Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.03.1996, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ | AX, lax, lax og aftur lax, sagði “ hann Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari þegar hann var beðinn um að gefa lesendum uppskrift að góðum réttum á fermingarhlaðborð. Hann segist margoft hafa boðið gestum upp á hlaðborð svipað þessu og segir það alltaf vekja ánægju. Úlfar lærði á Hótel Esju og lauk námi frá Hótel- og veitingaskóla íslands árið 1987. Hann hefur m.a. unnið á Holiday Inn, í Vetrar- brautinni hjá Þórskaffi og Bregnerad kro í Dan- mörku. Árið 1993 tók Úlfar við rekstri veitingastaðar- ins Jónatans Livingstone Mávs. Auk þess sem hann sér um daglegan rekstur þar tekur hann að sér veislur fyrir fólk og fyrir- tæki. Hann var um skeið með matreiðsluþátt í sjón- varpinu og hefur sett sam- an matreiðslubækur eins og Villibráð og veisluföng, matreiðslubókina Náttúra íslands og nú síðast Taste of lceland. Úlfar ásamt íslenska landsliðinu í matreiðslu komst í heimsmetabók Guinnes fyrir að gera tíu uppskriftir í matreiðslubók á níu klukkustundum en landslið allra Norðurlanda tóku þátt í þessari uppá- komu. Fjörutíu og átta klukkustundum síðar var matreiðslubókin tilbúin og uppseld í fjögur þúsund eintökum. „Þetta var mikið fjör og allur ágóði bókarinnar rann til krabbameins- sjúkra barna. Við sem komum nálægt þessari uppákomu gáfum vinnuna." Úlfar var semsagt í landsliðinu í nokkur ár og fyrirliði þess um skeið og þar unnið til fjölda verð- launa. Hann var kjörinn mat- reiðslumaður ársins árið 1994. Auðvelt en gott Úlfar segir að laxahlaðborðið útheimti ekki mikla vinnu. „Þetta er auðvelt í tilbúningi, tekur skamman tíma og er gott. Það má gjarnan nota annan fisk en lax í þessa rétti, silungur og smálúða koma vel út.‘‘ Með fiskréttunum segir Úlfar að sé gott að þera fram ferskt salat, blandað grænmeti, gott nýbakað gróft brauð og jafn- vel pastasalöt. „Með anislaxinum er aspassósan líka mjög góð.“ Og hér koma uppskriftirnar. Köld aspassósa 1 lítil dós grænn aspas 1 bolli majónes 1 bolli sýrður rjómi sítrónusafi Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel. Sósan er borin fram köld og Úlfar segir hana gfbrggðsgóða með gnisgrgfna laxinum. Anisgrafinn lax 1 beinhreinsað og roódregið laxaflak 3 msk. stjörnuanis malaður (fæst í Hagkaup og Heilsuhúsinu) 1 msk. fennelfræ malað 1 msk. dillfræ malað Vámsk. svartur pipar 1 Vimsk. sykur Blandið þessu öllu saman og dreifið þessu jafnt yfir laxaflakið. Látið standa í kæli í tvo daga. Engiferleginn lax 1 laxaflak, roð- og beinlaust 2 msk. maukað ferskt engifer 2 msk. sítrónusafi 1 msk. olíg (ólífuolía)_ salt og nýmalaður ______hvítur pipar____ Skerið laxinn í fallegar sneiðarog leggiðá smjörpappír. Penslið með sítrónusafa. Þá er hann penslaður með olíu og engifer. Að þessu búnu er salti og pipar stráð yfir sneiðarnar. Snúið sneiðunum við og endurtakið. Látið standa í ísskáp í tuttugu mínútur til hálftíma áðuren bera á réttinn fram. Það er mjög gott að vera búinn að skera niður laxinn og taka til kryddin og tutt- ugu mínútum áður en rétturinn er borinn fram er rétturinn kláraður. / Gin og eini- berjaleginn lax 1 beinhreinsað laxaflak 2 msk. möluð einiber ______2 msk. gin_________ 2 msk. sítrónusafi 1 msk. olía salt og nýmalaður hvítur pipar Skerið laxinn í fallegar sneiðar og leggið á smjörpappír. Penslið fyrst með sítrónusafa, svo gini og olíu og kryddið til með salti og pipar. Snúið sneiunum við og endurtakið. Látið bíða ítuttugu mínútur í ísskáp. Kókosleginn lax 1 beinhreinsað og roðlaust laxaflak skorið í litla bita að hætti Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara Morgunblaðið/Ásdís ÚLFAR Finnbjörnsson matreiðslumeistari. solt og pipgr CASIO G-Shock Fermingargjöfina fœrðu hjá okkur Hermann Jónsson úrsmidur Ingólfstorgi s. 551 3014 Pf 5T VP V t r. I 18 E SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 OCITIZEN Chronograph Fermingarhlaðborð ÞEIR foreldrar sem halda ferm- ingarveisluna heima og sjá sjálfir um allt tilstand búa stundum til borðskreytingar líka, kaupa blómin og annað sem til þarf og láta sfðan hugmyndaflugið ráða ferðinni. Hann Gísli Gíslason rekur Blómasmiðjuna f Grímsbæ og þegar við spurðum hann hvað gott væri að hafa hugfast þegar hefjast ætti handa sagði hann: Litirnir í skreytingunni eru gjarnan í stíl við annað á borðinu „í fyrsta lagi er að velja blómin í samræmi við annað á borðinu, servíetturnar, kertin og dúkinn. Þegar það er frá er auðvelt fyrir fólk að hafa í huga þá einföldu reglu að hafa undirstöðuna einn þriðja og skreytinguna sjálfa tvo þriðju. „Ég nota sjálfur mikið af nátt- úrulegum efnum í mínar skreyt- ingar, mosa, holtagrjót, bast, kaðla og striga en mér hefur Skemmtileg og óvœnt fermingargjöf Þú ræður fjárhæðinni sem gildir sem greiðsla fyrir eða upp í flugfargjald innanlands eða utan um ótiltekinn tíma. Gjafabréfið er stílað á nafn fermingarbarnsins og gefur því ómetanlegt tækifæri til að ferðast og sjá sig um. Gjafabréf Flugleiða fæst á söluskrifstofum félagsins að Laugavegi 7, á Hótel.Esju að Suðurlandsbraut 2, í Kringlunni og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Vinsælu sénnerktu pennastatífm okkar kosta 4.400 kr. tilykkar komin. Auk þess höfinnvið ýmsa aðrafallega gjafavöru, unna i'tr íslenskum steinum. Sendum myndbækling. SVO virðist sem appelsínugult verði oft fyrir valinu núna. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.