að Reykjavík er afar sérstæð höfuðborg fyrir hvað loftið er hreint og hve margar náttúru- perlur er að finna innan borgar- markanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.