Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ PÁLL Halldórsson, stjórnarformaður Kælismiðjunnar Frosts, og Jónatan S. Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. TÆKNIÞEKKING UNDIRSTAÐAN VESKIPri AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Páll Halldórsson er 37 ára, fæddur og uppalinn á Hólma- vík. Hann nam flugvélaverkfræði við Embry-Riddle Aero- nautical University, Daytona Beach í Flórída og lauk prófi þaðan 1985. Hann lauk jafnframt námi í viðskipta- og rekstrarfræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Is- lands 1993. Páll starfaði sem tæknistjóri flugrekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar í eitt ár og síðan á verkfræðideild Flugleiða í fjögur ár en um þriggja ára skeið var hann framkvæmdasljóri íslenska stálfélagsins. í dag starfar hann sem forstöðumaður Flugleiða innanlands. Eiginkona Páls er Stella Óladóttir viðskiptafræðingur og eiga þau tvær dætur, Karitas 16 ára og Karen Nadíu 9 ára. ► Jónatan S. Svavarsson er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er tæknistúdent frá Tækniskóla Islands og tók síðan fyrsta hluta í véltæknifræði við sama skóla og fór þaðan til Danmerkur. Þar lagði hann stund á véla- verkfræði og lauk prófi með meistaragráðu í rekstrar- og hagverkfræði. Að námi loknu starfaði hann sem fram- leiðslustjóri hjá Marel hf. í fjögur ár og í stuttan tíma sem framkvæmdastjóri hjá Softís hf. áður en hann tók við starfi sem framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frost hf. Eiginkona Jónatans er Líney Tryggvadóttir kjólameistari og eiga þau þrjú börn, Svavar 14 ára, Bryndísi 12 ára og Halldór 2ja ára. Eftir Holl Þorsteinsson KÆLISMIÐJAN Frost hf. er fyrirtæki sem vaxið hefur hratt frá stofnun þess í lok árs- ins 1993, og hefur velta þess aukist úr 258 milljónum króna árið 1994 í um 417 milljónir á síð- asta ári. Áætlað er að veltan í ár verði um 465 milljónir, en stjórn- endur fyrirtækisins hafa tekið þá stefnu að hægja aðeins á ferðinni. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun, nýsmíði, uppsetningu, aðlögun og viðhaldi frysti- og kælikerfa og er það með starfsemi bæði í Reykjavík og á Akureyri. Starfsmenn í dag eru 53 talsins og hefur þeim fjölgað úr 19 þegar fyrirtækið var stofnað, en 16 starfsmenn eru á Akureyri og 37 í Reykjavík. Kælismiðjan Frost var stofnuð upp úr litlu fyrirtæki sem var með starfsemi í Kópavogi, en það sinnti mest minni kælikerfum, og kæli- deild Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri, sem sérhæfði sig meira í stærri iðnaðarkerfum. Auk þess var Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf. stofnandi fyrirtækisins og lagði því til fjármagn ásamt starfsmönnum sem voru stofnfélag- ar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jónatan S. Svavarsson og stjórn- arformaður þess er Páll Halldórs- son. Páll hefur verið stjórnarfor- maður frá stofnun þess, en hann er fulltrúi Eignarhaldsfélagsins Al- þýðubankans hf. í stjórninni, en Jónatan hóf störf hjá fyrirtækinu í árslok 1994. Þeir segja að fyrirtæk- ið sé ágætt dæmi um það þegar vel hafi tekist til með sameiningu fjármagns og ólíkrar þekkingar frá fleiri aðilum. „Við erum komnir með rekstur sem er allt annar en var hjá fyrir- tækinu í Kópavogi og umfangið hefur vaxið úr 63 milljónum hjá því árið 1993 í rúmar 400 milljónir á síðasta ári. Þá hefur viðskiptavina- hópurinn breikkað verulega. Fyrsta starfsárið vorum við í leiguhúsnæði á Akureyri og í húseignum sem gamla fyrirtækið í Kópavogi átti þar. Skrifstofa, markaðsdeild og tæknideild flutti svo þaðan í Hafn- arhúsið, og um mánaðamótin okt- óber-nóvember í fyrra fluttum við svo alla starfsemina hér fyrir sunn- an í húsnæði sem tekið var á leigu til 10 ára að Fiskislóð 125. Um svipað leyti var svo starfsemin á Akureyri flutt úr leiguhúsnæði í eigið húsnæði við Fjölnisgötu,“ seg- ir Páll. 2% af veltunni í endurmenntun Sem fyrr segir sérhæfir Kæli- smiðjan Frost sig í þjónustu við kæli- og frystiiðnaðinn, og spannar starfsemin allt sviðið frá hönnun og ráðgjöf í framleiðslu, uppsetn- ingar, þjónustu og sölu á rekstrar- vörum til þessa iðnaðar. Árið 1994 var stór hluti veltu fyrirtækisins í verktöku, en það ár segir Jónatan að ekki hafi náðst nægilega mikil velta í þjónustu, og á síðasta ári var sá þáttur bættur og umsvifin aukin. Á þessu tímabili var líka lögð aukin áhersla á vöruþróun og upp- byggingu á tæknideild, en fjölgað var úr einum tæknifræðingi og ein- um tækniteiknara í fjóra verk- og tæknifræðinga í lok ársins. „Það er lítið framboð á reyndum kælimönnum hvort sem er í þjón- ustu eða tæknivinnu en markaður- inn býður einfaldlega ekki upp á það. Fjölgunin hjá okkur er í raun og veru öll háð því að við kennum mönnum þetta sérsvið og erum við því í ákveðnu uppalendahlutverki í þessum vexti fyrirtækisins. Auk