Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 23 _______FRETTIR____ Krabbameinsleit verður ekki hætt á Akureyri INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að 104 milljónum króna sé varið til krabbameinsleitar um landið allt árlega, sam- kvæmt verksamningi milli ráðuneytisins og Krabbameinsfélagsins og að henni verði ekki hætt á Akureyri. Stjórn Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri hefur sagt upp starfsmönnum sem annast þessa leit einu sinni í viku til að spara 1,2 milljónir á ári. Ingibjörg segir jafnframt að nauðsynlegar forvarnir séu ekki eitt af því sem menn vilji draga saman í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðis- ráðherra segir jafnframt koma til greina að endurskoða samninginn. „Mér finnst það mjög eðlilegt ef háværar kröfur eru um það að hann skuli endurskoðaður. Ef verða færð rök fyrir því verður það gert,“ segir hún, en haldinn verður fundur til nánari viðræðna í ráðuneyt- inu á miðvikudag, með framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, Guð- mundi Sigvaldasyni. Guðmundur, sem einnig er framkvæmdastjóri Landssambands heilsu- gæslustöðva, segir einn möguleikanna þann, að Krabbameinsfélagið taki að sér að greiða allan kostnað sem hlýst af vikulegri krabba- meinsleit. „Við getum sagt sem svo að ein leiðin sé sú að krabbameinsfélagið beri alla ábyrgð á framkvæmd leitarinnar fyrir hönd ráðuneytisins. Þó að þetta hafi verið útfært Lengsti biðlisti í sögu Vogs Ungir am- fetamín- neytendur áberandi UM 200 manns voru á biðlista eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi í lok síðasta mánaðar. Er þetta lengsti biðlisti í sögu Vogs. Mesta aukningin er hjá ungum amfetam- ínsnejd.endum. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SAÁ segir í fréttabréfi samtakanna að hann hafi ekki áður séð jafn stóran hóp bíða eftir að komast í meðferð og verið hefði í vetur. Hann segir stóran hluta ungt fólk sem sé að koma í meðferð í fyrsta skipti. Nefnir Þórarinn tvær ástæður fyrir þessari aukningu. Hann telur að mikil aukning amfetamíns hjá ungu fólki sé aðalástæðan. Fólkið fari svo hratt niður að það geti tek- ið um sex mánaði frá því neyslan hefst og þar til fólkið er orðið svo aðframkomið til líkama og sálar að það leiti sér aðstoðar. í öðru lagi nefnir hann sem skýr- ingu á aukinni aðsókn að Vogi að mikil umræða hafi verið um áfeng- is- og vímuefnavandann í þjóðfélag- inu. Umræðan auki þrýsting á þá áfengissjúku að gera eitthvað í sín- um málum og sjálfir geri þeir sér einnig betur grein fyrir vandanum. -----» ♦ ♦---- Orkan verð- ur Bensín- orkan SAMKOMULAG hefur tekist með Orku hf. og Bensínfélaginu Orkunni hf. um að hið síðarnefnda breyti firmanafni sínu í Bensínorkuna hf., að því er segir í fréttatilkynningu frá málsaðilum. Kemur þessi sátt í kjölfar þess að Orka hf. hafði höfð- að mál gegn Orkunni hf. fyrir hér- aðsdómi Reykjavíkur vegna notk- unar nafnsins. Nú hefur Orkan hf. hins vegar fallist á einkarétt Orku hf. á firma- heiti sínu og verður nafni fyrirtæk- isins sem fyrr segir breytt í Bensín- orkan hf. Mun félagið í framhaldinu leitast við að festa hið nýja heiti í sessi. Jafnframt verður dómsmálið fyrir Héraðsdómi fellt niður. PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 öðruvísi hingað til má segja að það sé aiveg eins andi samningsins og hvað annað. Eg legg það til. Það er fundur í stjórn Landssambands heilsugæslustöðva á miðvikudag og þá verður þetta rætt,“ segir hann að lokum. Ef breyta á fyrirkomulaginu verður að semja um það sérstaklega Þá hefur Morgunblaðinu borist eftirfarandi frá Kristjáni Sigurðssynj yfirlækni Leitarstöðv- ar Krabbameinsfélags íslands: Sumarið 1987 var gerður samningur milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Krabbameinsfélgs Islands um skipulega leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Samningurinn átti meðal annars að tryggja konum jafnan aðgang að slíkri leit án tillits til búsetu. Þá var talið sannað að leit að leg- hálskrabbameini væri arðbær heilsuvernd og að rétt væri að hefja leit að brjóstakrabba- meini með því að taka röntgenmyndir. 'Krabbameinsfélaginu var falin framkvæmd leitarstarfsins sem átti að fara fram í sam- vinnu við heilsugæslulækna, sérfræðinga og héraðslækna. Félagið fékk ákveðna fjárveit- ingu til að kosta sinn þátt þessa verkefnis en jafnframt var ætlast til þess að heilsu- gæslustöðvar tækju að sér tiltekna þætti. Það var skilningur ráðuneytisins að kostnaður vegna þessarar heilsuverndar væri innifalinn í rekstrarkostnaði stöðvanna. Samvinna Krabbameinsfélagsins og heilbrigðisráðuneyt- isins hefur verið mjög góð og ráðuneytið alltaf staðið við sinn hluta samningsins. Skipulag leitarinnar á Akureyri var rætt á fundum þar nyrðra haustið 1987 og vorið 1988. Var niður- staðan sú að leghálskrabbameinsleitin færi fram á Heilsugæslustöðinni en bijóstakrabba- meinsleitin á Fjórðungssjúkrahúsinu. Þá kom ekki fram neinn ágreiningur um skiptingu köstnaðar. Um miðjan febrúar ákvað stjórn Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri að hætta að taka þátt í krabbameinsleitinni frá og með 1. júní og segja upp þeim starfsmönnum sem unnu að henni. Ekki var haft samband við Krabbameinsfélagið eða heilbrigðisráðuneytið áður en ákvörðun þessi var tekin og kynnt fjölmiðlum. Krabbameinsfélagið lítur svo á að þessi ákvörðun sé marklaus. Heislugæslustöðin vinnur þetta verk, eins og annað heilsuverndar- starf, í umboði heilbrigðisráðuneytisins og getur ekki hætt því einhliða. Ef breyta á fyrir- komulaginu verður að semja um það sérstak- lega. Nú er unnið að því að finna lausn sem tryggir konum á starfssvæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri sömu þjónustu og er í boði í nágrannabyggðunum. Ber að harma það rót sem fréttir af ákvörðun stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar hafa valdið. Ef þú gerir veldu þá aðeins besta. Sænska fyrirtækið DUXINDUSTRIER AB hefur í liðlega 70 ár framleitt rúmdýnur og annan svefnbúnað í hæsta gæðaflokki. Þeir framleiða dýnurnar í mörgum gerðum og stífleikum til að mæta mismunandi þörfum. En flaggskipið í þessari ffamléiðsliy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.