þess eru um 2% af veltu ársins ætluð til endurmenntunar,“ segir Jónatan. Stefnumótun framundan Verkefni Kælismiðjunnar Frosts eru allt frá því að veita kaupmönn- um, ölgerðum og fleiri aðilum þjón- ustu við litlar kæligeymslur og upp í það að hanna og smíða frysti- og kælikerfi af stærstu gerð fyrir aðila í matvælaframleiðslu og flutning- um. Verktakastarfsemi fyrirtækis- ins byggir á því að koma með drög að lausn sem seld er viðskiptavinin- um og síðan sér fyrirtækið um fulln- aðarhönnun á því sem þarf að fram- leiða eða velur efnishluta erlendis frá, en einnig framleiðir það þá hluti sem þarf og þá aðallega á verkstæð- inu á Akureyri. Síðan annast fyrir- tækið uppsetningu á frysti- og kælikerfunum og sér um stillingu á þeim og annast þjónustu, en það liggur t.d. með um 40 milljóna króna varahlutalager í því skyni að geta brugðist skjótt við hvoit sem þörf er á þjónustu við skip á hafi úti eða fyrirtæki í landi. Kælismiðj- an Frost er umboðsaðili danska fyrirtækisins Sabroe sem verður hundrað ára á þessu ári og veltir rúmlega 20 milljörðum króna ár- lega. Þeir Páll og Jónatan segja það mikinn styrk að hafa þennan bak- hjarl því þangað sé bæði hægt að sækja viðbótarþekkingu ef því sé að skipta og stuðning að ýmsu öðru leyti. „Meðal stærri verkefna sem við höfum annast er frystigeymsla Eimskips í Sundahöfn, sem er stærsta frystigeymsla á íslandi. Þá höfum við unnið fýrir mjólkursam- sölur, kjötvinnslur, sláturhús og útgerðaraðila um allt land. í fram- haldi af þessu ætlum við að reyna að staldra aðeins við og styrkja innviði fyrirtækisins. Við erum að leggja af stað í stefnumótun til þess að átta okkur á því hvar styrk- leiki okkar liggur helst og spyija okkur hvort við eigum að vera með þetta allt saman undir eða einbeita okkur að afmarkaðari þáttum. Þetta eru einfaldlega hlutir sem við höfum ekki haft tíma til að velta fyrir okkur þar sem við höfum ver- ið uppteknir við að halda utan um það sem við höfum verið að gera. Við ætlum að byggja upp fyrirtæk- ið þannig að það sé vænlegur fjár- festingarkostur, en við erum komn- ir með það á Opna tilboðsmarkaðinn og ætlum okkur að styrkja innviði þess áður en við tökum næstu skref,“ segir Páll. Akureyrardeildin helsta undirstaðan Deild fyrirtækisins á Akureyri hefur, að sögn Páls, verið ein helsta undirstaða þess en þar fer t.d. fram aðalframleiðslan á þrýstihylkjum en síðastliðið sumar fékkst vottun hjá Lloyd’s á framleiðsluferlinu hvað varðar suðu. Hylkin innihalda allt upp í nokkur tonn af kælimiðlum og eru kröfur vegna framleiðslunn- ar mjög strangar og öll hönnun tekin út og hylkin röntgenmynduð. Á Akureyri fer einnig fram smíði á vélasamstæðum og þrýstivélarými, en dæmi um það er búnaður sem seldur var til Seaflower í Namibíu síðastliðið haust þar sem Kælismiðj- an Frost setti upp frystibúnað í frystihús. Þá var frystivélarými fyr- ir húsið smíðað inn í 40 feta stál- gám og leið innan við vika frá því gámurinn kom til Namibíu þar til búið var að tengja hann við kerfið í frystihúsinu og gangsetja það. Annar stór liður er framleiðsla á einangrun fyrir frystilagnir, en það er úretan-einangrun sem sprautað er inn í staðlaðar álkápur utan um rörin. Þeir Páll og Jónatan segja það bæði hafa kosti og galla að vera með starfsemi fyrirtækisins á tveimur stöðum á landinu en kost- irnir séu þó mun meiri en gallarnir. Stjórnunarlega leggi það á ákveðn- ar byrðar, en varðandi þjónustu- þáttinn sé það mikill kostur og þannig komist þeir alltaf til við- skiptavinarins hvernig sem t.d. færð sé háttað. „Þarna er oftast um svo gífurlega mikla fjárfestingu að ræða sem ekki má stöðvast og því leggjum við metnað okkar í það að leysa úr málum manna sem fyrst ef eitthvað fer úrskeiðis," segir Páll. 40% markaðshlutdeild Jónatan segir að veltan í frysti- og kæliiðnaði hér á landi sé um einn milljarður króna, og fyrirtækið hafí sett sér það markmið að ná um 40% markaðshlutdeild og það hafi gengið eftir á síðasta ári. Hann segir markaðinn vera sífellt að stækka, bæði vegna þess að komið sé að endurnýjun á búnaði í frysti- húsum sem jafnvel sé orðinn tuga ára gamall og Sambandið og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna settu upp á sínum tíma, auk þess sem verið sé að fara inn á ný svið. „Á undanförnum árum hafa menn í fiskvinnslunni alveg sérstak- lega verið að fjárfesta í kvóta, markaðssetningu og vöruþróun. Næsta stig á eftir var framleiðni- aukandi fjárfestingar eins og flæði- línur og vogir frá Marel og fleirum, en nú er kannski komið að því að tryggja að sá búnaður sem er for- senda fyrir því að hægt sé að af- henda gæðavöru, þ.e. kæli- og frystibúnaðurinn, sé í lagi og af fullkomnustu gerð. Við erum að taka þátt í því að auka þennan markað með vöruþróun, og eitt dæmið er frystir sem er íslensk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.